Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður FÍA um hugmyndir um útboð á hleðslu flugvéla • • Oryggisatriði að reynt fólk sinni störfunum „MÉR fmnst vafasamt að ætla að bjóða út hleðslu flugvélanna, það var reynt í Keflavík en horfið frá því aftur vegna misjafnrar reynslu. Pað er hreint öryggisatriði að reynt starfsfólk sinni þessum verkefnum," sagði Kristján Egilsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, aðspurður um þá hugmynd forráða- manna Flugfélags íslands að bjóða út hleðslu flugvéla í Reykjavík. „Þetta veldur okkur flugmönnum miklum áhyggjum því þarna er um sérhæfð störf að ræða sem reynt fólk þarf að vinna,“ sagði Kristján ennfremur. „Þarna vinnur starfs- fólk með áratuga reynslu, hleðsla flugvéla er vandaverk og nákvæmn- isvinna. Þetta er fólkið sem hoi'fir yfirleitt á eftir flugvélunum þegar þær fara af stæði, það gengur um vélarnar að innan sem utan og því skiptir miklu að augu þeirra séu glögg og opin fyrir því sem kann að vera athugavert. Þessir starfsmenn geta alveg eins og við séð slíka hluti og það má líka minna á að þeir hafa séð um afís- ingu flugvélanna. Það boðar að mínu viti ekki gott ef þarna á eftir að verða stöðug endurnýjun á starfsfólki frá væntanlegum verk- taka eins og reynslan varð í Kefla- vík,“ sagði Kristján ennfremur. Formaður FIA kvaðst því ekki hrifinn af þessari hugmynd og taldi sig hafa fulla ástæðu til að vara við henni með þessi öryggissjónarmið í huga. Jólatré víða notuð til jarðvegsgerðar Skuldabréf ÞÞÞ Ein afborg- un greidd KOMIÐ hefur í ljós að upplýsingar fjármálaráðuneytisins, sem greint var frá í blaðinu í gær, um að greiddar hafi verið 26 milljónir kr. af skuldabréfunum tveimur sem tekin voru fjámámi hjá Þórði Þ. Þórðarsyni á Akranesi vegna skattskulda, em ekki réttar. Nán- ari athugun í ráðuneytinu hefur leitt í ljós að fyrsti gjalddagi á bréfunum var i fyrra og hefur því verið greidd ein afborgun af bréf- unum eða samtals 14 millj. kr. upp í skattakröfur. Skattaskuldir þrotabúsins við ríkið nema í dag 154 millj. kr. MJÖG algengt er orðið að forsvars- menn bæjarfélaga standi fyrir því að jólatrjám sé safnað saman sérstak- lega og þau notuð til jarðvegsgerðar. I Reykjavík, Hafnarfirði og á Egilsstöðum er trjám safnað saman með skipulögðum hætti fram að helgi auk þess sem tré á þvælingi verða að sjálfsögðu hirt og þau notuð til jarðvegsgerðar. I Reykjanesbæ er ætlast til þess að fólk komi trjánum út fyrir garða sína. Bæjarstarfsmenn fylgjast síðan með og tína þau upp eftir þörfum. Trén verða síðan kurluð með öðram garðaúrgangi. I Kópavogi er gert ráð fyrir þvi að fólk fari sjálft með tré sín í Sorpu. Bæjarstarfsmenn safna hins vegar saman þeim trjám sem berast út á götur og eru þau kurluð niður og notuð í jarðveg, ofan á blómabeð og annað slíkt. Á eigin ábyrgð á ísafirði Á ísafirði fengust hins vegar þær upplýsingar að fólk beri sjálft ábyrgð á því að losa sig við jólatré og að þeim trjám sem berist með öðru rusli verði eytt. Á Akureyri er ætlast til þess að fólk komi trjánum í sérstaka gáma en ekki fengust upplýsingar um það hvað við þau er gert. Skemmdarverk í Hafnarfirði ÞAÐ NÆÐIR um þá sem þurfa að nota þetta biðskýli við Setbergs- skóla í Hafnarfirði. Ólafur Emils- son hjá lögreglunni í Hafnarfirði segir að 3. janúar klukkan 2.07 hafi verið tilkynnt um unglinga sem voru að skemma skýlið. Þegar lögregla kom á staðinn hafi þeir hins vegar verið á bak og burt, rúða brotin í skýlinu en allt heilt að sjá við skólann. Ólafur segir þó að ekki hafi verið mikið um að unglingar ynnu skemmdarverk í bænum í vetur og að nýliðin ára- mót hafi verið með þeim rólegustu sem hann muni eftir þrátt fyrir að mikill hópur hafi safnast saman í miðbænum á nýársnótt. Anand vann og fékk framlengingu ANAND er nýkvæntur. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, sem heitir Aruna. fyrir hvern leik bætast við tíu sekúndur á öllum tímamörkunum. Það er því engin hætta á því að annar hvor missi af titl- inum með því að falla á tíma með unnið tafl! Skákáhugamenn verða vafalaust mjög fréttaþyrstir í dag. Þeir sem hafa aðgang að Al- netinu ættu að rekja sig frá heimasíðu Skáksam- bands íslands, en slóðin þangað er http://www.vks.is/si/ Sjötta skákin Hvítt: Anand SKAK Úlyinpíusafnið f Lausanne, 1.-9. j a n ú a r 1998 HEIMSMEISTARAMÓT FIDE Anand vann Karpov, FIDE-heims- meistara, í sjöttu skákinni og jafn- aði metin 3-3. Urslit einvígisins ráðast í dag í stuttum skákum. Sjötta og síðasta kappskákin var gífurlega spennandi. Ánand varð að vinna hana til að jafna metin. Hann tefldi skákina mjög skyn- samlega og fékk betri stöðu auk þess sem hann átti öllu meiri tíma en Kaj’pov. I 27. leik blés Indverj- inn til atlögu. Karpov fann ekki rétta svarið, lék gróflega af sér og tapaði biskup. Þar með voru úrslit- in ráðin og Karpov gafst upp eftir 42 leiki. Taugar Karpovs virðast vera farnar að gefa sig eftir aldarfjórð- ungs bardaga í heimsmeistara- keppninni. Hann eyðir of miklum tíma og á úrslitastundum nær hann ekki að taka réttar ákvarðanir. Teflt til þrautar í dag Það ræðst í dag hvort Karpov heldur heimsmeistaratitli Alþjóða- skáksambandsins FIDE sem hann hefur borið frá 1975-1985 og aftur óslitið frá 1992, eftir að Gary Ka- sparov klauf sig út úr FIDE. Kar- pov er 46 ára gamall, gífurlega reyndur einvígismaður og með ein- hvern þann dýpsta stöðuskilning sem sést hefur. Anand er 28 ára gamall Indverji, sannkallað náttúrubarn í skáklist- inni og frægur fyrir að tefla hratt og hvasst. Afar óþægilegur and- stæðingur sem verður erfiðari eftir þvi sem tíminn styttist. Anand tefldi einvígi við Kasparov um heimsmeistaratitil atvinnumanna í New York 1995. Hann náði forystunni, en varð að lokum að játa sig sigraðan. Nú á hann hins vegar frábæra mögu- leika á því að verða sá fjórtándi í óslitinni röð stórsnillinga sem hafa borið heimsmeistaratitilinn frá því á árinu 1886. Reglurnar Taflmennskan í dag hefst kl. 13.30 að staðartíma í Lausanne, eða 12.30 að íslenskum tíma. Fyrst eru tefldar tvær skákir með 25 mínútna umhugsunartíma á mann. Verði staðan ennþá jöfn eru tefldar tvær 15 mínútna skákir. Séu kepp- endur þá enn jafnir verður gert út um titilinn í bráðabanahraðskák- um. Sá sem dregur hvítt fær fjórar mínútur, en svartur hefur fimm mínútur. Það ber þó að athuga að Svart: Karpov Byrjun Benónýs 1. d4 - Rf6 2. Bg5!? Erlendis er þetta nefnt Trompovsky-byrjun, eða einfald- lega „trompið“. Hér heima lék Benóný heitinn Benediktsson leiknum að staðaldri á árum áður og þótti það til marks um sérvisku hans. En nú er þetta orðið uppá- hald margra ungra enskra lands- liðsmanna og tilvalið til að koma andstæðingnum út af troðnum slóðum. 2. e6 3. e4 -h6 4. Bxf6 - Dxf6 5. Rc3 - d6 6. Dd2 - g5 7. Bc4 - Rc6 8. Rge2 - Bg7 9. Hdl - Bd7 10. 0 -0 -0-0 -0 11. Rb5 - a6 12. Ra3 Anand hefur tekist að fá upp tví- sýna stöðu með færum á báða bóga. Það er miklu betra gegn Kar- pov, heldur en að fá upp rólega betri stöðu sem hann gæti haldið með nákvæmri vörn. Hér taldi Jó- hann Hjartarson að 12. - Dg6 væri eðlilegasti leikurinn á svart og hann mætti þá vel við una. STÖÐUMYNDI 12. - g4 13. f4! - gxf3 (framhjá- hlaup) 14. Hxf3 - De7 15. c3 - h5 16. Hdfl - Hdf8 17. b4 - Ra7 18. Rc2 - Bh6 19. Del - Kb8 20. Bd3 - Bc6 21. Rf4 - Hfg8 22. d5 Eftir 22. Rxh5 - f5 hefur svartur opna stöðu fyrir biskupapar sitt og góð færi fyrir peðið. Nú kom til greina fyrir Kai-pov að leika strax 22. - Bd7 og bjóða aftur upp á peðsfórn. 22. - Be8 23. Df2 - Bg7 24. Rd4 - Bd7 25. dxe6 - Bxd4 26. cxd4 fxe6 27. e5!? - Bc6! 28. Rg6!? SJÁ STÖÐUMYND I Nú er 28. De8? mjög slæmt vegna 29. Hf7! Hh6 30. Hf8! og hvítur vinnur. En það kann að vera að í allri taugaspennunni í hita leiksins hafi báðum yfirsést vænleg leið fyrir svart sem er 28. - Hxg6! og nú: a) 29. HÍ8+? - Hxf8 30. Dxí8+ - Rc8! 31. Bxg6 - Dg5! og svartur stendur til vinnings. b) 29. Bxg6 - Bxf3 30. Dxf3 - Rc6 og svartur stendur ekkert lakar að vígi. Það er merkilegt að Karpov skuli hafa leikið 27. - Bc6! fyrst hann var ekki búinn að sjá þessa snjöllu leið. í staðinn leikur hann mjög gi-óflega af sér: 28. - Dd8?? 29. Rxh8 - Bxf3 30. Rf7! SJÁ STÖÐUMYND II Væntanlega hefur þessi millileik- ur komið Karpov í opna skjöldu. Nú leiðir 30. - Bxg2 31. Rxd8 - Be4+ 32. Dg3 - Hxg3+ 33. hxg3 - Bxd3 34. Hf8 til unnins endatafls á hvítt. Hann reynir því manns- fórn: 30. - Dh4 31. Dxf3 Anand er eldri en tvævetur og er ekki ginnkeyptur fyrir drottning- arfórninni: 31. Dxh4?? - Hxg2+ 32. Khl - Hf2 og svartur nær jafn- tefli með þráskák. 31. - Dxd4+ 32. Khl - d5 33. Hdl - Dxb4 34. Hbl - Da4 35. Dxh5 Anand á manni meira og gjör- unnið tafl. Lokin þaiínast ekki skýringa. 35. - Rc6 36. De2 - Ka7 37. Df2+ - b6 38. Hcl - Kb7 39. h3 - Hc8 40. Df6 - Rd4 41. Rd8+ - Kb8 42. Rxe6 og Karpov gafst upp. Karpov hefur teflt jafnar og bet- ur í einvíginu, enda óþreyttur. Tveir grófir afleikh’ í annarri og sjöttu skákunum hafa kostað hann tvo vinninga og hugsanlega sjálfan heimsmeistaratitilinn. Skemmtikvöld um HM Skemmtiklúbbur skákáhuga- manna stendur fyrir skemmti- kvöldi sem hefst kl. 20 í félags- heimili Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd _ (hjá Bridssambandinu). Helgi Áss Grétarsson fjallar um þátttöku sína á HM og lokin í dag munu örugglega bera á góma. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.