Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Trúnaðarskylda lækna og tjáningarfrelsið SffílMlA GLUGGATJOLD Síöumúla 35 - Sími 568 0333. I)( in(MitrfklufDlmr F.I.G MflAJÖííUi'II Laugavegl 30. Síml 551 9209 ÞEIR einstaklingar sem þurfa að leita sér lækninga verða að geta treyst því að upplýs- ingarnar sem læknir fær um þá í starfi sínu séu ekki síðar seldar í hagnaðarskyni að þeim forspurðum. Bijóti læknir trúnað við sjúkl- ing, t.d. með því að gera sjúkrasögu hans að söluvöru, þá verðum við öll að geta treyst því að yfirvöld grípi til aðgerða. Sé þessum skilyrðum ekki full- nægt er grundvöllur trúnaðarsamskipta læknis og sjúklings brostinn. Að undanfömu hafa fjölmiðlar fjallað nokkuð um þær deilur sem risið hafa vegna bókar Ingólfs Mar- geirssonar um ævi geðlæknisins Esra S. Péturssonar. Heilbrigðisyf- irvöld, landlæknisembættið og sam- tök lækna hafa gert alvarlegar at- hugasemdir við að í bókinni eru birtar upplýsingar sem Esra fékk sem starfandi læknir og má því ekki setja fram opinberlega. Upp- lýsingarnar varða sjúkrasögu konu sem um margra ára skeið var sjúkl- ingur Esra og raunar einnig barns- móðir hans, en er nú látin. í framhaldi af at- hugasemdum heil- brigðisyfirvalda hefur farið fram lögreg- lurannsókn sem vænt- anlega á að leiða í ljós hvort ástæða sé til að ákæra þá Ingólf og Esra fyrir lögbrot og krefjast þess að þeim sé refsað. Umræða á villigötum Umfjöllun um þetta mál er orðin mikil og Ástráður misjöfn og kannski Haraldsson óÞarfi að bæta Þar > svona rétt fyrir jólin en mér hefur gramist svo umíjöllun ríkissjónvarpsins um málið á undan- förnum dögum að ég get ekki stillt mig um að segja nokkur orð. í umræðuhorni sjónvarpsþáttarins Dagsljóss sl. fimmtudagskvöld var höfundur ævisögunnar, Ingólfur Margeirsson, leiddur fram ásamt tveimur mönnum öðrum til að fjalla um efnið: Hversu langt má ganga í birtingu persónuupplýsinga um annað fólk í ævisögum? Kvöldið áður hafði í aðalfréttatíma ríkis- sjónvarpsins birst viðtal við þennan sama Ingólf og Esra S. Pétursson undir mjög sérkennilegum for- -kjarni málsins! PIPERITA HÖNNUN: M.ZILIANI verð kr. 13.j Mörkinni 3 ♦ sfmi 588 0640 E-mail: casa@islandia.is ♦ www.cassina.it www.zanotta.it ♦ www.artemide.com SKÍRNIR -um sögu okkar og samtíð Skírnir, eitt elsta tímarit í Evrópu, er helgað íslenskri menningarsögu á breiðum gmnni. Vandaðar greinar eru um bókmenntir, tungu, heimspeki, listir og sagnfræði. SKIRNIR TÍMAÉJT IIINSISl f-.NSKA BÓKMKNNTAFÍUMiS Meðalefnis 171. áigangs 1997 er umfjöllun um heimspeki Díógenesar, Heine á fslandi, aldur landnáms, íslenskt þjóðemi, klæðskiptinga í fslendingasögum, skáldskap Svövu Jakobsdóttur og Einars Más Guðmundssonar, tilgang lífsins, myndlist Errós, karlabókmenntir og mannréttindi. Hið íslenska bókmenntafélag Sföumúla 21 / 108 Reykjavík /Sími 588 9060 / Fax 588 9095 / Heimasíða: www.arctic.is/hib Þeir, sem treyst er að fara með trúnaðar- upplýsingar um okkur, segir Astráður Har- aldsson, mega hvorki bregðast því trausti né láta viðgangast, að í nafni tjáningarfrelsis sé slíkur trúnaður rofinn. merkjum. Fréttamaður sneri sér að þeim og sagði; Jæja félagar, hvað vilduð þið nú sagt hafa? í fram- haldi af þessu fengu þeir félagar svo rúman tíma til að gefa yfirlýs- ingar sínar um málið. Þáttur ríkissjónvarpsins í þessu máli er kapítuli útaf fyrir sig. Allir vita að Ingólfur Margeirsson er starfsmaður sjónvarpsins og stjómar þar með öðrum vinsælum viðtals- þætti. Þess er vart að vænta að hvaða kújón sem er, sem telur á sig hallað í opinberri umræðu, geti kvöld eftir kvöld fengið tekin við sig viðtöl eða pantað umræðuþætti í ríkissjón- varpinu til að rétta sinn hlut. En það sem er alvarlegast er að í allri þessari málsvörn er Ingólfur Margeirsson vísvitandi að leiða umræðuna inn á villigötur. Hann lætur að því liggja að þeir sem gera athugasemdir við nefnda birt- ingu upplýsinga í bók hans séu að ráðast gegn tjáningarfrelsinu. Þeir sem vilja að hald verði lagt á bók hans og dreifing hennar stöðvuð séu andstæðingar mannréttinda. Hann nefnir stjórnarskrá og ýjar að bóka- brennum. Ingólfur Margeirsson kann auðvitað að ýta á alla réttu takkana til draga upp þá ímynd af sjálfum sér sem hann vill sýna. Hann vill birtast þjóðinni sem of- sóttur verndari frelsis og grundvall- armannréttinda. Andmælendur hans eru dregnir fram sem and- stæðingar tjáningarfrelsis og fijálsrar hugsunar. Þetta er at- vinnumaður. Stærsti gallinn við þessa málsvörn höfundarins er að málið snýst bara alls ekki um þetta. Sala trúnaðar- upplýsinga í hnotskurn snýst málið um það að Ingólfur Margeirsson hefur, sem ævisöguhöfundur og sem útgef- andi, staðið að framsetningu og sölu á trúnaðarupplýsingum sem sá sem málið varðar átti að geta treyst að ekki kæmu fyrir almenn- ings sjónir. Þetta hefur hann gert í hagnaðarskyni. Þá er eðlilegt að fólk spyrji: Hvaða viðkvæmni er þetta? Hvað gerir til þó kallinn segi frá einhveij- um atriðum sem varða sjúkrasögu þessarar konu? Umburðarlyndi og víðsýni eru dyggðir sem ég met mikils en í Þarf að gefa Guðrúnu málband og minnisbók í j ólagj öf? EKKI hafa farið fram hjá neinum harka- legar deilur að undan- fömu milli skipulagsyf- irvalda og íbúa hverfís- ins vegna byggingará- forma við Laugaveg 53b. í því sambandi þarf að leiðrétta ýmsar rangfærslur af hálfu formanns skipulags- nefndar, Guðrúnar Ágústsdóttur. í útvarpsviðtali á Rás 2, 15. des. voru viðbrögð Guðrúnar við ummælum Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, um að ekki væri tekið tillit til íbúa hverfísins, þessi: Jon Kjell Seljeseth ,... varð- andi það að ekkert samstarf hafí verið haft við íbúana - ég vísa því á bug, - vegna þess að við höfum haldið fundi bæði með íbúasamtök- unum, ég hef verið á fleiri en einum fundi með þeim, og borgarstjóri einnig, og ég hef talað við bæði Elínu Ebbu og eiginmann hennar nokkrum sinnum“. Þetta ber að leiðrétta. Upp úr miðjum ágúst var fundað með Ibúasamtökunum, en á þeim fund- um var fjallað um önnur mál. Fund- ur hefur ALDREI verið haldinn með samtökunum vegna Lauga- vegar 53b, hvorki með borgar- skipulagi, skipulagsnefnd né borg- arstjóra. íbúasamtökin hafa ítrek- að farið fram á viðræður um þetta mál, en jieim hefur aldrei verið svarað! Eg, ásamt eiginkonunni minni, Elínu Ebbu, hef rætt við Guðrúnu Ágústsdóttur tvisvar, og voru báðir fundirnir örstuttir, sá síðari átti sér stað 24. okt. Það var á þessum fundi sem Guðrún tjáði okkur að hún myndi fara fram á að gengið yrði frá deiliskipulagi áður en málið yrði tekið til af- greiðslu. Hér stendur orð gegn orði og reynslunni ríkari, munum við héðan í frá aldrei mæta á slíka fundi án vitna. Flokkast pantað viðtal við opinberan starfsmann sem einkasamtal eins og Guðrún gefur í skyn í frétt í Morgunblaðinu hinn 17. des.? Ef svo er biðjumst við velvirð- ingar á þekkingarleysi okkar. Tekið skal fram að á síðustu 6 vikum hafa hvorki við né aðr- ir íbúar verið boðaðir á fundi skipulagsyfir- valda vegna meðferð- ar málsins. I viðtali í Ríkissjón- varpinu 10. nóv. segir Guðrún um nýbyggin&una: >.Nú er þetta hús, Laugavegur 53b í alveg ... í línu við önnur hús í næsta nágrenni, það er ekki farið upp fyrir þau, engan veginn.“ í mótsögn við þetta greið- ir hún atkvæði sitt með tillögu að nýbyggingu sem er hærri en bæði nr. 59, Kjörgarður, og nr. 51, en það eru hæstu byggingar á næstu lóðum. Kannski þarf ég að gefa Guðrúnu málband og minnisbók í jólagjöf? I fréttum Ríkissjónvarpsins 7. des. segir hún, að við á Laugavegi 53a, höfum á sínum tíma fengið leyfí til „ ... að byggja upp, og það voru í rauninni mistök borgarinnar, en ekki þeirra, og þess vegna er það borgarinnar að leysa úr vanda- málinu, hvernig svo sem við förum að því“. Eina útspil borgaryfirvalda sem okkur barst í þeirri viku voru umleitanir frá embætti borgarverk- fræðings um að „kaupa okkur út“ eða greiða skaðabætur ef við mynd- um sætta okkur við bygginguna og láta málið kyrrt liggja. I því tilviki var einungis haft samband við okk- ur, eigendur lóðarinnar 53a, en enga aðra íbúðaeigendur, þótt við höfum farið fram á að húsaþyrping- Mér sýnist að hér sé á ferðinni nefndarfor- maður, segir Jon Kiell Seljeseth, sem ekki er starfi sínu vaxinn. in hér yrði skoðuð í heild. Þetta kalla ég ekki að ná samkomulagi við íbúa hverfisins. Á fundi skipulagsnefndar 27. okt. var gerð eftirfarandi bókun: „Borgarskipulagi falið að eiga við- ræður við nágranna vegna athuga- semda þeirra." Lýsandi dæmi um „sáttavilja" skipulagsyfírvalda er að nágrannar okkar á Hverfisgötu 70, bíða enn eftir fundarboði til þessara viðræðna. Eign og um- hverfi þeirra bíða verulegt tjón vegna skuggavarps frá umræddri byggingu. Einnig verða þau fyrir óþægindum vegna umferðar um fyrirhugaðan göngustíg og inn- keyrslu að bílageymslu. ítrekun á beiðni þeirra til umræðna um þessi mál var lögð fram á skipulagsnefnd- arfundi 15. des., einmitt á þeim fundi þar sem byggingaráformin við Laugaveg 53b voru samþykkt. Hvernig má það vera að formaður skipulagsnefndar Ieyfi að málið sé tekið til atkvæðagreiðslu án þess að framfylgt hafí verið ályktunum fyrri funda? Mér sýnist að hér sé á ferðinni nefndarformaður sem ekki er starfí sínu vaxinn. Ég skil af- skaplega vel að borgarráð sam- þykki framkvæmdimar einróma, ef Guðrún leggur upplýsingar fyrir fulltrúana jafn „viðsnúnar" og raun ber vitni, og stundum hreinlega rangar eins og hún hefur gert í fjöl- miðlum að undanförnu. Höfundur cr arkitekt og tónlistarnmöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.