Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + ÞEGAR Lundur er heimsótt- ur blasir við að Sviar leggja mikið upj) úr vís- indastarfsemi. I þessum stærsta háskóla Norðurlanda með 38 þúsund stúdenta hafa hinar ýmsu ■^isindagreinar skotið öngum í formi húsa út frá miðbænum. Við Háskóla- sjúkrahúsið stendur myndarleg ný- bygging, sem Stefán Karlsson, pró- fessor í sameindaerfðafræði, segir að sé þó aðeins flórði hluti af væntan- legri nýbyggingu fýrir „Biomedicin center", þar sem hann starfar. Á stóru skilti við húsið kemur í ljós að Wallenberg-ijölskyldan hefur líka lagt fram fé til framkvæmdanna, sem er dæmigert fyrir aðstæður við sænska háskóla: Ríkið leggur ríku- lega fram, en sænsk stórfyrirtæki láta heldur ekki sitt eftir liggja. ^*£undur er líka lýsandi dæmi um hvað opinber vísindastefna getur leitt af sér, því í útjaðri bæjarins er risið myndarlegt hverfi hátæknifýrir- tækja, „Ideon“ og þar er víða verið að byggja. Fyrirtækin sækja í að vera í nágrenni háskólans, sem sér þeim fyrir þeim sérfræðingum, sem þörf er á. „Lönd eins og Bandaríkin, Japan og Svíþjóð eru þau lönd, sem leggja mest fram til vísindastarfsemi eða þijú prósent af peningamagni í um- ferð og íslendingar ættu að stefna að því sama,“ segir Stefán. „Við gætum það vel og þetta er fjárfest- ing fyrir framtíðina. Fé, sem lagt er í háskóla, skilar sér margfaldlega.“ Auðveldara að vera vísindamaður í Svíþjóð en Bandaríkjunum Stefán fór á sínum tíma í fram- haldsnám til London 1979 og var þar í þijú ár. Þá lá leiðin til Banda- ríkjanna til starfa í nokkur ár og öðlast starfsreynslu. En skamm- tímaáætlunin breyttist, því Stefán fékk starf hjá „National Institute of Health“, NIH, þar sem hann var í þrettán ár, áður en hann flutti til ^Lundar í október í fyrra. Hann dreg- ur ekki dul á að það var starfíð, sem hann sóttist eftir, en síður búseta í sænsku samfélagi því hann kunni mjög vel við sig fyrir vestan. „I Bandaríkjunum er tekið vel á móti þeim, sem vilja vinna mikið og ég kann vel við þann hraða og kraft, sem einkennir bandarískt þjóðfélag. Ég hafði enga Ameríkudellu þegar ég flutti þangað, en þjóðfélagið þar kom mér þægilega á óvart. í Svíþjóð er miklu meiri miðstjórn á öllu og Svíar virðast kunna því vel.“ Þar sem Stefán hefur reynsluna af þvi að starfa bæði í Bandaríkjun- um og Svíþjóð liggur beint við að forvitnast um hver aðstaða sé búin vísindamönnum í þessum tveimur ■vjrindum. „Það er auðveldara að vera vís- indamaður hér í Svíþjóð en í Banda- ríkjunum. Hér er minni samkeppni um peninga og vísindastofnanimar styðja betur við sitt fólk. í Bandaríkj- unum verða háskólaprófessorar sjálf- ir að skrapa saman hvern einasta eyri af rannsóknarfé og eins eru laun þeirra oft að hluta fjármögnuð með styrkjum. Hjá NIH hafði ég hins vegar fasta stöðu og um leið fast fjármagn til rannsókna, svo miðað við háskólana bandarísku eru starfs- menn NIH hin mestu dekurbörn. En við NIH eru margir frægir vísinda- menn, sem slást um plássið og pláss- leysið var farið að há mér, svo þess ^egna ákvað ég að flytja. Það var eingöngu vinnan og aðstaðan hér sem dró mig hingað. Ég er ekki hald- inn neinni skandinavískri rómantík og er hrifnari af bandarísku þjóðfé- lagi en því sænska." Stefán og annar prófessor deila með sér 900 fermetra hæð. Húsa- kynnin em björt, nýtískuleg og smekkleg og Stefán segir viðbrigðin mikil frá húsakynnum NIH. Svíar leggi miklu meira í húsnæði, sem með bandarískum augum séð hefði mátt nýta betur og það getur verið ögn gremjulegt, því á næsta ári á *J#;tefán von á fimm starfsmönnum til viðbótar og það verður höfuðverkur að koma þeim fyrir, þó plássið virð- ist ríflegt. Bandaríkjamenn sem koma til Evrópu hafa stundum á orði að þeim finnist dugnaðurinn ekki mikill. Stef- án tekur undir að Svíar vinni ekki eins mikið og Bandaríkjamenn. „Ég t'r með duglega stúdenta og kvarta ekki, en það getur verið bagalegt hvað sumarfríið er almennt langt STEFÁN Karlsson kann betur við vísindaumhverfið í Svíþjóð en Bandaríkjunum. Fé tll nskóla skllar sér margfaldlena" Leiðin lá fyrst til London, þá til Washington og nú síðast til Lundar, þar sem Stefán Karlsson er prófessor í sameindaerfðafræði. Sigrún Davíðsdóttir heyrði af rannsóknum hans og skoðunum á íslenskri vísindastefnu eða öllu heldur skorti á henni. FRUMURÆKTUN á rannsóknarstofunni. TÆKI til sótthreinsunar. hér, 5-6 vikur, sem skarast, svo vinnan á rannsóknarstofunni er í lág- marki frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Þetta á ekki síst við um fjöl- skyldufólk, sem tekur iðulega vetr- arfrí auk sumarfrísins." Af stofnfrumum og öðrum frumum Rannsóknir Stefáns snúast um blóðkerfíð, nánar tiltekið svokallaðar stofnfrumur í beinmergnum. Stefán og samstarfsmenn hans vinna við að þróa aðferðir til að flytja gen inn í stofnfrumurnar, sem hafa það ein- kenni að þær bæði framleiða allar blóðfrumur líkamans og endumýja sig sjálfar. Ef hægt væri að koma aðfluttum genum inn í stofnfrumurn- ar, yrðu þær eins og genaverksmiðj- ur fyrir líkamann og á þann hátt eru vonir um að hægt verði að sigrast á ýmsum sjúkdómum, sem erfítt er að ráða við núna, þar á meðal krabba- meini. Þetta hljómar ekki flókið, en veruleikinn er annar. Það er auðvelt að flytja gen inn í stofnfrumur í músum, því þær skipta sér ört, en það horfir öðruvísi við með menn og stærri dýr, þar sem skiptingin er hæg, án þess að ljóst sé hvers vegna. Þau efni, svokallaðir genavektorar, sem notaðir eru til að flytja genin inn í frumumar, virka aðeins ef frumumar eru að skipta sér, svo rannsóknir Stefáns og sam- starfsmanna hans beinast annars vegar að því að þróa nýja vektora, sem virka þó að fruman sé ekki að skipta sér og hins vegar að því að skilja betur hvemig fruman skiptir sér og hvað hefur áhrif á skipting- una. Það er oft talað um samkeppni í vísindaheiminum og Stefán neitar ekki að hennar verði vart, en sjaldn- ast til skaða. „Ég var nýlega á Evrópufundinum um genameðferð, sem var haldinn í Mílanó og það má segja að andrúms- loftið sé sambland af upplýsingamiðl- un og samkeppni. Menn segja frá því, sem þeir eru að gera, en það er ljóslega ekki allt gefið upp, meðal annars af því að menn vilja fyrst fá greinar sínar samþykktar í fræðirit- um áður en þeir segja frá niðurstöð- unum. Þeir sem starfa á líftækni- sviði sækja fyrst um einkaleyfí og kynna niðurstöðuna á eftir, ef hún varðar einkaleyfí. Það eru tuttugu álíka langt komnir hópar, sem vinna á sama sviði og við gerum hér.“ Eins og er segir Stefán mestan spenning vera varðandi notkun eyðnivektora til að flytja gen inn í frumumar, en þeir vektorar eru þró- aðir úr HlV-veirunni, sem veldur eyðnismitinu. Sjálfur vann hann með slíka vektora í Bandaríkjunum og er nú að taka upp samstarf við sviss- neskan hóp, sem er kominn lengst á því sviði. Sjálf HlV-veiran ræðst á eitlafrumur og kemst inn í þær, en HlV-vektorarnir, sem Stefán hefur áhuga á, eru hannaðir til að fara inn í stofnfrumumar. „Þar með höfum við von um að við séum áréttri leið inn í stofnfrum- urnar, en það er langt ferli eftir, bæði til að sýna að vektorinn komist inn í stofnfrumuna og eins til að búa til ömgga vektora, sem ekki verða að HlV-veiru, hvorki í framleiðslunni né í líkama sjúklingsins. Við fram- leiðsluna þarf að fara varlega, svo útkoman verði hinn fyrirætlaði vekt- or og ekki eitthvað annað og svo þarf að prófa öll sýnin, sem fram- leidd eru.“ Reynist hægt að koma genum inn í stofnfrumur segir Stefán hugsan- legt að sigrast á blæðingarsjúkdóm- um, sem orsakast af því að blóðfrum- urnar mynda ekki storkuefni sökum erfðagalla í rauðu blóðkomunum. Aðflutt gen myndu sjá til þess að storkuefnið myndaðist og það dreifð- ist síðan út með blóðkerfínu. Margir algengir sjúkdómar, til dæmis hár blóðþrýstingur, eiga sér flóknar or- sakir og ekki hægt að rekja þá til einnar orsakar eða genabreytingar. Stefán einbeitir sér að erfðasjúk- dómi, algengum efnaskiptasjúkdómi, sem orsakast af því að það vantar ensím til að bijóta niður fítuefni, með þeim afleiðingum að fítan safn- ast fyrir í líkamanum. Stefán vonast einnig eftir að genameðferð komi að gagni gegn hvítblæði, en enn sem komið er er ekki vitað um öll gen, sem orsaka hvítblæði. Athyglin bein- ist helst að genum, sem vitað er að halda aftur af æxlamyndun, en þar koma mörg gen til greina. Ef tækist að einangra genið eða genin, sem valda hvítblæði væri það hugsanlega skref í áttina að lækningu á þessum algenga sjúkdómi, sem oft reynist erfitt að lækna. Hátæknilækningar handa hverjum? Það heyrist oft talað um að kostn- aður við hátæknilækningar eins og genameðferð verði til þess að þessar lækningar muni ekki standa öllum til boða. Stefán tekur undir að kostn- aðurinn sé mikill, „en kostnaðurinn er samt miklu minni en að leggja sjúklinginn á sjúkrahús aftur og aft- ur, án þess að geta læknað sjúkdóm- inn. „Þótt meðferðin kosti kannski sem samsvarar sex milljónum íslenskra króna er það samt hverfandi kostnað- ur ef það tekst að lækna sjúklinginn, sem síðan lifir einkennalitlu eða -lausu lífí í tvo eða þijá áratugi. Ensímameðferð við þeim blóðsjúk- dómi, sem við einbeitum okkur að hér er rándýr og tveggja ára með- ferð kostar kannski það sama og genameðferð, sem leiddi til lækning- ar. Það væri til dæmis mikill þjóðfé- lagslegur ávinningur ef tækist að lækna illkynja blóðsjúkdóma á borð við hvítblæði." En þótt kostnaðinn sé auðvelt að réttlæta tekur Stefán undir að auk- inn kostnaður við heilbrigðisþjónustu veki eðlilega upp spurningar um hver fái að njóta lækninga. „Það kemur í hlut stjórnmálamanna að gera það dæmi upp í þeim löndum, þar sem ríkið kostar heilbrigðiskerfið. Það er eðlilegt að gera upp á milli aðferðar, sem virkar örugglega og dýrrar til- raunameðferðar, sem gerir hugsan- lega gagn. En það er brýnt að hafa í huga að það er dýrt að geta ekki læknað langvarandi sjúkdóm." Genameðferð vekur vonir - en á langt í Iand Það er oft talað um genameðferð, eins og hún sé þegar orðin viðtekin lækningaaðferð, en Stefán bendir á að þvi fari fjarri. Genameðferð sé ekki á næsta leiti sem virk meðferð. „Fyrstu fréttir um genameðferð vöktu miklar væntingar, en svo leið tíminn og þá fór að heyrast að hún væri gagnslaus. Við skulum hafa í huga að það tekur 10-20 ár frá því hugmynd að lyfí kviknar og þar til það er komið á markaðinn. Hugsan- lega líða tíu ár þar til hægt verður að nota genameðferð til lækninga. Venjan er að það verður einhver þró- un og síðan koma upp óvænt vanda- mál. Staðreyndin er sú að það er enn ekki farið að nota genameðferð að neinu ráði. Það hafa verið gerðar ýmsar tilraunir í þá átt undanfarin ár, en mest til að greina eðli sjúk- dóma. Það hefur til dæmis ekki tek- ist að lækna neina sjúklinga með erfðasjúkdóma. Ein hugmynd sem mikið er uppi er hvernig hjálpa megi ónæmiskerfinu til að drepa krabba- meinsfrumur. Á sjöunda áratugnum setti sænski læknirinn Georg Klein fram hug- mynd um ónæmismeðferð, sem fólst í að gefa sjúklingi heilbrigðar frumur til að hjálpa ónæmisfrumunum að drepa krabbameinsfrumurnar. Þetta hefur tekist í dýratilraunum, en ekki í tilraunum á mönnum. Eitt afbrigði þessarar hugmyndar nú er að flytja gen í frumur, sem síðan væru gefnar til að beijast gegn krabbameinsfrum- um. Það er áhugavert að sjá hvernig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.