Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 29 ______ERLEMT_____ Unnið að þróun bóluefnis gegn fuglaflensu HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Hong Kong hafa sett hertar reglur um meðferð og innflutning kjúklinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, varað fólk um allan heim við því að ástæða sé til að vera á verði vegna hinnar dularfullu fuglaflensu sem komin er upp í borginni. Vísindamenn í Bretlandi, Japan og Bandaríkjunum vinna að því að þróa bóluefni gegn vírusnum, sem nefndur er H5N1, þó enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um framleiðslu þess. Dr. Margaret Chan Fung Fu- chun, yfirmaður heilbrigðismála í Hong Kong, segir að verði sjúkdóm- urinn skæðari verði „ýtt á hnappinn og hafist handa við framleiðslu bólu- efnis“. í yfirlýsingu sem WHO gaf út í Genf í gær segir að sjúkdómurinn breiðist mjög erfíðlega út og að mati sérfræðinga stofnunarinnar væri engin þörf á bólusetningum gegn honum eða höftum á ferða- frelsi fólks af þessu tilefni. Eitt helsta vandamálið við þróun bóluefnisins er skortur á lifandi sýn- ishornum af vírusnum en það má rekja til þess hversu fljótt hann drep- ur þær frumur sem hann lifir í. Að auki tekur þróun, prófun og fram- leiðsla bóluefnis a.m.k. 6 mánuði og eykur það enn á áhyggjur þeirra sem óttast að sjúkdómurinn breiðist út. Vísindamenn, sem starfa við það að greina, rekja og hindra hugsan- lega faraldssjúkdóma, eiga sífellt von á því að skæðir sjúkdómar verði að faraldri. Vírusar hafa mikla hæfi- leika til aðlögunar og því er það mönnum kappsmál að vera alitaf einu skrefi á undan í þróuninni. Síðast gekk faraldur yfir heims- byggðina árið 1967. Hann átti upp- tök sín í Hong Kong og dró 700.000 manns til dauða. Auknar ráðstafanir í Hong Kong Frá og með næsta mánudegi verð- ur skoðunarvottorð að fylgja öllum kjúklingum sem fluttir eru til Hong Kong frá Guangdonghéraði, auk þess sem búr og flutningabílar verða sótthreinsuð daglega. Yfii-völd, sem eru að kanna lagalegar forsendur fyrir aðgerðunum, hyggjast setja dýralækna við borgarmörkin auk þess sem 30 embættismenn munu heimsækja alla 160 kjúklingabú- garða innan Shenzhensvæðisins. Einnig hefur komið til tals að allir kjúklingar verði hafðir í tveggja daga einangrun áður en þeim er hleypt inn í borgina. Þá hefur verið varað við því að ung börn komist í snertingu við fugla og starfsfólki í heilbrigðisstéttum verið ráðlagt að koma ekki óvarið nær sjúklingum en einn metra. Hugsanlegum sjúkdómstilfellum er nú beint til þriggja sjúkrahúsa í Hong Kong þar sem rannsóknir fara fram. Enn þarf þó að senda sýni til Bandaríkjanna til endanlegrar grein- ingar. Þá hefur átján læknum verið falið að taka sýni úr hálsi þeirra sem hugsanlega eru smitaðir til þess að kanna raunverulega útbreiðslu vír- ussins. Nöfn læknanna hafa þó ekki verið gefin upp af ótta við að óvið- ráðanlegur fjöldi fólks streymi til þeirra þar sem hundruð áhyggju- fullra borgara hringja nú daglega til heilbrigðisyfirvalda í borginni. Að auki verða blóðsýni allt frá árinu 1970 rannsökuð til þess að ganga úr skugga um hvort vírusinn hafi áður verið til staðar í mönnum þótt hans hafi ekki orðið vart. Einungis vitað um smit frá kjúklingum Þó ekki sé enn vitað hvernig smit á sér stað er talið líklegt að það berist með dropum í lofti. Vitað er að menn geta smitast af kjúklingum en óvíst hvort smit getur borist milli manna. Auknar líkur voru taldar á að svo væri eftir að tvö frændsystk- ini drengs, sem áður hafði greinst með sjúkdóminn, veiktust. I gær töldu læknar hins vegar fullsannað að þau hefðu fengið smitið beint frá fuglum að því er fram kom í dagblað- inu South China Morning Post. Dr. Keji Fukada hjá Sjúkdóms- varnamiðstöð Hong Kong telur lík- legt að vírusinn hafi lengi verið í mönnum en verið meinlaus þar til hann tók stökkbreytingum sem geri hann hættulegri. Þetta gæti skýrt hvers vegna bændur í Shenzhen sem voru í snertingu við sýkta kjúklinga sýktust ekki heldur mynduðu mót- efni. Það gæti þó einnig bent til þess að þrátt fyrir að vírusinn geti haft áhrif á menn hafi hann ekki bol- magn til þess að orsaka faraldur. Það hversu hæg útbreiðsla sjúk- dómsins hefur verið þykir einnig benda í sömu átt. w\: ^elsi VA)kV% ÍÉTTIM v Styrkjum konurtil þátttöku í ákvörðunum er varða líf þeirra sjálfra. • Aukin heilsugæsla, • betri menntun, • smálán til atvinnurekstrar og • réttindafræðsla bæta kjör kvenna og skila sér til barnanna og samfélagsins. MUNIÐ GÍRÓSEÐLANA !‘ ^5 HJÁLMRSTOFNUN KIRKJUNNAR - heima og hciman - kjarni málsins! Siðfræði lifs og dauða Vilhjáhmir Ániason RANNSÓKNAnSTOFNUN f SIOFRÆOl Siðfrœði lífs og dauða er skrifuð af mikilli virðingu fyrir viðfangsefninu og af ókveðinni auðmýkt andspœnis þeim ólaitnu, erfiðu spurningum sem brenna ó höfundi. Ragnheiður Haraldsdóttir Eitthvert albesta frœðslurit um heimspeki sem út hefur komið á íslensku: skýrt, greinargott og gagnrýnið. Veitir nemendum og almenningi glögga innsýn í siöfrœði nútímans. Kristján Kristjánsson, Háskólanum á Akureyri Vilhjálmur Arnason hefur vakið fjölda landsmanna til vitundar um ábyrgð sína og möguleika á að breyta heiminum til hins betra. Páll Skúlason, reklor Háskóla Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.