Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA EINARSDÓTTIR + Jóhanna Ein- arsdóttir fædd- ist í Winnipeg 18. maí 1919. Hún lést á Landspítalanum 2. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Þuríður Oddsdóttir, f. 21.7. 1895 í Vestmanna- eyjum, d. 2.5. 1972, og Einar Þorgríms- ' son, f. 15.6. 1896 á Borgum í Horna- firði, forsljóri Lit- hoprents í Reykja- vík, d. 24.4. 1950. Alsystkini Jóhönnu eru: Þorgrímur offset- prentari, f. 1920 í Winnipeg, Anna Sigríður píanókennari, f. 1921 í Winnipeg, Einar Þór skrifstofustjóri, f. 1925 í Chicago. Hálfsystkini: Edda Einarsdóttir, húsfreyja í Banda- ríkjunum. Hún er dóttir Elínar Herdísar Finsens Carlsdóttur, seinni konu Einars. Rafnar K. Karlsson prentari, sem Jóhanna Þuríður eignaðist með sambýlis- manni sínum Karli Jónssyni. Jóhanna giftist Vilhjálmi Ey- jólfssyni verslunarmanni í Keflavík, f. 4.11. 1902 á Borgum í Hornafirði, d. 25. 7. 1983. Þau slitu samvistir. Börn þeirra: 1) Þórólfur Jóhann, skipasmiður í Vest- mannaeyjum, f. 1940 í Reykjavík. 2) And- vana drengur, f. 1942 í Rvk. 3) Emil Vil- hjálmur, smiður á Sauðárkróki, f. 1944 í Rvk. Kona hans: Sigríður Hanna Þor- bergsdóttir, f. 1941. Þeirra börn: Heiða, f. 1970. Börn hennar: Hafþór Logi Hlyns- son, f. 1987, og Snæ- björt Edda Snævars- dóttir, f. 1991. Einar Vilhjálmur, f. 1971. Hans börn Elín Aðalsteina, f. 1986, og Magnea Rut, f. 1987. Helgi Þór, f. 1973. Barn hans Óskar Mar- teinn, f. 1994. 4) Sigfríður Mar- grét, f. 1951 í Rvk. Maður henn- ar: Krista Stanojev, f. 1944 í Júgóslavíu. Þau hjón eru bæði jógakennarar. Börn þeirra: Mi- roslav, f. 1969, er í vélsljóra- námi. Sóley Erla, f. 1972, stund- ar nám í MH. Hennar dóttir: Vaka Björt Elíasdóttir, f. 1996. Boris Jóhann, f. 1973, stundar nám í geimvisindum í Svíþjóð. Utför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Nú er hún Jóhanna systir mín látirí, hennar lífsgöngu er lokið. Sú ganga var oft á tíðum ærið ströng, og ekki var rauður dregill lagður undir hana þar sem leiðir hennar lágu. Næst því að komast að rauða teppinu var hún við konungskomuna y. 1930. Henni var falið að tína sóleyj- ar í vönd, en aðrar yngismeyjar sem kunnu að hneigja sig fengu að leggja þær að fótum konungs. Þannig var hennar líf, hún héit sig að jafnaði ekki í sviðsljósinu, henni fannst þægilegra að ganga í skugga trjánna. Hún fæddist \ Kanada, en fluttist 1927 heim til íslands ásamt móður sinni og þremur systkinum sem fædd voru vestan hafs. Á þeim tíma var atvinnuleysi mikið vestra og stopul vinna fyrir föðurinn til að sjá fyrir fjölskyldunni. Þá tóku ættingjar á Isiandi sig til og lögðu fram fé til þess að móðirin kæmist til ættlands- ins með börnin fjögur. Til stóð að - faðirinn kæmi fljótlega á eftir, þegar * hann hefði safnað fyrir farinu heim. Það varð dráttur á pví sem endaði með því að hjónin skildu. Þegar fað- irinn kom ekki varð ljóst að móðirin unga gat ekki haft börn sín hjá sér. Þeim hafði að vísu verið komið fyrir hjá skyldmennum til bráðabirgða meðan beðið var eftir föðurnum. Á þeim tíma var ekki um mikla aðstoð að ræða fyrir einstæðar mæður og jafnvel litið niður á þær. Móðir barn- anna var fínleg, góð kona, en átti ekkert af veraldlegum auði. Hún reyndi að vinna við sauma heima hjá sér, en það dugði skammt fyrir allan hópinn. Hún varð að sætta sig við að þtjú börnin voru tekin af henni. Afi Jóhönnu, Þorgrímur Þórð- ’ arson læknir í Keflavík og kona hans Jóhanna Andrea tóku að sér næstelsta barnið, Þorgrím, en systr- unum tveimur var komið fyrir hjá föðurbróður þeirra Birni og konu hans Mörtu Valgerði. Yngsta barnið fékk að vera hjá móður sinni og móðurömmu Þuríði Hannesdóttur og síðari manni hennar Haraldi Magn- ússyni. Systrunum tveimur Jóhönnu og Onnu Sigríði var tekið opnum örmum hjá Birni og Mörtu, því þau hjón voru barnlaus og sáu drauma sína rætast í þessum tveimur telpum. >. Jóhanna var orðin sjö ára, talsvert þroskuð miðað við aldur og mundi foreldra sína vel, hafði verið mjög hænd að þeim báðum. Þessi þátta- skil í lífi hennar gengu mjög nærri henni. Bar hún þess merki alla ævi. Björn og Marta gerðu það sem þau gátu fyrir hana. Hún var mjög hænd að dýrum og mátti ekkert aumt sjá, þá vildi hún rétta hjálparhönd. Það varð henni því til mikillar ánægju að hún fékk að fara í sveit að Jarð- Iangsstöðum í Borgarfirði. Var hún þar hjá Auði Finnbogadóttur og Erlendi Jónssyni sem reyndust henni vel. Systir hennar öfundaði hana oft þegar hún fór með koffortið sitt nið- ur í Suðurlandið sem flutti hana í sveitina, en alltaf hlakkaði hún jafnmikið til að fá hana aftur og heyra hana segja sögur af vinum sínum, hestunum, kúnum, lömbun- um og hundinum og af svaðilförum sínum um dúandi mýrar og fen. Við systurnar áttum oft góðar stundir saman, en hún var stundum svolítið sorgmædd og þung, það gerði vafa- laust foreldramissirinn. Sambandið við foreldrana slitnaði alveg, hvernig sem á því stóð. Oft spurðum við um þau, en svör fengum við aldrei. Jóhanna var talin hafa góða námshæfileika þegar á leið í barna- skólanum. Þar skrifaði hún stundum litlar sögur og var haft eftir kennur- um að hún ætti létt með að skrifa. Af þessu var dregin sú ályktun að bóklegt nám Iægi vel fyrir henni. Fékk hún að fara í Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði fimmtán ára, en undi þó ekki hag sínum þar. Hún kom aldrei heim til Björns og Mörtu eftir veru sína í skólanum. Eftir að hún fór að heiman náði hún góðu sambandi við móður sína, sem hún annaðist síðustu æviár hennar ásamt Þrúði Briem frænku þeirra. Eftir skólavistina í Flensborg, lá leið Jóhönnu til Keflavíkur. Afráðið var að hún yrði húshjálp hjá uppeld- isbróður föður síns Þorgrími Eyjólfs- syni verslunarmanni og konu hans Eiríku Árnadóttur sem var afbragðs myndarkona. Lærði Jóhanna margt af henni og Þorgrími. Hún undi ekki hag sínum þar heldur. En þá hitti hún mannsefni sitt Vilhjálm Eyjólfs- son. Hann var albróðir Þorgríms. Tókust með þeim ástir, þau giftu sig og eignuðust fjögur börn. Hann var lærður bakari en stundaði verslunar- störf. Á unga aldri kynntist hann hinum viðsjála Bakkusi sem gerði hann að vini sínum ævilangt. Jó- hanna og Vilhjálmur slitu samvist- um. Þegar Jóhanna fæddi barn sitt andvana fékk hún barnsfararsótt. Upp frá Jþví gékk hún aldrei heil til skógar. Áfram liðu árin, hennar heit- asta ósk var að vera börnum sínum góð móðir og hún var það. Margir réttu henni hjálparhönd og hún vann hörðum höndum við allt sem til féll. Meðan börnin voru ung réðst hún sem ráðskona bæði út á land og hér í bæ og hafði með sér börn sín eftir því sem unnt var. Sigfríður fylgdi henni alla tíð enda sagði hún oft að hún væri besta mamma í heimi og var mjög kært með þeim mæðgum. Þegar hún var sest að í Reykjavík að Laufásvegi 9, vann hún fyrst í Lithoprent hjá föður sínum, sem hún hafði kynnst aftur. Eftir fráfall hans vann hún í prentsmiðjunni Guten- berg. Hún gekk að hveiju starfi sem fyrir hana var lagt, staflaði blöðum, hreinsaði prentsvertu, batt inn bæk- ur og skúraði gólf. Sextug tók hún sig til, settist á skólabekk í Iðnskó- lanum og lauk þaðan sveinsprófi í bókbandi. Eftir það fékk hún þau laun sem henni bar, að vísu voru það mörg sömu verkin sem hún vann, en prófið gerði herslumuninn. Nokkur ár lifði hún við bærileg kjör. Leiðir okkar Jóhönnu voru margir krákustígar sem iágu ekki í sömu átt, en þeir hringuðust þó stundum saman og við gátum sest niður og fundið hjartahlýju hvor frá annarri, við vorum systur. Árin liðu og heilsu Jóhönnu hrakaði. Hún hafði lengi búið við erfíðar aðstæður að Lauf- ásvegi 9 er þar urðu eigendaskipti og hún varð að flytja þaðan. Vegna heilsuleysis fékk hún inni í Hátúni 10. Þar hafði hún litla íbúð og undi sér vel. Öll síðustu árin voru henni mjög dýrmæt, því Sigfríður og fjöl- skylda hennar reyndust henni af- skaplega vel. Eftir að dótturdóttir hennar Sóley færði henni langömmubarnið Vöku Björt 1996, kom í ljós hve mikill viljastyrkur Jóhönnu var þótt kraftarnir hefðu gefið sig talsvert. Hún leit eftir barn- inu nokkra tíma á dag meðan móðir- in sótti skóla. Jóhanna ljómaði af gleði þegar hún talaði um þennan sólargeisla sinn. Fyrir rúmum mán- uði veiktist hún þar sem hún var stödd á heimili dóttur sinnar. Lækn- isrannsókn leiddi í ljós að hún var löngu komin með ólæknandi mein- semd. Á jóladag var hún flutt á Landspítalann þungt haldin. Þar hlaut hún frábæra umönnun þar til hún lést á öðrum degi nýja ársins umvafin ástúð dóttur sinnar. Anna Sigríður Björnsdóttir. Þegar jólaundirbúningurinn stóð sem hæst og tilhlökkun okkar fyrir hátíð ljóss og friðar færði okkur innri ró fréttum við af andláti vinkonu okkar og félaga, Jóhönnu Einars- dóttur. Það var eins og tíminn stæði í stað, glys og skraut einskis vert, hátíðin framundan breytti um svip. Hugurinn fór að reika og þá kom upp í hugann hvað Jóhanna var mikill sólargeisli fyrir sína samferða- menn, gaf lífinu lit og sá hið já- kvæða og skemmtiiega. Þá fórum við aftur að hugsa um jólin, hátíð ljóss og friðar, og gerðum okkur grein fyrir því að í þeim anda hag- aði Jóhanna sínu lífi jafnt í gleði og sorg. Jóhanna var einn af stofnfélögum Félags framsóknarkvenna í Árnes- sýslu haustið 1984. Hún starfaði ötullega í félaginu alla tíð og sat í stjórn þess um árabil. Það var mjög gott að starfa með Jóhönnu og var hún alltaf boðin og búin að taka til hendinni, hvort sem það var að und- irbúa fundi, vinna á kosningaskrif- stofunni, eða hvað annað sem til féll. Jóhanna var mjög heil í því sem hún tók sér fyrir hendur og kom það vel í ljós í störfum hennar í félaginu okkar. Þær voru ófáar stundirnar sem hún varði á kosningaskrifstof- unni fyrir síðustu alþingiskosningar. Það var alltaf gott að koma á skrif- stofuna þegar Jóhanna var að sjá um kaffið, því að hún kom alltaf með eitthvað góðgæti með sér að heiman. Svo greip hún í prjónana sína ef tóm gafst og ekki var verið að sleikja frímerki og ganga frá póstsendingum. Nú á kveðjustund eru okkur efst í huga þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast Jóhönnu og starfa með henni. Hennar verður sárt saknað og mun verða í huga okkar félag- anna. Við vottum eiginmanni Jóhönnu, Braga Guðmundssyni, afkomendum þeirra og öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Fyrir hþnd Félags framsóknar- kvenna í Árnessýslu, María Hauksdóttir. JÓNBJÖRN HELGASON + Jón Björn Helga- son fæddist í Reykjavík 16. 1929. Hann lést á heimili sínu, Þing- hólsbraut 17, Kópa- vogi, 30. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorbjörg Kristjáns- dóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. 1905, d. 1939, og Helgi J. Jónsson frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, f. 1899, d. 1996. Seinni kona Helga var Kristin Lárusdóttir, d. 1979. Systkini Jóns Björns voru Elín, Guðrún Elsa sem lést 1973 og Hilmar Þór. Jón Björn giftist 24. maí 1958 eftirlifandi eiginkonu sinni Kolbrúnu Gunnlaugsdótt- ur, f. 7. júlí 1934. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Mar- kússon, f. 1906, d. 1974, og Anna Halldórsdóttir, f. 1908, d. 1968. Jón Björn og Kolbrún eignuðust tvær dætur, Þorbjörgu og Kristínu Önnu. Þorbjörg, f. 28 desember 1958, er gift Ólafi E. Ólafs- syni, og eiga þau tvær dætur, Ásdísi Ýri, f. 1983, og Kolbrúnu, f. 1987. Kristín Anna er búsett erlendis og sambýlismaður hennar er René Sedney og eiga þau einn son, Jón Karel, f. 1994. Jón Björn vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í fjörutíu ár, fyrst á teiknistofunni í um fimmtán ár, þar á eftir sem starfs- mannastjóri í önnur 15 ár og nú síðast sem deildarsljóri framkvæmdaeftirlits síðan 1988. Jón Björn verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með þessu litla kvæði eftir Matt- hías Jochumsson kveðjum við þig elsku afi og þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt hjá þér og ömmu í „Kópó“. Alltaf vorum við velkomin til ykkar og þær eru ófáar næturnar sem við höfum gist hjá ykkur, uppí hjá ykkur eða á bedda inni hjá ykkur. Eins er okkur ofarlega í huga allar ferðirnar sem við höfum farið til útlanda með ykkur að heimsækja Krissu frænku. Þá gátuð þið verið með okkur ölium þremur barna- börnunum ykkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Elsku Guð, passaðu hana ömmu og gefðu henni styrk til að vera dugleg á þessari erfiðu stundu. Guð geymi þig elsku afi. Ásdís Ýr, Kolbrún og Jón Karel. Við samstarfsmenn Jóns Björns Helgasonar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur kveðjum í dag kæran félaga. Jón Björn réðst til Raf- magnsveitunnar 1.2. 1957 og hafði því verið rúmlega 40 ár í þjónustu fyrirtækisins. Jón Björn starfaði fyrst sem teiknari á teiknistofunni qg varð síðar yfirmaður hennar. Árið 1973 gerðist hann starfs- mannastjóri og gegndi því starfi til ársins 1988 þegar hann tók við starfi sem deilclarstjóri fram- kvæmdaeftirlits. í öllum störfum sínum var Jón Björn nákvæmur starfsmaður og vandvirkur. Hann var áreiðanlegur og trúr í öllu því sem hann tók að sér. Hann hafði sem starfsmannastjóri góða reglu á þeim málefnum sem heyrðu til starfsins og átti auðvelt með að laga sig að breytingum og nýrri tækni. Jón Björn átti góð samskipti við samstarfsmenn sína sem og yfir- menn Rafmagnsveitunnar og Reykjavíkurborgar. Hann var ávallt ötull í félagsstörfum starfs- manna Rafmagnsveitunnar, var m.a. formaður Starfsmannafélags Rafmagnsveitunnar og ritstjóri starfsmannablaðsins „Raftýrunn- ar“. Þá var Jón Björn virkur í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar og sat í fulltrúaráði þess og stjórn. Áhugamál átti hann mörg og var ljósmyndun eitt af þeim áhugamálum sem nýttust Rafmagnsveitunni vel á fyrstu starfsárum hans. Það kom sér vel fyrir fyrirtækið að eiga áhuga- saman starfsmann sem tók ljós- myndir úr starfsemi fyrirtækisins. Þessar ljósmyndir eru fyrirtækinu mikils virði í dag. Jón Björn var liðtækur veiðimaður og naut sér- staklega veiða við Elliðaárnar, sem hann þekkti vel vegna starfa sinna hjá Rafmagnsveitunni. Þá hafði Jón Björn náð færni í golfi nú á síðustu árum og naut hann þessar- ar íþróttar. Við samstarfsmenn hans hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur syrgj- um góðan vin og félaga og vottum fjölskyldu hans samúð okkar við fráfall hans. F.h. starfsmanna Rafmagn- sveitu Reykjavíkur, Guðjón Magnússon. Kveðja frá Lionsklúbbi Kópavogs Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. Svo kvað Matthías eftir systkin- in sem drukknuðu í Fífuhvamms- læk. í þessari sígildu hendingu inn- siglar þjóðskáldið varnarleysi mannsins gagnvart almættinu. I dag kveðjum við góðan og virt- an félaga, Jón Björn Helgason. Kveðjustundin kemur ekki með öllu á óvart, því við höfum lengi fylgst með baráttu hans við illvígan sjúkdóm. Lengi vel leit út fyrir að sigur ynnist í þessu stríði, en svo fór að lækurinn hreif hann með sér. Jón Björn gekk í klúbbinn árið 1985 og varð strax mjög virkur og áhugasamur um framgang Li- onshugsjónarinnar. Hann gegndi velflestum virðingar- og embættis- störfum klúbbsins og var formaður hans starfsárið 1993-94. Það sýndi sig fljótt að Jón var vanur mannaforráðum, reglusemi og skipulegum vinnubrögðum, enda yfirmaður ýmissa deilda á rúmlega 40 ára starfsferli sínum hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, seinasta áratuginn sem deildarstjóri fram- kvæmdaeftirlits. Lionsklúbburinn naut góðs af reynslu hans og þeim eðlisþáttum sem einkenndu hann svoríkulega, elju og samviskusemi. Á kveðjustund erum við minnt á fallvaltleika lífsins, „lífið er strá“ sem bíður sláttumannsins. Eftir situr söknuður og auður stóll. Með tímanum umbreytist söknuðurinn í gleði yfir minningum um góðan félaga og góðan dreng. Guð blessi ástvini Jóns Björns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.