Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórn Alsírs hafnar alþjóðlegri rannsókn á fjöldamorðum
Ibúar þorpa flýj a
blóðsúthellingar
Algeirsborg. Reuters.
Vill ein-
rækta
fólk
Washington. Reuters.
BANDARÍSKUR eðlisfræðingur er
reiðubúinn að hefja tilraunh- til að
einrækta menn til þess að skapa börn
handa ófrjóum for-
eldrum, að því er
bandaríska út-
varpsstöðin
National Public
Radio (NPR)
greindi frá á þriðju-
dag. Eðlisfræðing-
urinn, Richard
Seed, hefur unnið
að frjósernisrann-
sóknum og vill hann
læknastofu til þess að einrækta böm.
Seed sagði í viðtali við NPR að
hann hefði áhuga á að opna stofu í
Chicago og nýta síðan ágóðan af
rekstri hennar til að færa út kvíam-
ar í Bandaríkjunum og jafnvel út um
allan heim. Hann hefur átt í samn-
ingaviðræðum við læknamiðstöð í
Chicago sem hefur yfír að ráða öllum
tækjabúnaði sem nauðsynlegur er til
að hefja tilraunir.
NPR segir Seed hafa átt samstarf
við ónefndan lækni, en sá segðist
ekki vilja hefja tilraunir nema Æxl-
unarlækningasamtök Bandaríkjanna
veittu samþykki sitt. Samtökin hafa
lýst sig andvíg einræktun á fólki.
Bill Chnton, forseti Bandaríkj-
anna, mun leggja til við þingið að
einræktunarrannsóknir verði bann-
aðar í fímm ár, að því er talsmaður
forsetans greindi frá í gær. Clinton
reyndi að fá slíkt bann samþykkt á
þinginu í fyrra.
Brezhnev
í lið með
NATO-
sinnum
TÉKKNESK móðir gengur hjá
veggspjaldi í Prag með mynd
af tvífara Leoníds Brezhnevs
sem á er letrað (á rússnesku)
„Takk... NATO“. Veggspjaldið
er hluti áróðursherferðar sem
ýmsir aðilar í Tékklandi hafa
tekið sig saman um að reka í
fjölmiðlum landsins í því skyni
að sannfæra Tékka um ágæti
þess að gerast aðilar að Atl-
antshafsbandalaginu.
í sjónvarpsauglýsingu sem
herferðin hófst á eru sýndar
myndir frá því þegar sovézkir
skriðdrekar kæfðu „vorið í
Prag“, er tilraun var gerð til að
byggja upp „sósíalisma með
mannlegri ásjónu“. Þá segir
Brezhnev: „Kæru borgarar,
þakka ykkur fyrir að velja af
fúsum og fijálsum vilja að ger-
ast ekki aðilar að NATO.“
Tilganginn með þessu, segir
Jan Urban, ritstjóri tímaritsins
Transitions og einn aðstand-
enda herferðarinnar, vera fyrst
og fremst þann að vekja um-
ræðu um kosti og galla NATO-
aðildar Tékklands. Til þess
væri mjög áhrifaríkt að minna
þjóðina á þá „mestu niðurlæg-
ingu sem hún hefur orðið fyr-
ir.“
HUNDRUÐ íbúa þorpa í fjallahér-
aði í vesturhluta Alsirs hafa flúið
þaðan eftir að að minnsta kosti 600
manns biðu bana þar í árásum ísl-
amskra uppreisnarmanna á dögun-
um. Stjórnvöld í Alsír höfnuðu
áskorunum um að fallast á að al-
þjóðleg nefnd yrði send til landsins
í því skyni að rannsaka drápin.
Ekkert lát er á blóðsúthellingunum
að sögn alsírskra fjölmiðla.
Eitt blaðanna sagði að embættis-
menn hefðu ráðið fólki frá því að
fara til héraðsins Relizane, þar sem
412 manns voru myrtir á einu
kvöldi í vikunni sem leið. Fólks-
flóttinn úr héraðinu hófst eftir
árásir á tvö þorp á sunnudag og
mánudag sem kostuðu að minnsta
kosti 200 manns lífið, að sögn íbúa
héraðsins. 62 manns biðu bana í
árásum í héraðinu aðfaranótt
þriðjudags, að sögn ríkisútvarpsins
í Alsír í gær.
„Þessar nýju blóðsúthellingar
hafa valdið miklum fólksflótta frá
fjallahéraðinu og aukið alþjóðlegan
þrýsting á alsírsk stjórnvöld, sem
eru sökuð um að hafa ekki veitt
borgurunum vernd gegn þessum
grimmdarlegu árásum," sagði dag-
blaðið Le Matin.
Sendiherra
Bandaríkjanna
tekur við mót-
mælum utanrík-
isráðherra Alsírs
Robin Cook, utanríkisráðhen-a
Bretlands, kvaðst hafa miklar
áhyggjur af drápunum í Alsír og
sagði að Evrópusambandið kynni
að senda þangað nefnd til að kanna
ástandið.
Drápsaðferðirnar
sérlega grimmdarlegar
„Manntjónið er ekki aðeins
óskaplegt heldur eru drápsaðferð-
irnar einnig sérlega grimmdarleg-
ar,“ sagði Cook og vísaði til frétta
um að hundruð manna hafí verið
brennd lifandi og fjölmargir hafi
verið skornir á háls.
Breski utanríkisráðherrann
sagði að málið yrði tekið upp á
fundi utanríkisráðs Evrópusam-
bandsins 26. janúar.
Utanríkisráðherra Alsírs boðaði
sendiherra Bandaríkjanna á sinn
fund á þriðjudag til að mótmæla
tillögu Bandaríkjastjórnar um að
alþjóðleg rannsóknarnefnd yrði
send til landsins.
FIS for-
dærnir drápin
Engin hreyfing hefur lýst
fjöldamorðunum á hendur sér, en
talið er að öfgamenn úr röðum
heittrúaðra múslima hafi verið að
verki. Rúmlega 65.000 manns
hafa beðið bana í uppreisninni
sem hófst í byrjun ársins 1992
þegar yfirvöld aflýstu þingkosn-
ingum til að koma í veg fyrir að
flokkur heittrúaðra múslima,
fslamska frelsisfylkingin (FIS),
kæmist til valda og stofnaði ísl-
amskt ríki.
Útlægur leiðtogi FIS, Rabah
Kebir, fordæmdi drápin og kvaðst
vilja að Sameinuðu þjóðirnar
reyndu að binda enda á þau.
Stjórnin í Alsír mætti ekki gefa
„morðingjunum" lausan tauminn
og yrði að semja við andstæðinga
sína til að stöðva blóðsúthelling-
arnar.
Reuters
CnACHBO
Hefja samninga um
greiðslu skulda í vor
Þórshöfn. Morgunblaðið.
POUL Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, lýsti sig
ánægðan með efnahagsstefnu fær-
eysku stjómarinnar eftir fund með
ráðherrum stjórnarinnar í gær.
Tveir ráðherrar Fólkaflokksins, An-
fínn Kallsberg fjái’málaráðherra og
John Petersen sjávarútvegsráðherra
mættu þó ekki til fundarins til að
mótmæla tímasetningu heimsóknar-
innar.
Nyrup sagði að stíf aðhaldsstefna
landsstjómarinnar miðaði að því að
halda opinberum útgjöldum í skefj-
um. „Landsstjórnin sýnir mikla
ábyrgðartilfinningu með skynsam-
legri efnahagsstefnu sinni,“ sagði
Nyrap og skýrði frá því að sam-
komulag hefði orðið um það á fund-
inum, að í vor myndu hefjast samn-
ingaviðræður færeyskra og danskra
yfírvalda um afborganir af milijarða-
skuldum Færeyinga.
Eftir marga fundi sfna í Þórshöfn í
gær sagðist Nyrup Rasmussen vona,
að honum hefði tekist að ryðja braut-
ina fyrir nánari og umfangsmeiri
samskipti færeyskra og danskra
ráðamanna í framtíðinni. M.a. hefði
orðið að samkomulagi að fjölga sam-
ráðsfundum dönsku og færeysku
þingmannanefndanna.
í heimsókninni til Færeyja tókst
Nyrup Rasmussen að bæta sam-
bandið við Javnaðarflokkin, fær-
eyskan systurflokk danska jafnaðar-
mannaflokksins. Tilraunir leiðtoga
Javnaðarmannaflokksins að undan-
förnu til þess að koma á sambandi
við Nyrap með bréfasendingum hafa
mistekist og því var samband flokk-
anna orðið stirt. Jóannes Eidesgaard
flokksformaður hafði gagnrýnt
stefnu dönsku stjórnarinnar í garð
Færeyja harðar en margur og sagt
Nyrup hrokafullan gagnvart eyja-
skeggjum og skeytingarlausan um
málefni þeirra.
Eftir fund þeitra í gær sagði Jó-
annes að það væri barnalegt að
halda að samskipti flokkanna
kæmust í samt lag á stuttri dags-
stund þótt samband væri komið á
með þeim aftur.
Bretar boða
aukna áherzlu á
umhverfísmál
London. Reuters.
BRETLAND mun stuðla að því að
Evrópusambandið leggi aukna
áherzlu á umhverfísmál næsta
hálfa árið, en þá eru Bretar í for-
sæti ráðherraráðs sambandsins.
John Prescott, aðstoðarforsætis-
ráðherra og umhverfisráðherra
Bretlands, sagði í gær að sem for-
sætisríki ESB myndi Bretland leit-
ast við að minnka mengun, vernda
dýralíf og tryggja að væntanleg að-
ildarríki ESB virði umhverfisstaðla
sambandsins.
A blaðamannafundi sagði
Prescott að það yrði forgangsverk-
efni að hrinda í framkvæmd sam-
komulaginu um samdrátt útblást-
urs gróðurhúsalofttegunda, sem
náðist í Kyoto undir lok síðasta árs.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvernig útblásturskvóti ESB muni
skiptast á milli aðildarríkjanna.
„Það verður ekki auðvelt verkefni,"
sagði Michael Meacher, aðstoðar-
umhveifisráðherra.
Ný aðildarríki verða að
leggja mikið á sig
Þau málefni tengd umhverfis-
vernd, sem Bretar hyggjast leggja
mesta áherzlu á, eru loftslags-
breytingar, loftmengun, líffræði-
legur fjölbreytileiki, fiskveiði-
stefna, flutningar og stækkun Evr-
ópusambandsins.
Prescott sagði að ríki, sem sækt-
ust eftir aðild að ESB, myndu
þurfa að leggja mikið á sig til að
mæta þeim umhverfiskröfum, sem
sambandið gerir.
I núverandi aðildarríkjum verð-
ur kapp lagt á að draga úr mengun
frá flutningastarfsemi. Bretar vilja
draga úr útblæstri frá sendibílum
strax á fyrri hluta ársins en
Prescott viðurkenndi að þess yrði
lengra að bíða að hægt yrði að
draga úr mengun frá stórum vöru-
bílum.
Umhverfisvæn farartæki verða
prófuð í borgum ríkja Evrópusam-
bandsins á næstu mánuðum og
Prescott boðaði einnig hertar regl-
ur um útblástur frá flugvélum og
um losun sorps í sjó.
Stefna ráðherraráði ESB
HÓPUR tíu andstæðinga Evrópu-
sambandsaðildar Danmerkur, sem
höfðað hefur mál á hendur ríkis-
stjórninni vegna Maastricht-sátt-
málans, hefur nú ákveðið að stefna
einnig ráðherraráði Evrópusam-
bandsins fyrir Evrópudómstólinn.
Hópurinn telur að aðild Dan-
merkur að Maastricht-sáttmálan-
um stríði gegn dönsku stjórnar-
skránni og hefur því stefnt ríkis-
stjórninni fyrir dóm. ESB-and-
stæðingarnir ki'öfðust gagna frá
ráðherraráðinu til að nota sem
sönnunargögn í danska dómsmál-
inu.
Ráðherraráðið hefur að sögn tí-
menninganna neitað að láta mikil-
væg plögg af hendi og mun málið
koma til kasta Evrópudómstólsins.