Morgunblaðið - 08.01.1998, Side 25

Morgunblaðið - 08.01.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 25 Nýjar bækur • VINDHARPAN inniheldur prósaljóð Steingerðar Guðmunds- dóttur. í kynningu segir: „Steingerður Guðmundsdóttir túlkar í þessari nýju bók viðhorf og skáldsýnir í léttu og fijálsu formi og kvæði hennar eru sem fyrr geðfelld og harla umhugs- unarverð. Stein- gerður telst list- rænn fagurkeri og ljóðstíll henn- ar einkennist jafnan af hrein- skilni, einlægni ogvandvirkni. Hún á vissulega brýnt erindi í þessum nýju og fallegu ljóðum þar sem hugarflug skáldkonunnar nýtur sín vel.“ Utgefandi er Skákprent. • STJÖRNUBJART er eftir Gylfa Gröndal og eru túlkanir á ljóðum eftir Bo Setterlind. í kynningu segir: „Bo Sett- erlind (1923- 1991) er í hópi virtustu og vin- sælustu ljóð- skálda Svía. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1948, Mánvagga, og átti miklum vin- sældum að fagna meðal almennings. Eftir það streymdu ljóðin frá Bo Setterlind; hver ljóðabókin rak aðra, en alls urðu þær fjörutíu talsins. Hann flutti ljóð sín einstaklega vel og kom oft fram bæði í ijölmiðlum og á samkomum. Honum tókst að vera eins konar ímynd skáldsins i augum sænsku þjóðarinnar - hið eina og sanna skáld jafnt í lífi sínu og list.“ Útgefandi er Skákprent. Gylfi Gröndal Steingerður Guðmunds- dóttir jÉL) FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR ¥1- Uji 1 'c 11 lGI - II^ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 LISTIR George apabróðir KVIKMYNPIR Sambíóin GEORGE OF THE JUNGLE ★ ★'/2 Leikstjóri: Sam Weissman. Handrit: Thomas Ackerman. Aðalhlutverk: Brendan Fraser, Leslie Mann, Thom- as Hyden, Greg Crutwell, Abraham Benruby, John Cleese, sem talar fyr- ir apann Apa. Disney. 1997. GEORGE er einskonar Tarzan apabróðir bara miklu vitlausari. Ungur lenti hann djúpt inni í frum- skógum Afríku og var alinn þar upp af öpum, lærði þeirra mál, vingaðist við frumskógardýrin og lærði að ferðast um með því að sveifla sér á milli tijánna. Það eina sem hann kann ekki er að forðast að lenda utan í tijánum. Ung stúlka af auðugum ættum villist í skóginum hans og hann bjargar henni og með þeim takast ástir um síðir en ekki fyrr en hún hefur farið með hann í sjúkraflugi til San Francisco að láta gera að skotsári sem hann hlaut af völdum unnusta stúlkunnar, sem kominn var til Afríku að flytja hana heim en komst upp á kant við burðarmenn sína og ... Skiptir ekki máli. Reyndar er fátt sem skiptir verulegu máli í bandarísku gaman- myndinni „George of the Jungle" með Brendan Fraser í titilhlutverk- inu. Helsti kosturinn við myndina er að hún tekur sig ekki of hátíð- lega heldur þvert á móti gerir endalaust grín að sjálfri sér. Mynd- gerðin sjálf er stór partur af gam- anseminni. Sögumaðurinn bendir á dýrar frumskógarleikmyndir, talar í stirðbusalegum stuðlasetningum og á í hávaðarifrildi við aukaper- sónur, leikararnir tala inn í mynda- vélina, leikstjórinn hraðspólar yfír málalengingar og þar fram eftir götunum. Þannig erum við mjög meðvituð um að við erum að horfa á grínmynd og eigum að taka þátt í gamninu með persónum og leik- endum. Þessi úrvinnsla er kunn úr öðr- um myndum („The Prinsess Bride“) en hæfir einstaklega vel í George frumskógarkóngi þar sem fíll hagar sér nákvæmlega eins og hundur, górilluapi er fjölfróður heimspekingur og George er með svipaða greindarvísitölu og kaðl- arnir sem hann sveiflar sér í. Hinn broshýri Brendan Fraser hæfir einnig vel þessum einstaklega heimskulega Tarsan og ágætlega er skipað í aukahlutverkin. Gamanmynd um Tarzan apa- bróður var löngu tímabær. Að hún skyldi vera eins skemmtileg og raun ber vitni var óvænt ánægja. Það væri banvænt að ætla sér að taka eitthvað i henni alvarlega. Góða skemmtun! Arnaldur Indriðason ELkert stress Ný lieílsiirœLitarslöá, Irínar línur opnar löslutlaginn 16. jannar næslLoinandi. Líkaminn er musteri sálarinnar. Fínar línur bjóáa upp á fjölbreyttar aáferáir til aá rækta líkamann og efla sálina. Hefáb u n d i n íikamsr as Ik t og leikfimi Kínversk leikfimi Yoga Æ f i n g a D e k k i r Höfuábeina- og spjaldhryggsmeðferá Ma-L/ri dansnudd Sjúkranudd og vöávanudd Leikræn tjáníng Snyrti- og f ó t a a ðg e r d a s t o f a Há rg re i á s I a- Viá leggjum áfierslu á aá þú getir notiá Jjess aá rækta líkama Jiinn á afslappadan og þægilegan liátt. 1 N -H -K ^mula 30 • 108 R e y kj a v í k . Sími 5 8 8 9 7 1 7 • Fax 5 88 ^ Innritun og upplýsingar í síma 588 9717

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.