Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR GREINARHÖFUNDUR milli tveggja Pálma. FJÖLMENNT á Geitastekk. Halldóra, kona greinarhöfundar, fyrir miðju. Kanar íeyj abr éf Milli tveggja Pálma Þegar við komum hingað fyrst, 1973, segir Leifur Sveinsson, var streita óþekkt hér. Það var eins og tíminn stæði í stað. Gamli bóndinn á Geitastekk og skiltið góða. IDAG er 26. nóvember 1997 og þrjár vikur liðnar af 28 daga dvöl okkar hjóna hér suður á Gran Canaria. Við dveljum hér í sjötta sinn á Barbacan Sol hót- elinu, en í 18. skipti á Kanaríeyjum á 24 árum, komum hingað fyrst í ^ppríl 1973. Á Barbacan Sol verða menn að láta sér lynda sólarlitlar íbúðir fyrstu vikuna, en fá sig síðan flutta í sólríka íbúð seinni vikumar. Eftir rúma viku vorum við flutt í draumaíbúð okkar, nr. 364, en þar blasa við frá svölum íbúðarínnar pálmar tveir, svo sem sést á með- fylgjandi mynd. Ég hefi skírt þá Pálma Hannesson og Pálma í Hag- kaup (Jónsson). Þeir frændur og nafnar voru með þeim allra mynd- arlegustu mönnum, sem ég man eft- ir að hafa kynnst, svo vel er við hæfi, að þessi fokmyndarlegu tré heiti eftir þessum frændum úr Skagafirði. II % - Anð 1973, er við komum hingað í fyrsta sinni eins og íyrr er getið, var hér margt með öðrum hætti en nú er. Streita var þá óþekkt hér um slóðir, það var eins og tíminn stæði í stað. Enginn var að flýta sér um of, afgreiðslustúlkur sungu við vinnu sína, enda eyjarnar oft nefndar „Eyjar hinna heppnu". En nú er öldin önnur. Mannskepnan hefur sérstakt lag á því að eyðileggja allt það jákvæðasta í tilverunni, sjálfseyðileggingarhvötin er víst svo rík í okkur mönnunum. Græðgin ræður líka svo oft ferðinni. Sem dæmi má nefna veitingastaðinn „Sol Y Sombra" í Kaspha. Þar var sér- staklega ánægjulegt að koma. Inn- réttingar í gömlum spænskum stíl og þjónusta öll frábær. Fyrir nokkrum árum var þessi staður allt í einu horfinn, en spilakassar komn- ir í stað hins frábæra veitingastað- ar. Mammon hafði sigrað menning- una. III í ritsmíð minni í 39. tbl. Lesbókar Mbl. hinn 12. nóvember 1983, sem ég nefndi „Sögur sunnan af Eyj- um“, lét ég þess getið, að Luis Carr- ero Blanco, forsætisráðherra Spán- ar, hefði verið sprengdur í loft upp hinn 20. desember 1973. Baskar sprengdu hann og bíl hans 70 metra í loft upp og það yfir heila kirkju, er ráðherrann var á leið til skrifstofu sinnar að lokinni morgunguðsþjón- ustu. Víkur nú sögunni í Seltjarnar- neslaug fyrr á þessu ári. Við Alfreð Júlíusson, fyrrum yfirvélstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, ræð- umst við úti við sundlaugarbakka. Hann segir mér frá dvöl sinni í Pas- aques, 10 km frá San Sebastian, þar sem hann leit eftir smíði hinna frægu Spánartogara, sem þá voru þar í smíðum m.a. íyrir Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Þennan sama dag, 20. des., lagðist skyndilega öll vinna niður í skipasmíðastöðinni. Enginn sagði neitt, menn létu frá sér verkfærin og gengu hljóðlega á brott. Alfreð skildi hvorki upp né niður í þessu. En síðar kom skýr- ingin: Correro Blanco var látinn. IV Hér á Barbacan Sol hefur Úrval- Útsýn sex íbúðir til ráðstöfunar. Við gistum hér fyrst í nóvember 1984, þá á vegum Arnarflugs. Flogið var með þeim til Amsterdam, en daginn eftir með Iberia-flugfélaginu til Kanaríeyja. Nú er að sjálfsögðu beint flug með Flugleiðum hf. báðar leiðir og er það mikill munur, þótt fengur væri að því að skoða lista- söfnin í Amsterdam í bakaleiðinni enda fæ ég aldrei nóg af þeim félög- um Rembrandt og Van Gogh. Morgunmatur er hér ríkulegur og dugir langt fram eftir degi, jafnvel fyrir mikla matmenn eins og mig. Á kvöldin borðum við einkum á tveim stöðum, La Liguria, nr. 26 við Tira- janagötu og Las Brasas, sem er beint á móti Barbacan Sol. Italir stofnuðu hinn fyrrnefnda, en þar snæddi gjarnan Helmut Schmidt, fyrrum kanslari V-Þýskalands, og gerði garðinn frægan. Rakarinn minn benti mér hins vegar á Las Brasas og sagði ég honum við heim- komuna að hann hlyti að eiga inni þar góð umboðslaun, svo oft hefðum við hjónin borðað þarna. V Af íslendingum hér á hótelinu reykja 2 af 12. Þetta er há einkunn fyrir íslendinga, en því miður verð- ur ekki það sama sagt um aðra gesti, hvorki hér eða annars staðar á eyjunni. Úr næstu íbúðum leggur sígarettupesina inn til okkar á nr. 364. Við morgunverðarborðið eru aðeins 4-5 reyklaus borð. Byrjað að spúa eitrinu strax kl. 8 að morgni. Sígarettupakkinn kostar hér 120-160 peseta (ísl. kr. 60-80). Eyjarnar eru tollfrjálst svæði og sjá auðhringar þeir, sem leggja fyrir sig tóbaksframleiðslu sér leik á borði að selja vöru sína á svo lágu verði til þess að sem flestir auki neyslu sína og sem flestir hætti við að hætta. Niðri við strönd var faðir að gæta barns síns í vagni og spúði sígarettureyk yfir barnið. Það hefði hvert land þurft að eiga sinn Níels Dungal. Hann var með fyrstu vís- indamönnum sem benti á að sígar- ettur væru krabbameinsvaldandi og var óþreytandi að vara við þeim. VI Hitinn þessa dagana, frá 6.-26. nóv. hefur verið á bilinu 23-27 stig á C, kjörhiti fyrir landann. Stundum er að vísu rok niðri við ströndina, en örsjaldan foksandur. Að ganga út í Faro-vitann eru 6 km, áttatíu mín- útna gangur. Við göngum þangað flesta daga, ég orðinn kolbrúnn, en þó eigi eins brúnn og ég varð, er ég dvaldi hjá Júlíönu fóðursystur minni, hinni kunnu listakonu, við Eyrarsund, þar sem heitir Horneby á Sjálandi, hitasumarið 1947. Þá var tekin mynd af okkur félögunum Kjartani Jónssyni og mér við Gef- iongosbrunninn í Kaupmannahöfn. Kjartan hélt síðan til Stokkhólms og sýndi myndina Lars Faaberg, tengdasyni Péturs Magnússonar bankastjóra, en þeir Kjartan urðu síðar svilar. „Hver er þessi þeldökki maður?.“ spyr Lars. Kjartan svarar: „Þetta er prinsinn af Puerto Rico.“ Lars gerði engar athugasemdir við svarið. VII Geitastekkur er kominn í eyði, en svo nefndu íslendingar ódýran stað niðri við ströndina, þar sem St. Augustin hverfið tekur við af Playa del Inglés (Ensku ströndinni). Fá- tæk fiskimannafjölskylda rak þar veitingastarfsemi í andstöðu við bæjaryfirvöld. Skilti var þar uppi á vegg og ferðamenn spurðir, hvort þeim þætti sanngjarnt að fjölskyld- an væri svipt lífsviðurværi sínu með því að hrekja hana á brott. Við ferðamennimir sýndum þeim stuðn- ing með því að sækja þennan stað stíft og má þar fremsta telja þá Eg- gert Gíslason skipstjóra og Zóphan- ías Cecilsson útgerðarmann frá Grundarfirði. Staðurinn hét á spönsku Bar Perez. Staður með þessu nafni er nú rekinn í St. Augustin og heimsóttum við hann, en það er nú allt önnur Ella. VIII Fjöldi íslendinga sækir sér heilsubót hér suður á Eyjar. Astma, gigt, húðsjúkdómar, fólk að ná sér eftir holskurði. Flestir fá tímabundna bót og sækja svo hing- að árlega til að endurnýja heilsuna. Svo fer þó ekki um alla. T.d. átti vinur minn Björgvin Jónsson, fyrr- um alþingismaður, ekki aftur- kvæmt til íslands. Björgvin og Ólína kona hans voru okkur sam- tíða hér á hótelinu í fyrra í nóvem- ber og varð okkur vel til vina. Það urðu því fagnaðarfundir á Barbac- an Sol, þegar við hittumst aftur nú í nóvember. Heilsa Björgvins virt- ist í sæmilegu lagi fyrstu vikurnar, en skyndilega þyngdi honum, hann var fluttur á spítala í skyndingu, þar sem hann lést eftir nokkra daga. Ég saknaði Björgvins mjög, því einstætt er að hitta menn, sem búa yfir svo mikilli þekkingu á mönnum og málefnum á Fróni. Skopskyn hans var og í góðu lagi og gátum við skipst á sögum langt fram eftir degi. Var hann ekki síðri sagnþegi en sögumaður. Við hjónin sendum Ólínu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Björgvins Jónssonar. Höíundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.