Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLADIÐ ERLENT Bandaríkjamemi vilja breyta áherslum innan Atlantshafsbandalagsins Ógn nýrrar aldar skilgreind Hp--------- BAKSVIÐ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að útbreiðsla gereyðingarvopna í Mið-Austur- löndum og við Persaflóa sé hin nýja ógn sem sameini Bandaríkin og þjóðir Evrópu. Ásgeir Sverrisson fjallar um þessa skoðun og breytt viðhorf eftir Persaflóastríðið AUKIN útbreiðsla kjam- orku-, efna- og sýkla- vopna er alvarlegasta ógnunin sem Bandaríkin og Evrópa standa sameiginlega frammi fyrir. Þetta er mat Ma- delaine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem kynnti þetta sjónarmið á fundi með starfs- bræðrum sínum innan Atlantshafs- bandalagsins (NATO) fyrr í mán- uðinum. Orð hennar eru til marks um þær þungu áhyggjur sem Bandaríkjamenn hafa nú af víg- væðingu í Mið-Austurlöndum þar sem fjölga mun á næstu árum ríkj- um, sem ráða yfír eldflaugum er borið geta gereyðingarvopn. Jafn- framt gefa þau til kynna hverjar verða þær nýju áherslur sem Bandaríkjamenn viija beita sér fyr- ir innan NATO-samstarfsins. Þessi ummæli Mad- elaine Aibright á utan- ríkisráðherrafundinum í Brussel 16. þessa mán- aðar vöktu ekki tilhlýði- lega athygli, líkast til sökum þess að fundurinn snerist einkum um stækkun bandalagsins til austurs auk þess sem mikil orka var lögð í umfjöllun um friðar- gæslusveitir í Bosníu. Orð banda- ríska utanríkisráðherrans gefa hins vegar til kynna hver Banda- ríkjamenn telja forgangsverkefni vamarbandalagsins eftir að ógnir kalda stríðsins heyra sögunni til. I ræðu sinni vísaði Albright einkum til vígvæðingar í Mið-Aust- urlöndum og í ríkjum við Persaflóa og kvað útbreiðslu gereyðingar- vopna í þessum heimshluta „alvar- legasta öryggisvanda samtímans". Athygli vakti að hún notaði hug- takið „ógn“ (á ensku „threat") í umfjöllun sinni en þetta orð hefur nánast verið gert útlægt í urhfjöll- un innan NATO um öryggis- og vamarmál frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Álbright sagði það skoðun sína að hættan á fjölgun efna-, sýkla- og kjamorkuvopna væri sú „ógn“ sem „sameinaði“ Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu. Frá því utanríkisráðherrann lét þessi orð falla hafa dagblöð í Bandaríkjunum birt fréttir þess efnis að hún hafi með þessu viljað örva umræðu innan NATO-banda- lagsins um nýtt „vamar- og örygg- ishugtak". Með þessu er átt við þá grundvallarhugsun sem liggur að baki viðbúnaði aðildarríkjanna, sam- kvæmt mati á því hvaðan ógnunin komi. Atlants- hafsbandalagið styðst enn við samþykkt í þessu efni sem gerð var árið 1991 og í henni er vís- að til ógnarinnar frá Sovétríkjun- um. I bandaríska dagblaðinu The Washington Post sagði að Banda- ríkjamenn vildu nú að þetta plagg yrði lagt til hliðar og nýtt sam- þykkt þess í stað þar sem kveðið yrði skýrlega á um að „hnattræn áhyggjuefni á borð við útbreiðslu gereyðingarvopna" skyldu teljast til verksviðs Atlantshafsbandalags- ins. Hugmyndin væri sú að slík yf- Engar varnir eru til gegn eldflaugum BANDARÍSKIR hermenn í Saudi-Arabíu æfa viðbrögð við efnavopnaárás. Reuters irlýsing yrði samþykkt á leiðtoga- fundi bandalagsins í Washington árið 1999 þegar 50 ár verða liðin frá stofnun NATO. I þessari frétt blaðsins sagði að orð Albright hefðu komið starfs- bræðmm hennar nokkuð á óvart. Aðildarríki NATO hefðu í gegnum tíðina verið treg til að samþykkja nokkuð það sem hefði í för með sér að bandalagið léti til sín taka utan Evrópu. Ummæli utanríldsráð- herrans bentu hins vegar til þess að Bandaríkjamenn vildu nú að bandalagið teygði anga sína til Mið-Austurlanda. Annmarkar eftirlits Hvers vegna telja Bandaríkja- menn nú tímabært að breyta áherslum Atlantshafsbandalagsins með svo róttækum hætti? Einfalt svar gæti hljómað á þessa leið: Saddam Hussein og Persaflóastríð- ið. Þrátt fyrir umfangsmikið og kostnaðarsamt eftirlit sem staðið hefur ámm saman á vegum Sam- einuðu þjóðanna telja menn að fyrst nú hafí fengist nokkuð heilleg mynd af þeirri framleiðslu efna- og sýklavopna sem átti sér stað í Irak áður en Saddam Hussein forseti fyrirskipaði innrásina í Kúveit í ágústmánuði 1990. Þessi mynd er að sönnu skelfileg. Nú er talið að Irakar hafi náð að framleiða allt að 6.000 gallon af miltisbrandi og um 200 tonn af taugagasinu VX. Sagt er að þetta eitur myndi duga til að þurrka út allt mannkyn. En með þessu er ekki allt upp talið. Enn fer því fjarri að vitað sé nákvæmlega hvar Irakar stóðu í vopnaþróun sinni þegar þeir vora gjörsigraðir í Persaflóastríðinu ár- ið 1991. Þannig er enn ekki Ijóst hversu langt þeir vora á veg komn- ir varðandi smíði kjamorkuvopna. Enn er ekki vitað hvers vegna þeir beittu ekki efnavopnum; hvort þar var um pólitíska ákvörðun að ræða eða hvort þeir réðu ekki yfir nægi- lega þróuðum kveilgu- og miðunar- búnaði til að koma eiturhleðslunum til skila. Engar vamir gegn eldflaugum írakar beittu afar framstæðum eldflaugum af Scud-gerð, úreltri sovéskri teikningu, í Persaflóa- stríðinu. Þrátt fyrir þá gífurlegu áherslu sem bandamenn lögðu á að eyðileggja skotpalla þessa og granda eldflaugunum á lofti áður en þær næðu að hæfa Israel tókst írökum að skjóta 39 Scud-flaugum á ísrael og Saudi-Arabíu. Talið er að Patriot-gagneldflaugakerfið sem Bandaríkjamenn hafa þróað með lygilegum tilkostnaði hafi að- eins náð að granda níu prósentum þeirra eldflauga sem skotið var á Israel. Hefðu eldflaugar þessar borið efna- eða sýklavopn hefðu afleið- ingarnar orðið óskaplegar. Telja má fullvíst að ísraelar hefðu þá blandað sér leikinn og að enn stór- tækari drápstólum hefði verið beitt. Persaflóastríðið leiddi í ljós að enn er ekkert það varnarkerfi til sem dugar gegn eldflaugum, jafn- vel þeim framstæðari. I því sann- aðist einnig að hátæknibúnaður dugar ekki til að öragglega reynist unnt að finna hreyfanlegar, léttar eldflaugar á borð við Scud og granda þeim á jörðu niðri. ísraelar, sem ráða yfir gífurlega öflugum herafla og hafa jafnan til taks fjölmargar þungvopnaðar her- sveitir, hafa dregið þann lærdóm af Persaflóastríðinu að það hafí leitt í ljós hversu berskjaldaðir lands- menn era fyrir eldflaugaárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, hefur sagt að helsta ógnunin sem ísraelar muni standa frammi fyrir á næstu áram verði sú mikla vígvæðing sem _____________ arabaríkin og íranir vinni nú að, einkum í formi landeldflauga. Fj- endur Israela hafa sýni- lega komist að sömu nið- urstöðu eftir ófriðinn. I skýrslu sem vamarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna lét vinna á ný- liðnu ári og birt var í nóvember kemur fram það mat að um 25 ríki vinni nú að þróun og smíði kjama-, efna- og sýklavopna. „Þessi ógn er hvorki fjarlæg né langsótt,“ segir William Cohen, vamarmálaráð- herra, heldur kuldalega, í formála skýrslunnar. Þróaðri vopnakerfí íranir og írakar beittu eldflaug- um í stríði sínu á síðasta áratug og féllu þúsundir manna er þessum framstæðu vopnum var skotið á nokkrar stærstu borgir landanna tveggja. Tækniframfarir era hins vegar örar á þessu sviði og fremur auðvelt orðið að nálgast þróaðari búnað. Nýjar aðstæður kalla á önn- ur viðbrögð. Vamar- og hermála- sérfræðingar í ísrael gera nú ráð fyrir að árið 2010 verði meira en 3.000 eldflaugar að finna í Mið- Austurlöndum. Sýrlendingar ráða nú yfír tvöfalt fleiri eldflaugaskotpöllum en þeir gerðu í lok Persaflóastríðsins og hafa þrefaldað burðargetu eld- flaugaodda sinna. Þeir gætu auð- veldlega gert efna- og sýldavopna- árásir á valin skotmörk í Israel. íranir hafa um árabil unnið að þróun eldflauga m.a. með Norður- Kóreubúum. Þeir hafa m.a. aðstoð- að við þróun norður-kóresku No Dong-eldflaugarinnar, sem byggir á Scud- teikningu og hafa fengið slík vopn en flaugin dregur um 1.000 kílómetra. Þá er því einnig haldið fram að íranir vinni nú að smíði þróaðrar eldflaugar sem „Þessi ógn er hvorki fjarlæg né langsótt" gengur undir nafninu Shabab-3 en stefnt mun að því að hún dragi rúmlega 2.000 kílómetra. Þannig gætu íranir t.a.m. ógnað herafla Bandaríkjamanna við Persaflóa auk þess sem þessi vopn gætu hæft skotmörk í Austur-Evrópu, Rúss- landi og Kína. Rússar hafa aðstoðað írani við þróun þessarar eldflaugar og hefur það vakið litla hrifningu í Banda- ríkjunum. ísraelskir sérfræðingar hafa sagt að íranir kunni að ráða yfir kjamorkuvopni eftir um tvö ár. Líbýa er annað land sem löngum hefur verið ofarlega á lista Banda- ríkjamanna yfir svonefnd „útlaga- ríki“ ásamt Irak og íran. Vitað er að vopnaáætlanir Líbýumanna hafa verið heldur sundurlausar. I leynilegri NATO-skýrslu sem spænska dagblaðið E1 Mundo birti í nóvember 1996 sagði hins vegar að hugsanlegt væri að Líbýumenn myndu ráða yfir eld- flaugum sem draga myndu eitt til þrjú þús- und kílómetra árið 2006. Hizbollah-skæruliðar “““™“ í Líbanon ráða nú yfir langdrægari gerð Katjúsha-eld- flauga en áður og því hefur verið haldið fram, m.a. af bandarísku leyniþjónustunni, CLA, að Egyptar hafi með leynd flutt inn eldflauga- hluta frá Norður-Kóreu og að þeirri þróun kunni að lykta með smíði eldflaugar er hæft gæti skot- mörk í Israel. í þessari upptaln- ingu er íraka og fleiri ríkja á þess- um slóðum ógetið svo og ísraela sem ráða yfir langöflugustu eld- flaugunum í þessum heimshluta og búið geta þær bæði efna- og kjarnahleðslum. Mikilvægi samstöðu Það er í ljósi þessarar þróunar sem Bandaríkjamenn hafa lagt svo ríka áherslu á að írakar uppfylli án sldlyrða kröfur Sameinuðu þjóð- anna og heimili vopnaeftirlits- mönnum að starfa í landinu. Reynslan þar sýnir svo tæpast verður um villst að auðveldlega er unnt að halda leyndri þróun ger- eyðingarvopna og hæglega má fela miklar birgðir eiturefna. Sjónarmið Bandaríkjamanna er það, að bili hin alþjóðiega samstaða í þessu efni muni önnur ríld, jafnvel þvert á gerða samninga, freistast til að fara að dæmi Iraka þannig að í upphafi nýrrar aldar muni heims- byggðin standa frammi fyrir nýrri ógn sem ógerlegt verði að hemja og binda eftirliti. Orð Madelaine Albright fela í sér yfirlýsingu um að Bandaríkjamenn hyggjast ekki standa einir í þeirri baráttu. Kraf- ist verður framlags af hálfu NATO-ríkjanna sem kalla mun á nýja hugsun í öryggis- og varnar- málum. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.