Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Kveðjuathöfn fyrir bróður minn, BALDUR JÓNSSON frá Ormsstöðum, Norðfirði, Stórholti 26, Reykjavík, fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 29. desember kl. 13.30. Jarðsett verðurfrá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 3. janúar ki. 14.00. Fyrir hönd ættingja hans og vina, Aðalsteinn Jónsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR HALL, Skjóli v/Kleppsveg, áður Langagerði 102, sem iést laugardaginn 20. desember, verður jarðsunginn fra Bústaðakirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.30. Hjördís Anna Hall, Guðrún Hall, Jónas Hall, Jónatan Hall, barnabörn og barnabarnabörn Sigurjón Stefánsson, Agnar Einarsson, Ólafía Jónsdóttir, t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Gullsmára 9, áður Réttarholtsvegi 49, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 17. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 13.30. Ingi B. Þorsteinsson, Snorri B. Ingason, ' Jóhanna Arngrímsdóttir, Margrét Ingadóttir, Guðmundur Árnason, Bjarney Ingadóttir, Sigurður Daníelsson, Emilía Ingadóttir, Erlendur Samúelsson, Þorsteinn Ingason, Ólöf Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNAR ÁRNASONAR, Furubergi 3, Hafnarfirði. Innilegar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Erla Jónsdóttir, Ámi Arnarson, Borghildur Vigfúsdóttir, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir, Aldís Arnardóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Sigríður, Örn, Þórdfs Erla og Eyvindur Hrannar. + Jón Benjamín Jónsson var fæddur í Hlíð í Álftafirði 19. apríl 1908. Hann lést á ijórðungssjúkra- húsinu á Isafirði 20. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Vigdís Gunn- laugsdóttir, f. 4.4. 1876 í Hlíð í Súða- víkurhreppi, d. 5.5. 1924, og Jón Jóns- son vinnumaður á Dvergasteini, síðar sjómaður í Noregi, f. 16.12. 1876 að Snæfjöllum, S n ;e fj a 11 a h r e p p i, talinn hafa farist á leið til íslands. Jón B. ólst upp á Mýri í Álfta- firði og síðar í Súðavík hjá fóstra sínum Sæmundi. Hann bytjaði snemma til sjós og reri á árabátum sem unglingur og eftir að hann flutti til ísafjarðar var hann á togaranum Haf- steini og síðar á samvinnufé- lagsbátunum. Hann tók skip- sfjórnarpróf haustið 1933 og varð stýrimaður á Sæbirni og síðar skipstjóri á honum og Ásbirni. Eftir að samvinnufé- lagið Iagði upp laupana var hann skipstjóri á ms. Friðberti Guðmundssyni frá Súganda- firði í tvö ár. Árið 1955 stofn- aði hann ásamt bræðrunum Jóhanni og Þórði Júlíussonum og eiginkonum þeirra útgerð- arfélagið Gunnvöru hf. og varð fyrsti skipsljóri þess félags, Mig langar að minnast tengda- föður míns, Jóns B. Jónssonar, sem er látinn eftir löng og erfið veik- indi. Honum kynntist ég á árinu 1970, þegar kynni tókust með mér og syni hans. Jón tók mér strax afar vel. Mér fannst ég strax um- vafin þessari miklu hjartahlýju og væntumþykju, sem hann sýndi allt- fyrst á ms. Andvara og síðar á Gunn- vöru ÍS, 47 tonna báti sem félagið lét smiða. Eftir að hann hætti skip- sljórn hjá Gunn- vöru hf. var hann fyrst með eigin bát og síðar vann hann hjá Ishúsfélagi ís- firðinga allt þar til hann veiktist 1987 og missti heilsuna, dvaldi síðustu átta árin á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði þar sem hann fékk mjög góða umönnun. Jón B. Jónsson kvæntist 13. desember 1935 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Helgu Engilberts- dóttur, f. 3.3. 1912 í Hnífsdal. Börn þeirru eru: Ingibjörg, f. 30.11. 1932, gift Oddi Bjarna- syni og eiga þau fimm börn; Hulda, f. 23.7. 1934, gift Jóni Kristmannssyni og eiga þau fimm dætur; Vignir Örn, f. 31.8. 1935, kvæntur Láru Helgadótt- ur og eiga þau þijú börn; Jón Þór, f. 8.12. 1942 og á hann fjögur börn, sambýlismaður hans er Guðmundur Ingi Guðnason; Margrét, f. 25.1. 1951, gift Guðna Jóhannessyni og eiga þau tvo syni en Mar- grét á þijú börn frá fyrra hjónabandi. Útför Jóns B. Jónssonar fór fram frá Isafjarðarkirkju 27. desember síðastliðinn. af. Hann var alltaf einstakur öðling- ur, dagfarsprúður, nærgætinn og vildi sýna öllum skilning. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns, en hafði þó sínar skoðanir, sem hann var þó ekki alltaf að flíka. Jón var gæfumaður, bæði á sjó og í landi, hann átti góða konu, Helgu Engilbertsdóttur, sem lifir nú mann sinn, ásamt fimm bömum, 22 bamabömum, einnig barna- bamabarni. Hann hafði áhuga á öllu því sem þau tóku sér fyrir hend- ur, ekki síst menntun eða einhveiju öðm traustu, sem mundi koma þeim vel á lífsleiðinni, því hann vissi að lífsins stormurinn getur orðið næst- um eins kaldur og sjávarstormur- inn. Bjartsýni, framsýni og kjarkur vom einkennandi fyrir hann. Hann horfði ávallt á björtu hliðar lífsins, hann var vel lesinn og fróður mjög, bæði um þjóðmál og önnur mál. Fyrir mér var hann sterkur per- sónuleiki. Haustið 1977 keyptum við hjónin verslun á ísafirði og fluttum þangað búferlum. Þá var erfitt að fá íbúðar- húsnæði þar og urðum við því að þiggja boð þeirra hjóna Jóns og Helgu að búa hjá þeim. Þar bjugg- um við í átta mánuði og þá kynnt- umst við vel. Ýmislegt var skrafað og margt bar á góma og eftir sjón- varpsfréttir var oft slökkt á tækinu og spilað á spil við eldhúsborðið. Það var gert af lífi og sál. Já, þetta vom heimilislegar stundir, eitthvað sem fáir gera núna. í janúar 1978, á meðan við dvöld- um hjá þeim hjónum, eignaðist ég mitt seinna barn, sem var drengur. Þegar nafnaval kom til á drenginn, sem skíra átti á 70 ára afmæli afa síns, voru mín orð svona: „Ég sam- þykki þetta allt, Jón Benjamín," og hann var Jónsson, í þeirri góðu von að hann fái eitthvað fleira en nafn- ið frá honum, eitthvað af mannkost- unum. Eftir fímm ára dvöl vestra lá leið okkar til Reykjavíkur og fáum árum seinna skildum við hjón- in. En Jón og Helga komu til mín og gistu þegar þau vom á ferð, og sambandið var gott við alla. „Þó að þið hjónin skiljið, þá skilur þú ekki við okkur.“ Þetta voru ísfirsk orð og þetta geri ég að mínum loka- orðum. Jón B. hefur skilið við þetta jarðneska líf, en hann hefur ekki skilið við okkur. Elsku Helga og þið öll, minningin lifir. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Haraldsdóttir. Jón Jónsson, það kann að virðast hvunndagslegt og bragðlítið nafn. En Jón B. Jónsson, eða Jón B. eins og hann var jafnan kallaður, það er annar handleggur; þar er komið bragð að annars hversdagslegu nafni. Því þó að afi hafi einmitt verið maður hversdagsfatanna setti hann svip á umhverfi sitt, bæði með orðum og athöfnum, og hafði á sinn hátt áhrif á daglegt líf hundruð manna og hefur enn. Fyrir mér var afi gangandi skýr- ing á ellefu alda búsetu í þessu landi. Hann bjó yfir þeirri óbilandi seiglu og þrautseigju sem þarf til Crfisdrykkjur Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveidust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins I bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimaslð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega lfnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa sklrnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Snorrabraut 56, lést á Landspítalanum 23. desember sl. Útför hennar fer fram frá Háteigs- kirkju föstudaginn 2. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Sveinbjörn Bjarnason, Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Runólfsson, Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, Guðmundur Þ. Júlíusson, Runólfur Þórhallsson, Gerða Theodóra Pálsdóttir, Sveinbjörn Þórhallsson og langömmubörn. JÓN BENJAMÍN JÓNSSON + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, HELGA PÁLMASONAR blikksmíðameistara, Háagerði 21. Sigríður H. Jónsdóttir Jóhann B. Helgason, Halldóra Pétursdóttir, Helga S. Helgadóttir, Henning Annesen, Pálmi Helgason, Hafdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Eyjólfur Ingimundarson og barnaböm. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN EIÐSSON, Hörgslundi 8, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garða- bæ þriðjudaginn 30. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag Islands. Hallfrfður Kristfn Freysteinsdóttir, Guðbjörg Kristfn Arnardóttir, Eiður Arnarson, Hafdís Stefánsdóttir, Einar Öm Eiðsson, Valur Rafn Valgeirsson, Einar Rafn Eiðsson. uacfliPi-inn Sími 555-4477 Útfararstofa íslands Suóurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhribginn. rersonuieg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.