Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yiðræður vinstri flokkanna fara hægt af stað VIÐRÆÐUR um sameiginlegt framboð stjórnarandstöðuflokk- anna eru enn á undjrbúningsstigi að sögn Sighvats Björgvinssonar, formanns Alþýðuflokksins, við- ræðurnar væru ekki hafnar að neinum krafti. Hann segist þó vona að þær leiði til niðurstöðu í mars eða apríl. Sighvatur sagði að það væri ekki búið að ganga frá skipulagi viðræðnanna í einstökum atriðum. Ekki væri t.d. búið að skipa mál- efnahópa, en hann sagðist gera ráð fyrir að það yrði gert. Fram að þessu hefðu forystumenn flokkanna rætt saman um undir- búninginn, en sjálfar viðræðurnar myndu hefjast af fullum krafti síðar í þessum mánuði. Sighvatur sagði að ekki væri búið að setja niður neina áætlun um hvernig viðræðum ætti að miða áfram. Alþýðubandalagið Oddur Þóris- son ritstýrir Heimsmynd RÁÐINN hefur verið nýr rit- stjóri að Heimsmynd og er það Oddur Þórisson. Tekur hann við af Sigursteini Más- syni sem sagði upp starfi sínu nýverið. Oddur hefur verið aðstoðar- ritstjóri Heimsmyndar. Með honum við ritstjórnina mun starfa Þórarinn Jón Magnús- son, aðalritstjóri Gamla út- gáfufélagsins, sem gefur út Heimsmynd. hefði sett sér það markmið að við- ræðurnar hefðu skilað niðurstöð- um fyrir vorið, en sjálfur sagðist hann leggja áherslu á að hraða málinu og fá efnislega niðurstöðu helst í mars eða apríl. Sameiginlegt framboð í þingkosningum er markmiðið Sighvatur sagði að Alþýðu- flokkurinn færi í þessar viðræður í þeim tilgangi að ná fram sameig- inlegu framboði á vinstri væng stjórnmálanna í næstu alþingis- kosningum. Alþýðubandalagið hefði sem kunnugt væri ekki svar- að þessari spurningu með jafnótví- ræðum hætti. Hann sagðist telja að ef það næðist málefnaleg sam- staða milli Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista væri sameiginlegt framboð rökrétt nið- urstaða af því. Það væri engin ástæða til þess að flokkarnir gengju tvístraðir til kosninga ef milli þeirra væri málefnaleg sam- staða. Sighvatur sagðist ekki eiga von á að það yrði neitt að frétta af þessum viðræðum á allra næstu vikum. Alþýðubandalagið með miðstjórnarfund um sj ávarútvegsmál Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar um næstu mánaðamót, fyrst og fremst til að ræða um stefnu í sjávarútvegs- málum. Sighvatur sagði að forysta flokksins þyrfti eðlilega að veija talsverðum tíma til að undirbúa þann fund, en vonandi yrði engu að síður hægt að þoka viðræðum vinstri flokkanna áfram samhliða. Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir tekur fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu Melaskólans að viðstödd- um fjölmörgum nemendum skólans. Ný við- bygging við Melaskóla INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við Melaskólann í Reykjavík, en búist er við því að fyrstu kennslu- stofurnar verði teknar í notkun næsta haust. Viðbyggingin verð- ur tveggja hæða steinsteypt hús samtals um 1.399 fermetrar. Hún verður tengd gömlu byggingunni með hálfniðurgröfnum tengi- gangi. Áætlaður byggingar- kostnaður er 230 milljónir króna og er búist við að byggingin verði fullfrágengin með lóð haustið 1999. Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt er hönnuður hússins, en Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt hannaði lóð. 1997 var metár hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. í magni og verði Erlend framleiðsla jókst um 43% frá fyrra ári Morgunblaðið/Golli SH REKUR nú tíu söluskrifstofur erlendis sem kynntar voru fundarmönnum í gær, en hér ræðir Friðrik Pálsson, forstjóri SH, við þá Gylfa Þór Magnússon, framkvæmdasljóra erlendra verkefna, og Sturlaug Sturlaugsson frá HB á Akranesi. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. seldi á síðasta ári samtals 133.700 tonn, skv. bráðabirgða- tölum, að verðmæti 29 milljarðar króna sem er 4% aukning bæði í magni og verði frá árinu 1996. Árið 1996 var metár í magni og það næstbesta í verðmætum til þessa. Árið 1997 er enn eitt metárið hjá SH, bæði hvað varðar magn og verð- mæti. Þetta kom fram í máli Frið- riks Pálssonar, forstjóra SH, á verk- stjórafundi í gær. Erlend framleiðsla jókst um 43% frá fyrra ári. Þar af vegur karfínn mjög þungt eða 12.200 tonn og hafði aukist um 7% frá fyrra ári þrátt fyrir samdrátt í kvótum. í heildina var erlenda framleiðslan 21.600 tonn. Inni í erlendu fram- leiðslunni nú eru 2.100 tonn af fersk- um og frosnum Nílarkarfa, sem unn- inn er við Viktoríuvatn í Afríku í samvinnu SH og fyrirtækis í Kenýa. Síðan eru 1.900 tonn af smokkfiski, sem komu frá Mexíkó og 2.600 tonn af síld frá erlendum framleiðendum. Fyrir utan erlendu framleiðsluna er það einkum tvennt, sem stendur upp úr. Annars vegar er það pilluð rækja, en af henni seidi SH 23% meira árið 1997 en 1996, og hins vegar skel- rækja, en þar var aukningin 18% frá fyrra ári. I þorski er einnig aukning, 4% frá fyrra ári. Hagstætt ár í máli Friðriks kom fram að árið 1997 yrði á heildina Iitið að teljast hagstætt fyrir alla samstæðuna og yrði ársins að líkindum minnst sem mikils tímamótaárs hjá SH. Félag- inu hafi fyrir það fyrsta verið breytt í hlutafélag og nú væri unnið að því að fá það skráð á Verðbréfa- þing. Tvær nýjar söluskrifstofur, ein í Moskvu og hin í Shanghai, voru opnaðar á árinu og innkaupa- skrifstofa í Noregi til að ná aukinni samhæfingu í innkaupum fyrir sölu- netið erlendis. Einnig hafi verið fjárfest nokkuð í stóru heildsölufyr- irtæki í Rússlandi sem SH tók við rekstri á um mitt árið auk þess sem starfsemi Sæmarks hf. hafi verið stóraukin og m.a. allur útflutningur á ferskum afurðum fluttur þangað. Leita eftir afurðum erlendis í verkfalli Friðrik sagði að hér eftir sem hingað til skipti mestu að gæði og áreiðanleiki bæði vöru og þjónustu stæðu fyllilega undir væntingum kaupenda. „Það hlýtur að vera okk- ur öllum mikið áhyggjuefni að fram- undan virðast átök í kjaramálum sjómanna og útvegsmanna og margir spá því að tæplega verði komist hjá verkfalli. Við þessar aðstæður verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að viðskiptavinir okkar verði fyrir eins litlum óþægindum og mögulegt er ef til verkfalls kem- ur. Við munum þess vegna gera það sem við getum til að reyna að tryggja okkur afurðir annars staðar frá eftir því sem tök eru á til að geta brugðist við ef svo óheppilega vili til að til verkfalls komi sem stöðvar þar með framleiðsluna hér innanlands. Hitt er svo annað mál að því fer víðs fjarri að við gætum bætt úr nema að litlu leyti þeim skaða sem yrði ef til verkfalls kæmi á viðkvæmum tíma og það stæði í einhverjar vikur,“ sagði forstjóri SH. Sjálfstæðismenn í Kópavogi Tveir bæj- arfulltrú- anna hætta PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnar- kosninganna í vor verður haldið 7. febrúar næstkomandi og hafa ellefu karlar og sex konur gefið kost á sér á lista flokksins. Tveir núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gefa ekki kost á sér í prófkjörinu en það eru þeir Guðni Stefánsson og Arnór L. Páls- son sem lengi hafa verið bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi. Þeir sem gefa kost á sér í prófkjör- inu eru Gunnar 1. Birgisson, Bragi Mikaelsson, Halla Halldórsdóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Helgi Helgason, Sesselja Jónsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson, sem öll hafa áður tekið þátt í prófkjöri, og þau Ásdís Ólafsdóttir, Ármann Óskars- son, Erla Björk Þorgeirsdóttir, Hall- dór Jörgensson, Sigfús Schopka, Margrét Björnsdóttir, Lárus Ragn- arsson, Pétur Birgisson, Sigurður Konráðsson og Sveinbjörn Kristjáns- son, sem ekki hafa áður tekið þátt í prófkjöri. Gunnar I. Birgisson sem skipað hefur 1. sætið á lista sjálfstæðis- manna í Kópavogi í tveimur síðustu bæjarstórnarkosningum sækist eftir 1. sætinu áfram. Þær Ásdís Ólafs- dóttir og Halla Halldórsdóttir stefna á 2. sætið og að öllum líkindum einn- ig Bragi Mikaelsson, sem þó kann að gefa kost á sér í 1. sætið á móti Gunnari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.