Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 EGAR við, sem ekki höfum mat- argerð að atvinnu, efnum til matarboða eru umræður um matinn gjarnan fyr- irferðarmiklar við borðið. En hvað skyldu matreiðslu- menn, sem dags dag- lega stunda iðju sína í eldhúsinu, ræða er þeir setjast niður hver með öðrum? Auðvitað mat og matargerð, þótt þeh' nálgist kannski viðfangsefnið út frá praktískara sjónarhorni en við hin. Þetta kom greinilega í ljós þegar matreiðslumenn Argentínu, þeir Óskar Finnsson, Kristján Þór Sig- urðsson, Ingvar Sigurðsson og Ami Þór Amórsson buðu nokkrum starfsbræðrum sínum til borðs til að bragða á nokkmm réttum úr nýrri matreiðslubók þeirra: Veislubók Hagkaups. Gestimir, þeir Guðvarð- ur „Guffi“ Gíslason, veitingamaður á Loftleiðum, Jakob Magnússon, veitingamaður á Hominu, og forseti Klúbbs matreiðslumeistara og Gísli Thoroddsen, matreiðslumaður í Perlunni, tóku sér stutt frí frá jóla- önnum desembermánaðai' og komu sér þægilega fyrir í eldhúsi Argent- ínu áður en sest var til borðs. Það var litið ofan í potta, skoðað í hillur og spurt um ýmis atriði, er snúa að daglegum rekstri veitingaeldhúss. Að lokum er gestum ýtt út úr eld- húsinu og borið fram villisveppa- seyði í espresso-bolla, einstaklega einfaldur réttur sem byggir á þun-kuðum villisveppum. Sveppa- bollinn vekur hins vegar lukku. „Þetta er mjög gott. A hvaða blað- síðu er þessi réttur," spyr Gísli og byrjar að fletta bókinni. Sveppa- seyðið vekur upp seyðaumræðu og fljótlega em kokkarnir famir að henda á milli sín hugmyndum um mismunandi upp- skriftir að rjúpuseyð- um. En hvernig verður svona bók til, bók sem stefnir í að verða ein söluhæsta bók ársins? Óskar segir að Hagkaup hafí haft samband við hann vegna bókaútgáfunn- ar í lok júlí en þá hafí hann verið staddur hjá foreldmm sínum á Seyðisfírði. „Við klóruðum okkur í hausnum í þrjá daga og veltum hugmyndinni fram og til baka,“ sagði Óskar. Hann sagði hugmynd Hagkaups hafa gengið út á að gera veislubók, sem myndi seljast í að minnsta kosti tíu þúsund eintökum. „Þegar við spurðum hvort þeir væru ekki það öflugir að þeir gætu selt hvaða bók sem er í tíu þúsund eintökum, sögðu þeir svo ekki vera. Hún þyrfti ekki bara að vera vönd- uð heldur einnig þannig úr garði gerð að hver sem er ætti að geta eldað alla rétti og jafnframt fengið öll hráefni í stórmarkaði. Það myndi því ekki ganga að við færam á egóflipp og gerðum glæsilega bók er væri útbúin fyrir 300 mat- reiðslumenn og mataráhugamenn." En matreiðslumennirnir verða líka að fá sitt og næsti diskur er kominn á borðið. Réttur sem ber heitið „Suðræn og seiðandi smá- lúða“. Ingvar segir grunninn að réttinum vera uppskrift frá Tahiti. „Þaðan kemur hið suðræna í nafn- inu.“ Fiskurinn er hressandi, byggir mikið á ferskum sítrónusafa og megnu engifer- bragði og Argentínumenn full- vissa gestina um að hann sé hlægi- lega einfaldur í matreiðslu. „Nokkrir hringir í matvinnsluvél- inni,“ segir Ingv^r og sýnir hand- tökin með tilþrifum. Gestirnir fletta bókinni og staldra stundum Hvað tala kokkar um í matarboðum? Steingrfmur Sigurgeirsson komst að því er matreiðslumenn Argentínu buðu kollegum sínum í mat í tilefni nýrrar matreiðslubókar jeirra. MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís við. „Hangikjöt með beini,“ hrópar Guffí. „Það er varla á færi nema færustu matreiðslumanna að troða beini inní lærið?“ Talið berst að bókinni á ný og Óskar segir að þegar þeir hafi byrjað að hugleiða málið hafí bókin farið að taka á sig mynd. „Auðvitað var nauðsynlegt að taka með sí- gilda rétti á borð við Wellington- steik og hangikjöt en að sjálfsögðu reyndum við einnig að gera hana framlega og nýstárlega. Þetta var því flókið verkefni.“ Efni í bókina var aflað víða, farið var yfir fjölmargar matreiðslubæk- ur, innlendar jafnt sem erlendar, Gestgjafann frá upphafi og hund- rað uppskrifta frá öllum heimsálf- um tekin úr gagnabönkum á alnet- inu. „Við reyndum að fara yfir sem víðastan völl og sjá hvað við gætum nýtt frá öðram. Þegar kemur að því að steikja kjöt og físk er auðvit- að enginn að fínna upp hjólið í fyrsta skipti. Þegar við vorum bún- ir að sía úr það sem okkur leist best á var farið í að stílfæra upp- skriftirnar og þróa þær miðað við aðstæður, smekk og vöruúrval á íslandi. Oft þurfti til að mynda að laga krydd að því sem tíðkast á ís- landi. Þá fóram við einnig yfir alla okkar matseðla á Argentínu frá upphafi og segja má að flestir þeir í’éttir sem þar hafi slegið í gegn í gegnum tíðina séu í bókinni." Næsti réttur er í þeirra hópi, „Hörpuskel Carpaccio", sem fyrst skaut upp kollinum á Carpaccio- dögum á Argentínu. Fallegur rétt- ur jafnt sem bragðgóður. „Er þetta kanadískur skelfískur," spyr Gísli sem telur sig hafa greint það á stærðinni og litnum. Kanadíski skelfiskurinn í samanburði við hinn íslenska vekur upp umræður um stund þar til athyglin beinist að því sem umlykur skelfiskinn: olía, pip- ar, fersk sítróna og berjaedik. Allir eru sammála um að þetta sé af- bragðsgott og ekki bara fallegt. „Skemmtilegur réttur og fallega uppsettur," segir Jakob og ber hann saman við myndina í bókinni. „Þetta eru flottar myndir,“ segir Gísli. „Eg nenni varla að skoða bækur sem era myndalausar, Mað- ur borðar réttinn fyrst með augun- um.“ Guffí segir hins vegar að passa verði sig á þvi að gera upp- setningu á myndum ekki of flókna. Venjulegir heimakokkar verði helst að geta notað hana sem við- miðun, þó svo að matur sé borinn fram á fötum en ekki diskum. Myndatökur vora í höndum Bára og stóðu allan september. Segir Óskar að þá hafi uppskrift- irnar endanlega verið þróaðar. Hvað er venjuleg stærð á typpi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mig langar að spyrja um það hvort typpi á litlum drengjum eigi ekki að vaxa eðli- lega eins og aðrir partar líkam- ans og þá er ég ekld að tala um kynþroskavöxt. Ég á dreng sem er 8 ára og í nokkur ár hef ég haft af þessu áhyggjur því ég tel typpið á honum vera í sömu stærð og þegar hann fæddist, hann er mjög stór eftir aldri, stærstur í bekknum. Ég á tvo aðra drengi, yngri og eldri, og tel mig því hafa. samanburð þar. A þessum eldri hef ég séð eðlilegar breytingar í gegnum árin (hann er 10 ára) og þessi litli (sem er 2 ára) hefur stærra typpi en þessi 8 ára. Sá sem er 8 ára hefur tek- ið eftir þessu sjálfur og nú er svo komið að hann kemur grátandi til mín og segist ekki fara í leik- fimi út af þessu og í skólasundi beið hann þar til allir voru búnir í sturtu og fór þá sjálfur. Fyrir stuttu fór ég með hann til heimil- islæknis okkar útaf öðra og spurði þá að þessu í leiðinni. Læknirinn gerði það lítið úr þessu að mér fannst ég kjánaleg að spyrja, athugaði hvort forhúð- in kæmist upp, sem er reyndar nýtilkomið. Drengurinn sat á meðan svo hann gat ekki hafa séð stærðina vel, hann sagði mér að gleyma þessu og talaði um kynþroska. Ég hef samt áhyggj- ur af þessu ennþá þar sem ég sé að barninu líður illa yfir þessu og vona að þú getir hjálpað mér eða bent mér á einhvern sem getur það ef þú sérð ástæðu til þess. Svar: Áhyggjumar sem lýst er eru mjög eðlilegar og algengar. Þær snúast almennt um það hvort við séum eðlileg eða á ein- hvern hátt afbrigðileg og þegar um er að ræða viss líffæri geta áhyggjurnar verið meiri en ann- ars. Allir foreldrar hafa af þessu meiri eða minni áhyggjur. Við fæðingu og á fyrstu vikum og mánuðum að henni lokinni hefur fólk áhyggjur af því hvort barnið Kynfæri drengja sé eðlilega skapað eða hvort um sé að ræða vansköpun, sýnilega eða á innri líffæram. Síðan taka við áhyggjur af því hvort barnið sé eðlilegt andlega og hvort það þroskist eðlilega, líkamlega og andlega. Sem betur fer er hver einstaklingur einstakur, bæði líkamlega og andlega, engir tveir eru eins (nema eineggja tvíbur- ar, þó aðeins að vissu marki). Við eram öll ólík í vexti, t.d. hvað varðar líkamshæð, holdafar, háralit, nefstærð, eyru og síðan það sem einkennir stelpur og stráka eins og brjóst og typpi. Breytileiki milli einstaklinga er mikill og þess vegna getur verið erfitt að átta sig á því hvað er innan eðlilegra marka og hvað getur talist aíbrigðilegt. Hvort typpi eru stór eða lítil ákvarðast ekki af sjúkdómum frekar en það hversu útstæð eyru fólks era. Börn og unglingar era þekkt að því að vera miskunnar- laus í sambandi við allt óvenju- legt í líkamsbyggingu og þeir sem á einhvern hátt eru óvenju- legir óttast aðkast og stríðni jafnvel þó ekki hafi komið til slíks. Þeim sem era há- og lág- vaxnastir í hverjum skóla er oft strítt og sama gildir um útstæð eyra, stórt eða lítið nef, litla eða stóra höku og hvaðeina sem er aðeins öðruvísi en hjá flestum. Þegar kemur að séreinkennum í vaxtarlagi kynjanna, hvort sem það er fyrir kynþroska eða eftir að hann hefst, getur verið um sérstaklega viðkvæm mál að ræða. Flest börn og unglingar standa ágætlega af sér slíka stríðni og áreiti en í versta falli getur þetta leitt til eineltis og þá verða foreldrar og kennarar að taka í taumana. Sem betur fer eru áhyggjur foreldra af börnum sínum oft eða kannski oftast ástæðulausar en þeim á aldrei að þurfa að finnast þær vera kjána- legar eins og bréfritari lýsir. í þessu tilviki er væntanlega ástæðulaust að hafa áhyggjur en auðvitað mætti láta annan lækni líta á di-enginn til öryggis. Sumir halda áfram að hafa áhyggjur af typpisstærð sinni eftir að þeir hafa náð fullum líkamlegum þroska þó að það sé löngu sann- að að slíkt skipti ekki máli, t.d. fyrir kynlíf. Þessar áhyggjur lýsa sér m.a. í ótal könnunum á lengd þessa líffæris við fulla reisn en þar hefur komið í ljós að meðallengd er 13-16 cm en breytileikinn er mikill, frá 9 og upp í 23 cm. OLesendur Morgunblnðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum inilli klukkan 10 og 17 i síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.