Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dæmdur vegna rottuhala Missoula. Morgunblaðið. LÆKNIR í New York að nafni Michael F. Zanakis fyrir skömmu sakfelldur vegna til- raunar til að kúga fé úr skyndi- bitakeðjunni McDonalds. Læknirinn hafði farið í mál við fyrirtækið og staðhæft að 2 ára gamall sonur sinn hefði fengið djúpsteiktan rottuhala í skammti af frönskum kartöfl- um á fyrmefndum skyndibita- stað í janúar árið 1995. Fór hann fram á 350 milljónir króna í skaðabætur. Lögreglan uppgötvaði hins- vegar að rottuhalann mátti rekja til rannsóknarstofu sem læknirinn vann hjá og upp komst um svikin. Á sama tíma og dómur var upp kveðinn í rottuhalamálinu var læknirinn dæmdur fyrir að reyna að hafa fé út úr Coca Cola í New York. Þar tókst honum ætlunar- verk sitt í fyrstu og hafði út úr fyrirtækinu 322 þúsund króna eftir að hafa haldið því fram að hann hefði gleypt litla shmuga bita með kókinu sínu. Karlar með kvenhormón Missola. Morgunblaðið. KARLAR hafa til þessa staðið í þeirri trú að kvenhormón væri ekki að finna í likama þeirra. Nýjar rannsóknir vísindamanna við Illinois-háskólann í Banda- rikjunum sýna hins vegar að karllíkaminn framleiðir kven- hormónið estrogen. Niðurstöður rannsókna þeirra benda til að estrogen gegni mikil- vægu hlutverki varðandi frjósemi karlmanna og segja vísindamenn við háskólann að kvenhormónin styrki sæðisfrumur þeirra. Án estrogens þynnist þær út og hætta á ófrjósemi aukist. Fræga útsalan okkar verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni, dagana 28.-30. desember. A.m.k. 25% lækkun auk 5% staðgreiðsluafsláttar af öllum teppum og antikmunum Dæmi Teppi Hjónarúm, útskorið 200 x 200 Bochara Pakistan Danmörk, 1820 369 x 285 (rauður) áður 29t800 áður i68r80U nú 59.830 nú 126.600 Brúðarkistill, 140 x 63 x 80 Afghan ca 200 x 300 Danmörk, 1870 áður 75t6öö áður 89r800 nú 56.700 nú 67.350 Balutch bænamottur Skápur, Kína ca 1900 áðuriLROO' 163 x 48 x 63 nú 7.380 áður 69r800 nú 52.350 Pakistan ca 125 x 180 áður34r800 nú 26.100 Opið daglega 13-19 Næsta sölusýning okkar verður í apríl. Bæði hækkanir og lækk- anir í verðskrá SVFR MENN greinir á um hvort laxveiði verði góð eður ei næsta sumar og sumum þótti síðasta sumar rýrt. Júlíus Jónsson, Skúli Skarphéðins- son og Gunnar Þorláksson voru ekki í þeim hópi, a.m.k. ekki í lok þessa veiðidags í Leirvogsá. VEIÐILEYFI í Norðurá í Borgar- fírði hækka um 10%, stangardagur í Gljúfurá hækkar um 1.000 krónur á besta tíma og fjölgað er um eina dagsstöng og smávægileg hækkun er á stangardögum í Stóru-Laxá í Hreppum, en á móti kemur afslátt- artilboð. Þá verða öll veiðileyfi fram- vegis 5% dýrari til utanfélagsmanna en til félagsmanna innan SVFR. Þetta eru helstu tíðindin í nýút- kominni verðskrá félagsins sem oft er litið til sem leiðarljóss í verðlagn- ingu stangaveiðileyfa hér á landi. Dæmi um hækkunina í Norðurá er hollið 3.-6.júlí á aðalsvæði árinnar sem kostaði síðasta sumar 40.900 dagurinn, en mun kosta 44.700 næsta sumar og 46.935 til utanfélagsmanna SVFR. Dýrasti tíminn í Gljúfurá fer hins vegar úr 16.400 krónum dagur- inn í 17.400. Stöngum er fjölgað um eina í heilan mánuð, en veiðitíminn styttur á móti um tíu daga. Hálfur veiðidagur í Elliðaánum verður á sama verði og síðasta sumar, 7.400 krónur, en dálítil verðhækkun er í Stóru-Laxá, þar sem dýrustu dagamir fara úr 12.100 krónum í 13.800 krónur. Tvö svæða Sogsins lækka, Alviðra lækkar úr 13.300 krónum stöngin í 11.900 krónur og Syðri-Brú lækkar úr 9.900 í 7.900. Fleiri svæði Verðskrá SVFR hefur ekki verið þykkari í annan tíma, en auk eldri veiðisvæða hafa bæst við leigu- samningar um Krossá á Skarðs- strönd og Fáskrúð í Dölum og um- boðssölufyrirkomulag fyrir stóran hluta veiðidaga í Laxá í Kjós og Bugðu. Þá eru Hörgsá og Eldvatn í fyrsta sinn inni í verðskrá auk þess sem fleiri silungsveiðivalkostir eru í boði, t.d. vorveiði á bleikju fyrir Ás- garðslandi í Sogi og nýtt sérsvæði í Hítará, Hítará 3 sem er áin ofan Kattarfoss. Sala gengur vel... Mikil sókn er í laxveiðileyfi fyrir komandi sumai', góðærið hvetur menn til dáða og æ fleiri erlendir veiðimenn sækjast efth- leyfum í ís- lenskar ár. „Það er að verða algert fiskleysi í mörgum af nágrannalönd- um okkar. Það næst- eða jafnvel þriðja besta sem völ er á hér á landi slær því við sem menn eru að upplifa ytra,“ sagði Orri Vigfússon í spjalli nýverið. Veiðileyfasalar sem blaðið hefur rætt við undanfarið, t.d. Þröst- ur Elliðason (Ytri Rangá), Árni Baldursson (Stangaveiðifélagið Lax- á), Ingvi Hrafn Jónsson (Langá) og Jörundur Markússon (Svalbarðsá) voru á einu máli um að vel gengi, bæði með staðfestingar og fyrir- spurnir. Greinilegt væri að Island væri í fremstu röð enn á ný. Mikil sala er í Laxá á Ásum og helst hátt verðlag þar stöðugt þrátt fyrir að áin hafi dalað verulega síð- ustu sumur. Þannig veiddust aðeins 716 laxar í ánni síðasta sumar. Fyrir skömmu keyptu nokkrir Bandaríkja- menn fjóra samhangandi daga, báð- ar stangimar, og greiddu 120.000 krónur fyrir hverja dagstöng. Heyrst hefur að einstakir dagar hafi kostað allt að 150.000 krónur dag- stöngin og er það í samræmi við síð- ustu sumur. yBand leikurinn Þ*ú getur unnið glæsilegan BIVIW 31Bi frá B&L Varst þú búinn leiknumF Svarseöillinri þarf aö tiafa öorisí fyrir 30. desember. Þá átt þú möguleika á að veröa einn af 100 heppnum sem vinna sér inn þátttökurétt í skemmtilegri spurningakeppni sem fer fram 3. janúar. Sigurvegarinn hlýtur BMW 316 i að launum. Aukaverölaun: Öflug margmiðlunartölva frá Nýmark og Bond safnið á myndbandsspólum. I !ÍuT!ý rmmm rnr xnmnnnnic ÁLFABAKKA HASKOLABIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.