Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 45 I ) > ) > I I I i í » I » I I I :Í I i ■J I I I -i MINNINGAR EYJÓLFUR ELLERT JÚLÍUSSON að lifa af í harðbýlu landi. Hann var eilífðin sjálf, maðurinn sem tók á hverjum vanda með æðruleysi, hló gjarnan við. Og þó að hann hafi verið gæfumaður í lífinu, far- sæll skipstjóri, heimilisfaðir og at- vinnurekandi, átti hann við ýmsan vanda að rjá á sinni löngu ævi. „Þetta var voðalegt basl á manni,“ sagði Helga amma við mig einu sinni. Þannig lentu þau eitt sinn í því að geta ekki borgað húsaleiguna á réttum degi og var þá umsvifa- laust sagt upp húsnæðinu, stóðu með tvö lítil böm á götunni. Þau fá húsaskjól í næsta firði, og því fæðist faðir minn þar, en Jón B. rær áfram frá ísafirði, gengur stundum á milli og kemur þá jafn- vel af fjöllum eins og huldumaður. Og svo sökk trillan hans einu sinni við Bæjarbryggjuna; mikið hvað lít- ill gutti var miður sín þá. En afi stóð þar á bryggjunni, horfði niður í bátinn sinn á botninum og hló við. Jón B. varð vart aðskilinn hafinu og einatt minnti hann mig á bók Hemingways um gamla manninn og hafið. Hann hóf ungur sjóróðra, fyrst á skektu frá Súðavík, en fór síðan á togara, var lengi á Haf- steini sem gerður var út frá ísafirði. Karlinn í brúnni varð hann fljótlega eftir að hann náði sér í skipstjórnar- réttindi 1933 og stóð þar sína plikt áratugum saman. Árið 1955 er ládeyða í útgerð á Isafirði og horfír illa fyrir byggð- inni. Þá stofna þeir útgerðarfélagið Gunnvöru, afi og bræðumir Þórður og Jóhann Júlíussynir ásamt eigin- konum sínum. Þeir láta fljótlega smíða fýrir sig bát sem afí verður skipstjóri á, bæði farsæll og feng- sæll skipstjóri. Gunnvör IS var ævinlega með aflahæstu bátum á Isafirði og varð umtalsverð búbót fyrir bæinn. Enda fór það svo að fyrirtækið óx og dafnaði, skipin voru endurnýjuð reglulega, urðu stærri og fullkomnari og að ýmsu leyti voru þeir félagar fmmkvöðlar í útgerð, í senn framsýnir og gætn- ir. Það skipti líka sköpum fyrir byggðina að þeir skyldu, í samvinnu við Hrannarmenn, kaupa íshúsfélag Isfirðinga og byggja það upp af jafn miklum myndarskap og raun ber vitni. Gunnvör er nú aðaleig- andi íshúsfélagsins og rekur þijá skuttogara, þar á meðal frystiskipið Júlíus Geirmundsson. Ennfremur er Gunnvör stærsti eigandi Hrað- frystihússins hf. og á stóran hlut í nokkrum öðrum fyrirtækjum. Það má því segja að afi hafi ávaxtað sitt pund vel, mörgum til hagsbóta öðmm en sjálfum sér, því ekki bár- ust afi og amma á, áttu t.d. aldrei bíl. Eftir að afi lét föður mínum eft- ir skipstjórn á bátum Gunnvarar á sjöunda áratugnum var hann á ýmsum bátum, en gerðist síðan trillukarl. Heilög er mér trillan hans, Heppinn, en á henni fór ég í mína fyrstu raunverulegu sjóferð. Ég man enn smellina í henni þar sem hún gældi við hafflötinn, ég man enn stundimar sem ég var að sniglast í kringum afa og trilluna þá. Síðar kaupir afi stærri bát, stundar skak og rækjuveiðar á hon- um, þangað til hann kemur í land og hefur störf hjá íshúsfélaginu, dreifir þ'ar mildi sinni fram undir áttrætt. Afi virtist gera allt með hægð- inni. Eins og þegar hann slökkti í logandi servíettu heima með því að kremja hana í lófa sér. Það var eins og harkan og mýktin væru sam- rýmd hjón í huga hans. Jökull heit- inn Jakobsson, sem um tíma var í skipsrúmi hjá honum, sagði einu sinni að það væri gott að þegja með Jóni B. Í návist hans þurfti ekki að setja upp sjónleiki, hann hefði hvort sem er séð í gegnum þá. En líf hans snerist ekki bara um sjóinn, þrátt fyrir allt. í bókaskápn- um voru fagurbókmenntir, innlend- ar sem erlendar. Ég man enn þegar afi var að segja mér frá uppátækj- um Þórbergs í Ofvitanum. Kvik- myndir kunni hann líka að meta og oft brá hann sér í bíó áður en hann fór á sjó. Allir sem þekktu hann vissu líka hve vænt honum þótti um sköpunarverkið, hann var náttúrufræðingur í sér. Og þótt hann sé nú hættur að vera í gagn- virku sambandi við náttúruna halda verk hans og gen áfram að tala. Rúnar Helgi Vignisson. Það er Þorláksmessudagur 1997. ísaijarðarhöfn er að fyllast af skip- um, ljósum prýddum, sem munu liggja bundin við bryggju yfir hátíð- ina. Eitt þessara skipa er Júlíus Geirmundsson, flaggskip Gunnvar- ar hf. Ég stend við gluggann á íjórðu hæð Ishússfélags Isfirðinga hf., sem er í eigu Gunnvarar, og virði fyrir mér flotann í höfninni. Pollurinn er spegilsléttur og veðrið dásamlegt. Hugurinn hvarflar til baka, til þess tíma þegar skipin voru minni og lífsbaráttan harðari. Það er ástæða fyrir hugrenningum mínum, því hinn 20. desember sl. andaðist Jón B. Jónsson, fyrrver- andi skipstjóri og aldursforseti þeirra Gunnvararmanna. Það var árið 1955, nánar tiltekið 7. október, sem þrenn hjón hittust í Hafnarstræti 5 og ákváðu að stofna útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki. Hjónin voru Jón B. Jónsson skipstjóri og kona hans, Helga Eng- ilbertsdóttir, Jóhann Júlíusson og kona hans, Margrét Leós, og Þórð- ur Júlíusson og kona hans, Bára Hjaltadóttir. Strax eftir stofnun félagsins var ákveðið að láta smíða bát hjá Mars- elíusi Bernharðssyni á ísafirði. Bát- urinn var fullbúinn í maí 1956 og var Jón B. fyrsti skipstjórinn. Hann var afar traustur maður, farsæll og naut mikillar virðingar. Með árunum óx hagur Gunnvarar, skipin voru endurnýjuð og umsvifin jukust til muna. Gunnvör tók þátt í margs- konar rekstri auk útgerðarinnar og nú, rúmum fjörutíu árum frá stofn- un félagsins, er það burðarás í at- vinnulífi á Vestfjörðum. Um langa tíð voru þeir saman í stjórninni, Jón B., Jóhann og Þórð- ur, og var samheldni þeirra mikil. Takmarkið var að vera í farar- broddi með fyrirtæki sem stæði ávallt við skuldbindingar sínar og gæti veitt starfsfólki sínu gott lífs- viðurværi og öryggi. Þetta held ég að hafi tekist með samstilltu átaki, hógværð en festu, þar sem þess þurfti með. Jón B. var hógvær maður en fastur fyrir og réttsýnn var hann. Hans hlutur í uppbygg- ingu Gunnvarar hf. var því stór og mikilvægur. Um nokkurra ára skeið hefur Jón B. verið sjúkur og ekki getað tekið þátt í stjórn og uppbyggingu Gunn- varar hf. Sonur hans, Vignir, hefur haldið uppi merkinu fyrir föður sinn og móður. Við andlát Jóns B. Jónssonar er mér efst í huga það framtak þrennra hjóna, fyrir rúmlega fjöru- tíu árum, að stofna til atvinnu- rekstrar sem vaxið hefur og dafnað öll þessi ár og er nú ómetanlegur fyrir ísafjörð og Vestfirði. Fyrir hönd Gunnvarar hf. votta ég eigin- konu Jóns B. Jónssonar, Helgu Engilbertsdóttur, bömum þeirra og ættingjum öllum samúð. Ég minnist Jóns B. með virðingu og þakklæti. Magnús Reynir Guðmundsson, stjómarformaður Gunnvarar hf. Eyjólfur Ellert Júliusson var fæddur að Hóli í Bolungarvík 26. október 1908. Hann lést 19. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru: Júlíus Hjaltason, sjómaður þar og bóndi í Skálavík, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Systkini hans voru: Sigurey, hálfsystir, f. 1901, Steinunn, f. 1905, Hallgrímur, f. 1906, Guðmundur Magnús, f. 1910, Kristján Karl, f. 1913, Guðríður, f. 1915, og Stefanía Ósk, f. 1917. Hinn 9. nóvember 1940 gekk Eyjólfur að eiga Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, f. 17.9. 1906, d. 20.12. 1980, frá Brekkubæ, Nesjum í A-Skafta- fellssýslu. Guðlaug var áður gift Aðalsteini Bjarnasyni sem lést 1938. Sonur Guðlaugar og Ey- jólfs er Guðmundur Hálfdán, f. 19.3. 1941, verksljóri hjá Eim- skip. Hann er kvæntur Sig- urrósu F. Eliasdóttur, f. 8.4. Hann afi er farinn frá okkur, missir okkar er mikill því hann var svo yndslegur og góður maður sem vildi allt fyrir alla gera. Hann var perla. Ég man þegar ég var lítil stelpa hvað það var gaman að vera hjá ömmu og afa fyrir vestan. Þau áttu heima í stóru, hvítu húsi við fjöruna með stóru túni. Þar fékk maður að hlaupa um og leika sér, borða rabarbara sem var stærri en maður sjálfur, fara í fjöruna og gera stíflur og kastala eins og maður vildi, svo fékk maður ekta vestfirskan harðfisk sem afi verkaði í hjallinum sínum. Alltaf var gott að koma þar inn, allt fullt af dóti og harðfisklykt- in var svo góð. Þetta voru yndisleg- ir tímar. Afí var mikill sundmaður og fór alltaf á hveijum morgni {laug- ina, nokkru sinnum fór maður með, oftar þegar hann flutti til Hafnar- fjarðar eftir að amma dó. Og spila- maður var hann mikill. Við sátum oft tímunum saman og spiluðum rakka og fleiri spil. Þá var hlegið dátt. Á Hrafnistu þar sem hann 1943. Þau eiga tvö börn, Þór, f. 10.1. 1967, d. 30.6. 1991, og Bryndísi Fanney, f. 30.7. 1972, skrif- stofumaður í Reykjavík. Sambýl- ismaður hennar er Helgi Hinriksson. Stjúpsonur Eyjólfs, sonur Guðlaugar af fyrra hjónabandi, er Bjarni Aðalsteins- son, skólastjóri í skólabúðum að Reykjum, f. 1.2. 1935. Hann er kvæntur Guðrúnu Kristjánsdótt- ur, f. 26.11. 1942, og eiga þau fjórar dætur, Guðlaugu, kenn- ara, f. 27.7. 1965, gift Hermanni Björgvinssyni og eiga þau tvö börn, Öldu, íþróttakennara, f. 6.4. 1967, sambýlismaður henn- ar er Einar Sigtryggsson og eiga þau þrjú börn, Steinunn Kristín, f. 27.9. 1973, sambýlis- maður hennar er Aðalsteinn Þ. Sigurðsson, og Eyrún Jenný, f. 16.5. 1980, nemi. Útför Eyjólfs fór fram frá Hóiskirkju í Bolungarvík 27. desember. dvaldist síðustu árin, tók hann virk- an þátt í öllu félagslífinu þar, einnig var hann mikill útivistarmaður, göngugarpur mikill, og hann var ekki lengi að uppgötva púttvöllinn fyrir framan Hrafnistu, og hann fór á fullt í púttið, keppti á nokkrum mótum og vann þar til fjölda verð- launa. Hann afi var duglegur mað- ur. Ég dáðist oft að sterkum vilja hans, að láta ekki undan, þótt hjart- að væri orðið veikt og fæturnir fam- ir að gefa sig. Það var ekki á dag- skránni hjá honum að gefast upp, hann hélt áfram, alltaf jafn hress. Nú ert þú komin til ömmu og Þórs bróður míns og gæti ég trúað að það verði miklir fagnaðarfundir þegar þið hittist. Ég kveð þig, afi minn, með mikl- um söknuði. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu og mun hún varðveitast þar jafnframt sem hún mun ylja mér og veita mér styrk á erfiðum stundum. Þín Bryndís Fanney. GRJÓTHÁLS 5, REYKJAVÍK - TIL SÖLU EÐA LEIGU Efsta hæöin (3ja) 943 fm og „penthouse“ (180 fm) meö svölum til afhendingar í janúar n.k. Hæðirnar afhendast fullfrágengnar eða í núverandi ástandi. ★ Glæsileg bygging. ★ Húsið er einangrað og klætt að utan. ★ Lyfta. ★ Álgluggar, sólstoppgler í suðurhlið. ★ Stór lóð og fjöldi bílastæða. ★ Frábært útsýni. ★ Eignin er auðfundinn. ★ Frábært auglýsingargildi. ★ Hægt er að skipta 3ju hæðinni í tvennt. EYKT EHF., Byggingarvcrktakar Ármúla 21, Reykjavík Pétur. Sími 892 5606 Theodór. Sími 892 5605 ★ í húsinu eru starfrækt traust og þekkt fyrirtæki s.s. Stoðtækjafyrirtækið Ossur hf. ★ Langtímaleiga eða sala. ALLAR UPPLYSINGAR VEITIR DAN V.S. WIIUM sími 896 4013 Ármúla 21 - Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.