Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 62
-• 62 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Leiðtogar morgnndagsins Frá Fríðriki Emi Guðmundssyni: LEO er unga fólkið í Lionshreyfing- unni. Á íslandi eru nú starfandi sjö Leoklúbbar. Félagar í klúbbunum á íslandi eru strákar og stelpur á aldr- inum 16-22 ára. Allir eru þessir klúbbar fullir af hressu og skemmti- legu fólki og þrátt fyrir að samstarf milli klúbba sé mikið, hefur hver klúbbur sína eigin dagskrá fyrir starfsárið. Fyrirhugað er að stofna fleiri Leoklúbba á íslandi á næst- unni og er markmiðið að vera búin að stofna 10 klúbba fyrir árið 2000. Það er til þess að við getum stofnað okkar eigið Leofjölumdæmi sam- kvæmt reglum alþjóðasambandsins. í Leoklúbbum starfar ungt fólk sem hefur áhuga á félagsstarfi og er tilbúið að axla ábyrgð. Auk þess að vinna að mannúðarmálum (ekki ljósaperu- og klósettpappírssala), er lögð áheyrsla á að auka þekk- ingu og reynslu í félagsstörfum t.d. með þjálfun í ræðumennsku, fund- arstjórn og að skipuleggja verk- efnavinnu. Þannig er hægt að auka sjálfsöryggi, samstarfshæfileika og þjálfun til forystustarfa jafnt í skóla sem og á vinnustað. Leo er félags- skapur sem hvetur til jákvæðra lífs- viðhorfa. Lögð er áhersla á þrjá mikilvæga þætti í Leostarfinu. Kjörorðin felast í orðinu L E O: Forysta, reynsla og tækifæri (Leadership, Experi- ence, Opportunity). Alþjóðlegur Leodagur er haldinn hátíðlegur 5. desember ár hvert og nota Leofélagar gjaman daginn til að vekja athygli á Leostarfinu, einn- ig til námstefnuhalds, hátíðarhalda eða sinna þjónustuverkefnum. Fyrsti Leoklúbburinn var stofnaður í Pennsylvania í Bandaríkjunum, 5. desember 1957. Það er þess vegna kærkomið tilefni til að halda upp á 40 ára afmæli Leo um allan heim. í dag eru 5000 Leoklúbbar í 137 löndum, með um 137 þúsund félagsmenn. Við í Leo á íslandi ætlum ekki að láta okkur vanta í hátíðarhöldin og höldum við upp á afmælið þann 25. janúar 1998 með tilheyrandi pomp og pragt. Á síðasta Leo - NSR ræddu norrænir Leo- og Lions- félagar um samstarfið, hvernig mætti efla það og í hvaða farvegi það ætti helst að vera. Á ráðstefnu sem var haldin 23. nóvember sl. var þessi umræða tek- in upp aftur og fengust mjög góðar niðurstöður. Á þessum fundi var einnig formlega stofnað hið fyrsta Leoráð á íslandi sem er sambæri- legt við fjölumdæmisráð Lions en er eingöngu skipað Leofélögum. Alþjóðleg samskipti Leoklúbba eru töluverð. Leoþing eru haldin á alþjóðaþingum Lions einnig á Evr- ópu- og á Norðurlandaþingum (NSR). Leofélagar taka einnig þátt í unglingaskiptum Lions. Þar gefst Leofélögum tækifæri á að kynnast, skiptast á skoðunum og reynslu, fræðast um Leo- og Lionsstarfið í öðrum löndum. Margir Leoklúbbar eiga einnig vinaklúbb (Twin Club) erlendis, sem þeir skrifast á við og jafnvel heimsækja þeir hvor annan. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast okkur í Leo eitthvað nánar er velkomið að hafa samband við Lionsskrifstofuna, Sóltúni 20 í Reykjavík. FRIÐRIK ÖRN GUÐMUNDSSON, ritstjóri Leoráðs. Canon Allir þeir sem kaupa Canon prentara fara í sérstakan pott og tveir heppnir vinningshafar fá iniða fyrir tvo á HM '98 í Frakklandi! Canon BJC-80 Frábær ferðaprentari! A4 litableksprautuprentari 720 dpi upplausn - 2ja hylkja kerfi 2 bls/mín i lit Canon Canon BJC-250 A4 litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi - 720 dpi upplausn 100 blaða arkamatari Canon BJC-4300 A4 litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi 720 dpi upplausn - 2 bls/mín ■Tölvukjör Tolvu.- verslun heimilanna Opið til 22:00 í kvöld og til 18:00 á morgun IVleo pessu skannerhylki breytir þú Canonprentaranum þínum í skanner!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.