Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 42
-• 42 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Gæðavara Gjdíavara - nidtdr og kdfilstcll. Heiin Allir veröflokkdi. in.d. ( VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gianni Versace. Við upphaf iðnbyltingar Ævir Borg- firðinga BÆKUR Æ11 í r æ ö i BORGFIRSKAR ÆVISKRÁR X. bindi. Sögufélag Borgarfjarðar, Akranesi, 1997,591 bls. BORGFIRSKAR æviskrár birtast nú lesendum sínum í tíunda sinn. Fer nú að líða að lokum þessa mikla ritsafns, því að síðasti stafliður þessa bindis er St. Skilst mér að Ííklega séu tvö bindi óútgefin. Höfundar þessa bindis eru Ari Gíslason, Kristín Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Guðmundsdóttir og Þur- íður J. Kristjánsdóttir. Sú síðast- nefnda er ritstjóri og umsjónarmað- ur verksins eins og verið hefur tvö undanfarandi bindi. Fremst í bók skrifar ritsjórinn minningarorð um Ara Gíslason, ættfræðing, sem andaðist árið 1995. Hann var einn þeirra þriggja ætt- fræðinga sem hófu að rita Borg- firskar æviskrár. Hinir tveir voru Aðalsteinn Halldórsson og Guð- mundur Illugason. Allir eru þeir nú látnir. Þetta æviskrárbindi er hið lengsta þeirra sem út eru komin og I því er mikill fjöldi æviskráa, varla und- ir einu þúsundi, gæti ég trúað, því að flestar eru þær mjög stuttar og aðeins hins nauðsynlegasta getið. En mikið safn er þetta orðið og verður þegar allt ritverkið er komið út og er þá ekki minna vert um þann gríðarlega fjölda mynda sem i ritunum er. Vel kann ég því að aftast í bók (33 bls. smáletraðar) er „Skrá yfir maka, bamsmæður og -feður þeirra sem bókin nær yfir og eiga ekki sjálfstæða æviskrá þar“. Er í skrá þessari vísað inn í viðeigandi ævi- skrá. Skrár af þessu tagi hafa verið frá upphafi. Lengi vel hét skráin Kvennaskrá, síðar Makaskrá og loks hefur hún fengið það nafn sem hún ber nú og er sem því svarar um- fangsmeiri. Eg fæ ekki annað séð en prýði- lega sé frá þessari bók gengið. Hún er prentuð á góðan pappír og njóta myndirnar sín því vel. Sigurjón Björn’sson. BÆKUR Landaf ræöi GRÁÐUR LENGDAR Höf. Dava Sobel. Þýð. Elín Guð- mundsdóttir. 143 bls. Bókafélagið Olduslóð. Prentun Grafík hf. 1997. AÐ SIGLA er nauðsynlegt, sögðu Rómveijar. Englendingar hefðu get- að sagt hið sama á 17. og 18. öld. Umsvif þeirra á úthöfunum voru þá mjög að aukast. Bók þessi segir frá enskum sjófarendum og enskum vísindamönnum og enskum klukku- smiðum. Hún er sem sé ensk í bráð og lengd. Englendingar stóðu þá framarlega, ef til vill fremstir þjóða, I náttúruvísindum. Sæfarendur höfðu lengdargráðurnar en sárvant- aði breiddargráður. Fyrr en þær væru fundnar gætu þeir engan veg- inn ákvarðað stað sinn á úthöfunum. Ósjaldan lentu þeir í hafvillum sem kostaði fjölda mannslífa. Leitin að lengdargráðunum varð að kapps og metnaðarmáli líkt og náttúruvemd eða vamir gegn háskalegum sjúk- dómum nú á dögum. Menn, sem dreymdi um það eitt að láta á sér bera, blönduðu sér í málin eins og vanalega. Einhverjir þeirra lögðu til að herskipum yrði raðað með al- löngu millibili yfir hafíð þvert. Síðan skytu þau úr fallbyssum því byssu- hvellir bæmst óraleiðir! Hinir, sem betur vissu, munu hafa brosað að þvílíkum vísindum. Meira mark var tekið á þeim sem horfðu til tungls og stjama. Jafnframt var talið að styðjast mætti við klukkur. Of- urkapp var lagt á smíði tímamæla. Klukku- smiðurinn, John Harri- son, smíðaði tiltölulega nákvæma klukku sem enn gengur. Það var 1722. Það var undur- samlegast við klukku hans að hún var að langmestu leyti smíðuð úr tré, einnig tannhjól- in. Svo vel vandaði Harrison til efnisins að nútíma smásjárrann- sóknir sýna að hann hefði ekki getað valið viðinn betur. Harrison hefur ætlast til að klukka sín gengi nokkuð lengi því hann forðaðist ryðsæla málma. »Það þarf aldrei að smyija hana vegna þess að þeir hlutar, sem að öðru jöfnu þyrfti að smyija, eru tálgaðir úr lignum vitae, hitabeltis- harðviði sem seytir eigin olíu.» Og Harrison átti eftir að gera betur. Tíma sínum og kröftum varði hann til að smíða sjóklukku, það er að segja klukku sem þyldi velt- ing skipa og hitasveiflur til sjós. Þegar hann loks, seint og um síðir, lagði fram klukku sem hann var sjálfur ánægður með, var tíminn í þann veginn að hlaupa frá honum. Menn voru farnir að einblína á gang himintungla í leit að lausn gátunnar. Vafalaust kunna Bretar, sem og aðrar enskumælandi þjóðir, að meta þessa bók. Hún er vel skrif- uð, skipulega samin, ljós og lifandi og vel þýdd. Og hún lýsir enskum menningar- heimi á blómaskeiði ríkisins — við upphaf iðnbyltingar. Átjánda öldin var glæsileika og framfaratímabil í sögu Englands og raunar Evrópu allrar. íbúa- ijöldinn tvöfaldaðist. Kaupskipaflotinn enski, varinn af vold- ugum herskipaflota, færði landinu auð og ríkinu völd. Menningin hlaut sinn skerf af velsældinni. Afrek klukku- smiðsins voru jafnframt afrek fram- sækinnar þjóðar. íslenskur lesandi getur ekki með sama hætti fundið sig heima í þess- ari bók. í okkar augum verður þetta einungis fjarlæg saga. Oldin átjánda færði íslendingum hörmungar ein- ar, landinu munaði jafnhratt aftur á bak sem öðrum miðaði áfram. íslenskir sjómenn komust ekki svo langt frá landi að þeir hefðu neitt með gráður að gera. Enskur klukku- smiður stóð okkur litlu nær en kín- verskur mandarín eða arabískur stórvesír. Efnið í þessari vönduðu bók er því sértækara en svo að það muni almennt höfða til íslenskra lesenda, því miður. Erlendur Jónsson Elín Guðmundsdóttir Að höndla hamingju EFTIR BERTRAND RUSSELL Skemmtileg, viturleg og vekjandi bók. <32 í útlegð BÆKUR L j óð OSTRAKA eftir Stefán Snævarr. Prentvinnsla: Grafík hf. Mál og menning, 1997.79 bls. Leiðb. verð: 1.680 kr. OSTRAKA er torkennilegt heiti á ljóðabók enda bregður höfundur hennar, Stefán Snævarr, á það ráð að skýra það í upphafi bókar: „Ostraka“ er grískt heiti á leirkerabrotum þeim sem Aþeningar skrifuðu útlegðar- dóma á. Leirkera- brotin voru síðan send þeim dæmdu og þeim gert að hypja sig. Enska sögnin „to ostracize" er dregin af „ostraka". Það er ekki laust við að þetta torkenni- lega orð sé svolítill fyrirboði þess sem bíður lesandans á síð- um bókarinnar. Stef- án yrkir ekki alltaf ljóst þótt stíll hans sé í sjálfu sér ekki upphafinn og flúraður flóknum myndum og margræðum táknum. Það er sjálf hugsunin í ljóðunum sem stundum getur verið erfitt að festa hendur á. En þá spyija kannski sumir hvort það sé eitthvað sem lýti ljóð- in eða geri þau verri en önnun Svarið er auðvitað nei. Ljóð eru þess eðlis, ólíkt prósa, að þau biðja ekki endilega um skilning, heldur miklu frekar einhvers konar þátt- töku, samfylgd, meðleik. Fyrsta ljóð bókarinnar heitir Ostraka og myndar eins konar ramma utan um hana ásamt loka: ljóðinu sem heitir Útgönguvers. í báðum ljóðunum koma leirkera- brotin fyrrnefndu við sögu og ef þau eru lesin saman lýsa þau eins konar útlegðardómi stríðshijáðra samtímamanna suður í fyrrum Júgóslavíu. Seinna ljóðið hljóðar svo: Að ströngum vötnum flykkjast karlar konur og böm með göngustafi þunna mali og leirkerabrot í hendi A sum hefur verið ritað með vélbyssu aðrir hafa krotað á eigin brot með fjaðurpenna Samt sömu orð sömu orð. I bókinni er deilt á stríð og of- beldi í ljóðum sem fjalla um stríð- ið í fyrrum Júgóslavíu, dauða- og útlegðardóm Salmans Rushdies og fleira. Stríð gerir manninn útlæg- an í eigin heimkynnum, útlægan- í heiminum. En sú útlegð sem bókin fjallar fyrst og fremst um er sú sem ljóð- mælandinn er í frá sínum eigin veruieika, hann stríðir við eins konar dóm um eilíft ósætti við sína eigin hvunndagsveröld: Þreyti einatt glímu við Hvunndaginn ógnarháan, ófrýnilegan ramman að afli. Hann tekur mig á hælkrók vindur mig niður á annað hnéð er næstum fallinn. Spymi samt á móti af lífs og sálar kröftum held velli, held velli. (Þraukarinn) Lesandinn fær á tilfinninguna að ljóðmælandinn standi einn í þessu stríði, eins og menn gera yfirleitt sem eiga í stríði. Hann stendur einn en er þó í bandalagi við ljóðið: Einræningin rænir þögninni frá götunum ljósinu frá mánanum og myrkrinu frá himninum. Læðist svo heim með fenginn breytir honum í ljóð. (Einræninginn) En kannski er hann eins konar vindhöggv- ari eins og sagt er frá f samnefndu ljóði: „Vindhöggvarinn / gerir styttu / úr stormi / líkneski úr golu / standmynd úr / vestanvindi," en samt hlýtur hann enga virðingu: „Samt er hlegið / kuldahlátri / á himnum.“ Þessi tilvistarvandi virðist felast í því að geta ekki fyllilega lifað eða tekið þátt í ákveðnum veru- leika: „Þeir sem eru til / veiða storma / í stóra háfa // Við hin reynum / en nei nei / þyrlumst upp / og dönsum / við fölnað lauf- ið / því vindkynja“ (Við hin). Þetta er útlegð úr samfélagi sem krefst þekkingar og getu, hins rétta. En ljóðmælandinn vildi vera kóngur- inn í Psýkópataníu, kóngur „sem togar í strengi / svo limir megi sprikla / búkar megi skjálfa / höfuð megi lúta“ (Psýkópatanía). Og þá gæti ýmislegt gerst sem annars gerist vanalega ekki: „Gæti gerst / að laxinn / fengi vængi // Gæti gerst / að sólin / tæki að tala // Gæti gerst / að hringar / yrðu hyrndir" (Gæti gerst). Það væri jafnvel næsta víst að eitthvað ólíklegt gerðist: „Næsta víst / að tunglið / geti sungið // Næsta víst / að állinn / sé úr stáli // Næsta víst / að bílar / geti talað“ (Næsta víst). Kannski eru hér komnir tveir veruleikar, tvær vistarverur ljóðmælandans, önnur í öruggu skjóli, hin reist á sandi: Kenndin hrein og þankinn klár ljóðið varpar ljósi á bæði húsin mín eitt í skógi annað á hvítum sandi annað á kviksandi (Húsin tvö) Annars fer Stefán víða í þess- ari bók og ekki er tóm til að fylgja honum í allar þær ferðir hér. Eins og áður sagði er ljóðstíll Stefáns ekki flúraður eða flókinn, heldur miklu frekar einfaldur og hvers- dagslegur. Myndskynjun Stefáns er afar skýr og oft eru líkingar hans hnittnar. Stefán beitir endurtekningum á markvissan hátt og ýmislegum orðaleikjum eða orðsnúningum sem lita ljóð hans á skemmtilegan hátt. Þótt viðfangsefni hans í þessari bók séu oft af alvarlegra taginu er tekið á þeim af fullkomnu æðru- leysi og húmor. Ostraka er skemmtileg bók af- lestrar (eins og kannski felst í hljómi nafns hennar þótt merking þess sé háalvarleg og dramatísk). Eins og nafn bókarinnar er ljóð- heimur hennar eilítið framandi og nýr, en um leið viðfelldinn. Þröstur Helgason Stefán Snævarr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.