Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 38

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hið daglega brauð stj órnmálamanna Leikreglur í stríði ÞAÐ LIGGUR í hlutarins eðli að verk stjórnmálamanna geta verið umdeild. Og því verður ekki á móti mælt að stjóm- málamenn gefa stundum tilefni til að vera gagnrýndir. í lýðræðisþjóðfélagi hljóta verk stjórn- málamanna að vera rædd og sett fram rökstudd gagnrýni jafnt af samstarfs- mönnum sem öðrum. Það veikir lýðræðið ef stjórnmálamenn láta berast fyrir vindi og láta segja sér fyrir verkum. Það er grundvallar- atriði að þingmenn fylgi sannfær- ingu sinni og mæli fyrir skoðunum sínum á einstaka málum með skýrum rökum. En málefnaleg gagnrýni er annað en illt umtal og ^ rógur um stjómmálamenn. Það er daglegt brauð að talað sé illa um stjórnmálamenn og gert lítið úr verkum þeirra og vilja. Við sem tilheyrum þessari „sérstöku manntegund" látum okkur oftast fátt um finnast, reynum að leiða þá umræðu hjá okkur, en auðvitað snertir hún okkur og særir þá sem vinna af hugsjón og einlægni. Þegar ég tók við þingmennsku fór ég úr góðu starfi og skemmti- legu sem bæjarstjóri eftir nærri r tveggja áratuga starf á þeim vett- vangi. Eg vissi að hverju ég gekk varðandi störfín á hinum pólitíska vígvelli og var sannfærður um að geta orðið að liði með dýrmæta reynslu og þekkingu í veganesti. Ekkert hefur komið mér á óvart í starfi þingmannsins. Eg trúði því og trúi enn að með aukinni þekkingu almennings á störfum stjórnmálamanna og sannfærandi vinnubrögðum þeirra væru störf stjórnmálamanna met- in að verðleikum í heimi öflugrar fjölmiðlunar. En umræðan um stjórnmálaflokka og hina svoköll- uðu ráðamenn er oft með þvílíkum ólíkindum að ég get ekki orða bundist og skrifa því þessar hug- leiðingar að gefnu tilefni. I merkri bók Matthíasar Jo- hannessen ritstjóra Morgunblaðs- ins, sem hann skrifaði um ævi og störf Olafs Thors, fyrrv. forsætis- ráðherra, segir á bls. 410 í bók II: „Bjarni Benediktsson telur, að Ólafí Thors hafi fátt gramist meir en þegar talað var um stjórnmála- menn með óvirðingu, enda minnist Ólafur á það sjálfur í áramóta- ávarpi 31. des. 1962. Hann vildi ekki viðurkenna, að stjórnmála- menn væru sérstök manntegund, segir Bjarni Benediktsson. Hann hafí ekki kært sig um að hafa já- bræður í kringum sig, en þó ósjálfrátt metið meira þá, sem fylgdu honum að málum, en hina, sem voru andsnúnir honum. Heil- indi hafi verið honum í blóð borin, og þau hafí hann metið einna mest...“ A fullveldisdaginn 1. desember sl. flutti Þorvaldur Gylfason pró- fessor við Háskóla íslands hátíð- arræðu. Hann var svo vinsamleg- ur að senda mér ræð- una óbeðinn. Þar veit- ist hann að stjórn- málamönum og flokk- um enn eina ferðina. Segir hann Háskól- ann vera á heljar- þröm og raunar allt skólakerfíð og heil- brigðisþjónustuna einnig. Allt er það að mati prófessorsins stjórnmálamönnum að kenna! Engar kröfur setur prófess- orinn fram gagnvart starfsmönnum Há- skólans, hvað þá að þeir axli ábyrgð. Ekki kemur fram í ræðunni að hann hvetji stúdenta til að taka þátt í stjórnmálastarfi í þeim tilgangi að bæta ástandið í landsmálum. Ætla mætti að þeir væru færari um að sinna lands- stjóminni sem hafa notið leiðsagn- ar „virtra“ fræði- og kennimanna í Háskólanum og teygað þar af lind- um þeirra vísinda sem efla alla dáð. Þegar ég las ræðuna rifjaðist upp fyrir mér það sem ég las í Öll þurfum við að vanda verk okkar . og framgöngu, segir Sturla Böðvarsson; það gildir um blaða- menn og prófessora sem stjórnmálamenn. Morgunblaðinu 1. ágúst sl. Þann dag skrifa m.a. tveir menn í blaðið sem hafa atvinnu sína af því að móta hugsun Islendinga með fræðslu og fréttaskrifum. Annar er Þorvaldur Gylfason prófessor en hinn er Asgeir Sverrisson blaðamaður. Báðir veitast þeir að stjórnmálamönnum með sleggju- dómum. Báðir mæla þeir fyrir að- ild að Evrópusambandinu. Báðir vilja þeir sækja í skjól Evrópu- sambandsins og hvetja til umræðu um það mál, sem er auðvitað eðli- legt. En þeir velja þá leið að veit- ast að stjórnmálamönnum og þeir vanda okkur ekki kveðjurnar. Við þennan lestur minntist ég tilvitn- aðra orða úr bókinni um Ólaf Thors. Skrif Þorvaldar eru á þann veg að honum getur vart verið alvara. Það er auðvitað umhugsunarefni að lesa eftir mann í hans stöðu og með hans menntun skrif um ís- lenska stjórnmálamenn sem „höf- uðóvini sjálfstæðis og fullveldis" eins og hann skrifar. Og hann kallar til hjálpar stjórnkerfi Evr- ópubandalagsins svo frelsa megi íslensku þjóðina frá þeim vondu stjómmálamönnum sem hún hefur valið. Ekki tekur betra við þegar blaðamaðurinn Asgeir Sverrisson tekur til við að greina vini Evr- ópusambandsins og óvini íslensku þjóðarinnar. Ég tek hér nokkur dæmi úr grein hans: „Þegar spurt er hvort dverg- þjóð í útjaðri Evrópu beri að leita eftir þátttöku í samstarfi því sem fram fer á vettvangi milljónaþjóða Evrópusambandsins (ÉSB) er eðlilegt að menn setji hljóða." ... „Þessi spurning verður hins vegar borin fram af vaxandi þunga á næstu árum og það ber vott um pólitískan heigulshátt og ábyrgð- arleysi gagnvart komandi kyn- slóðum að neita að taka hana til umræðu.. „Flestir þeirra sem mæla fyrir því að Island leiti eftir aðild að ESB halda því fram að pólitísk einangrun biði þessarar þjóðar þar sem hún þraukar á mörkum hins byggilega heims gerist hún ekki þátttakandi í samrunaferlinu suður í álfu...“ „Þegar grannt er skoðað felst ávinningurinn í því að hið pólitíska vald er flutt úr landi. Menn hika hins vegar eðlilega við að halda þessu sjónarmiði fram enda er það ekki líklegt til að auka vinsældir þeirra sem það viðra auk þess sem það stríðir gegn hagsmunum at- vinnustjórnmálamanna og þjóð- ernisvitund margra þeirra sem eru lítilla sanda, litilla sæva...“ „Sá mikli áhugi sem viðskipta- lífið á Islandi hefur sýnt aðild þjóðarinnar að ESB er tilkominn af þessum sökum. Hagsmunir við- skiptalífsins eru þeir að skýrar leikreglur gildi þannig að stjórn- málamenn geti ekki breytt rekstr- arskilyrðum og samkeppnisregl- um í því skyni að auka skamm- tímavinsældir sínar.. Það er eðlilegt að menn greini á um hvort ísland eigi að gerast að- ili að Evrópusambandinu. Stjórn- málamenn taka auðvitað þátt í þeirri umræðu eins og skyldan býður þeim. Það þurfa þeir að gera jafnframt því að takast á við viðfangsefni dagsins. Umræðan um aðild að Evrópusambandinu verður ekki gagnleg með þvílíkum fullyrðingum og stóryrðum um stjórnmálamenn, sem þeir Þor- valdur og Asgeir ástunda. Mál- flutningur þeirra getur auðvitað orðið tilefni gamanmála en er samt sem áður í raun sorglegur. En það er skylda okkar stjórn- málamanna að hafa heildarhags- muni þjóðarinnar að leiðarljósi og láta ekki raska ró okkar og stefnu- festu. I því starfí varðar miklu að stjórnmálaflokkarnir haldi vöku sinni sem grunneiningar þess lýð- ræðisskipulags og umræðu sem við viljum tryggja og málefnaleg umræða er mikilvægt verkfæri þeirra sem vilja hafa áhrif. í því starfi gilda önnur sjónarmið en óþolinmæði þeirra sem hrífast af fréttaskotum samtímans. En öll þurfum við að vanda verk okkar og framgöngu. Það hlýtur einnig og ekki síður að gilda um blaðamenn og prófessora sem fjalla um þjóðmál í þeim tilgangi að auka skilning þjóðarinnar og hvetja stjórnmálamenn til fram- sýni og góðra verka. Höfundur er þingmatlur Sjálfstæð- isflokksins. í GREIN Walters Douglas, blaðafulltrúa bandaríska sendiráðs- ins í Reykjavík, sem birtist í Morgunblað- inu laugardaginn 3. janúar, má lesa eftir- farandi: Vopnahlésskilmálar þeir sem Irak verður að ganga að til að fá viðskiptabanni aflétt eru svohljóðandi: „1. Gera grein fyrir afdrif- um 600 Kúveitbúa sem saknað er. 2. Skila eða borga fyrir þær eignir Kúveitbúa sem íraski herinn stal eða eyði- lagði. 3. Hætta framleiðslu gjöreyð- ingarvopna - efna-, sýkla- og kjarn- orkuvopna.... Þetta eru sanngjarnar kröfur. ... Saddam Hussein hefur notað eiturgas gegn sínum eigin þegnum - Kúrdum - og gert hrotta- legar árásir á nágranna sína.“ Til- vitnun lýkur. Síðan hvenær gildir sú regla að menn skili aftur því sem þeir stela eða eyðileggja í stríði? Maður fær hér sömu tilfínningu og þegar mað- ur spilar „scrabble" í fyrsta sinn án þess að fá aðgang að reglunum. Andstæðingurinn, sem kann spilið, er svo almennilegur að taka að sér að kenna manni reglurnar smátt og smátt en hagræðir í raun reglunum eftir eigin geðþótta á meðan spilað er. Þvi miður er stríð ekki leikur. Ekki í augum óbreyttra borgara að minnsta kosti, þótt maður fái óneit- anlega á tilfinninguna að stríð sé einmitt leikur í augum þeirra sem stjóma í stríði og stjóma „samfélagi þjóðanna". Það er í raun fásinna að setja leikreglur í stríði. Stríð er stríð og í stríði ríkir óreiða, fólk hverfur og deyr og hlut- ir og mannvirki em eyðilögð. Þetta ættu Bandaríkjamenn að vita manna best því þeir hafa margoft gripið til vopna frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, ýmist leynt eða ljóst. Fjölda manns er saknað frá því í ameríska stríðinu í Ví- etnam. Enginn hefur gert nákvæma grein fyrir afdrifum þeirra, enda er það ómögulegt. I ameríska stríðinu beittu Bandaríkjamenn efnavopnum með þeim afleiðingum að fjöldi manns dó, menn, konur og börn, aðrir urðu ófrjóir og enn aðrir lifðu af og eignuðust vansköpuð böm sem sum lifa í dag við mikla fötlun og þröngan kost. Þessi skaði er enn óbættur í efnahagslegum skilningi og óbætanlegur í öðmm skilningi. Þrátt fyrir þetta hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki séð ástæðu til þess að fara fram á að Bandaríkjamenn hætti framleiðslu vopna. Herstjórnin í Chile tók fjölda manns „úr umferð" í upphafi valda- tíðar sinnar eins og kemur meðal annars fram í grein Asgeirs Sverris- sonar í Morgunblaðinu sunnudaginn 4. janúar. Hvers krafðist „samfélag þjóðanna" í kjölfar þess? Suharto, einræðisherra Indó- nesíu, hóf tilraun til þjóðarmorðs á Austur-Timor fyrir mörgum áram. Sú tilraun stendur enn yfir. Tugir, jafnvel hundruð þúsunda manna hafa horfíð og/eða verið drepnir. Hvers krefst „samfélag þjóðanna" í því máli? Viðskipti Vesturlanda við Indónesíu blómstra sem fyrr, þar með talin viðskipti með vopn. í Búrma og Alsír hefur vilji meiri- hluta þjóðanna verið hunsaður og þar sitja við völd herrar sem hafa ekki til þess umboð. Hvar er rétt- lætiskennd „samfélags þjóðanna" hér? Eyðilegging á mannvirkjum í stríðinu í Nicaragua er talin hafa numið andvirði 6 milljóna Banda- ríkjadala ef einungis er tekinn skað- inn í heilbrigðisgeiranum (sjúkra- hús, heilsugæslustöðvar, sjúki-a- skýli, o.s.frv.), sem nam þó ekki nema um 3% af öllu því sem eyðilagt var í því stríði. Samsvarandi tölur fyr- ir stríðið í Mósambík eru 20 milljónir Banda- ríkjadala og 4% (Cliff J, Noormahomed AR, Health as a target: South-Africa’s desta- bilization of Mozambique Soc Sci Med 27(7):717-22, 1988). Þetta eru um- talsverðar fjárhæðir í fátækum löndum. í báðum tilvikum var eyðileggingin fjár- mögnuð af vel stæðum nágrönnum. Höfundur ofannefndrar greinar spyr ennfremur: „Hvernig er hægt að fá einræðis- herra til að hætta að smíða vopn og hallir í staðinn fyrir að fæða þjóð sína?“ Mér flaug í hug við lestur greinar- innar að þetta ætti að vera brandari. Sh'kt háttalag líðst nefnilega um all- an heim án athugasemda frá „sam- félagi þjóðanna". Af hverju þarf Persaflóastríðið og eftirleikur þess snýst, að mati Þuríðar Arnadóttur, um auð og völd- olíu. Saddam Hussein einn að standa sig hér? Svona röksemdir era ekki ann- að en fyrirsláttur. Og höfundur spyr einnig: „Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að Saddam hefji annað stríð eða þjóðarmorð?" Barnaleg spurning. Á meðan vopn era framleidd í heiminum og á með- an óréttlæti ríkir innan ríkja og í „samfélagi þjóðanna“ þá vofir stríð alltaf yfir. Það er bara spurning um hvar og hvenær sýður upp úr. Og það er einfaldlega barnalegt að halda að það sé hægt að stjóma því á sanngjarnan hátt. Álíka barnalegt og að byggja fleiri fangelsi og fjölga í lögreglu og sérsveitum þegar glaspir og ofbeldi fara vaxandi. Ég vil að lokum taka fram að ég styð kröfur um að Irakar geri grein fyrir afdrifum þeirra sem saknað er ef slíkt er mögulegt. Það er það sem skiptir máli því hugsanlegt er að einhverjir þeirra séu lifandi og því þarf að fara fram rannsókn á vegum hlutlausra aðila (ekki „samfélags þjóðanna" því það er ekki hlutlaust, samanber „fjölþjóðaherinn", nýjasta fyrirbærið í tindátaleiknum). Hvað varðar eigur Kúveita þá má enda- laust deila um það hvort fólk eigi eigur sínar. Og ein af martröðum þeirra sem eiga eitthvað er einmitt sú að þeir geta tapað því. Ef þeir tapa ekki neinu nema eigum sínum þá era þeir lánsamir. Hvað varðar takmarkanir á vopnaframleiðslu þá er öll sú umræða út í hött uns ákveð- ið verður að hætta allri vopnafram- leiðslu alls staðar. Er það ekki sann- gjörn krafa óbreyttra borgara sem era einmitt þeir sem ættu að stjórna „samfélagi þjóðanna"? Og hvers vegna ekki að nefna hlutina réttum nöfnum í stað þess að þyrla ryki í augu fólks? Persaflóastríðið og eftirleikur þess snýst um auð og völd, nefnilega ol- íu. Og það ættu Islendingar að skilja mætavel samanber þá um- ræðu sem er hér í gangi varðandi eignarrétt á auðlindum hafsins um- hverfis landið. Höfundur er læknir og sérfræðing- ur í alþjóðaheilbrigðisfræði. Eitt blað fyrir alla! rgMwlblal - kjarni málsins! Sturla Böðvarsson Þuríður Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.