Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 19

Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 19 GM neitar frétt um niðurskurð íslenskir fjár- festar ehf. semja við verð- bréfasjóði ÍSLENSKIR fjárfestar ehf. - verð- bréfamiðlun hafa nú gert sam- starfssamninga við öll íslensku verðbréfafyrirtækin, sem reka verðbréfasjóði. Þá fékk fyrirtækið aðild Verðbréfaþingi íslands þann 5. desember sl. Það getur nú ann- ast viðskipti fyrir viðskiptavini sína með öll íslensk verðbréf auk bréfa í fjölmörgum alþjóðlegum verð- bréfasjóðum. Fram til þessa höfðu íslenskir fjárfestar lagt höfuðá- herslu á viðskipti með alþjóðleg verðbréf, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Áhersla er lögð á óháða og per- sónulega þjónustu löggilts verð- bréfamiðlara við hvern og einn við- skiptavin. Bent er á að nær öll verðbréfafyrirtæki hér á landi ann- ist sjálf rekstur verðbréfasjóða og bjóði viðskiptavinum sínum ekki bréf í sjóðum sem eru í vörslu og umsjón keppinautanna. íslenskir íjárfestar ehf. - verðbréfamiðlun - bjóði viðskiptavinum sínum hins- vegar bréf í verðbréfasjóðum allra íslensku verðbréfafyrirtækjanna. Höfuðáherslan sé þá lögð á hags- muni og óskir viðskiptavinanna en ekki hver sé umsjónaraðili hvers sjóðs. ♦ ♦ ♦------ INTIS lækkar gjöld fyrir al- netsambönd INTERNET á íslandi hf., INTIS, lækkaði bandvíddargjöld fyrir al- netsambönd nú um áramótin og tilkynnti um leið fyrirhugaða stækkun sambands til Norður- Ameríku úr fjórum megabitum á sekúndu í sex. Jafnframt því rekur INTIS tveggja megabita samband til Evrópu sem fyrr. Lækkunin er á bilinu 7-12% eft- ir bandvídd notenda. Samkvæmt nýrri gjaldskrá INTIS kostar t.d. hvert kílóbit á mánuði 648 krónur í smásölu hjá þeim sem hafa 16- 64K bandvídd. Lækkar verðið úr 697 krónum frá eldri gjaldskrá eða um 7%. Á einu ári hefur verðið lækkað úr 850 krónum eða um 24%. Gjaldskrá Intis er að finna á netinu undir slóðinni: http://www. isnet.is/is/gj aldskra.html Að sögn Sigurðar Jónssonar hjá INTIS liggur ekki fyrir endanlega hvenær sambandið verður stækkað við Norður-Ameríku, en reiknað er með því að af því verði í þessum mánuði. ------♦ ♦ ♦----- Norðurál velur Concorde XAL NORÐURÁL hf. hefur undirritað samning við Hug-forritaþróun um kaup á viðskiptahugbúnaðinum Concorde XAL fyrir fyrirtækið. Stefnt er að gangsetningu álversins í byijun júní. Þegar rekstur verður kominn í fullan gang mun Conc- orde XAL m.a. halda utan um öll Qármál, innkaup, flutninga, birgðir og eignir. Þá er einnig áhugi á að nýta búnaðinn til halda utan um birgðahreyfíngar í vöruhúsi. Fram kemur í frétt frá Hug-for- ritaþróun að rekstur Norðuráls sé umfangsmikill og talsvert flókinn. Á meðan á byggingu álversins stendur sé einnig mikilvægt að halda vel utan um alla kostnaðar- þætti. Þá segir að Concorde XAL hafi verið notað hjá íslenska álfé- laginu um nokkurra ára skeið. Því hafi verið fyrir hendi sérþekking hjá Hug-forritaþróun á notkunar- möguleikum Concorde XAL í þess- ari iðngrein. Frankfurt. Reuters. ADAM OPEL AG segir að móður- fyrirtækið General Motors hafí ekki lagt fram áþreifanlegar áá- ætlanir um niðurskurð þrátt fyrir blaðafréttir um að þúsundum kunni að verða sagt upp. Blöðin Wa.ll Street Journal og Financial Times höfðu sagt að GM hygðist bráðlega hrinda í fram- kvæmd fyrirætlunum um upp- sagnir 20-30% starfsmanna fyrir- tækisins í Evrópu á næstu fimm árum. Niðurskurðurinn mun líklega bitna aðallega á starfsemi GM í Þýzkalandi, þar sem rekstrar- kostnaður er hár, að því er blöðin höfðu eftir aðalframkvæmdastjóra GM, John Smith, og Louis Hug- hes, sem hefur umsjón með starf- semi GM utan Norður-Ameríku. Haft er eftir Smith að niður- skurðurinn sé nauðsynlegur vegna vaxandi samkeppni. Sagt var að hann hefði viðurkennt að hröð sókn GM inn á upprennandi mark- aði kunni að hafa átt þátt í að grafa undan samkeppnishæfni fyrirtækisins í Evrópu. Haft var eftir Hughes að fækk- un starfsmanna jafngilti ekki undanhaldi frá Evrópu og hann benti á auknar fjárfestingar á síð- ari árum í því sambandi. Smith og Hughes ræddu við fréttamenn á bílasýningunni í Detroit á sama tíma og Opel kvaðst hafa færzt nær samkomulagi við starfsmenn um atvinnuöryggi. Smith sagði Journal að GM vildi skera niður kostnað af keyptu efni, sem væri 60-70% af heildar- kostnaði. Kostnaður jókst um 25% Athuganir GM hafa leitt í ljós að kostnaður af Evrópustarfsem- inni hafí aukizt um 25% síðan 1992 í 9,37 milljarða dollara. Starfsmömnnum hefur verið fækkað úr 93,000 1990 í um 80,000 nú. Systurfyrirtæki Opels í Bret- landi, Vauxhall, kvaðst ekki búast við róttækri endurskipulagningu á starfseminni. Smith sagði Financial Times að styrkur pundsins hefði aukið kostnað í Bretlandi og dregið úr líkum á að þriðja gerðin auk Astra og Vectra yrði smíðuð þar. ÚTSÖLUELMl 14" - 33“ sJénansMd, iirwHwlsUcfci, sJÉwarpsmratorélar, WÉlaWasawaM, feriaHwifflald, fwðageisiaspilanr, irtwljislnf, mlmm, iMniiprnðPiáiiiT, HTiimiflsiaT, Tn'jíisiimiiiíiiimf, koiMla; tolp'rtiiTirc, ÉHanBldHdar, vasaðski, wMMán, Wkm, bemartáL sflfpiðHimpTimM, limMij iiíiT, fqMHsM ImMfiimT §1 m, narst flafea I Nó er tæhilærið að gera Irábær kaup Fyrstir koma - fyrstir lá! Skipholti 1 9 Sími: 552 9800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.