Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 21 ERLENT Rannsókn bankamálsms í Færeyjum Eftirlitsmenn hyggjast tjá sig um skýrsluna SEX opinberir eftirlitsmenn sem hafa fylgst með rannsókn á fær- eyska bankamálinu, munu tjá sig um skýrslu um málið er hún kem- ur út í næstu viku. Þeir gera þetta að eigin ósk og kemur hún á óvart, að sögn Jyllands-Posten, ekki síst vegna þess að lítið sem ekkert hefur lekið út um rannsóknina þau tvö ár sem hún hefur staðið. Þurfti að kenna á bíl Nyrups Þórshöfn. Morgunblaðið. ÞEGAR Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, fór til Færeyja á þriðjudag var með honum maður sem er yfirleitt ekki í fylgdarliði hans í útlöndum, en það er bflstjóri hans, Johnny Johansen. Ástæðan er sú að bifreiðin, sem var notuð til að aka for- sætisráðherranum í Færeyj- um, er með svo háþróaðan tæknibúnað að Johansen þurfti að kenna bflstjórum færeyskra yfirvalda á hann til að þeir gætu notað hann. Venja er að þegar danski forsætisráðherrann skiptir um bfl er gamla embættisbifreiðin send til ríkisumboðsmannsins í Þórshöfn, æðsta embættis- manns Dana í Færeyjum. Rík- isumboðsmaðurinn fékk um- ræddan bfl tveimur dögum fyr- ir jól en gat ekki notað hann vegna flókins tæknibúnaðar. Bifreiðin er fimm ára gömul og af gerðinni BMW 730. Rík- isumboðsmaðurinn hefur hingað til notað minni bfl, Audi 80, við opinberar heim- sóknir, en honum hefur nú verið lagt. Þrír eftirlitsmannanna eru fær- eyskir og þrír danskir. Þeir hafa haft aðgang að sömu skjölum og gögnum og rannsóknarnefndar- menn. Þeir hafa hins vegar ekki komið nálægt sjálfri skýrslugerð- inni. Hvorki dönsku né færeysku eftirlitsmennirnir vilja gefa upp hvers vegna þeir ætla að tjá sig sérstaklega um skýrsluna en verið getur að það tengist gagnrýni á formann rannsóknarnefndarinnar. Hann var sakaður um að hafa fengið danskan lögmann til starfa fyrir nefndina sem hafi rekið mál gegn den Danske Bank, sem rann- sóknin snýst að stórum hluta um. „Náið samráð“ Joensens og Nyrups Rannsókn málsins beinist að því hvort dönsk yfirvöld hafi vitað hversu slæm staða Fproya-bank- ans hafi verið er færeysk stjórn- völd tóku við skuldum hans af den Danske Bank. Fullyrt hefur verið að Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðhen-a Danmerkur, hafi haft vitneskju um það og hafi sagt Færeyingum ósatt um stöðu bank- ans. Hafa þessar fullyrðingar vak- ið mikla reiði í Færeyjum og höfðu m.a. áhrif á komu Nyrups Rasmussens til eyjanna. Edmund Joensen, lögmaður Færeyinga, tók hins vegar vel á móti forsætisráðherranum og komust þeir að samkomulagi um að eiga „náið samráð“ um viðbrögð við skýrslunni er hún kemur út, hinn 16. janúar. Reuters World Trade Center-tilræðið Tilræðismaður fékk lífstíðardóm New York. Reuters. MAÐURINN sem stóð að sprengjutil- ræðinu í World Trade Center í New York fyrir fimm árum var í gær dæmdur í lífstíð- arfangelsi fyrir til- ræðið og fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja bandarískar farþegavélar í loft upp. Við dómsupp- kvaðninguna lýsti dómarinn því yfir að Ramzi Ahmed Yousef væri „fylgismaður dauða“ en ekki íslam, eins og Yousef hefur sjálfur lýst yfir. Sex manns fórust í sprengjutil- ræðinu og yfir 1.000 manns slösuð- ust er sprengja sprakk í öðrum turni World Trade Center í febrú- ar 1993. Yousef hefur lýst því yfir að ætlun hans hafi verið að byggingin öll hryndi til grunna en um 250.000 manns voru í henni er sprengjan sprakk. Yousef hefur notað fjölmörg dulnefni og segist vera pakist- anskur rafmagns- verkfræðingur og sérfræðingur í með- ferð sprengiefnis. Hann var dæmdur í 240 ára fangelsi og verður hann að af- plána dóminn í ein- angrun. Aðeins nánasta fjölskylda hans má heimsækja hann. Þá var Yousef dæmdur í 4,5 milljóna dala sekt, um 300 milljóna ísl. kr. Snjókoma í Tókýó FERÐAMENN frá Okinawa, syðstu eyju Japans, skýla sér undir regnhlffum fyrir snjókomu við keisarahöllina í Tókýó, þar sem í gær snjóaði í fyrsta sinn í tvö ár fyrir alvöru. Samkvæmt veðurspá var búizt við 10-20 cm jafnföllnum snjó. ----»♦♦---- Endurreisn Montserrat YFIRVÖLD á eyjunni Montserrat í Karíbahafi hyggjast leggja fram fimm ára áætlun um endurreisn mannvirkja á norðurhluta eyjunnar sem hafa eyðilagst í eldgosi. Aætl- unin byggist á niðurstöðu vísinda- manna sem telja að ekki verði fleiri eldgos í eldfjallinu Soufriere Hills og það verði óvirkt innan þriggja ára. Aætlunin verður lögð fyrir bresku stjórnina og verði hún sam- þykkt kostar hún breska skatt- greiðendur tugi milljóna punda. FYRST KEM ÉG SVO BÍLLINN MINN GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR 24 SÍMI: 520 1100 NA LENGRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.