Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 1000 ára afmæli Vínlandsfundanna minnst árið 2000 ÍMflÍS Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIFIHEPPNA LYFT Á STALL Umræðan um fund Vínlands fyrir hartnær 1000 árum hefur sjaldan verið háværari en nú. Forseti Islands hefur vakið athygli á málinu hér heima sem erlendis. Pingmenn vilja minnast þess sérstaklega að það var Islendingur sem fann Vínland. Fleiri gera þó tilkall til Leifs heppna og sitt sýnist hverjum. Gísli Þorsteinsson og Helgi Mar Árnason kynntu sér hugmyndir ýmissa manna um málið. LÆTUR Leifuríhafoger lengi úti og hitti á lönd þau, er hann vissi áður enga von til. Voru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Þar voru þau tré, er mösur heita, og höfðu þeir af þessu öllu nokkur merki, sum tré svo mikil, að i hús voru lögð. Leifur fann menn á skipsflaki og flutti heim með sér. Sýndi hann í því hina mestu stórmennsku og drengskap, sem mörgu öðru, er hann kom kristni á landið, og var jafnan síðan kallaður Leifur hinn heppni.“ Svo er sagt frá fundi Vínlands í Eiríks sögu rauða fyrir tæpum eitt þúsund árum. Sagan er til vitnis um yfirburði norrænna manna í úthafs- siglingum á þessum tíma en á vík- ingaöld unnu þeir mörg afrek á haf- inu. Áður höfðu þeir numið ókunn lönd á íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi og fátt sem kom í veg fyrir sókn þeirra í vesturátt. Þau lönd sem numin voru af víkingum voru hrjóstrug og harðbýl en landið lengst í vestri var búsældarlegt. Sagnir greina frá því að margir nor- rænir menn freistuðu gæfunnar í hinum nýja heimi en ílendust þar ekki. Veldi víkinga á Norðurlöndum tók að hnigna og sagnimar um Vín- landið hið góða urðu að þjóðsögum sem lifðu mann fram af manni í margar aldir. Tæpum fimm öldum síðar sté ítalinn Kristófer Kólumbus á amer- íska grund. Siglingar Kólumbusar leiddu til mikilla fólksflutninga til nýja heimsins á næstu árum og öld- um. Þó að ferð Kólumbusar hafi ekki orðið honum sjálfum til fram- dráttar hefur nafn hans lifað til dagsins í dag og almennt er talið að hann hafí fundið Ameríku. Á Norð- urlöndum hefur þætti Leifs heppna engu að síður yerið haldið á lofti, einkum meðal íslendinga og Norð- manna. Hér á landi hefur umræðan um landafundina sjaldan verið líf- legri en einmitt nú. Siglingin kraftaverki líkust Við setningu Alþingis í haust minntist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, á nauðsyn þess að VÍNLANDSKORTIÐ svokallaða kom fram í Bandaríkjunum árið 1957 en uppruni þess er óþekktur. Það sýnir gamla heiminn, Grænland og Vínland sem eyju í vestri (e.t.v. Nýfundnaland). Vínlandskortið var teiknað með bleki á bókfell og var í fyrstu talið frá um 1440 út frá skriftinni og því elsta kort sem sýnir lönd í N-Ameríku. Greining á blekinu benti til að það hafi verið skrifað eftir 1920. Nýrri rannsóknir gefa vísbendingar um að kortið sé ófalsað. MOLAR ► Kensingtonsteinninn er ávalur rúnasteinn sem fannst nálægt Kensington í Minnesota í Bandarflqunum 1898. Rúnirnar greina frá ferðum víkinga í Ameríku. Frá upphafi hefur verið efast um að áletrunin sé frá víkingaöld. Nú er almennt talið að svo sé ekki. Kensingtonsteinninn er varðveittur i safni í Alexandríu í Minnesota. ► Elsta sagan um Vínland er talin vera frásögn Adams frá Brimum frá 1075: „Auk þessa hefur hann skýrt mér frá enn einni ey, er margir hafa fundið í úthaflnu og er nefnd Vínland, því að vínber vaxa þar villt og gefa ágætasta vín af sér. Þar vaxa akrar ósánir með gnótt korns, það veit ekki af ævintýrasögn, heldur öruggri frásögn Dana.“ Þar vitnar Adam frá Brimum í Svein tílfsson, Danakonung. ► Fyrsti Evrópumaðurinn sem fæddist í Ameríku er samkvæmt fslenskum heimildum Snorri Þorfinnsson. Hann var sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjamardóttur sem numu land þar vestra. ► í rústunum í L’Anse aux Meadows fundust bæði valhnetur og smjörhnetur. Þær eru of stórar til þess að fuglar geti borið þær og of þungar til að geta borist með straumum. Slíkar hnetur finnast syðst í Kanada eða við landamæri Bandaríkjanna. ► Peningur frá dögum Haralds konungs kyrra (1066- 93) fannst í fornum sorphaug frá indfánum við Penobscot-vík nálægt Boston í Bandarfkjunum. þingmenn sýndu landafundunum áhuga og hvatti til að þeirra yrði minnst um aldamótin. Forsetinn ræddi þessi mál einnig í heimsókn sinni í Dalasýslu og þegar hann heimsótti Bandaríkin í sumar. Hann skýrði Bill Clinton, forseta Banda- ríýanna, frá áhuga sínum að á tengja landafundi Islendinga við ár- talið 2000 en þá verður mikið um dýrðir í Bandaríkjunum. Síðar lýsti Bandaríkjaforseti því yfir að ísland yrði með í för þegar tekið yrði á móti nýju árþúsundi í Bandaríkjun- um. Þingmenn hafa tekið forseta Is- lands á orðinu því í haust flutti Svavar Gestson, Alþýðubandalagi, þingályktunartillögu þess efnis að hafinn verði undirbúningur að því að minnast landafundanna árið 2000. „Án efa hefur fundur Ólafs Ragnars Grímssonar og Bill Clint- ons haft sín áhrif og það er merki- legt að Bandaríkjaforseti vilji sýna Islendingum þennan heiður. Von- andi getum við nýtt okkur meðbyr- inn og þingsályktunin sem ég flutti á þinginu felst í því að forsætisráðu- neytið styðji það framkvæði sem forsetinn sýndi á ferð sinni um Bandaríkin í sumar,“ segir Svavar. Hann telur siglingarnar til Vínlands mikið afrek og líkir þeim við krafta- verk. „Miklir sjóar og tröllauknir ís- jakar sem hafa mætt leiðangurs- mönnum á þessari leið. Auk þess sigldu þeir við ókunnar strendur Kanada og Bandaríkjanna án nokk- urra siglingatækja. Það er því óskiljanlegt fyrir tæknivædda nú- tímamenn hvemig þeir komust í gegnum þessar raunir.“ I tillögu Svavars felst að sérstak- lega verði þess minnst að það var Islendingur sem fann Vínland hið góða. Einnig gerir tillagan ráð fyrir því að kappkosta að það verði stutt í samvinnu við grænlensku lands- stjórnina og Vestnorræna ráðið að ljúka framkvæmdum við Eiríksbæ og Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð á Grænlandi fyrir árið 2000. „Ég geri mér vonir um að áætlanir standist. Grænlenska landsstjórnin hefur þegar ákveðið að leggja fjármagn í verkefnið en það er nú til athugunar hjá íslenskum stjómvöldum. Við eigum að minnast landafundanna með varanlegum hætti í stað veislu- halda, til dæmis að stofna sjóði til að rannsaka siglingamar til foma. Þá er ennfremur gráupplagt að gera leikna heimildakvikmynd um siglinguna frá Breiðafirði til Græn- lands og þaðan til Ameríku. Hún gæti vakið mikla athygli. Þá tel ég rétt að styðja vel við frumkvæði heimamanna í Dalasýslu sem vilja minnast Eiríks rauða og koma upp Vínlandssafni í Búðardal." Tillaga Svavars var til umræðu í utanríkismálanefnd og var vel tekið. Hefur hún þegar verið afgreidd. í Dalasýslu hefur verið stofnuð sér- stök Eiríksstaðanefnd sem undir- býr þúsund ára afinæli landafund- anna. Fram hafa komið margar hugmyndir, meðal annars að reisa minnisvarða um Leif heppna og for- eldra hans á Eiríksstöðum, ráðast í uppbyggingu Eiríksstaða í upp- mnalegri mynd og setja á fót sér- stakt Vínlandssafn í Búðardal. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um framkvæmdir í Dalasýslu að sögn Friðjóns Þórðarsonar, for- manns Eiríksstaðanefndar. Friðjón segir fomleifafræðinga hafa grafið í rústir Eiríksstaða í sumar og muni þeir skila áfangaskýrslu um verkið á næstunni. Fjárlaganefnd fjallar nú um áform Dalamanna. Stappar nærri þjóðrembu í hugum flestra íslendinga leikur enginn vafi á þjóðerni Leifs Eiríks- sonar. Össur Skarphéðinsson, þing- maður Alþýðuflokks, hefur látið málið til sín taka á Alþingi. Össur segist ekki efast um mikilvægi þess að merkilegustu atburði í sögu mið- alda megi rekja til afreka íslend- inga. Atburðirnir endurspegli auk þess það sem fáir geri sér grein fyr- ir; að íslendingar hafi verið ein fremsta siglingaþjóð í heimi. Síðar hafi Kólumbus endurappgötvað Ameríku á grundvelli íslenskrar þekkingar. Það sé mikilvægt fyrir þjóðarvitund og sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar. Össur viðurkennir þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.