Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MARGMIÐLUN MORGUNB LAÐIÐ DVD Encore Dxn Frábært DVD drifmeft MPE6-2 korti og tveimur frábæmm leikjum. Ekkiklikkaá þessari margmiðlunarbombu. DVD myndir Mikið úrval af toppmyndum BCAGL/ÓT ARNALDS verður með kynningu á nýja margmiðlunardisknum sínum, Stafakörlunum í dag frá 14- 17. Þá mun Bergljót einnig kynna nýju bókina sínaTóta og tíminn sem kennir krökkum á klukkuna. Opið 10-22 laugardag 10-22 sunnudag www.bttolvur.is • bttolvur@mmedia.is UM FÁTT hefur meira verið rætt undanfamai- vikur vestan hafs og austan en lófatölvur, þ.e. tölvur sem eru það litlar að stinga má þeim í brjóstvasann eða jakkavasann og geyma allskyns uppiýsinar, hvort sem það eru símanúmer, dagskinna, reiknivél eða aðrar gagnlegar upp- lýsingar. Gefur augaleið að tölvan er hentugri eftir þvi sem hún er minni og fáar eru hentugri en Palm Pilot, sem E JS flytur inn og selur. Palm Pilot er ekki stærri en svo að koma má henni fyrir í nánast hvaða vasa sem er, vegur ekki nema rúm 160 g og er 12 x 8 cm að flatarmáli. Tölvan er til í tveimur útgáfum, Per- sonal og Professional. Sú fyrmefnda getur geymt 2.500 heimilisfóng, fjög- urra ára skammt af stefnumótum, 500 verkefni og 500 áminningar. Pro- fessional er öllu öflugri, getur geymt 4.000 heimilisfóng, sama skammt reyndar af stefnumótum, 750 verk- efni og 750 áminningar, aukinheldur sem koma má fyrir í henni 100 tölvu- bréfum. Ef bréf em stór getur tölvan illa lesið þau upp í minninu I heilu lagi, en þá má skipta þeim í hluta. Til að tengjast PC-tölvu þarf sú að vera að minnsta kosti 386-vél með 8 Mb minni, 10 Mb laus á hörðum diski, raðtengi og Windows. Einnig er hægt að tengja hana við Makka eins og áður er getið og þá með viðeigandi aukabúnaði. Uppsetning er hægðarleikur þó segja verði eins og er að uppsetning- arforritið er ekki beinlínis fyrsta flokks; sérkennilegt að hafa það í tveimur hlutum. Hugbúnaðurinn gef- ur kost á stuðningi við Word og Excel fjölva, kostnaðarbókhald og vitanlega nafnaskrá og dagbók. Einnig fylgir kennsluforrit sem sjálf- sagt er að gefa sér tíma til að skoða, því það tekur skamma stund. Sáraeinfalt er að skila því sem slegið er inn á tölvunni á Palm Pilot> inn, lófatölvan er einfaldlega sett í viðeigandi statíf sem er tengt við tölvuna um COM-tengi. Þá er bara að ræsa samstillinguna og á örskots- stund er búið að lesa allt sem þarf inn í lófavélina og hægur leikur að kippa henni með sér. Þetta kallar vissulega á skipuleg vinnubrögð, en hagræðið er augljóst. Dagskinnufor- rit það sem fylgir Palm Pilot er reyndar heldur klént, en þeir sem nota til að mynda Outlook geta keypt eða fundið á vefnum ýmsar lausnir á því máli, því líflegur hugbúnaðariðn- aður er sprottinn upp í ki-ingum Palm Pilot og grúi allskyns forrita í Lipur lófatölva Tölvur verða æ minni og handhægari og þegar til ýmsar gerðir sem stinga má í ----------7--------------------------- vasann. Arni Matthíasson heillaðist af lófatölvunni Palm Pilot. boði, ýmist hugbúnaður sem fram- leiðandi Palm Pilot hefur viðurkennt, eða deilihugbúnaður, allt frá leikjum í prýðis viðskiptahugbúnað. Skrifað á skjáinn Segja má að aðal Paim Pilot sé að lesa gögn sem unnin eru í PC tölvu því óþægilegt er að skrifa á tölvuna lengri kennileg við fyrstu sýn, og fijótlega má ná nokkrum hraða við skriftina, ekki síst ef notaður er leikur sem fylgir, Giraffe, og ætlaður er til að þjálfa notkun Graffiti. Það er þó galli að ekki er stuðningur fyrir öll íslensk sértákn, til að mynda er hægt að gera alla broddstafi, en ekki þ eða ð. Leið framhjá þvi er að flytja stafina inn á vél- ina, merkja þá og afrita og vista síðan sem flýti- hnapp. Þrjár meginleiðir eru til að koma gögnum og upplýsingum inn í Palm PUot. Hægt er að skrifa á skjáinn með sérstökum snerti- penna og beita ein- faldri og hraðvirkri skrift við innsetn- texta. Skemmti- legur möguleiki er að skrifa á skjáinn með þar til gerðum penna sem fylgir, en þá þarf að nota sérstaka gerð skriftar sem kallast Graffiti. Það tek- ur ekki langan tíma að læra að skrifa með því þó sum táknanna virðist sér- mgu gagna. Tölvutengslin sem fylgja leyfa hrað- virkan flutning upplýsinga af einka- tölvu og þannig er hægt að nota lyklaborð hennar til þess að koma gögnum á Palm Pilot. Þá er einnig innbyggt lyklaborð í Palm Pilot sem birtist á skjámynd sem hefðbundið lyklaborð. Kostnaðarútreikninga má taka beint úr Microsoft Excel töflu- reikni í Palm Pilot. Hvort sem notast er við skipulagsforritin sem fylgja Palm Pilot eða önnur þekkt forrit s.s. Microsoft Outlook, Schedule + eða Lotus Organizer, gerir Palm Pilot lífið léttara og mun skipulagð- ara. Ef ekki er tími til að lesa og svara tölvupóstinum á skrifstofunni er auðvelt að taka póstinn með sér á Palm Pilot Professional, sýsla með hann og svara honum. Við næsta tækifæri er Palm Pilot settm- í statíf- ið og pósturinn uppfærður, afgreidd- ur og sendur. Handhæg græja og skemmtileg Eins og getið er, er Palm Pilot bæði handhæg græja og skemmtileg í notkun og því skyldi engan undra að markaðshlutdeild sé rúm 50 pró- sent. Þannig tók IBM sig til og fékk leyfi til að framleiða eigin útgáfu og kallar hana WorkPad. Þai- á bæ fer fram mikil vinna til að samhæfa tölv- una hugbúnaði eins og Lotus hóp- vinnubúnaðinum og á komandi ári stendur til að gera notendum kleift að tengjast fyrirtækisneti með upp- hringisambandi og sækja gögn og samstilla. Helsti keppinautur Palm Pilot er tölvur sem keyra Windows CE og eru þá yfirleitt með lyklaborði og til- heyrandi, eða þá Newton Apple ef hann kemst þá nokkurn tímann á flug, en einnig hefur Sharp kynnt lófatölvu sem á að keppa við Palm Pilot. US Robotics, sem fi-amleiðir Palm Pilot, bregst meðal annars þannig við samkeppninni frá Windows CE að leyfa almenna notk- un á Palm POot stýrikerfinu, sem ætti að auka enn úrval hugbúnaðar. Palm Pilot Professional er einnig fá- anleg með mun meira minni og einnig með þann möguleika að lesa og senda tölvupóst sé mótald tengt við og sími. Reyndar er mjög þægi- legt að geta sótt tölvupóstinn inn á Palm Pilot Professional, lesið hann í rólegheitunum og svara og síðan er nóg að tengjast tölvunni aftur, láta hugbúnaðinn lesa boðin á milli og senda póstinn af stað. Þessi mögu- leiki og stuðningur við TCP/IP í Pro- fessional útgáfunni gerir hana mun eigulegri og þó vissulega sé hún dýr- ari er notagildið svo mikið að ekki á að spá í þann skildinginn, ef kaupa á Palm Pilot hvort eð er. Eyða má löngu máli i að mæra Palm Pilot og telja upp notkunar- möguleika, en hver verður að kynn- ast tólinu fyrir sig og til þess er gott að kíkja á slóðina http://www.palm- pilot.com og rekja sig þaðan. Rammíslenskur jólavefur ITILEFNI AF jólunum er sitt- hvað á seyði á vefnum, meðal annars Jólavefur sem Salvör Gissurardóttir hefur komið upp. Hún segir að vefurinn sé mjög heppi- legur vettvangur fyrir slíkt efni, hægt sé að láta allar frumheimildir vera með og í sjálfu sér lítil takmörk fyrir því hve umfangsmikið efnið get> ur orðið. „Ef svona efni er gefið út í venjulegri bók yrði að takmarka magnið, bókin getur ekki verið nema af ákveðinni stærð vegna kostnaðar við prentun og dreifingu. Veraldar- vefurinn er líka ódýrasta leiðin til að gera svona efni aðgengilegt,“ segir Salvör. Að sögn Salvarar leggur hún fyrst og fremst áherslu á rammíslenskt efni sem á sér aldalangar hefðir. „Ég hef reynt að safna saman sem fjöl- breyttustu úrvali af því svo hægt sé að skoða hvernig t.d. ímynd íslenskra jólavætta breytist í tímans rás. Það er ekki ætlunin að taka með í jólavefinn alla þætti nútíma jólahalds heldur á áherslan áfram að vera á íslensku jólasveinana og gamlar jólahefðir og ekki verður fjallað um heilagan Niku- lás nema þegar skýra þarf hvemig ís- lensku jólasveinamir hafa á tímabil- um dregið dám af honum. Það er þegar komin margra mán- aða vinna í jólavefinn, vinna sem ligg- ur ekki síst í að safna saman heimild- um og setja fram á aðgengilegan hátt. Vinna við viðhald er nú líka töluverð en það er nú bara einu sinni á ári sem ég vinn í því.“ Salvör segir að kostnaður sé ekki mikill að frátöldu hennar eigin vinnuframlagi. „Það þarf hins vegar að gera ráð fyrir þvl að verða að borga höfundarlaun og gjöld fyrir að geyma vefinn á einhverri vél sem er beintengd við Netið. Menntanetið hefur styrkt þetta verkefni með því að leyfa mér að geyma vefinn hjá því og fjölmargir höfundarrétthafar hafa styrkt þetta verkefni með því að leyfa mér að hafa þeirra eftii með. Myndir, kvæði og frásagnir má ekki birta á svona vef án leyfis nema höfundur sé löngu látinn. Það þarf því að leita leyfis hjá höfundarrétt- höfum tU að setja á vefinn flest efni sem er frá þessarri öld. Það er líka mildlvægt að hagsmunir og verk höf- unda séu virt, verkin séu birt á þann hátt og í því samhengi sem höfundar- rétthafar feUa sig við. Það er nú lík- legt að það verði höfundum fyrst og fremst tU hagsbóta að sýnishom af verkum þeirra séu í slíku vefsafni, það er þá jafnframt kynning á þeim og lUdegt tU að auka söluna á verkum höfunda hvort sem það eru jólakort, bækur eða annað.“ Salvör segir að enn vanti mikið af jólasveina- og Grýlukvæðum og myndum inn á vefinn og að auki sé ætlunin að setja inn hreyfimyndir og hljóð þannig að hægt sé að spila lög. „Einnig hef ég mikinn áhuga að setja líka upp safn af Grýlu- og jólasveina- sögum og myndum eftfr börn á öllum aldri, nokkurs konar nútímaþjóðsög- ur um þessa fomu vætti.“ Salvör segist gjaman vilja fá efni frá sjálfboðaliðum, sérstaklega göml- um kvæðum, sögum og myndum um Grýlu og jólasveinana eða um ís- lenska jólahaldið eins og það hefur breyst í tímans rás. „Ég er viss um að það er til inni á heimilum mikið af kvæðum og sögum sem aldrei hafa verið birt opinberlega og jafnvel ekki verið skrifuð niður á blað.“ Vefurinn er á íslensku, enda segir Salvör að ætlunin hafi verið að setja upp vef á íslensku um rammíslenskt efni. „Það em hins vegar tugþúsundir af fólki víða um heim sem á ættir að rekja til íslands og hefur mikinn áhuga á öllum svona séríslenskum sið- um. Þetta fólk hefur líka heldur engin tök á að fara á bókasafnið eða út í búð og kaupa íslenska bók um eftiið, það verður að reiða sig á veraldarvefinn fyrir tengsl við íslenska menningu. Það er ekki síst fyrir þennan hóp sem ég hef áhuga á að a.m.k. einhver hluti verði á ensku. Svo hef ég nú einmitt núna í desember verið að kynna mér jólavætti á hinum Norðurlöndunum og það er ansi mikið sameiginlegt með jólabúálfunum þar og okkar ís- lensku sveinkum. Það væri því gaman að hafa einhverjar upplýsingar á vefnum um íslenskt jólahald á Norð- urlandamálum svo við getum borið jólahefðimar okkar saman við grann- þjóðirnar." Slóð Jólavefsins er http://jol.is- mennt.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.