Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hamlet fyrir unga fólkið - og alla hina Morgunblaðið/Kristinn „í HEILD er þetta athyglisverð sýning sem vel má kallast sigur fyrir leikstjórann og lið hans allt.“ LEIKLIST Þjúðleikhúsið HAMLET EFTIR WILLIAM SHAKESPEARE. íslensk þýðing eftir Helga Hálfdanarson. Leik- stjóri: Baltasar Kormákur. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Erlingur Gíslason, Þrúður Vil- hjálmsdóttir, Sveinn Geirsson, Stefán Jónsson, Þór H. Tulinius, Steinn Ármann Magnússon, Valdimar Örn Flygenring, Randver Þorláksson, Atli Rafn Sigurðarson, Gunnar Hansson og Sig- urður Siguijónsson. Leikmynd: Vytautas Nar- butas. Búningar: Vytautas Narbutas og Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Stóra sviðið 26. desember. ,ÁGRIP ALDARINNAR og spegil dags- ins“ kallar Hamlet Danaprins leikara á ein- um stað í þessu frægasta leikverki allra tíma sem frumsýnt var á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins á öðrum degi jóla. Segja má að leikstjóri sýningarinnar, Baltasar Kormákur, hafí þessi orð að leiðarljósi þegar hann velur að nota samtímann sem viðmið uppfærslunnar - fremur en tíma Shakespeares. Ekki svo að skilja að sýningin sé staðfærð og leikin upp á nútímann frá byrjun til enda. Síður en svo, sem betur fer. Leikstjórinn er trúr Shakespeare í öllum grundvallaratriðum, en hann sníður sýningunni ramma (í góðri sam- vinnu við samstarfsfólk sitt) sem skírskotar til samtimans. Þetta er gert með tónlist, bún- ingum og áherslum í leik og túlkun. Og leik- stjórinn hefur árangur sem erfiði; hann hef- ur skapað sterka, kraftmikla sýningu sem ætti að draga marga í leikhúsið, ekki síst meðlimi hinna yngri kynslóða. I sjálfu sér er aðferð Baltasar Kormáks ekkert byltingarkennd; allir leikstjórar sem setja upp Shakespearesýningar í dag verða að beita sköpunargáfunni og velja leið að verkunum sem hæfa áhorfendum á ofan- verðri 20. öld. Fáránlegt væri að reyna að endurskapa leikhús Elísarbetartímans og lítt vænlegt til árangurs: karlmenn í sokkabux- um eru í besta falli aðhlátursefni (eins og bent er á í þessari uppfærslu í atriðinu þegar Hamlet segir leikaranum til). Einnig verða allir leikstjórar að Shakespearesýningum að stytta nokkuð þann texta sem fyrir liggur (fáir leikhúsgestir í dag nenna að sitja undir fímm tíma sýningum) og óhætt er að segja að styttingin hafí tekist mjög vel í þessu til- viki. Með smávegis tilfæringum þéttir leik- stjórinn atburðarásina, fellir brott nokkur atriði og fellir saman önnur aðskilin en tengd atriði. Þannig sleppir Baltasar til dæmis upphafsatriðinu þegar vofa fóður Hamlets birtist varðmönnunum í hallargarðinum enda er það í raun endursagt stuttu síðar þegar Marsellus og Hóras segja Hamlet frá fyrir- burðinum. Sýningin hefst þvi á hinu kænlega og tvíræða ávarpi Kládíusar sem hefur ný- verið jarðað konunginn bróður sinn og kvænst ekkju hans. Ingvar E. Sigurðsson fer vel með það byrj- unarávarp og koma þar fram þau karakter- einkenni sem hann slípar vel sýninguna út í gegn: galgopaháttur og flærð, áhyggja og ör- vænting í bland við elskulegan losta í garð Geirþrúðar, sem Tinna Gunnlaugsdóttir leik- ur af rólyndu öryggi og með góðum blæbrigð- um. Samleikur þeirra tveggja var og trúverð- ugur. Ingvar fer einnig með hlutverk vofu hins fyrra konungs og var það atriði, þegar vofan birtist Hamlet fyrir hugskotssjónum, eitt það magnaðasta í sýningunni. Það var hins vegar Hilmir Snær Guðnason í titilhlutverkinu sem var hetja sýningarinn- ar, eins og vera ber. Hilmir er makalaus leik- ari og það er frábært að horfa á hann á sviði. Það eru ekki margir leikarar sem geta látið texta lifna á viðlíka máta og Hilmir Snær. Texti Shakespeares í yfirfærslu Helga Hálf- danarsonar er af shkum gæðaflokld að unun er á að hlýða. Þegar saman kemur slíkur texti og þvílíkur listaflutningur rís leikhús- nautnin hæst. Hér er kannski nóg sagt, en samt freistast ég til að bæta við að Hilmir sýndi öll þau geðbrigði sem textinn kallaði á: jafnt kátínuna sem örvæntinguna og kald- hæðnina; léttlyndið sem þunglyndið og sorg- ina; væntumþykjuna og örlætið sem og mis- kunnarleysið og hrokann. Enn einn leiksigur hjá Hilmi Snæ. Sagt er að fall sé fararheill og vonandi á það við leikferil Þrúðar Vilhjálmsdóttur, sem steig sín íyrstu spor á sviði Þjóðleikhússins í hlutverki Ófelíu, og hrasaði og datt þegar hún hljóp út af sviðinu í fyrsta sinn. Það kom þó ekki að neinni sök fyrir leikinn eða sýn- inguna. Þrúður var viðkvæm og falleg Ófeha í byrjun og var leikur hennar afar sannfær- andi, en síðar verða á gervi hennar breyting- ar sem erfitt er að átta sig á hvaða tilgangi þjónuðu (stutt, svartlitað hár og glyðrulegur búningur) nema ef vera skyldi að eiga að vera útvortis tákn þeirrar innvortis átaka sem persónan gengur í gegnum eftir að Hamlet hefur fleygt henni frá sér. Þessi um- breyting á Ófeliu eykur ekki dýpt við persón- una og reyndar tel ég að hún ræni hana öhu fremur dýptinni, því ekki tókst Þrúði nándar nærri eins vel upp í síðara gervinu líkt og því fyrra og snart sinnisveiki hennar og örvænt- ing mann ekki eins og svo sannarlega er til- efni til. Vissulega er hér um að ræða með erfiðari kvenrullum heimsbókmenntanna og gæti reynsluleysi Þrúðar valdið hér nokkru en þó skelli ég skuldinni fremur á leikstjóm- arlega túlkun á hlutverkinu. Svipað var uppi á teningnum varðandi hlutverk Hórasar, sem er í höndum Stefáns Jónssonar. Gervi hans og látæði benti til þess að hann væri blindur og sæti á svikráð- um við konung og jafnvel vin sinn Hamlet. Þessar áherslur virkuðu nokkuð furðulegar á mig og er mér táknrænt gildi blindunnar hulið. Stefáni Jónssyni tókst ágætlega að koma hlutverkinu til skila eins og það er lagt upp. Erlingur Gíslason átti 40 ára leikafmæli á sýningunni og lék hann Póloníus, ráðgjafa konungs, af kunnuglegum töktum og var hann sannfærandi í bai’nalegri sjálfsánægj- unni, sem Hamlet skopast að oftar en einu sinni í verkinu. Son hans, Laertes, leikur Sveinn Geirsson og er hann bæði skörulegur og myndarlegur á sviði. Tilþrif Sveins voru góð þegar honum svall móður til fóðurhefnd- ar, en erfiðar átti hann með að koma harmi sínum til skila, t.a.m. þegar honum er til- kynnt um drukknun Ófelíu. I hlutverki Gullinstjörnu og Rósinkrans eru þeir Steinn Armann Magnússon og Þór H. Tulinius sem báðir skiluðu sínu ágætlega en guldu þess að vera í hálfafkáralegum bún- ingum. Valdimar Öm Flygenring, Randver Þorláksson, Atli Rafn Sigurðarson og Gunn- ar Hansson leika allir fremur lítil hlutverk en engu að síður mikilvæg og var undan fáu að kvarta hjá þeim. Sigurður Sigurjónsson sýndi alkunna kómíska takta í hlutverki leik- ara og grafara og kallaði fram nokkur hlátra- sköll, eins og hans er vandi og vísa. Umgjörð sýningarinnar er kapítuli út af fyrir sig, líkt og ganga má út frá sem visu í uppfærslum á sviði Þjóðleikhússins þessi misserin. Þar ríkir listrænn metnaður af hæsta gæðaflokki og eiga allir viðkomandi mikið lof skilið. Sviðsmynd Narbutasar er mikið augnayndi og göldrum líkast hvernig hún tók á sig sífellt nýjar myndir með dyggri aðstoð ljósameistara Þjóðleikhússins Páls Ragnarssonar. Lýsing hans var í einu orði sagt frábær. Narbutas gerir búninga í sam- vinnu við Filippíu I. Elísdóttur og var hand- bragð hennar auðþekkt á frumlegum og smart búningum. Þó fundust mér búningar á samlokunni Gullinstjömu og Rósinkrans fara aðeins yfir strikið, eins og áður er sagt, og minntu þeir helst á sambland af kúrekum og hermönnum úr visindaskáldskap. Tónlist- in rak endahnútinn á, en blanda af ljúfum tónum úr smiðju Jóns Leifs og erlendri rokktónlist var bæði áhrifarík og kraftmikil. I heild er þetta athyglisverð sýning sem vel má kallast sigur fyrir leikstjórann og lið hans allt - og kom það fáum á óvart að Baltasar Kormákur myndi valda þessu verk- efni með sóma, eftir frábæra frammistöðu hans við sviðsetningu á öðru 17. aldar leik- verki, Leitt hún skyldi vera skækja, í fyrra. Ég skora á áhugafólk um leiklist að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara og sér- staklega skora ég á ungt fólk sem ekki þekk- ir verk Shakespears af eigin raun að fjöl- menna í leikhúsið, því mun varla leiðast. Og það sem mestu varðar er að innihaldsríkur texti Shakespeares lifir hér mögnuðu lífi í allri sinni fágætu margræðni og snilld. Soffía Auður Birgisdóttir Nostrað við smáatriðin LEIKLIST Leikfélag Akureyrar á Renniverkstæðinu Á FERÐ MEÐ FRÚ DAISY Höfundur: Alfred Uhry. Þýðing: Elísabet Snorradóttir. Leikstjóri: Ás- dís Skúladóttir. Leikmynd og búning- ar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Ingv- ar Björnsson. Hljóðstjórn: Gunnar Sigurbjörnsson. Aðstoð og ráðgjöf við förðun og hárgreiðslu: Guðrún Þorvarðardóttir. Leikarar: Aðal- steinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson. Föstudagur 26. desember, annar ijólum. ÞEGAR Á ferð með frú Daisy var frumsýnt í New York þótti það sæta tíðindum að verk sem léti jafn lítið yfir sér skyldi slá svo eftirminnilega í gegn. Höfundurinn hafði öðlast nokkra viðurkenningu fyrir handrit að söngleikjum en í þetta skipti leit- aði hann til uppruna síns og skrifaði um tíma, persónur og aðstæður sem hann gjörþekkti. Verkið leggur áherslu á það sammannlega í jarð- arbúum öllum og höfundi tekst með látleysi að koma boðskap sínum til skila. Ýmsum bætti eflaust að óathuer- uðu máh að eftir óskarsverðlauna- mynd með frábærum bandarískum leikurum ætti þetta verk lítið er- indi til íslenskra áhorfenda rétt rúmum áratug eftir að það fyrst leit dagsins ljós. En amað kemur á daginn. Hér er nostrað við hvert smáatriði og leikurinn - sem er alltaf á lágu nótunum - skilar til áhorfenda mjög heilsteyptri sýn- ingu. Leikurinn byggist mikið á and- stæðum pólum; Hoke og Daisy. Þau eru af ólíkum uppruna og stétt, félagsleg staða þeirra og fjárráð eru ólík, þau tilheyra hvort sínum „kynþættinum". En tíminn jafnar út mismuninn og í lokin er það einmitt liðinn tími sem þau eiga í sameiningu. Leikritið gerist á aldarfjórðungi og miklu máli skiptir að áhorfendur fái tilfinn- ingu fyrir að þótt tíminn líði hægt sé allt breytingum undirorpið. Þessu er komið á framfæri með nostursamlegum skiptum á leik- munum, búningum, gervi og látæði. Tilfærslumar frá einu atriði Morgunblaðið/Kristj án „ÞAÐ ER ótrúlegt hve Þráni tekst vel að komast inn í per- sónuna ...,“ segir Sveinn Har- aldsson m.a. í dómi sínum. til annars eru sáralitlar: nýr sími í einu, hærur meira áberandi í öðru, leikaramir stirðna og eldast smám saman. Allt ber að sama bmnni. Málfar þýðingarinnar er upphafið og bóklegt sem ljær verkinu klass- ískan blæ. Sviðið er þrískipt sem gefur ótal möguleika á tilbrigðum og um- skiptum þó að Daisy búi alltaf vinstra megin og sonur hennar eigi heima og vinni hægra megin. I miðjunni ræður Hoke Colebum ríkjum og þar fáum við að sjá dæmi um bílana sem hann ekur á þessum tuttugu og fimm áram sem sagan greinir frá. Ljósin era ein- fóld, markviss en dempuð í stíl við verkið; hljóðmyndin er skemmti- lega fjölbreytt og hljómurinn tær. Útlit verksins er þannig heilsteypt og sannfærandi og styður alltaf vel við það sem fer fram á sviðinu. Þráinn Karlsson er sérstaklega eftirminnilegur sem bílstjórinn Hoke Coleburn. Það er ótrúlegt hve Þráni tekst vel að komast inn í persónuna og túlka fínlega skaps- muni þess sem hefur ekki látið ævi- langa þjálfun í því að bæla þá niður hafa áhrif á kímnigáíúna og sjálfs- virðinguna. Sigurveigu Jónsdóttur tekst mjög vel að lýsa hinni við- skotaillu Daisy. Sigurveig er þekktust sem gamanleikkona og í þvílíku bregst henni ekki bogalistin en hún nær líka að koma til skila varnarleysi Daisyar og vanmætti. Aðalsteinn Bergdal er einstaklega traustur í hlutverki sonar hennar. Það hefði kannski að ósekju mátt vera stærra einstaka sinnum en það er greinilegt að leikstjóranum hefur þótt það á skjön við stíl sýn- ingarinnar og slíkt ber að virða. Þessi áhersla á heildaryfirbragð leiksins orsakar það að manngerð- irnar koma allar mjög skýrt fram, jafnvel persóna tengdadótturinnar sem aldrei sést á sviðinu. Ef koma á til skila hvemig undir- ritaður upplifði þessa sýningu mætti reyna að líkja henni við ein- leiksverk eftir Bach. Tónninn spinn- ur yfir og allt í kring um laglínuna jafnframt sem hann kemur henni á framfæri í einfaldleika sínum. Lát- leysi verksins verður eftirminnileg- ast auk heilsteyptrar túlkunai’. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.