Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 31

Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 31 EITT verka Marinos Parisottos á sýningunni. Kaffi og list hjá Sævari Karli Kvikmyndin Trúnaður í MÍR eftir frumsýninguna. „Svo má vel vera að ég þrengi sviðið seinna," segir Hlín. Það hefur líka verið stað- fest af mörgum að samvinna flytj- enda og tónskálda og á sama hátt leikara og leikstjóra á námstíma eða snemma á ferlinum, getur verið lyk- ill að mörgum tækifærum seinna meir þar sem tónskáld og leikstjór- ar, sem hugsanlega hafa komið ár sinni vel fyrir borð, leita gjarnan eftir áframhaldandi samstarfí við tónlistarfólk eða leikara sem hjálp- uðu til við að vekja á þeim athygli. „Já, þetta er alveg rétt, góð sam- bönd skipta æ meira máli. Ég fæ oft vinnu hjá gömlum skólafélögum mínum sem ég vann með í Hamborg og eru nú orðnir stjórnendur eða organistar." Hlín starfaði við óperuna í Kais- erslautern árin 1995 til 1997 en þá um sumarið var hún ráðin til að koma fram á óperuhátíðinni á Mörb- isch í Austurríki. „Það kom þannig til að ég var að syngja Christl von der Post í Vogelhándler eftir Carlk Zeller í Kaiserslautern en það verk á að setja upp í Mörbisch 1998. Leikstjórinn mælti með mér og ég sendi upplýsingar um mig og ég var svo ráðin út á myndbandsupptöku til að syngja í uppfærslunni. Svo hringdi hann stuttu síðar og sagðist vanta söngkonu strax fyrir „La vie Parisienne" (Lífið í París) eftir Jacques Offenbach og það varð úr að ég söng hlutverk Gabrielle í þeirri uppfærslu nú í sumar sem síðan var tekin upp og gefin út á geisladisk en upptökurnar fóru fram í Esther- hazy-höllinni í Eisenstadt þar sem Haydn starfaði allt sitt líf.“ Óperu- hátíðin í Mörbisch hefur fest sig í sessi sem mjög virt hátíð. Hún hefur verið haldin í um fimmtíu ár og eru áheyrendur að meðaltali á fjórða þúsund á hverri sýningu. Sviðið flýt- ur úti á vatni og „stemmningin frá- bær,“ segir Hlín. „Það getur að vísu orðið erfitt þegar vindurinn blæs eða rignir en það gerist bara svo sjald- an, ég held að það hafi aðeins þurft að hætta við eina sýningu á síðasta ári af 26 vegna veðurs. Það var mikil upplifun að taka þátt í þessu, að stunda æfingar í glampandi sól undir berum himni, kynnast kurteis- um Austurríkismönnum og fylgjast með öllu fjölmiðlafárinu." Aðspurð um framtíðina seg- ist Hlín vilja gefa sig enn meira að tónleikum og þróa röddina sína meira út í flúrsöng. „Það er raunverulega mín sterkasta hlið. Núna er ég léttur kóloratúr, svo kallaður „kóloratur- soubrette" og syng hlutverk í því fagi en til að geta þróast eins og ég vil þarf ég að hafa minna að gera í óperettum en mér liggur ekkert á.“ Hiín leggur áherslu á að taka þátt í kammertónlist og syngja ljóð og hefur hún gert talsvert af því. Hún hefur sungið Qölda íslenskra og sænskra ljóða á tónleikum í Þýskalandi og hlotið mikið lof fyrir. Staðarblaðið Rheinpfalz sem gefið er út í Kaiserslautern sagði meðal annars að Hlín hefði „heillað áheyr- endur með dýrlegri, vel þjálfaðri rödd sinni sem fyllti salinn. Hún var tónlistinni trú og laglínurnar streymdu mjúklega og án allrar áreynslu. Hæðin var örugg og á all- an hátt til fyrirmyndar.“ Á þessu ári söng Hlín einnig meðal annars óperettutónlist ásamt fjórum öðrum söngvurum með Sinfóníuhljómsveit Berlínar í stóra sal Fílharmóníunn- ar. „Það var frábær stemmning og hljómburðurinn stórkostlegur," rifj- ar Hlín upp með glampa í auga enda ekki margir íslendingar sem staðið hafa á því fræga sviði. Hlín hefur samt ekki enn þreytt frumraun sína í Reykjavík en er nú farin að undirbúa ljóðakvöld á ís- landi. „Ég hef átt óhægt um vik að komast heim því ég hef haft svo mikið að gera. Ég var einu sinni beðin um að syngja á Listahátíð en komst því miður ekki. Mig langar mikið að halda ljóðatónleika en erf- itt að skipuleggja það héðan. Mig langar líka til að koma með píanó- leikara héðan og þarf því einhvern heima til að sjá um allan undirbún- ing. Hugur minn stendur til þess og ég stefni að því að eitthvað verði úr efndum á næsta starfsári." SÝNING á ljósmyndum, sem unnar hafa verið fyrir almanök ítalska kaffiframleiðandans Lavazza, verður opnuð í nýjum húsakynnum Sævars Karls, Bankastræti 7, á morgun, fostudag. Sýndar verða mynd- ir áranna 1994-98. Listamennirnir eru margir hverjir nafnkunnir, svo sem Italinn Marino Parisotto, sem er einn af tíu bestu Ijósmynd- urum heims að áliti Photo France. Hefur hann tekið myndir fyrir almanak ársins 1998 og vísar þar í óperu Donizettis, Ástardrykkinn. Er kaffið hlutgert í formi karl- manns, sem spilar á tilfinning- ar kvenna, við undirleik „hins magnaða drykks", en ástar- drykkurinn í verki Donizettis er álitinn geta leyst úr læðingi eldheitar ástríður. FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla Islands heldur nám- skeið sem nefnist Tölva - verk- færi í myndlist og er grunnnám- skeið dagana 19.-23. janúar. Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar að sjónlist og hefur hug á að kynnast tölvuvinnu. Farið er í uppbyggingu vélbúnaðar. Kennd verður almenn umgengni við tölv- ur og hugbúnað, skýrður munur- inn á „bitmap“ og „vektor" hug- búnaði og myndum, myndhugbún- aður kynntur og unnið með hann. Kennari er Leifur Þorsteinsson. Kennt er í Tölvuveri MHÍ, Skip- holti 1. Námskeiðið „Internetið“ - mið- ill í samskiptum um listir og menn- ingu verður til boða í MHÍ 26.-30. janúar og verður kennt í Tölvu- veri MHI, Skipholti 1. Alnetið verður kynnt og tæknilegir mögu- leikar þess í sambandi við skap- andi miðlun og þær róttæku breyt- ingar sem orðið hafa í samskiptum er varða menningu og listir. Kenn- ari er John Hopkins. Myndbandanotkun, grunn- tækni, skráning og gerð kynning- arefnis er námskeið þar sem kennd verður grunntækni við gerð mynd- banda. meðferð og meðhöndlun Lavazza hefur skapað hefð í kringum útgáfu þessa en til- gangurinn mun vera að vegs- ama kaffið. Almanakið var í upphafi hugsað sem gjöf til helstu viðskiptavina fyrirtæk- isins en fékk snemma annað hlutverk vegna listræns gildis ljósmyndanna. Helmut Newton ruddi brautina með Ijósmynd- um sinum fyrir almanakið 1994. Fyrir aldarafmæli sitt, 1995, fékk Lavazza Ellen von Unwerth til verksins og mynd- ir ársins 1996 tók Ferdinando Scianna en þar kemur Ieikkon- an Maria Grazia Cucinotta, úr kvikmyndinni II postino, mjög við sögu. Albert Watson sá síð- an um útgáfuna í fyrra, Kaffi hefur tvær sálir, sem nýlega hlaut hin alþjóðlegu CLIO- verðlaun. Sýningin stendur til 6. febrúar. tækja, þ.e. myndatökuvélar, ljósa og klippitækja. Kennt að taka myndir af sýningum og myndverk- um. Einnig verður kennt að taka stutta kynningarmynd og fjallað um uppbyggingu hennar, klipp- ingu og frágang. Kennari er Þór Elís Pálsson kvikmyndagerðar- maður og fer kennslan fram í Barmahlíð, Skipholti 1, og í Laug- arnesi 26., 28. og 29. janúar. ----♦ » ♦-- * Islenskt handverk ogSÍBS SÝNING á íslensku handverki verður opnuð að Amtmannsstíg 1 í dag, föstudag kl. 16. Þar verður úrval úr flóru íslensks handverks og er sýningin samstarf Handverks og hönnunar og Happdrættis SÍBS til kynningar á íslensku listahand- verki. Munirnir eru valdir af Hand- verki og hönnun og eru á vinninga- skrá Happdrættis SÍBS 1998. Sýn- ingunni lýkur 24. janúar. KVIKMYNDIN Trúnaður, sem gerð var árið 1977, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. janúar kl. 15. Kvikmyndin var gerð í samvinnu fínnskra og sovéskra kvikmyndagerðarmanna. Leikstjóri er Viktor Tregúbovits en meðal leik- enda eru Kirill Lavrov og írina Miroshnitsenko. Myndin fjallar um atburði sem gerðust í lok ársins 1917. í kjölfar Októberbyltingarinnar fengu Finnar fyrirheit bolsévíka um fullt sjálf- stæði, en Finnland hafði verið undir stjórn rússnesku keisarakrúnunnar frá árinu 1803. Auk kvikmyndarinnar verða í jan- úar og febrúar m.a. sýndar heimilda- kvikmyndir eftir tvo af fremstu kvik- myndagerðarmönnum Rússa um miðja öldina, þá Mikhaíl Romm og Róman Karmen. Þá verður stór- myndin Stríð og friður eftir Lévs Tolstoj sýnd í heild sinni laugardag- inn 21. febrúar, frá kl. 10 að morgni til kl. 18.30, með þremur matar- og kaffihléum. Aðgangur að þeirri sýn- ingu er aðeins heimill þeim sem tryggja sér miða (matarmiða) fyrir- fram. Annars er aðgangur að sunnu- dagssýningum MIR jafnan ókeypis og öllum heimill. Kvennakór Keykjavíkur VORSTARF Kvennakór - Vox feminae - Léttveit Gospelsystur - Senjorítur Stúlknakór - Telpnakór Skráning og frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 6460, föstudaginn 9. janúar kl.13 -17, laugardaginn 10. janúar kl.12 - 15 og sunnudaginn 11. janúar kl. 12 - 15. Kvennakór Reykjavíkur Kórfélagar mæti miðvikudaginn 14.janúar kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum félögum. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir og undirleikari Svana Víkingsdóttir Vox feminae Æfingar hefjast laugardaginn 17. janúar kl. 9:00. Kórinn getur bætt við sig nokkrum vönum söngröddum. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur Félagar í Léttsveitinni mæti þriðjudaginn 13. janúar kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum félögum. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur Æfingar Gospelsystra hefjast mánudaginn 19. janúar kl. 18:00. Gospelsystur er fjörugur kór sem ætlaður er konum með litla reynslu af söng og er því tilvalinn sem fyrstu skref kvenna í kórstarfi. Æfingar eru einu sinni í viku. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Senjoritur Félagar mæti mánudaginn 12. janúar kl. 16:00. Hópurinn er ætlaður síungum eldri konum og eru nýir félagar boðnir velkomnir. Stjórnandi er Rut Magnússon. Stúlknakór Reykjavíkur Félagar mæti 13. janúar kl 18:00. Kórinn getur tekið inn nokkra nýja félaga á aldrinum 15-18 ára. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir Telpnakór Reykjavíkur Starfsemi hefst miðvikudaginn 14. janúar. Stjórnendur eru Margrét J. Pálmadóttir og Jensína Waage. Námskeið hjá MHÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.