Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 52
■ i2 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NÝSTÚDENTAR frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Brautskrán- ing í Flens- borgarskól- anum 30 nemendur, 1 með verslunarpróf og 29 stúdentar, voru brautskráðir frá Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði við athöfn sem fram fór í Víðistaðakirkju laugardaginn 20. desember sl. Flestir stúdentanna eða 15 brautskráðust af félagsfræðibraut, 5 af hagfræðibraut, 5 af málabraut, 3 af náttúrufræðibraut og 1 af tón- listarbraut. Hæsta einkunnarmeð- altali náði Alda Karen Svavarsdótt- ir sem brautskráðist af félags- fræðibraut. Einar Birgir Steinþórsson, að- stoðarskólameistari, setti athöfn- ina og kynnti dagskráratriði. Skólameistari, Kristján Bersi Olafsson, flutti ræðu, afhenti ein- kunnir og viðurkenningu fyi-ir góð- an námsárangur. Kór Flensborg- arskólans undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg söng við athöfnina milli dagskráratriða og Eyjólfur Eyjólfsson og Astríður AJda Sig- urðardóttir léku saman á flautu og , píanó. Þá söng einn nýstúdent- anna, Örvar Már Kristinsson, ein- söng við undirleik Ólafs Vignis Ai- bertssonar. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður skólanefndar, afhenti námsstyrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar sem að þessu sinni skiptist milli tveggja umsækjenda: Guðrúnar Bjarkar Bjamadóttur lögfræðings og Sigurðar Inga Erl- ingssonar eðlisfræðings. Karen Björg Guðjónsdóttir tal- aði síðan fyrir hönd nýstúdenta og að endingu flutti skólameistari lokaorð. VÍB styrkir MS-félag Islands FlenSborgarskólinn í Hafnarfírði Styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar VÍB, Verðbréfamarkaður íslands- banka hf., sendir viðskiptavinum sínum ekki jólakort í ár, en styrkir ■ - í þess stað MS-félag fslands. Þetta er þriðja árið í röð sem VÍB styrkir MS-félag íslands í stað þess að senda jólakort og hef- ur þessi háttur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina, segir í frétta- tilkynningu. í MS-félaginu er fólk með sjúk- dóminn Multiple Sclerosis og að- standendur þeirra, en um 300 manns þjást af þessum sjúkdómi á íslandi. Markmið félagsins er að styrkja rannsóknir og styðja við bakið á sjúkiingum og aðstandend- um. Það er gert meðal annars með fræðslu og aðhlynningu, en félagið rekur dagvist þar sem um 50 sjúk- lingar njóta reglulega endurhæf- 'i ingar. STYRKUR úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar var afhentur við brautskráningarathöfn Flensborg- arskólans í Víðistaðakirkju 20. desember sl. Styrknum var að þessu sinni skipt á milli tveggja umsækjenda, Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur lögfræðings og Sig- urðar Inga Erlingssonar eðlisfræð- ings, og komu 130 þúsund krónur í hlut hvors þeirra um sig. Alls bár- ust 12 umsóknir um styrkinn. Guðnin Björk Bjarnadóttir lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Flensborgarskólanum vorið 1992 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Islands vorið 1997. Hún stundar nú framhaldsnám í Evrópurétti við Stokkhólmshá- skóla. Sigurður Ingi Erlingsson lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Flensborgarskólanum vorið 1993 og BS-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Islands í ársbyrjun 1997. Síðan hefur hann stundað fram- haldsnám í eðlisfræði við Háskóla Islands og Kaupmannahafnarhá- skóla (Níels Bohn stofnunina). Fræðslusjóður Jóns Þórarins- sonar var stofnaður með erfðaskrá Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði og er hlutverk hans „að styrkja til framhaldsnáms efni- legt námsfólk sem lokið hefur fullnaðarprófi við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði." Anna Jóns- dóttir var dóttir fyrsta skólastjóra Flensborgarskólans, Jóns Þórar- inssonar, og með þessari ráðstöfun á eignum sínum vildi hún halda nafni og minningu hans á lofti. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram 16. desember 1992, á hund- SYRKÞEGARNIR Guðrún Björk Bjarnadóttir og Sigurður Ingi Erlingsson. raðasta afmælisdegi Önnu, en síð- an hefur úthlutunin farið fram samhliða brautskráningu í desem- ber. Formaður skólanefndar Flensborgarskólans, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, afhenti styrkinn en skólanefndin er jafnframt stjórn sjóðsins. Morgunblaðið/Sig. Fannar BRAUTSKRÁÐIR nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á haustönn 1997. ANDRÉS Ingason náði bestum heildarárangri brautskráðra stúdenta. Fjölbrautaskóli Suðurlands 39 nemendur braut- skráðir á haustönn 1997 Selfossi. Morgunblaðið. Brautskráning nemenda Fjöl- brautaskóla Suðurlands fór fram laugardaginn 20. des. sl. Alls voru brautskráðir 39 nemendur, þar af 27 stúdentar. Fjórir nemendanna brautskráðust af tveimur brautum. Fjöldi brautskráðra nemenda af einstökum brautum er eftirfarandi: Hagfræðibraut 9, Félagsfræðibraut - sálfræðilína 5, Félagsfræðibraut - félagsfræðilína 4, Meistaranám - hársnyrtiiðn 4, Málabraut - ferða- málalína 3, Náttúrufræðibraut 3, Starfsbraut 3, Uppeldisbraut 3, Málabraut 2, Iðnbraut - húsasmíði 2, Félagsfræðibraut - fjölmiðlalína 1, Grunndeild rafiðna 1, íþrótta- braut 1, Tæknibraut 1, Verknáms- braut - vélsmíði. Sex af ofangreindum nemendum stunduðu nám sitt í öðrum skólum en kusu að brautskrást í F.Su. Allir hafa þeir nemendur stundað nám áður við skólann. Bestum heildarárangri náði Andrés Ingason, stúdent af nátt- úrufræðibraut, og hlaut hann fjöl- mörg verðlaun við brautskráning- una. SlF styrkir langveik börn NÝLEGA afhenti SÍF hf. (Sölu- samband íslenskra fiskframleið- enda hf.) Umhyggju, félagi til stuðnings sjúkum börnum styrk að fjárhæð 200 þús. kr. Styrkurinn rennur að stærstum hlluta í styrktarsjóð Umhyggju, sem stofnaður var í lok síðasta árs. Markmiðið með styrktarsjóðnum er að liðsinna foreldrum lang- sjúkra barna sem lenda í fjárhags- erfiðleikum sem rekja má til veik- indanna. Hluti styrksins mun renna til almennrar starfsemi Um- hyggju, en félagið hyggst opna skrifstofu í byrjun næsta árs og ráða fastan starfsmann. Mun það marka tímamót í starfsemi félags- ins, segir í fréttatilkynningu. SÍF hf. hefur einnig styrkt Lauf, sem er foreldrafélag floga- veikisamtakanna með 100 þús. kr. sem verður varið til kynningar á flogaveiki sem félagið fyrirhugar að gangast fyrir á næsta ári í skól- um. Lauf er eitt aðildarfélaga Um- hyggju. Þetta er í þriðja sinn sem SIF hf. veitir styrki til líknarmálefna í jólamánuðinum í stað þess að senda hluthöfum og framleiðend- um sínum jólakort. Blysför og fjöl- skylduganga í Elliðaárdal I DAG, sunnudaginn 28. desem- ber, kl. 16.30 stendur Ferðafélag Islands fyrir sinni árlegu blysfór og fjölskyldugöngu í Elliðaárdal. Mæting er við Ferðafélagshúsið í Mörkinni 6 og verða blys seld fyrir brottför á 300 kr., en þátttökugjald er annars ekkert. Gangan tekur um 1,5 klst. og er við allra hæfi. Farið verður yfir nýju göngubrúna á Miklubrautinni og gengið þaðan hjá Fákshúsunum yfir í Elliðaárdal og þaðan niður að Geirsnefi þar sem verður glæsileg flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Þetta er aðal flugeldasýning Hjálparsveitarinn- ar um þessi áramót. Ferðafélagið hvetur alla til að vera með og kveðja þannig afmælisár félagsins á viðeigandi hátt. Blysfórin hefur jafnan notið mikilla vinsælda, en þátttakendur í fyrra voru 825, seg- ir í fréttatilkynningu. Skipstjórnar- menn fá frest ALÞINGI hefur samþykkt að veita skipstjórnarmönnum og öðr- um skipverjum sem hafa skráð sig á námskeið hjá Slysavamaskóla sjómanna fyrir 1. janúar 1998 frest til 1. apríl 1999 til að sækja nám- skeið í Slysavarnaskóla sjómanna. Athygli er vakin á því að þeir einir sem hafa skráð sig á nám- skeiðin fyrir 1. janúar 1998 fá lög- skráningu í skiprúm frá þeim tíma, segir í fréttatilkynningu. Skráning fer fram hjá Slysa- varnaskóla sjómanna. Grænásinn 40 ára UM ÞESSAR mundir eru rétt 40 ár síðan fyrstu íbúarnir fluttu í Grænásinn á Keflavíkurflugvelli. Af því tilefni ætla Grænásbúar að hittast í Stapanum í Njarðvík laug- ardagskvöldið 3. janúar 1998. Vegna staðsetningar varð Grænásinn sérstakt samfélag þar sem mikil samheldni myndaðist meðal íbúanna og er enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.