Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 40

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ : 40 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 SKOÐUN BEINN OG OBEINN EIGNARRÉTTUR AÐ LANDI TILEFNI þessara skrifa er grein Páls Þórhallssonar „Ríki og sveitarfélög á einskis- mannslandi", sem birt- ist í Morgunblaðinu á Þorláksmessu. Þar fjallar hann m.a. um Þjóðlendufrumvarpið og segir í inngangi þetta: „Nú er raunin sú að eignarréttindi að landi geta verið með mismunandi hætti. Land í byggð er jafnan eignarland, ínllkomið *,eignarland, eins og stundum er sagt. Ofan byggða gætir fleiri til- brigða. Þar má finna fullkomið eignarland eins og þegar jarðir teygja sig langt inn á öræfi.“ I þessu sambandi nefnir hann Ut- hlíð í Biskupstungum og Reykjahlíð við Mývatn, en nefnir svo Geitland í Borgarfirði sem umdeiidara. Heimaland og afréttnr Ég er ekki sammála þessari skoð- .. un Páls varðandi lögbýlin Úthlíð og 'Reykjahlíð. Hann gerir ráð fyrir fullkomnum eignarrétti jarðanna innan þinglýstra landamerkja, en ég bendi á að gera verður greinar- mun á heimalandi og afréttarlandi, sem hvort tveggja rúmast innan landamerkjanna. Þessi greinai-mun- ur er glögglega gerður í lögum um afréttarmálefni og íjallskil, í skoð- unum fræðimanna og t.d. í HRD varðandi Öxarfjarðarheiðina (1980-1225) og síðast í dómi HR frá 25/9 1997, þar sem veiðimaður var sýknaður af ákæru um ólögleg- ar fuglaveiðar vegna vafa um bein- an eignarrétt að landi og var harfn þó sannanlega innan þinglýstra landamerkja lögbýlisins Neðri * 'Hundadals, Dalabyggð. Afréttur er í uppruna sínum ákveðinn réttur, sem fylgir jörð (leiddur af eignar- rétti jarðarinnar), aðallega beitar- réttur og getur fylgt einni jörð eða fleirum, allt eftir landsháttum. Al- menningar eru svo allt annað svæði (land, sjór eða vatn I byggð sem óbyggð, sem ekki fylgir eignarrétti ákveðinna jarða. Þar sem undir- lendi er mikið í byggð tíðkast afrétt- ir sem fylgja mörgum jörðum, en þar sem er landþröng í byggð og heiðar uppaf byggðinni, tíðkast einkaafréttir. Beinn eignarréttur er að heimalandinu, en afréttarréttur (óbeinn eignarréttur) að beitiland- inu ofan heimalandsins í flestum til- 'vikum. Munurinn stafar fyrst og fremst af því að heimalandið var numið til eignar, en afrétturinn var tekinn til afnota. Dómar HR á þess- ari öld hafa í einungis einu tilfelli (Reyðar- vatnsdómur) dæmt að- ila beinan eignarrétt að afréttarlandi og byggðist það á því að landsvæðið hafði eitt sinn verið hluti jarðar, en lagt til afréttar. Til þess að átta sig betur á því hvers vegna afréttur var tal- inn fylgja frekar en að vera hluti af jörð er vert að skoða gamlar matsreglur jarða, sem notaðar voru til að meta jarðir til hund- raða. Þau atriði sem meta átti eru þessi: 1. Jarðarhundrað í túni. 2. Engi, 3. Gott hagbeitarland fyrir málnytju- kúgildi. 4. Afrétti og heiðarlönd. 5. Skógur og torfnám. 6. Hlunnindi. 7. Akurlendi. 8. Húsakostur. Afrétti og heiðarlönd átti að meta til helm- inga á við beit í heimaiöndum. Afréttir voru þannig annars flokks land og ekki metnir sérstaklega heldur með jörðinni, sem þeir til- heyrðu. Um afrétti hafa alla tíð gilt aðrar notkunarreglur, en um heimalönd jarða. Landamerki Vert er að hafa í huga að öll landamerkjabréf hérlendis eru rituð að lagaboði fyrir rúmum 100 árum, er sett voru fyrstu lög um landa- merki og segja ekkert til um inntak eignarréttar. I fjölmörgum tilvikum eru þessi landamerki dregin lengra til heiða, en sjá má af fyrri afsölum, þar sem landamerkja er getið. Meg- inregla í eignarrétti er að enginn öðlist rýmri rétt, en sá sem réttur er leiddur af átti. Þannig er ekki hægt að afsala afréttarlandi sem eignarlandi, né gera almenning að eignarlandi eða afrétti með gerð einhliða landamerkjabréfs. Landa- merkjabréf eru ekki lögleg, nema varðandi þau mörk þeirra, sem samþykkt eru af til þess bærum að- ila ágreiningslaust. Landamerki í byggð eru ávalit samþykkt af eig- anda þess lands, sem að mörkum liggur, en inni í óbyggðum er yfir- leitt ekki neinn látinn samþykkja merkjalýsingu, enda engum eig- anda til að dreifa. Eftir lögtöku landamerkjaiag- anna 1882 þurfti t.d. að ákveða landamörk jarðanna Möðrudals á Fjöllum, Skjöldólfsstaða og Arnórs- staða í Jökuldal og Hofskirkju í Vopnafirði. Allar töldu þessar jarðir sig eiga land inn á Jökuldalsheiðina. Hofskirkja afrétt, en hinar jarðirn- ar eignarland. Vitnisburðir í dóms- Gera verður greinar- mun á heimalandi og afréttarlandi, segir —?--------------------- Olafur Sigurgeirsson, sem hvort tveggja rúm- ast þó innan landa- merkja. máli um miðja 19. öldina milli ábú- anda heiðarbýlis og Skjöldólfsstaða- eiganda voru á þá lund, að talið væri að mörk fyrrgreindra landareigna mættust á miðri heiðinni. I sam- ræmi við þetta álit og óglöggar heimildir í máldögum kirkna þess- ara, en allt voru þetta kirkjujarðir, var öll heiðin lögð undir býlin með landamerkjum, sem sumpart voru ákveðin með samningum milli aðila, eða í sérstökum merkjamálum, þar sem landshættir voru látnir ráða mörkum. Á þessari heiði voru fyrrum sel, sem einungis mátti reisa í almenn- ingum og svo eigandalaus eyðibýli, sem samkvæmt skýrum dómi Landsyfirréttar 1873 (Vfiborgar- kotsdómur) urðu almenningar. Máldagar eru eins og kunnugt er í dag fyrst og fremst einhliða skrán- ingar kirkjustaða í kaþólskum sið á eignum sínum, aðallega hlunnindum og ítökum, sem öfluðu stöðunum tekna. Á þessu landsvæði voru reist 16 nýbýli á síðustu öld, en skv. til- skipun konungs 1776 mátti slíkt ein- ungis gera í eigandalausu landi. Þrátt fyrir þessi landamerkjabréf er alls óvíst, hvort jarðirnar eiga þarna beinan eignarrétt eða óbein- an afréttarrétt eða hvort heiðin er í uppruna sínum almenningur, en skv. Jónsbók, sem gilt hefur til þessa dags má ekki hefða almenn- inga. Mín skoðun er sú, að gerð margra landamerkjabréfa á ofanverðri síð- ustu öld, séu mesta aðför bænda- veldisins íslenska að almannarétti hér á landi. Einhliða yfirlýsingar um landa- merki hafa komið til skoðunar í Hæstarétti, m.a. í málum út af Auð- kúluheiði og svo Eyvindarstaðaheiði og í þeim dómum segir Hæstiréttur, að einhliða yfiriýsingar um landa- mörk heiðanna styðji ekki kröfur um eignarrétt. Frumstofnun landréttar Allan landrétt verður að leiða af upprunalegum rétti og talið er að hér á landi hafi komist á nokkuð föst skipan mála á landnámsöld, sem talið er að ljúki 930. Þá eða litlu síðar er landsvæði hér á landi skipt í jarðir, afrétti og almenninga. Stofnun þessa beina eignarréttar, sem nú er svo oft rætt um, varð til með þeim hætti, að þeir sem nefndir eru landnámsmenn námu eða tóku land undir sig, fyrst stjórnlaust, en síðar eftir ákveðnum reglum. Byggð reis síðan í þessum landnámum. Of- an skógar- og hrísmarka var land svo smátt og smátt tekið til beitar- -kjarni málsins! ALHLIÐA TÖLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Verölaunagetraun á vefsíðu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun ALHLIÐA TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Fyrir árið 2000 KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Ólafur Sigurgeirsson afnota, aðallega fyrir sauðfé til að framleiða ull og síðan vaðmál, sem var helsti gjaldeyrir landsmanna og útflutningsvara. Ekki var hægt að beita fé í hrísi, því þá gekk af því ullin. Þessi afnotataka hefur tekið lengri tíma, en hið eiginlega land- nám, en þegar á þjóðveldisöld er farið að greina á milli beitilanda, sem einstök býli áttu rétt til og þeirra landsvæða, sem fjórðungs- menn áttu jafnan rétt til og síðar eftir að fjórðungar lögðust af, allir landsmenn og kallaðir voru almenn- ingar. í Jónsbók 1281 53. kafla lands- leigubálks var ákvæði um að al- menningar skyldu vera, sem að fornu hafa verið og girti það fyrir, að almenningar væru numdir eða teknir undir jarðir sem afréttir. Væri ágeiningur um hvort land væri séreign, afréttur eða almenningur átti að lögfesta landið af þeim, sem kallaði til eignar og stefna ágrein- ingi til þings og skera úr með dómi. Síðari löggjöf um afréttarmálefni og fjallskil, þar sem kveðið er á um að afréttir skuli vera sem að fornu hafa verið eru væntanlega frekar sett til varnar ásælni landeigenda til af- rétta, frekar en að vernda almenn- inga, sem áttu sér enga málsvara, nema þá ríkisvaldið. Konungurinn yfir Islandi taldi sér t.d. heimilt með tilskipun frá 1776, að heimila stofn- un nýbýla í almenningum og á eyði- jörðum og Nýbýlalög nr. 15/1897 heimiluðu stofnun nýbýla í afrétt- um, sem sveitarfélög eiga og al- menningum, ef sveitarstjómir þeirra sveitarfélaga, er afréttina eiga eða eiga hagsmuna að gæta í almenningnum, leyfa það og sýslu- nefndin veitir til þess samþykki sitt. Stofnun nýbýla eftir heimildum í til- skipuninni eða eftir reglum þessara nýbýlalaga eru einu löglegu land- námin eftir að landnámsöld lauk, en vera kann að í einhverjum tilvikum hafi stofnast til eignarhefðar að landi. Beinn eignarréttur að landi Ein kenning um eignarrétt að landi, kennd við John Lockes, er á þá lund að í öndverðu hafi guð gefið mannkyninu jörðina og allt, sem á henni er, en séreign hvers einstak- lings sé allt það land sem hann legg- ur vinnu sína í. Sú vinna sem helgar mönnum eignarrétt að landi sam- kvæmt þessari kenningu er allt það land, sem maður plægir, sáir í, bæt- ir, ræktar og nýtur góðs af. Germanskir þjóðflokkar, voru fyrrum hirðingjar, sem fyrir um 4000 árum fóru að leggja stund á akuryrkju. Við það fóru að stofnast fastir bústaðir. Skógar voru ruddir, akrar gerðir, byggingar reistar, áveitur og skurðir. Síðar bættist við kvikfjárrækt, tún, engi, gi’ipahús og afgirt svæði. Land sem var ekki nýtt á þennan hátt var sameiginlegt þjóðflokknum, ættinni. Eftir að þessu stigi var náð og þjóðflokkarn- ir höfðu þróað með sér séreignar- réttinn að landi, fór fólk þetta að streyma til Norðurlanda. Þá voru þar fyrir þjóðflokkar, sem lifðu hirðingjalífi, eins og enn má finna í dag, en það eru Samar í norðurhér- uðunum. Fólk þetta var flæmt í brott og landið tekið eða numið eftir germönskum reglum. Byggðir voru reistar og land brotið til ræktunar. Þessu stjórnaði höfðingi og deildi hann síðan landi meðal liðsmanna sinna. Land utan byggðar var sam- eiginlegt, eins og í upprunalegu heimkynnunum og svo er enn í dag. í nyrstu héruðum Skandinavíu hafa hirðingjar náð að halda velli og á þessari öld reyndu Samar í Svíþjóð að fá dómsviðurkenningu á beinum eignarrétti að hreindýrasvæðum, en töpuðu því máli 1974. Séreignar- rétturinn á Norðurlöndum virðist því bundinn við germanska hluta þjóðanna og vera arfur frá uppruna- legum heimkynnum. Landnám Islands fór fram með sama hætti. Papar voru flæmdir brott og fyrstu landnámsmenn námu stór flæmi, en deildu svo löndum með liðsmönnum sínum og jafnvel öðnim, sem síðar komu. Þannig komu þeir strax á séreign- arréttinum, sínum germanska arfi. Eftir þessi fyrstu landnám vora settar fastar reglur um námið og mátti karlmaður ekki nema meira, en hann gat farið um eldi á einum degi og kona mátti ekki nema meir, en hún gat leitt tvævetra kvígu um- hverfis milli sólaruppkomu og sól- arlags. Eðlilegt sýnist að ætla að búsældarlegustu svæðin hafi verið numin, en menn ekki sólundað þessum nauma tíma sínum til að klífa háfjöll eða heiðar, enda era fá- ar heimildir til um landnám, nema þar sem nú er byggð. Heimildir um landnám hér er að finna í Landnámabók og fslend- ingabók. Því hefur verið haldið fram með rökum, að Frum-Land- náma hafi framar öðru verið samin í þeim tilgangi að skrásetja eignar- heimildir höfðingjaættanna fyrir þeim jarðeignum, sem þeir áttu eða þóttust eiga í upphafi 12. aidar. Talið er af sumum, að höfuðból og útjarðir hafi verið eignir ættanna, fremur en einstaklinganna. Höfuð- bólum hafi ekki verið skipt milli út- arfa, heldur héldust í eigu ættanna og brigðaréttur ótakmarkaður, ef jarðir komust úr ætt án heimildar. Hefð var ekki í lögum á þjóðveldis- öld. Samkvæmt þessari skoðun var Landnámabók í upphafí framar öllu heimild um jarðeignir höfðingja- ætta á öndverðri 12. öld, en í dag er þetta eina heimildin hérlendis um framstofnun beins eignaraéttar að landi og í vaxandi mæli á þessari öld hefur Hæstiréttur litið til henn- ar, þegar aðila í dómsmálum hefur gi’eint á um inntak eignarréttar. í frumlöggjöf íslands sést mun- urinn á beinum eignarrétti og óbeinum best á því, að í löggjöf eru ekki ákvæði um nýtingu eignar- landa. Eigandinn réð hvenær og hvernig hann beitti landið, hvenær eða hvort hann sló tún eða engi. Réð þannig að öllu leyti hvernig hann notaði sína jörð. Varðandi af- rétti og almenninga voru hins vegar settar víðtækar lagareglur um nýt- ingu. Ekki mátti slá í afréttum eða reisa sel. Reisa mátti sel og slá í al- menningum og síðan voru ýmsar reglur um hvernig og á hvaða tím- um mátti beita fé á þessi lönd. Hagsmunir tengdir beinum eignarrétti Það er ekki fyrr en á þessari öld, að það fer að skipta máli, hvert sé inn- tak eignarréttar að landi. Var það fyrst vegna virkjana fallvatna, svo vegna veiðiréttar á fuglum og síðast vegna lagafrumvarps um þjóðlend- ur. Varðandi virkjanir er verulegur munur á bótagreiðslum, hvort beinn eignarréttur er að virkjunar- landi eða ekki og varðandi fugla- veiðar er svo komið að almannarétt- ur til fuglaveiða er á öllu landi, nema því, sem beinn eignarréttur nær til. Deilur og málaferli, sem orðið hafa og verða munu eru að veralegu leyti því að kenna, að hvergi í nýrri löggjöf er að finna ákveðnar reglur og skilgreiningar á hugtökunum beinn eignarréttur, af- réttur og almenningur. T.d. er í lög- um 64/1994 sagt að landeiganda séu einum heimilar dýraveiðar í landar- eign sinni og svo er í orðskýringum í 1. gr. laganna sagt að landareign sé jörð eða annað landsvæði sem sé háð beinum eignarrétti einstaklings eða lögaðila. Þetta þýðir það, að ut- an beins eignarlands hefur almenn- ingur rétt til dýraveiða og ekki þarf að velta sér upp úr spurningunni um hvað sé afréttur eða almenning- ur. Sönnunarbyrðin um beinan eignarrétt hvílir á landeigandanum. Það kann í fyrstu að virðast ein- falda málin verulega að fá þessa orðskýringu á landareign og vissu- lega er það, en flestur vandi væri þó leystur, ef í lögum væri einhver ákveðin skýring og skilgreining á beinum eignarrétti og ekki þyrfti að leita í fræðikenningar og gamlar heimildir. Ekki síst væri til bóta að í eitt skipti fyrir öll væri gerð úttekt á öllu landsvæði hér, eins og mun hafa verið gert í Noregi. Því miður er ekki svo og þar sem vafatilvik hljóta að vera mörg má búast við áframhaldandi deilum og málaferl- um, væntanlega þar til markmiðum þjóðlenduframvarpsins verður náð. Höfundur er hæstaréttnrlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.