Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 43 Ábyrgð á skólastarfi þetta þróast, en það er líka hættu- legt að eiga við ónæmiskerfið, því það gæti þá hugsanlega snúist gegn heilbrigðum líkamshlutum." Sjúklingurinn á ekki að vera varnarlaust tilraunadýr Hin siðferðilega hlið genalækn- inga hefur víða vakið upp heitar umræður, en Stefán segist ekki geta séð nein siðræn vandamál varðandi genameðferð, sem ekki eigi við um aðrar læknisaðferðir. „Spurningin hlýtur alltaf að snú- ast um að vernda hagsmuni sjúkl- ingsins, því hann má aldrei verða varnarlaust tilraunadýr. Bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu eru til stofnanir, sem vernda sjúklinginn og hafa augun á riýjum lyfjum og lækn- isaðferðum. Ég ber fullt traust til þessara stofnana og þeirra sem þar vinna, þó sem vísindamanni geti mér stundum fundist að þar sé unnið helst til hægt og af full mikilli íhalds- semi, en þær hafa staðið sig vel við að vernda hagsmuni sjúklinga. Það er heldur ekki rétt að halda því fram að það fari hvergi fram umræða um nýjar aðferðir og lyf, því kerfið er til. Ég sé enga ástæða til að vera hræddari við genameðferð en við aðra meðferð og hræðslan sem stundum gætir gagnvart henni stafar líklega fremur af að þar er eitthvað nýtt á ferðinni og nýjungar vekja oft áhyggjur, samanber þegar bændur hræddust símann. Það er þá hlutverk vísindamanna að skýra út fyrir stjórnmálamönnum og öðrum hvað þar sé á ferðinni og hinir verða þá líka að leggja sig fram við að skilja. Það er eðlilegt að hafa eftirlit með því sem vísinda- menn gera, því þeir eiga ekki að vera dómarar í eigin sök frekar en aðrir. Umræðan um genameðferð er komin lengra í Bandaríkjunum en víða annars staðar, meðal annars af því að þar er gott fyrirkomulag á að sérfræðinganefndir vinna fyrir þingið og skrifi álitsgerðir fyrir þingmenn." Það er stundum nefnt að hægt sé að gera genapróf á fólki til að segja fyrir um hvort það sé líklegt til að fá ákveðna sjúkdóma og eins hafa tryggingafélög, sem selja líftrygg- ingar, hugsanlega áhuga á slíkum upplýsingum. Stefán segir hugsan- legt að genapróf geti átt rétt á sér í ákveðnum afmörkuðum tilfellum, til dæmis þegar vitað sé um erfða- sjúkdóma í ákveðnum fjölskyldum eða þjóðfélagshópum, því þá geti það borgað sig fyrir þjóðfélagið að öðlast slíka vitneskju. „Ég efast hins vegar um að alls- heijar próf á öllum genum sé árenni- legur kostur, því það er bæði mjög flókið og dýrt. En það er eðlilegt að vera á verði gagnvart tryggingafé- lögum, sem beita oft öllum ráðum til að þurfa ekki að borga bætur í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem ríkissjúkratryggingar eru ekki til. Allar heilbrigðisupplýsingar eru persónuupplýsingar, sem á að vernda engu síður en upplýsingar um banka- reikninga." Of fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa skilning á gildi vísinda Þegar talið berst að rannsóknar- málum á íslandi er Stefán ómyrkur í máli og segir það vekja áhyggjur hve íslenskir stjómmálamenn sýni lítið framtak í að bggja upp framtíð- aratvinnuvegi. „Það er reyndar forvitnilegt að taka eftir að þær þjóðir, sem eiga sér stutta sjálfstæðissögu búa sjald- an að öflugri vísindastarfsemi. ís- lenskir stjórnmálamenn eru margir hveijir lögfræðingar eða koma úr hópum, sem virðast hafa lítinn skiln- ing á gildi vísinda og vísindaþróun. Úr því væri þó einfalt að bæta, því margir íslendingar hafa skiining á þessum málum og gætu mótað nýja vísindastefnu fyrir landið. Það er erfítt að reka rannsóknarstarfsemi heima, svo mér finnst aðdáunarvert hvað það eru margir, sem stunda rannsóknir heima og ná góðum ár- angri. Opinberir sjóðir sem styrkja vísindarannsóknir eru alltof veikir og aðrir sjóðir of litlir, svo það eru einfaldlega ekki nægir peningar til rannsókna. íslendingar ættu að taka Svía og Bandaríkjamenn sér til fyrir- myndar og nota hlutfallslega jafn- mikið til vísinda og þessar þjóðir. Það er fjárfesting, sem skilar sér margfaldlega." MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá menntamálaráðuneytinu: „I tilefni af grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns í Morgunblaðinu 16. desember sl. vill menntamála- ráðuneytið koma eftirfarandi skýr- ingum á framfæri. Öll skólaskyld börn njóta lögboð- innar kennslu ýmist í almennum grunnskólum, í sérskólum, á sjúkrahúsum eða öðrum stofnun- um eða með heimakennslu eftir því hvað er talið henta hveijum nemanda best. Með lögum um grunnskóla, reglugerðum og reglum sem settar hafa verið á grundvelli þeirra á að vera tryggt að öll börn á grunn- skólaaldri fái lögboðna fræðslu. í 1. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla er kveðið á um að sveit- arfélögum sé skylt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrin- um 6-16 ára. í 12. gr. laganna er skýrt sagt til um það að í hverju skólahverfi skuli vera skólanefnd og skal hún sjá til þess að öll skóla- skyld börn í skólahverfinu njóti lögboðinnar fræðslu. Nokkur álitamál vegna tíma- bundins flutnings nemenda milli sveitarfélaga hafa komið til kasta ráðuneytisins eftir að grunnskólinn fluttist til sveitarfélaganna. Niður- staða ráðuneytisins hefur ávallt verið sú, í samræmi við grunn- skólalög, að lögheimilissveitarfélag og skólanefnd þess sé ábyrg fyrir skólavist nemenda sinna. Flytjist nemendur á milli sveitarfélaga skuli fyrirfram semja um skólavist og greiðslur í því sambandi. Eftir það beri viðtökusveitarfélagið sam- bærilega ábyrgð og lögheimilis- sveitarfélagið á meðan samningur gildir. Samband íslenskra sveitar- félaga hefur gefið út viðmiðunar- reglur um greiðslur og vinnubrögð í þessu sambandi. Menntamálaráðuneytinu er kunnugt um eitt tilvik þar sem komið hafa upp erfiðleikar við að tryggja skólavist fyrir nemanda sem Félagsmálastofnun Reykja- víkur hefur komið til dvalar hjá fósturforeldrum utan Reykjavíkur. Menntamálaráðuneytið hefur ekki afskipti af vistunarmálum barna sem eru í umsjá barnavernd- arnefnda eða félagsmálastofnana. Slík mál heyra undir félagsmála- ráðuneytið og barnaverndamefnd- ir sem starfa á vegum sveitarfé- laga. Þar sem öll ábyrgð á grunn- skólahaldi er einnig á vegum sveit- arfélaga, er augljóst að náin sam- vinna verður að vera á milli bama- verndaryfirvalda og skólayfirvalda um vistun barna bæði innan og utan lögheimilissveitarfélags. Þau vandamál sem komið hafa upp vegna flutnings nemenda milli skóla hafa viðkomandi sveitarfélög yfirleitt leyst farsællega án af- skipta menntamálaráðuneytisins enda hefur það ekki lagaheimildir til beinnar íhlutunar. Óski allir aðilar eftir að ráðuneytið komi að slíkum ágreiningsmálum, mun ekki standa á menntamálaráðuneytinu að leggja sitt af mörkum í sam- ræmi við ábyrgð þess og skyldur lögum samkvæmt.“ + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Gerðavegi 25, Garði, lést á Borgarspítalanum að kvöldi aðfanga- dags. Hildir Guðmundsson, Hólmfríður Birna Hildisdóttir, Gunnar Gunnlaugsson, Guðmundur Ingi Hildisson, Dagný Hildisdóttir, Arnór Ragnarsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir og afi, JÓHANNES R. JÓHANNESSON, Hrafnistu í Reykjavík, lést þann 24. desember síðastliðinn. Þórdís Gunnlaugsdóttir, böm og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BERGMANN MAGNÚSSON, sem andaðist að heimili sínu Sævarstíg 6, Sauðárkróki, 16. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 29. desember kl. 14.00. Ólína R. Ólafsdóttir, Ólafur Bergmann Sigurðsson, Gunnar M. Sigurðsson, Kristín Þorkelsdóttir, Ragnar L. Sigurðsson, Ólína R. Gunnarsdóttir, Sigríður Bergmann Gunnarsdóttir, Arnbjörg Bergmann Gunnarsdóttir, Sigurður Bergmann Gunnarsson og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, JÓN KRISTINSSON, fyrrum skólastjóri, Krummahólum 10, Reykjavík, lést á heimili sínu á aðfangadag. Hansína Kolbrún Jónsdóttir, Kristinn Jónsson, Guðrún Halla Jónsdóttir, Sigríður Ósk Jónsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS MARTEINSSON, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 23. desember. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 14.00. Sólveig Óskarsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Marteinn Magnússon, Guðlaug Brynleifsdóttir, Óskar S. Magnússon, Una Jóhannesdóttir, Helga M. Green, Michael Green og barnabörn. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, JÓNA RAGNHEIÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Akurgerði 2, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 24. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hreggviður Hendriksson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson, Aðalheiður Oddsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDfS MAGNÚSDÓTTIR, Skarðsbraut 15, Akranesi, er andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 29. desember kl. 14.00. Sigurður Sigfússon, börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. *- t Bróðir okkar, HÉÐINN HANNESSON, Böðvarsdal, Vopnafírði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 25. desember. Fyrir hönd vandamanna. Jónína Hannesdóttir, Runólfur Hannesson, Sveinn Hannesson, Erna Hannesdóttir. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SIGFÚSSON, síðast til heimilis að Sólvöllum, Eyrarbakka, andaðist að morgni jóladags á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Guðjónsdóttir. t Móðir okkar, JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR, áður Bárugötu 15, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 23. desember. Þórunn R. Jónsdóttir, Árni S. Jónsson, Guðbjörg R. Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.