Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 2

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Eldur í torfþaki á leikskóla ELDUR varð laus í txirfþaki á leik- skóla við Gullteig í Reykjavík í gær- kvöld. Var talið hugsanlegt að kviknað hefði í út frá flugeldi eða að einhverjir hefðu ætlað að brenna sinu. Slökkviliðinu bárust margar hringingar vegna eldsins, sem kom upp kl. 19.42, og virtist alvara vera á ferðum en þegar til kom fór betur en á horfðist og hlaust ekki mikið tjón af. Rétt áður hafði kviknað eld- ur út frá potti á eldavél í Háaleitis- hverfí. Fjórföld orkuþörf árið 2015? IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ telur eðlilegt að miða við að orkuþörf hér á landi gæti orðið allt að 24 terawattstundir á ári (TWs), árið 2015. Nú hafa um 6 TWs verið virkjaðar en orkufram- leiðslan verður um 7,5 TWs þegar yfírstandandi virkjanaframkvæmdum lýkur. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneyt- isins við tillögu að svæðisskipulagi miðhálendis- ins og telur ráðuneytið nauðsynlegt að skipulag- ið taki mið af þessu. I skipulagstillögunni er gert ráð fyrm að alls geti komið til framkvæmda um 10 TWs á skipulagstímanum. Spá ráðuneytisins um orkuþörf byggist á að reist verði nýtt stórt álver, álverin í Straumsvík og Grundartanga verði stækkuð sem og Jám- blendiverksmiðjan, magnesíumverksmiðja verði byggð og raforka verði flutt út um sæstreng. Þessu til viðbótar aukist almennur raforkumark- aður. Ýmsir möguleikará nýtingu orkunnar Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðarráðuneyt- inu breytir nýlegt samkomulag, kennt við Kyoto, um að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda, ekki þessari afstöðu ráðuneytisins, en staðfesti íslendingar samkomulagið má auka út- blástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi um 10% frá því sem var 1990 og þegar hefur verið ráðist í framkvæmdir sem hafa þessa aukningu í fór með sér. Að sögn Jóns Ingimarssonar, skrifstofustjóra iðnaðarráðuneytisins, gætu ýmsir möguleikar verið á að nýta þessa orku á næstu áratugum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem að flytja hana út með sæstreng, og einnig mætti vel hugsa sér að í lok skipulagstímans gæti orðið hagkvæmt að framleiða eldsneyti á bíla með innlendri orku. Þá væri möguleiki að á þessum tíma þyrftu iðnfyrirtæki að greiða fyrir losun á gróðurhúsalofttegundum, sem þýðir að hér á landi þyrftu slík fyrirtæki, sem nýttu raf- orku, að greiða mun minna en í löndum þar sem jarðgas eða kol eru notuð til framleiðslu. Því kynni það að þrýsta á uppbyggingu iðnfram- leiðslu hér á landi. ■ Lífleg/34-35 Fundir í sérfræðingadeilunni Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. Söluverð afurðanna aldrei verið meira en á síðastliðnu ári Brunavarnir byggðar á norsk- um stöðlum VERIÐ er að hanna fyrirkomulag brunavama í Hvalfjarðargöngunum og segir Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri að stofnunin fái til- lögur til skoðunar á næstunni. Brunavamir eiga að byggjast á norskum stöðlum fyrir brunavamir í veggöngum og telur bmnamála- stjóri hönnunina á réttri leið. Brunavamimar munu meðal ann- ars ganga út á það hvemig eldur verði uppgötvaður sem skjótast svo og staðsetning hans, hvemig standa eigi að því að loka fyrir umferð inn í göngin og koma þeim út sem þar séu staddir þegar eldur kemur upp. Einnig er hugað að loftræstingu og hvernig haga megi viðbrögðum slökkviliða beggja vegna fjarðarins en í þau er talsverður spölur. Þá er og hugað að því, að sögn Berg- steins, hvemig haga megi umferð bfla með eldfiman eða hættulegan farm, hvort hún verði bundin við ákveðna tíma dagsins og þar fram eftir götum. Málið á réttri leið Bmnamálastjóri telur að málið sé nú á réttri leið eftir að félagsmála- ráðuneytið gaf þann úrskurð út á liðnu sumri að Bmnamálastofnun hefði eftirlitsskyldu í göngunum en fram að því höfðu Vegagerðin og Spölur ekki talið að stofnuninni bæri ekki þessi eftirlitsskylda. Morgunblaðið/Ásdís Kaffítími í Skerjakoti „MÁ ekki bjóða þér pollavatn og drulluköku," hafa þeir kannski sagt, krakkarnir á leikskólanum Skerjakoti, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit til þeirra í kaffitfmanum í gær. Þó að jólin séu liðin hefur ekkert dregið úr kökubakstrinum þar á bæ. Kostnaður í sérgreinum skoðaður SAMNINGANEFNDIR sérfræð- inga og Tryggingastofnunar ríkis- ins hafa orðið sammála um að skoða kostnað við aðgerðir í hverri sérgrein fyrir sig. Stofnaðir hafa verið vinnuhópar sem fara yfír kostnað og gjaldskrá í einstökum sérgreinum. Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar TR, sagði að TR vildi helst gera samning við sér- fræðinga í hverri sérgrein fyrir sig í stað eins heildarsamnings. Ekki væri komið í ljós hvort vilji væri fyrir því af hálfu sérfræðinga að fara þessa leið. Sérfræðingar í einstökum sér- greinum telja sig þurfa á meiri hækkun að halda en aðrir, m.a. vegna þess að Tryggingastofnun taki ekki eðlilegt tillit til kostnað- ar við aðgerðir. Skurðlæknar, bæklunarlæknar, háls-, nef- og eymalæknar, hafa gert kröfu um mestar hækkanir. Samningamenn Tryggingastofnunar telja á móti að nokkuð ríflega sé greitt fyrir aðgerðir í öðrum sérgreinum og vilja að tekið verði tillit til þess. Þetta veldur eðlilega togstreitu milli sérfræðinga í ólíkum sér- greinum. Árangurslaus umræða um einingaverð Á samningafundi í fyrradag var ákveðið að skoða kostnað við að- gerðir í hverri sérgrein fyrir sig. Umræðan á síðustu fundum fyrir áramót snerist fyrst og fremst um einingaverð fyrir aðgerðir, en sú umræða skilaði litlum árangri. Helgi sagði of snemmt að segja til um hvað sú vinna sem nú væri í gangi skilaði miklum árangri. Það tæki talsverðan tíma að fara yfir kostnaðarútreikninga. Síðan ætti eftir að koma í ljós hvort menn næðu saman þegar þessir útreikn- ingar lægju fyrir. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfiystihúsanna hf. seldi á síðasta ári samtals 133.700 tonn að verðmæti 29 milljarðar króna, skv. bráðabirgðatölum. Það þýðir 4% aukningu bæði i magni og verði frá ár- inu 1996 sem fram til þessa hafði verið metár í magni og það næstbesta í verðmætum. Þetta kom fram í máli Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, á árlegum verkstjórafundi sem hófst í gær og verður fram haldið í dag. Erlend framleiðsla jókst um 43% milli áranna og vegur karfinn þar hvað þyngst en þar er auk þess að Morgunblaðið/Golli STARFSMENN Ármannsfells reisa hljóðmön við Rauðasand. Hljóðmön fyrir 25-30 milljónir finna ferskan og frosinn Nílarkarfa úr Viktoríuvatni, smokkfisk frá Mexíkó og síld frá erlendum fram- leiðendum. Auk erlendu framleiðsl- unnar er það einkum tvennt sem stendur upp úr í rekstrinum, 23% söluaukning í pillaðri rækju milli ár- anna 1996 og í997 og 18% söluaukn- ing í skelrækju. Heildarstarfsmannafjöldi SH er tæplega 1.300, þar af eru um 1.200 starfandi erlendis. ■ Erlend framleiðsla/10 UNNIÐ er að gerð hljóðmanar við fjölbýlishúsin við Rauðasand 1-5 um þessar mundir og er stefnt að því að gerð hennar verði lokið í lok janúar eða í febrúar. Um mitt ár 1996 risu deilur um það hvort umferðarhávaði við húsin, sem þá var verið að reisa, teldist of mikill og afgreiðsla borgaryfirvalda á málinu var gagnrýnd. Niðurstaðan varð sú að Reykjavíkurborg tæki þátt í kostnaði við gerð hljóðmanar. Heildarkostuaður er áætlaður 25-30 milljónir og þar af greiðir Reykja- víkurborg átta milljónir. Að sögn Hauks Magnússonar, verkefnisstjóra hjá Ármannsfelli, verður mönin um 180 metrar að lengd og um þrír metrar að hæð, gerð úr forsteyptum einingum. „Ástandið er gott í húsunum núna, án þess að veggurinn sé kom- inn, en við ætlum að gera gott enn- þá betra,“ segir Haukur. „Ibúamir sem þegar eru fluttir inn eru þessa dagana að spyija mig hvort virki- lega þurfi að reisa þennan vegg.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.