Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK I FRETTUM Palli var einn heima um j ólin Litla gula hænan festi ævintýrið um Palla sem var einn í heiminum á filmu og var hún frumsýnd í Ríkissjónvarpinu annan íjólum. Börkur Gunnarsson fór á forsýningu og ræddi við leikstjórann og aðalleikarann. HLUTUR barnamynda í íslenska kvikmyndaiðnaðinum er ekki stór. Kvikmyndafyrirtækið Litla gula hænan er nú að leggja með metnað- ai-fullum hætti sitt af mörkum til að bæta úr því með kvikmyndun hinnar vel þekktu sögu Jens Sigsgaard, Palli var einn í heiminum. A forsýn- ingu myndarinnar, sem var tekin upp árið 1996, fannst blaðamanni sérstaklega áberandi hversu vel heppnaður leikur Vésteins Sæ- mundssonar var, sem lek Palla sjálf- an og spurði hann því Ásthildi Kjart- ansdóttur eftirfarandi spurninga: Hver er lykillinn að því að ná svona góðum leik úr barninu? „Pað tók langan tíma að velja í hlut- verk Palla, því hann er í mynd nær allan tímann og hlutverk hans því sérstaklega erfítt,“ svarar Asthildur. „Eg fékk leikara til að aðstoða mig við að velja í hlutverkið og við fórum ansi víða, í leikskóla og barnaskóla og það voru margir teknir í prufur og komu ýmsir ágætlega út, en það var áberandi með Véstein að hann hafði ekki einungis leikhæfíleika heldur einnig mikið og gott úthald. En til að kanna það tókum við hann oftar en einu sinni í prufu.“ Hefur þetta tekið langan tíma? „Já, eins og gengur í þessum bransa, - svona tvö til þrjú ár. Mestur tími fer náttúrlega í undir- búning, síðan vorum við þrjár vikur í tökum sumarið ‘96 og þá tók við eft- irvinnslutíminn." Þið látið Palla ganga um miðbæ- inn og þar er allt mannlaust, hvernig komuð þið þessu í kring? Asthildur: „Við tókum myndina upp um nótt, en við erum svo heppin hér á Islandi að sumarnætur eru bjartar sem dagur sé. En það þurfti engu að síður menn við hvert götu- horn því ótrúlegasta fólk er á ferli á nóttunni. Eitthvað var um að fólk væri að sletta úr klaufunum á næturnar og brugðu sumir sér á tal við fólk úr tökuliðinu. Það hafði jafnan sama brandarann á lofti: „Leyfíð mér að leika, ég skal leika Palla þegar hann er orðinn stór!“ Annars gekk þetta allt tiltölulega áfallalaust, það var helst að við yllum pirringi hjá götusópurum sem þurftu ansi oft að breyta áætlunum sínum út af okkur.“ Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig Vésteini fannst að leika í myndinni, en hann er nú í átta ára bekk í Laugarnesskóia. „Það var mjög gaman, fólkið var svo skemmtilegt. Við borðuðum meira að segja stundum pítsu efþað gekk vel. “ En var ekki erfitt að leika á nótt- unni? Þú hefur aldrei sofnað í miðj- um tökum? „Nei, ég get hvort eð er aldrei sofnað á nóttunni. Eg þarf að lesa hundrað bækur til að geta sofnað. “ Hvenær hófst þetta? „Þetta byrjaði í fyrrasumar. Þau komu einmitt þegar ég var í tón- menntum. Ég held ég hafí farið í þrjár prufur og var alltaf bestur. “ Gætirðu hugsað þér að verða leik- ari? „Ég er ekki alveg viss. Ég hafði eiginlega hugsað mér að verða smið- ur eins og pabbi. Það er miklu auð- veldara því þá getur pabbi kennt mér hérna heima. “ En gætir þú hugsað þér að verða einn í heiminum eins og Palli? „Jájá, kannski svona í hálftíma - ekki lengur. “ ENGINN skipti sér af því hvort Palli keyrði strætó ... .. og hann gat tekið út úr bankanum að vild. p)\, ^«/si "W Ljósmyndarar skella skuldinni á bflstjórann LJÓSMYNDARAR sem hand- teknir voru við brak bifreiðar Díönu prinsessu og vinar hennar Dodis Fayed halda því fram að þeir hafí verið hættir eftirför áð- ur en bifreiðin hvarf ofan í undir- göngin þar sem hún ók á brúar- stólpa með þeim afleiðingum að Díana, Dodi og bílstjórinn Henri Paul biðu bana. Því yrði að skrifa slysið á bílstjórann. í samtali við bandáríska sjón- varpsstöð neita ljósmyndararnir Romual Rat, Serge Benhamou, Lazlo Veres og Nikola Arsov því að vera valdir að dauða þeirra. Veres sagði að Henri Paul hefði komið út til þeirra við Ritz-hótel- ið, verið mjög undarlegur og mælt einhverjar óskiljanlegar setningar. Rat sagði að við umferðarljós langt frá göngunum hefði bif- reiðinni verið ekið af stað eins og eldflaug og ekki þýtt að elta hana. Ljósmyndararnir hefðu því verið á leið til stofu sinnar er þeir komu að bílflakinu í undir- göngunum. Játuðu þeir að hafa smellt þar af ljósmyndum en einn þeirra hringdi svo til strax á hjálp og Rat opnaði hurð á bif- reiðinni. Kvaðst hann hafa gert það til að athuga hvort hann gæti aðstoðað þau sem í henni voru. „Eg leitaði að púlsinum. Hún hreyfði sig og andaði," sagði hann um Díönu og kveðst hafa sagt henni að hafa hægt um sig því von væri á læknum. MYNDBÖND Hong Kong hasar Fyrsta árás (Jackie Chan’s First Strike) S n e n n u ni v n il irk'A Framleiðendur: Barbie Tung. Leik- stjóri: Stanley Tong. Handritshöfund- ar: Stanley Tong, Nick Tramontane, Greg Mellot, EUiot Tong. Kvik- myndataka: Jingle Ma. Tönlist: J. Peter Robinson. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Chen Chu Wu, Jackson Lou. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Ut- gáfudagur: 10. desember. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. ÞAÐ verður að setja sjálfan sig í ákveðnar stellingar þegar horft er á mynd með leikaranum Jackie Chan. I fyrsta lagi er fléttan oftast hrikalega fyrirsjáanleg og stundum er klaufa- lega unnið úr henni. Leikurinn í myndunum hjá Chan er frá því að vera lélegur og þaðan af verra. Hin klassíska talsetn- ing á austurieskum myndum er einnig þáttur sem verður að taka með í reikningin en hún er alltaf jafn yndis- lega illa unnnin. Þrátt íyrfr stóra galla eru myndir Chan ein besta skemmtun sem hægt er að hugsa sér og sumir vilja meina að gallarnir bæti enn meiru við skemmtanagildi mynd- anna. I þessari mynd eltist persóna Chans við mann, sem stolið hefur kjarnaoddi og ætlar að selja hann hryðjuverkasamtökum og meira þaif varla að segja um söguþráðinn. Það sem heillar marga spennufíkla að myndum Jackie Chan eru hin ótrúlegu áhættuatriði sem kappinn gerir sjálfur. Chan er sagður hafa brotið öll bein í líkama sínum að minnsta kosti einu sinni um ævina og eftir að hafa séð hann við störf skilur maður alveg þá staðhæfíngu. I þess- ari mynd stekkur hann t.d. af snjó- bretti af fjallsbrún og grípur í neðri hlutann á þyrlu o.s.frv. Chan er einnig snillingur í bardagalist en ólíkt mönnum eins og Bruce Lee not- ar Chan umhverfið mikið við það að berja á illþýðunum. Eftirminnileg- asta bardagaatriðið í þessari mynd er þegar Chan berst við flokk illvígra kínverja með álstiga einan að vopni. Helsti gallinn við Fyrstu árásina er sá að það er ekki nægilega mikið af áhættuatriðum eða bardagaatriðum til þess að sefa hungur spennufíkla og vill myndin of oft reyna að útskýra heimskulegan söguþráðinn fyrir áhorfendum. Chan er samt alltaf svakalega skemmtilegur og aðdáend- ur hans ættu að gleðjast yfír útgáfu þessarar myndar. Ottó Geir Borg zf/T(jM kohu^v Styrkjum konurtil þátttöku í ákvörðunum er varða líf þeirra sjálfra. 1 Aukin heilsugæsla, • betri menntun, > smálán til atvinnurekstrar og • réttindafræðsla bæta kjör kvenna og skila sér til barnanna og samfélagsins. w HJÁLMRSTOFNUN KIRKJUNNAR gíróseðihnn LWi , Sunddeild WÁrmanns Hin sívinsælu sundnámskeið eru að hefjast. • Ungbarnasund • Fyrir vatnshrædda • Framhald ungbarnasunds • Vatnsleikfimi • Böm 2-3 ára (með foreldrum) • Fullorðinskennsla • Böm 4-6 ára (með foreldrum) Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 (Stella).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.