Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FRÁ undirritun samningsins. Standandi frá vinstri: Ólafur Þór Jó- hannsson, frá RSF, Henry Wilhelms, liafnarstjóri fiskihafnarinnar í Bremerhaven og Samúel Hreinsson, ísey. Siljandi eru Ingvar Örn Guðjónsson, RSF, og Jochen Jantzen, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs- ins í Bremerhaven. RFS hefur selt uppboðskerfí til Bremerhaven Kerfið hefur þegar verið tekið í notkun í Bandaríkjunum NÝLEGA var gengið frá samningum milli Fiskmarkaðarins í Bremerhaven (FB) og Reiknistofu fiskmarkaða hf. (RSF) um sölu á CASS, ensku útgáfu Tengils (tölvukerfis RSF) til Fisk- markaðarins í Bremerhaven. Kerfið verður aðlagað þýskum aðstæðum og fullbúið til notkunar í Þýskalandi í mars. Forstöðumenn FB hyggjast nota þá möguleika kerfisins að tengja kaupendur utan Bremerhaven við kerfið og gera þeim þannig kleift að kaupa fisk óséð og styrkja markaðinn í Bremerhaven. Isey Fischimport GmbH, sem er í eigu Samúels Hreins- sonar, tók við Fiskmarkaðnum í Bremrhaven fyrsta janúar síðastliðinn og hyggst hann efla hann og telur að CASS sé nauðsynlegt tál að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett. Mikilvægur fyrir RFS „Þessi samningur er einnig mjög mikilvægur fyrir RSF þar sem þetta er fyrsta landið í EB sem notar CASS og gefuf frekari möguleika á þessum markaði. Unnið hefur verið hægt og bítandi að því að komast inn á þennan markað og því ánægju- legt að það skuli nú hafa tekist,“ segir í frétt frá reiknistofu fisk- markaða. I febrúar á síðasta ári var CASS tekið í notkun í Bandaríkjunum og hefur gengið vel og vakið mikla at- hygli. Stjómvöld í Massachusetts fylki létu gera úttekt á því hvernig sölu á fiski er háttað í fylkinu og hvemig þeim málum verði best varið í framtíðinni. Skýrsla er nýkomin út um þetta efni og þar hlýtur CASS af- ar góða dóma. Skýrslan er unnin af A.T. Kearn- ey, Inc. í Alexandra, Virginíu, fyrir Massachusetts Department of Fish and Wildlife and Environmental Law Enforcement. Skýrsluhöfundar álíta m.a. að „CASS sé þróaðasta og mest sveigjanlega rafeindauppboðs- kerfi fyrir fisk í heimi.“ Einnig segja þeir að „CASS sé ódýrt og mjög auð- velt sé að tengjast því með PC- tölvu.“ Þegar skýrsluhöfundar velta fyrh- sér þeim möguleikum sem era á vali á uppboðskerfi fyrir Massachusetts fylki segja þeh-: „Cass er almennt talið mjög gott og það eða sambærilegt kerfi yrði meira en fullnægjandi fyrir þær tillögur sem liggja fyrir um uppboð í Massachusetts fylki.“ í notkun í fimm ár „Tölvukerfið Tengill hefur nú verið í notkun í fimm ár og er það ánægju- legt að eftir þennan tíma skuli það vera notað í þrem löndum í tveim heimsálfum. Það var upphaflega þró- að af Verk- og kerfisfræðistofunni fyrir Fiskmarkað Suðumesja hf. (FMS). Árið 1992 var RSF stofnað sem keypti tölvukerfið af FMS. RSF er í eigu þriggja fiskmarkaða: FMS, Fiskmarkaðs Snæfellsness ehf. og Fiskmarkaðs Hornafjarðar ehf.,“ segir í fréttinni frá RSF Rekstur RSF fyrstu 9 mánuði árs- ins 1997 gekk vel. Hagnaður af starf- seminni var 4,9 milljónir. Tekjur voru 25,4 milljónir. Noregur Báturinn sökk undan síldinni Osló. Morg^unblaÖið NORSKI sfldarbáturinn Steins- holm fékk nú í vikunni svo stórt sfldarkast að hann réð ekki við það. Nótin varð of þung og dró bátinn með sér niður í djúpið í Vestfirði. 6 manns voru í áhöfn og tókst þeim öllum að bjarga sér, en á nokkrum mfnútum kom svo mikil slagsíða á bátinn að ekk- ert varð við ráðið. Leizt ekkert á blikuna Það var spegilsléttur sjór, þegar Geir Nikolaisen skipsljóri sá að hann hafði náð risakasti. „Við gerðum ráð fyrir að gefa næsta bát, Nyvoll, með okkur af aflanum, en hann var rétt hjá okkur. En skyndilega urðu þyngslin í nótinni meiri en bát- urinn þoldi, og hann Iagðist á hliðina. Ég hef stundað sjóinn sfðan ég var 14 ára, en aldrei upplifað neitt slíkt. Mér leizt ekkert á blikuna," segir Nikolai- sen í samtali við norska blaðið Nordlandsposten. Áhöfnin reyndi án árangurs að skera nótina frá og varð að lokum að yfírgefa bátinn og fara um borð í Nyvoll, sem komið hafði til að fá sfld, en fór í land með áhöfn Steinsholm í staðinn. Harkalega brugðist við áformum um einræktun fólks Seed sagður „bilaður“ Washingfton. Reuters. BANDARÍSKI eðlisfræðingurinn Richard Seed, sem lýst hefur áhuga sínum á að einrækta böm fyrir ófrjó pör hefur verið gagn- rýndur harkalega. Aðrir vísinda- menn hafa lýst því yfir að hann sé „bilaður" og hvatt hefur verið til banns við öllum tilraunum til ein- ræktunar manna. Seed sagði í viðtali við banda- ríska sjónvarpið ABC að það væri sú vitsmunalega áskorun sem í verkefninu fælist og löngun til að koma ófrjóu fólki til aðstoðar sem örvaði sig, ásamt vilja til að „stuðla að framförum í tækni og menn- ingu“. Seed sagðist ekki skilja hvers vegna almenningur virtist andvíg- ur einræktun á fólki. Hann sagðist telja að um 80% fólks væru andvíg slíku, en það myndi þó ekki draga úr sér kjark. Viðbrögð, m.a. úr Hvíta húsinu, voru harkaleg. „Ég held að vísinda- menn ættu að leiða Seed það fyrir sjónir og tel víst að forsetinn muni gera Seed grein fyrir því að hann hafi nú tekið af skarið í þessum efnum. Og að haldi hann sínu striki þá sé hann ábyrgðarlaus, siðlaus og ófaglegur," sagði Mike McCurry, tals- maður Bandaríkjafor- seta. Óttast óviðunandi löggjöf I kjölfar þess að kindin Dolly var ein- ræktuð af skoskum vísindamönnum í fyrra setti Bill Clinton Bandaríkjaforseti á stofn nefnd til að at- huga þá möguleika og ógnir sem kunni að leiða af einræktun og velta fyrir sér hvort æskilegt væri að setja á fimm ára bann við tilraunum í þessa vera. Nokkrir bandarískir þingmenn hafa brugðist ókvæða við tíðindun- um af fyrirætlunum Seeds, og hvatt tO þess að gripið verði í taumana. Dr. Jamie Grifo, yfirmað- ur æxlunar- og hormónadeildar New York-háskóla, kvaðst óttast að afleiðingarnar yrðu þær að óvið- unandi löggjöf yrði samþykkt. Hann sagði að þótt einræktun á fólki væri óæsldleg gætu rannsókn- ir henni tengdar reynst gagnlegar fyrir ófrjótt fólk. Löggjöf sem banni æxlunartil- rauriir, t.d. tilraunir til að gera eldri konum kleift að eignast heil- brigð börn, komi í raun harðast niður á ófijóum einstakling- um. Robert Winston, breskur æxlunarsér- fræðingur sem tók þátt í að skapa fyrsta glasabarnið 1978, sagði um íýrirætlanir Seeds: „Ég held að maðurinn sé augljóslega bilaður og það ætti ekki að taka hann alvar- lega.“ Ian Wilmut, sem var í farar- broddi þeirra sem einræktuðu kindina Dolly, lét einnig í ljós and- stöðu sína við fyrirætlunum Seeds. Sjálfur sagði Seed í viðtali við CNN að hann sæi ekki að neinn sið- ferðisvandi væri samfara einræktun á fólki. Hann sagðist telja að slíkt myndi geta bætt ónæmiskerfi manna og lengja meðalaldm- um 15- 20 ár. Richard Seed Santer segir Evrópu- stefnu Blairs, já- kvæða og frískandi“ London. Reuters. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, hrósaði í gær Evrópu- stefnu ríkisstjórnar Tonys Blair og sagði hana ,jákvæða og frískandi“. Santer og framkvæmdastjórn hans komu í gær til London til viðræðna við brezku ríkisstjórnina, sem tók við forsætinu í ráðherraráði ESB um áramót og mun gegna forystu- hlutverkinu næsta hálfa árið. Sant- er fór ekki í launkofa með ánægju sína með stjórnarskiptin í Bret- landi á síðasta ári. „Hin nýja jákvæða stefna, sem þið fylgið í Evrópumálum, er eins frískandi og henni er vel tekið,“ sagði Santer á fundi með Blair. „Næsta hálfa ár gefst kærkomið tækifæri til að vinna að málstað Evrópusamrunans og miðla til þjóða Evrópu anda atorku, þróttar og sköpunargáfu, sem er í dag enn á ný aðalsmerki Bretlands." Blair sagði að ríkisstjóm hans vildi leika „afgerandi forystuhlut- verk í mótun Evrópu framtíðarinn- ar.“ Hann sagði að á þeim mánuð- um, sem liðnir væru frá því að rík- isstjórnin tók við völdum, hefði hún átt mjög góð samskipti við fram- kvæmdastjóm Santers. Sannfærður um brezkan stuðning í málefnum EMU í viðtali við BBC sagðist Santer sannfærður um að Bretland myndi gera sitt ýtrasta til að vel tækist til með væntanlegt Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Hann sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að undir núverandi stjórn væru Bretar að nálgast kjama Evrópusambandsins. Santer sagðist vænta mikils af forystu Breta í þeirri viðleitni að draga úr atvinnuleysi í ríkjum Evr- ópusambandsins, en atvinnuleysi er minna í Bretlandi en í megin- lándsríkjunum. Reuters TONY Blair tekur á móti Jacques Santer í Lancaster House. EVRÓPA^ Evrópu- þingmenn reknir London. The Daily Telegraph. TVEIR fulltrúar brezka Verka- mannaflokksins á Evrópuþinginu hafa verið reknir úr flokknum og úr flokkahópi evrópskra sósíalista á þinginu. Þingmennirnir, Hugh Kerr og Ken Coates, eru yzt á vinstri væng Verkamannaflokks- ins og hafa gagnrýnt „hægri- stefnu" Tonys Blair forsætisráð- herra og ríkisstjómar hans. Þingmennirnir höfðu áður kraf- izt þess að fá að sitja sem óháðir Verkamannaflokksmenn á Evr- ópuþinginu og hótað ella að ganga í flokkahóp græningja. Framkvæmdastjóri Verka- mannaflokksins sendi þeim sam- hljóða bréf í gær, þar sem segir: „Slík aðild [að flokkahópi Græn- ingja] brýtur í grundvallaratriðum í bága við skilyrðin fyrir aðild ykk- ar að þessum flokki." Auk þess að vera andvígir markaðshyggju Blairs eru þing- mennirnir honum ósammála um að taka eigi upp hlutfallskosning- ar til Evrópuþingsins í Bretlandi. Næst verður kosið til Evrópu- þingsins á næsta ári og hefur Bla- ir lýst yfir að kosið verði hlutfalls- kosningu af framboðslistum en kerfi einmenningskjördæma ekki notað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.