Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C/D 295. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS Reuters LÆKNAR og hjúkrunarfræðingur á neyðarmótttöku á sjúkrahúsi í Hong Kong vörðu sig með andlitsgrímum í gær fyrir hugsanlegu fuglaflensusmiti. Hong Kong. Reuters. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Hong Kong skýrðu frá því í gær að fleiri tilfelli fuglaflensusýkingar hefðu komið í ljós í landinu. Nýjar rannsóknir sýndu að a.m.k. 30 manns hefðu sýkst en áður hafði veikin verið staðfest í 11 mönnum og fjórir þeirra eru látnir. Grunur leikur á að kjúklinga- flensan hafí borist til Hong Kong frá suðurhluta Kína en þaðan hafa verið fluttir inn 75.000 kjúklingar á dag. Var innflutningurinn bannaður í síðustu viku þar sem talið er að veiran, sem gengur undir nafninu H5N1, eigi rætur að rekja til fugla- búa handan landamæranna. Marg- aret Chan, landlæknir í Hong Kong, sagði að sveit sérfræðingar frá Al- þjóðaheilbrigðisstoftiuninni (WHO) væri á leið til Kína til þess að reyna að kanna útbreiðslu H5Nl-veirunn- ar þar. Enn virðist flest benda til þess að veiran breiðist einkum út er menn komast í snertingu við sýkta kjúklinga. Hefur þó ekki verið úti- lokað að hún berist einnig milli manna, sem talið er að leitt gæti til faraldurs. Sú smitleið virðist þó vera mun óskilvirkari enn sem kom- ið er, að sögn Chan. Hún staðfesti í gær að hjúkrunar- fræðingur hefði sýkst af fuglaflensu eftir að hafa annast fyrsta sjúkling- inn, ungan dreng sem lést í maí. Læknar teldu þó að ástæðan væri fremur snerting við útskilnaðarefni úr drengnum en loftræn sýking vegna hósta eða hnerra. Flensa, sem kennd er við Hong Kong, dró um 46.500 manns til dauða árið 1968 og vilja yfírvöld í landinu koma í veg fyrir annan far- aldur af því tagi. Því beinast að- gerðir þeirra að því að halda veirunni í skefjum við upptök henn- ar og koma í veg fyrir að hún berist til landsins. Verður ekki slakað á innflutningsbanni á kjúklingum frá Kína fyrr en komið hefur verið á öflugu eftirlitskerfi á landamærun- um. Heilbrigðisvottorð verður að fylgja öllum kjúklingum og verður fýlgst með því með skyndiskoðun á landamærunum að þeir séu lausir við veiruna. Fuglaflensutil- fellum fjölgar í Hong Kong Mandela hvetur til að Kaunda verði sleppt Washington, Höföaborg. Reuters. Reuters Flokkur lagður niður ICHIRO Ozawa, leiðtogi Shinsinto, stærsta sljórnarandstöðuflokks Japans, skýrði frá því í gær að flokkurinn hefði verið lagður nið- ur vegna innbyrðis átaka. Var myndin tekin við það tækifæri. Er talið að klofningur Shinsinto muni leiða til stofnunar allt að fimm nýrra flokka. I síðustu kosningum fékk flokkurinn 47 sæti af 252 í efri deild þingsins og 126 þingsæti af 500 í fulltrúadeild þingsins. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, sagðist í gær hafa þungar áhyggjur af handtöku Kenneths Kaundas, fyrrverandi forseta Zambíu, og hvatti stjórnvöld í Lúsaka til þess að birta honum ákæru tafarlaust ellegar láta hann strax lausan. „Fangelsun pólitískra andstæð- inga án réttarhalda brýtur í bága við grundvallarreglur lýðræðisins," sagði Mandela og bætti við að suður- afrísk stjórnvöld hefðu orðið iyrir vonbrigðum með handtökuna. Ekld er vitað hvar Kaunda er niðurkom- inn en sagt var að hann hefði verið hnepptur í fjögurra vikna varðhald án þess að ástæður væru birtar. Bandarísk stjómvöld fordæmdu handtökuna og sögðust óttast að hún hefði afar neikvæð áhrif á fyrir- hugaðar sáttavið- ræður allra stjómmálaafla í Zambíu sem ráð- gerðar eru í næstu viku. Vopnaðir lög- reglumenn birt- ust á heimili Kaunda í Lúsaka á jóladag og námu hann á brott. Kaunda, sem er 73 ára, leiddi Zambíu til sjálfstæðis árið 1964. Hann tapaði fyrir Frederick Chiluba, í forsetakosn- ingum árið 1991. Hann hefur ekki dregið sig í hlé í stjómmálum og er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðu- flokksins, UNIP. Með stjórnar- skrárbreytingum hefur Chiluba séð til þess að Kaunda geti ekki boðið sig aftur fram til forseta. Kaunda sneri aftur til Zambíu fyrir viku en hann hafði farið úr landi í október, nokkm fyrir upp- reisnartilraun liðsforingja í her landsins sem taldir era honum hlið- hollir. Hefur Kaunda neitað öllum tengslum við þá en embættismenn hafa sagt að lögreglan vilji yfír- heyra hann vegna byltingartilraun- arinnar og þvi hafí hann verið hnepptur í varðhald. Skotinn í fangelsi Belfast. Reuters. EINN hættulegasti hryðjuverka- maður norður-írskra sambands- sinna, Billy Wright, var skotinn til bana í Maze-fangelsinu í gær. Óstaðfestar fregnir hermdu að Wright hefði verið skotinn fímm skotum af hryðjuverkamönnum úr INLA, klofningshópi úr írska lýð- veldishernum (IRA). Hópur INLA-manna var sagður hafa komist upp á þak fangelsisins og farið eftir því yfir á álmu, sem hýsir menn úr sjálfboðaher sam- bandssinna (UVF). Höfðu þeir skot- vopn meðferðis og skutu niður í álm- una í gegnum þakglugga, að því er fangar í Maze, sem ráða yfir farsím- um, skýrðu frá í gærmorgun. ---------------- Hagnýt- ar upp- lýsingar? London. The Daily Telegraph. ÞAÐ verður sífellt algengara að fyrirtæki skrái upplýsingar, sem áður þóttu of sjálfsagðar til að taka fram, á neytendaumbúðir. Mjólkur- fyrirtæki eitt tekur til dæmis fram á flöskum sínum að þær beri að geyma uppréttar eftir opnun. Og á poka með salthnetum frá breska fyrirtækinu Sainsbury’s stendur: „Inniheldur hnetur“. Tímaritið New Scientist hefur tekið saman lista yfir „neytenda- upplýsingar" af þessu tagi og þar er meðal annars að finna sænska keðjusagaframleiðandann er ítrek- ar að ekki sé mælt með að reynt sé að stöðva sögina með handafli. John Hoyland, dálkahöfundur á ti'maritinu, segir ótta við málshöfð- anir ástæðu þess að sífellt undar- legri upplýsingar sé að finna á vöruumbúðum. „Sumar aðvaranir eru svo fáránlegar að halda mætti að verið væri að gera gys að fólki. I Bandaríkjunum er hins vegar al- gengt að fólk fari í mál ef það gerir eitthvað sem því hefur ekki verið ráðlagt að gera ekki,“ segir Hoyland. Er það ástæða þess að fyrirtæki á borð við Marks & Spencer merkir búðinga með aðvöruninni „varan er heit eftir upphitun" og rafmagns- fyrirtækið Rowenta brýnir það fyr- ir þeim er kaupa straujárn að ekki sé æskilegt að strauja föt án þess að fara úr þeim fyrst. Þá tekur framleiðandi myndavélar, sem seld er í Evrópu, fram að vélin sé „ein- ungis nothæf með filmu“. Hversu hratt S leysist Island upp? LEIFI HEPPNA LYFT Á STALL Eitt sokkapar á sér- hvern landsmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.