Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bryndís hefur gegnt starfí deild- arstjóra við afgreiðslu- og þjónustu- deild Verslunarbankans í Banka- stræti, síðar íslandsbanka, frá 1982 og starfaði síðustu árin á Kirkju- sandi. Þegar Verslunarbankinn hóf gjaldeyrisviðskipti var hún þar í forsvari með yfirumsjón þáverandi aðstoðarbankastjóra. Einnig að- stoðaði hún bankann við opnun nokkurra útibúa. Hún hefur sótt flest þau námskeið sem henni hafa staðið til boða af bankans hálfu og að auki verið leiðbeinandi á grunn- námskeiðum íslandsbanka. Sumar- ið 1987 sótti hún um og fékk styrk frá náms- og kynningarsjóði Versl- unarbankans til að sækja sex vikna enskunámskeið í Bournemouth í Englandi. í framhaldi af því var hún í svipuðu námi hér heima í þágu bankans í tvo vetur. Auk þess gift kona í Reykjavík, móðir tveggja barna sem í dag eru 25 og 30 ára. En vafðist ákvörðunin ekkert fyrir henni? „Nei, ekki þegar kom að hinni raunverulegu ákvarðanatöku. Leið- ir okkar hjónanna skildu fyrir tveimur árum og þegar ég lít til baka sé ég að þetta hefur allt átt sér langan aðdraganda. Það má kannski segja að upphafið hafí verið þegar ég fór til Englands 1987. Þegar ég tók starfið hjá Plúsferð- um hafði ég verið í mikilli lægð. Hjónabandið var á enda og sumarið 1996 veiktist faðir minn alvarlega. Eg fór alveg inn í það veikindaferli og mér leið ekki mjög vel þennan tíma. Ég hafði ekki haft náið samband við hann í allmörg ár og við höfðum aðeins örfáar vikur til að bæta okkur það upp. Síðan dó hann í september og mér var boðið starf- ið í nóvember. Það kom á hárréttum tíma fyrir mig. Það má segja að það hafi vafist meira fyrir mér núna að söðla um. Ég hef alltaf heyrt frá samstarfs- konum mínum í bankanum og kon- um í kringum mig að konur sem komnar eni yfir 35 ára aldurinn fái ekki vinnu. Maður sér líka oft í at- vinnuauglýsingum að það er ekki óskað eftir konum eldri en 35 ára. Mér hefur alltaf fundist þetta ein- kennilegt vegna þess að mín reynsla er sú að konur yfir 35 ára séu oftast bestu starfskraftarnir. Enda held ég að þetta sé aðeins að breytast. Auðvitað vafðist fyrir mér að kasta alveg frá mér starfi sem ég hef haft í meira en þrjátíu ár. En núna er ég mjög ánægð með ákvörðunina. Það er stundum sagt við mig að ég geti bara snúið aftur í bankann eftir fjóra mánuði á Kanaríeyjum... En ég veit ekki. Það er líf eftir bankann eins og einn góður maður sagði og það er til fullt af öðrum störfum. Sú starfsreynsla sem ég hef nýtist sem betur fer mjög víða - og ég er svo ljónheppin að hafa einstaka ánægju af því að þjóna fólki." Leiðir skilja „Það var eins og hjónabandið fjaraði út, smám saman,“ segir Bryndís þegar hún er spurð út í skilnaðinn. En ekki var skilnaður nauðsynlegur þáttur í því að breyta lífi sínu? „Nei, en það er spurning hvort hjón eru sammála um stefnuna sem verið er að taka. Við vorum ekki sammála og að lokum var samkomulag um að fara sitt í hvora áttina. Þegar ég lít til baka sé ég að skilnaðurinn átti sér mun lengri aðdraganda og ólík lífsviðhorf voru ekki eina ástæðan fyrir honum. Börnin voru uppkomin og okkar sameiginlega verkefni var lokið. Og ég held að hvorugt okkar hafi litið á skilnaðinn sem harmleik. Að minnsta kosti hefur okkur tekist að halda vináttunni. Það er ekkert vitlaust að átta sig á því að vissum kafla í lífi manns er lokið. Þá er bara að taka því og byrja upp á nýtt - helst áður en maður verður of gamall til þess. Kannski hófst þetta skilnaðarferli þegar ég fór til Englands fyrir tíu árum. Fram að þeim tíma hafði ég aðeins einu sinni farið ein til London í verslunarferð með vin- konu minni yfir helgi. Annars hafði ég bara ferðast með manninum mínum og hann tók allar ákvarðan- ir, sá um allt og talaði fyrir okkur. Enda var það svo að þegar ég ákvað að fara ein út til Englands, trúði enginn í kringum mig að ég ætlaði að fara frá manni og tveimur börn- um í sex vikur til að læra ensku. En eftir þær sex vikur fór ég að breytast. Ég hitti þarna alls konar fólk. Ég leigði hjá enskri konu sem ég skrifast á við ennþá í dag. Síðan eignaðist ég vinkonu frá Brasilíu og aðra frá Spáni og ég hef heimsótt þær báðar síðan. Námsdvölin breytti mér svo mik- ið að nú er Bryndís að fara að sýna salsa í Tjarnarbíói um næstu helgi. I ferðinni til Brasilíu fór ég líka að hengja utan á mig festar og eyrna- lokka og allt hvað heitir og er - sem ég hafði ekki gert fram að þeim tíma. Og ég fann að mér fannst ægi- lega gaman að dansa. Kannski var námsferðin til Eng- lands upphafið að því að við hjónin fórum í sundur. Ég veit það ekki... En ég held að ég hefði koðnað niður ef ég hefði ekki farið að lifa lífinu smám saman.“ Það er ekki algengt að konur taki sig upp á miðjum aldri, yfírgefi allt sem þær þekkja og kunna og steypi sér út í óvissuna sem fylgir því að byrja á nýjum stað í tilver- unni. Súsanna Svavarsdóttir hitti eina slíka, Bryndísi Svavarsdóttur, og fékk hana til að segja frá ákvörðun sinni og ástæðunni sem liggur að baki. EG ER komin með samviskubit gagnvart viðskiptavinunum, segir Bryndís Svavarsdóttir. Hún stendur á kafi í pappakössum vegna þess að hún var að flytja inn, á kafi í ferðatöskum vegna þess að hún er að fara út. Dálítið ruglings- legt en þannig er það. Hjónabandi Bryndísar er lokið eftir þrjátíu ár, hún hefur sagt upp starfi sínu í ís- landsbanka þar sem hún hefur verið í 33 ár (áður í Verslunarbankanum), keypt sér nýja íbúð og tekið að sér fararstjórastarf hjá Flugleiðum á Kanaríeyjum. Eiginlega minnir þetta á leikritið um hana Sigrúnu Astrós sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum; konuna sem skrapp til Grikklands í leit að ævintýrum eftir að hafa talað við veggina heima hjá sér árum saman - nema Sigrún Astrós skildi ekki við karlinn og hafði ekki frá neinu að hverfa. Bryndís tók hins vegar ákvörðun um að yfirgefa alla þá veggi sem hafa myndað rammann um líf henn- ar á þeim forsendum að endir á einu ákveðnu skeiði sé upphaf að nýju. En hvers vegna samviskubit? „Það má segja að ég hafi lifað fyr- ir viðskiptavinina og núna finnst mér ég vera að svíkja þá.“ Hvers vegna hefurðu ekki bara lifað fyrir sjálfa þig? „Ég hef ekki kunnað það en ætla að læra það og þetta er einn þáttur- inn í því.“ Hvað með gamla góða öryggið, hræðsluáróðurinn - þú veist hvað þú hefur en ekki hvað þú færð? „Ja... Ég er aðeins farin að fá í magann. Ég stend uppi, á miðjum aldri, er á leiðinni til Kanaríeyja í skammtímastarf og verð atvinnu- laus eftir fjóra mánuði - og búin að stofna til skulda vegna íbúðar- kaupa.“ Hvers vegna tókstu ekki bara launalaust leyfi? „Ég óskaði eftir því en það var ekki hægt á þessum tímapunkti. Ég er hins vegar svo ákveðin í að breyta lífi mínu og takast á við það að ég ákvað að segja starfinu mínu upp. Það var alfarið í sátt við bæði bankann og sjálfa mig. Það eru eng- in illindi. Ég fann bara að ég varð að breytatil." Fífldirfska eða kjarkur „Það gengur ekki að öryggi manns sé bundið vinnustaðnum og fyrir konur á miðjum aldri er það ekkert öryggi," segir Bryndís. „Fólki er sagt upp í bönkum eins og öðrum stöðum. Ég ákvað að ég yrði að finna þetta öryggi innra með mér og fullvissa mig um að ég sé fær um að takast á við lífið á mínum forsendum.“ Hvernig viðbrögð hefurðu fengið frá samstarfsfólki þínu? „Sumir óska mér til ham- ingju. En þeir eru fleiri sem segja: Þú ert nú komin á þenn- an aldur og þarft að hugsa um öryggi þitt í ellinni. En ég ætla ekkert að verða gömul strax. Það er alltaf verið að hræða konur frá því að taka stjórnina á lífi sínu í eigin hendur og ýmist þyk- ir þetta fífldirfska eða kjarkur. Og allt þar á rnilli." En hvernig datt þér í hug að ger- ast fararstjóri? „Það má kannski rekja ástæðuna til þess að ég fór í nálastungumeð- ferð hjá Úlfi Ragnarssyni lækni, fyrir átta árum. Hann sagði mér að skipta um starf og snúa mér að far- arstjórn. Ég sagðist bara kunna að vera bankakona; ég gæti rétt bjarg- að mér á ensku og kynni ekkert í spænsku. En hann var samt á því að ég ætti að vinna við fararstjórn. Síðan gerðist það í fyrravetur að hjón, sem eru fararstjórar og ég þekki, bentu Plúsferðum á mig og ég starfaði við fararstjóm hjá þeim frá janúar og fram í apríl á þessu ári. Það átti sérlega vel við mig.“ Voru þeir hjá Plúsferðum sér- staklega að leita að fólki sem ekki talaði spænsku? „Nei, nei. Þeir hafa bara séð það í mér að ég væri þjónustulunduð. Mér fmnst einfaldlega skemmtilegt að vinna með fólki og það á mjög vel við mig að vera í heitum löndum. Þeir sögðust vilja fá þjónustulundað fólk sem væri natið við fólk og kynni íslensku - vegna þess að far- þegarnir eru íslenskir. Starf farar- stjórans gengur mjög mikið út á þjónustulund og hlustun." Hef einstaka ánægju af þjónustu og samskiptum Eru þetta ekki óttalegar fyllirís- ferðir hjá fólki? „Nei, það fer nú batnandi með hverju árinu. Það er mikið af fólki sem kemur eitt sins liðs í þessar ferðir. Það hefur sýnt mér mjög mik- ið þakklæti og skrifað bæði mér og fyrirtækinu bréf til að þakka fyrir fararstjórnina. Það hefur glatt mig mjög mikið. Og þannig er það líka í bankanum. Maður fær þakklæti frá viðskiptavininum en ekki yfirmönn- unum. Ég býst við að þannig sé það í flestum fyrirtækjum." Ætlaað læra að lifa ) ) ) ) ) ! ! I I ! \ I I ! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.