Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 1

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 6. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Allsherjar- verkfall í F æreyjnm Þórshöfn. Morgunblaðið. SÓLARHRINGS allsherjarverkfall skall á í Færeyjum á miðnætti sl. nótt. Boðaði 21 verkalýðsfélag til verkfallsins til að mótmæla efna- hagsstefnu færeysku landstjórnar- innar, m.a. leikskólakennarar og aðrir opinberir starfsmenn. Verður efnt til mótmæla síðdegis í dag. Ein helsta ástæða óánægjunnar er nýleg ákvörðun stjórnvalda um að lækka skatta sjómanna, til að koma í veg fyrir að þeir flytji lög- heimili sitt til útlanda. Telja verka- lýðsfélögin að landstjómin ausi út fé á báðar hendur í stað aðhalds í peningamálum. Þá telja þau að skattalækkunin sé liður í þeirri stefnu stjórnarinnar að lækka laun, rétt eins og skatta. --------------- Heimsmeistaramót FIDE Teflt til úr- slita í dag INDVERJINN Viswanathan An- and vann Rússann Anatólí Karpov í sjöttu skák þeirra á heimsmeistara- móti FIDE, sem íram fer í Sviss. Karpov gafst upp eftir 42 leiki. Jafnaði Anand þar með metin, 3-3, og ráðast úrslit einvígisins í stuttum skákum í dag. ■ Andand vann/12 Faðir ann- ars hvers nemenda Ankara. Reuter. FORELDRAKVÖLDIN í þorpsskólanum í Satirlar í Tyrklandi eru fámenn en góð- menn, þvi helmingur nemend- anna 70 eru úr sömu fjöl- skyldu. Þegar nemendur komu sam- an eftir áramótin kom í ljós að 35 nemendanna eiga sama föð- ur. Hann heitir Ziya Yasar og á alls 51 barn með þremur konum. 35 þeirra eru saman í skóla en tvö til viðbótar hafa ekki náð skólaaldri. ESB sendir þrjá fulltrúa til Alsír Alsírsk stjórnvöld leyfa komu sendinefndar með skilyrðum London, Algeirsborg. Reuters. EVÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hef- ur ákveðið að senda fulltrúa til Alsír til að kynna sér ástandið í landinu en röð ofbeldisverka hefur kostað um 1.000 Alsírbúa lífið á síðustu tíu dögum. Utanríkisráðherra Alsír, Ahmed Attaf, sagði í gær að sendi- nefnd ESB væri velkomin, svo fremi sem ætlun hennar væri að takast á við hryðjuverkamenn, sem hún sakar um að standa að baki morðum á óbreyttum borgurum. Attaf sagði hins vegar að ekki kæmi til greina að leyfa sendinefndinni að rannsaka sjálf ofbeldisverkin, það væru „frekleg afskipti af innanríkis- málum“. Alsírstjóm hefur hingað til hafn- að öllum tillögum um alþjóðlega að- stoð og eftirlit vegna blóðbaðsins í landinu en í gær kvað við nýjan tón, þótt greinilegt sé að starf sendi- nefndarinnar verður takmörkunum háð. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, kynnti hugmynd ESB í gær en samkvæmt henni fara full- trúar frá Bretlandi, Lúxemborg og Austurríki til Alsír. Ekki er hins vegar ljóst hvenær af för þeirra verður. Sagði Cook að auk þess sem fulltrúarnir ættu að kynna sér ástandið í landinu ættu þeir að gera Alsírstjórn ljóst hversu miklar áhyggjur Evrópuþjóðir hefðu af því og bjóða aðstoð til að lina þjáningar almennings í Alsir. Þrjátíu myrtir til viðbótar Ekkert lát er á ofbeldisverkum í landinu, í gær var sagt frá um 30 morðum til viðbótar. Flestar árás- imar hafa verið gerðar í Relizane- héraði, setið hefur verið fyrir fólki á vegum úti og ráðist inn á heimili þess, það brennt inni, skorið á háls eða hálshöggvið. Orvingluð flóttakona ÖRVINGLUÐ kúrdísk flóttakona ásamt syni sínum í flóttamanna- búðum skammt norður af Aþenu í gær. Konan er ein 400 Kúrda í grísku búðunum, en hópurinn flýði frá írak og Tyrklandi. Flóttafólkið hefur óskað eftir því að fá pólitískt hæli á Italíu. Itölsk stjórnvöld segja flótta- mennina sæta ofsóknum heima fyrir og hafa boðið þá velkomna í óþökk annarra Evrópusambands- ríkja, sem óttast holskeflu flótta- fólks, m.a. til Þýskalands. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, sem átti í gær við- ræður við Ismail Cem, tyrknesk- an starfsbróður sinn, sagði að þeim loknum að Kúrdarnir væru ekki allir pólitískir flóttamenn en Tyrkir halda því fram að stór hluti fólksins sé að flýja bágbor- inn efnahag. ■ Dregur fram galla/22 Reuters Mordechai hótar afsögn Jerúsalem. Reuters. OLL spjót standa nú á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, en hann reyndi í gær að draga úr spennu í samskiptum sínum við Yitzhak Mordechai, varnarmálaráðherra lands- ins, og bandarísk stjórnvöld. Mordechai hefur hótað afsögn standi ísraelska stjórnin ekki við gefin loforð um eftirgjöf landsvæða til Palestínu- manna og Bandaríkjamenn eru afar ósáttir við þá ákvörðun stjórnar Netanyahus að stækka land- nemabyggðir gyðinga í Efrat og Elkana. Hvatti Netanyahu harðlínumenn í ríkisstjórninni, sem eru andvígir friðarsamningum við Palestínu- menn, til að stuðla að því að hreyfing komist á friðarviðræðumar og sagðist ella ekki eiga neina samleið með þeim. Harðlínumenn hafa hótað því að fella ríkis- stjórn Netanyahus verði hún við kröfum Palest- Netanyahu hvetur harð- línumenn til að fallast á að gefa landsvæði eftir ínumanna og bandarískra stjórnvalda um að láta meira landsvæði af hendi á Vesturbakkanum. Hófsamir stuðningsmenn stjórnarinnar hafa hót- að hinu sama standi stjórnin ekki við fyrirheit sín um eftirgjöf landsvæða. Einn þeirra er Mord- echai, en til að ítreka kröfur sínar hótaði hann i gær afsögn gerðist þetta ekki innan þriggja mán- aða. Sú ákvörðun Israelsstjórnar að stækka land- nemabyggðirnar gerir Dennis Ross, sendifull- trúa Bandaríkjastjórnar, afar erfitt fyrir en hann hefur reynt að koma friðarviðræðum ísraela og Palestínumanna af stað að nýju. Gagnrýndi Ross harðlega ákvörðun stjómarinnar eftir fund sem hann átti með Yasser Arafat, forseta sjálfsstjórn- ar Palestínumanna. Fimm hlutu viðurkenningar Stjórn Netanyahus stendur afar tæpt eftir af- sögn Davids Levy utanríkisráðherra um síðustu helgi og hafa áhrif harðlínumanna í stjóminni aukist að sama skapi. Engu að síður beindi Net- anyahu orðum sínum í gær að þeim og hvatti þá til að koma friðarviðræðunum af stað. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði ekki umboð til að sitja með hendur í skauti og sagði að ef hægrimenn slægjust ekki í lið með honum í friðarsamningum hlytu leiðir að skilja. Skýstrókar valda skemmdum FRANSKIR slökkviliðsmenn kanna skemmdir sem urðu á raflínum skammt frá bænum Saint-Omer- Capelle í norðurhluta Frakklands eftir að skýstrókur gekk yfir sex þorp og bæi í fyrrinótt. Gífurlegar skemmdir urðu á mannvirkjum og að minnsta kosti fimm manns slös- uðust í Frakklandi. Þá skemmdust um 1.000 hús í bænum Selsey, suðvestur af London, er annar skýstrókur fór yfir suðurhluta Bretlands en veður hefur verið óvenju slæmt í Bretlandi og Frakklandi síðustu vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.