Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR + Sigríður Elísabet Jónsdóttir fæddist í Bolungavík hinn 20. ágiist 1932. Hún lést á heim- ili sínu hinn 28. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 6. janúar. Amma okkar er dáin. Hún dó morgun einn á milli jóla og nýárs og þó við vissum að við mættum eiga von á því að hún færi var okkur brugðið, við lutum höfði. Sorgin fyllti hjörtu okkar. Amma var alltaf lífsglöð, alltaf í góðu skapi, alltaf tilbúin til að taka á móti okkur hvenær sem var. Hún var seinni kona afa okkar eftir skiln- að við ömmu okkar. Hún var aldrei stjúpamma okkar, hún var amma okkar. Hún tók við fjölskyldu manns- ins síns eins og tréð tekur á móti nýju hreiðri og meira en það. Afi og amma á Engihjalla stóðu við sitt og sönnuðu fyrir okkur að fólk elskar. Vinningaskrá 33. útdráttur 8. jan. 1998. Bifrreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvðfaldur) 35573 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaidur) 3633 32175 36450 50302 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6443 30972 46950 59257 71716 77794 6493 46211 49178 64767 76458 78977 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 981 12163 26117 37198 46357 53402 64807 74101 988 12983 26336 37781 47253 54017 65371 74362 1343 15105 26889 38413 47315 54510 66170 74988 1729 16639 28237 38600 47591 55203 66545 76731 6067 16676 28508 38658 48844 55489 66759 77696 6192 17069 28581 38777 49676 58425 68176 78405 6529 18373 29144 39233 51194 59707 68321 78504 7671 18415 31632 41822 51362 60625 69620 79338 8419 20625 32360 41954 51857 61552 69702 79397 8441 21728 32802 42481 51861 62366 69720 9836 23644 33279 43066 52287 63794 71726 9955 23774 34723 43419 52593 64069 73618 11396 25733 35995 44109 52974 64523 74045 Ilúsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 62 8488 18014 28096 38538 49517 60316 69883 104 8570 18083 28173 38596 49558 60395 70369 283 8735 18362 28302 38926 50535 60437 70551 291 9255 18816 28799 39179 50550 60578 70561 400 9420 18904 29021 39238 50666 60583 70623 446 9539 19006 29126 39798 50786 60642 70688 574 9671 19141 29137 39927 51332 60674 70933 586 9868 19180 29255 40079 51888 61040 70943 702 10214 1S560 29770 40479 51969 61134 70959 727 10219 19601 29788 40511 52114 61232 71375 845 10237 19662 29898 40558 52406 61487 71419 1011 10493 19678 30219 40631 52835 61518 71562 1242 10664 20242 30484 41054 53178 61975 71939 1512 10699 20384 30535 41252 53311 62091 72311 1685 10770 20579 30670 41271 53318 62327 72676 1798 11297 20882 31012 41451 53332 62481 73050 2060 11317 20900 31501 41701 53390 62492 73054 2515 11353 20917 31618 41949 53452 62995 73405 2792 11364 21105 31640 42757 53791 63103 73648 3076 11592 21442 31737 42780 54178 63494 73966 3159 11842 21503 32051 43435 54239 63507 74061 3179 12068 21558 32082 43563 54518 63530 74085 3482 12326 21921 32603 43677 54538 63557 74148 3564 12557 21926 32676 44270 54617 63642 74153 3849 12684 22442 33241 45025 55570 63777 74271 4004 12816 22705 33438 45074 55763 63779 74724 4113 12951 23014 33469 45138 56172 63859 74878 4642 13139 23075 33719 45352 56260 63963 75118 4741 13603 23253 33792 45601 56261 64146 75293 5568 13784 23305 33931 45627 56467 64339 75360 5719 14066 23306 34434 45632 57180 64647 76036 5805 14222 23309 34612 45777 57222 64653 76160 5928 14369 23661 34821 45848 57424 64774 76310 6061 14401 23735 35023 45888 57684 65065 76840 6099 14406 24609 35102 45993 57856 65785 76938 6348 14863 24727 35293 46233 57881 66346 76981 6520 14904 24801 35323 46373 58198 66417 77378 7115 15164 25044 36375 46556 5*230 67264 77844 7226 15302 25370 36385 46585 58236 67451 78242 7438 15577 25373 36453 46749 58247 67887 78413 7546 15664 25454 36555 46781 58800 68402 78488 7746 15744 25867 36810 47396 58978 68455 78519 7751 15948 25882 36859 47835 59211 6*525 78872 7768 16046 26187 37412 47992 59565 68913 79101 7979 16118 26453 37557 48062 59579 69183 79249 8039 16377 26493 37692 48096 59596 69255 79316 8102 17085 27071 37861 48391 59632 69268 79427 8280 17452 27404 38015 48479 59647 69475 79437 8360 17608 27697 38198 49290 60026 69766 79777 8423 17832 27711 38239 49336 60153 69822 79885 Næsti útdráttur fer frara 15. jan. 1998 Greiðsta vinninga hefst viku eftir útdrátt. Vinnings ber að vitja innan árs. Ein og sóllaus sit ég en sæl, því aldrei get ég trúað öðru en ósk mín og ást þín nái mér; fallir þú og týnist þá fölna ég með þér. (Snorri Hjartarson) Við söknum þín, amma, og við munum ailtaf sakna þín. Við vitum h'ka afi, af söknuði þín- um. Vottum við þér okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum guð um að styrkja þig og okkur öll sem nú kveðjum ömmu. Borghildur, Dagmar og Steinþóra. Hún Sirrý okkar er farin í ferðina óumflýjanlegu, alltof snemma fyrir okkur sem nú söknum hennar, en miðað við þrautir síðustu mánaða var gott að hún fékk hvíldina. Svo illa getur vágesturinn krabbamein leikið fólk að lífið verður óbærilegt og dauðinn sú líkn sem beðið er eftir. Okkur er það huggun að hún fékk hægt andlát og dauðastund hennar var friðsæl. Eftir sitja ótal minning- ar, endurminningar um sterka og góða konu, sem með lífsgöngu sinni lagði mörgum góðum málefnum lið. Hún var einlæg slysavarnakona og nutu deildir Slysavamafélags íslands starfskrafta hennar um árabil. Hún hafði mikinn skilning á gildi forvarna og mat mikils allt það sem gert er vel í þeim efnum á margvíslegum sviðum þjóðlífsins. Hún var afar traust í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Fórnfús og atorkusöm og þeir eru margir sem eiga henni mikið að þakka, þ.á m. nemendur hennar úr þeim mörgu skólum sem hún starfaði við. Fyrir nokkrum árum greindist hún með krabbamein og tók á málum með æðruleysi og reisn. Hún gekkst undir erfiðar lækningar og í fyrstu virtust þær ætla að bera árangur, en svo fór að hún varð undan að láta. Okkur verður eilíflega minnisstæð ferð sem við fórum saman síðast lið- ið sumar í Mývatnssveit. Sirrý var þá orðin mjög veik, en naut samt ríkulega ferðarinnar. Er ekki að orð- lengja að þama áttum við saman unaðslega daga sem ég geri ráð fyr- ir að ekkert okkar hefði viljað missa af. Elsku pabbi, tengdapabbi, systkin og aðrir ástvinir. Við sem eftir stönd- um um sinn, miðað við lífskeðjuna eilífu, drúpum höfði. Við kveðjum Sirrýju með þakklátum huga og minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með henni. Nú er það okkar allra í sameiningu að rækta frændgarðinn. Þar sáði hún fræjum sem lengi mun af spretta. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur. Við þökkum henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur og bömin okkar. Þurý og Óii H. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við kæra vinkonu og vel- gjörðarmann. Hér verður ekki reynt að fara yfir lífshlaup hennar, það munu aðrir gera, en einungis rifjuð upp nokkur atriði frá samskiptum okkar. Fyrir um það bil tíu ámm kom Sirrí, eins og við kölluðum hana, inn í líf okkar þegar hún hóf að kenna handavinnu í Blindraheimilinu í Hamrahlíð 17. Sirrí var ákaflega þolinmóð og góður kennari enda mjög fær í sínu starfi. Hún hafði sótt sérmenntun til Kaupmannahafn- ar í kennslu fyrir sjóndapra og blinda. Með fómfúsri kennslu og sínu ljúfa viðmóti stytti hún marga stundina bæði hjá okkur og öðrum sem hún kenndi. Sirrí gat líka verið ákveðin og það slapp enginn við að læra það sem fyrir hann var sett og vinna öll sín verk vel. Hún hafði sérstakt lag á að koma fólki til að læra og fá áhuga á námsefninu. Sirrí var fróð og vel menntuð kona og kom það í góðar þarfir við kennsluna hér í Blindraheimilinu. Hún hafði góða frásagnargáfu og lýsti hlutum í ná- lægð jafnt sem fjarlægð það vel að blindum fannst hann sjáandi. Við áttum því láni að fagna að Sirrí kom oft á heimili okkar og verða þær stundir kærar í minningunni. Aldrei heyrðist hún halla á nokk- urn mann í orði og kunni lag á því að draga fram það besta í hveijum manni og konu sem á vegi hennar urðu. Hún var ein af þeim sem hafði yndi af því að gefa án þess að ætl- ast til einhvers á móti. Sirrí hafði sérstakt lag á því að hvetja bæði nemendur sína og aðra sem hún umgekkst og gefa fólki bjartari sýn á lífið. Veikindi sín bar hún með hetjulund og kom ótrúlega fljótt til vinnu eftir stranga sjúkrahúsvist. En núna, nokkrum dögum eftir að sólargang tók að lengja, var hún öll. Það er huggun harmi gegn að vita að heimkoma hennar verður góð. Um leið og við vottum eiginmanni hennar, bömum og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð, biðjum við algóðan Guð að styrkja þau í sinni miklu sorg. Jón Jónasson og Sigrún Stefánsdóttir Blindraheimilinu Hamrahlíð 17. "Þegar dauðinn knýr dyra hjá ná- komnum ættingjum og vinum eru sorg og söknuður oftast fyrstu við- brögð. í Spámanninum segir: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinna aftur og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þetta á ekki síst við núna þegar við kveðjum elskulega föðursystur okkar Sigríði E. Jónsdóttur eða Sirrý eins og hún var jafnan kölluð. Öll höfum við á einn eða annan hátt notið umhyggju hennar og eig- inmanns hennar Steingríms Þóris- sonar. Heimili þeirra hjóna hefur alla tíð staðið okkur opið hvort heldur til lengri eða skemmri dvalar. Sirrý var alltaf tilbúin að hlusta og aðstoða okkur á allan hátt enda var hjarta GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR + Guðrún Jóhanna Einarsdótt- ir var fædd á Stöðvarfirði 25. febrúar 1938. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspítalans 18. desember síðastliðinn og fór út- för hennar fram í kyrrþey 3. janúar. Mig langar að minnast vinkonu minnar, Guðrúnar Jóhönnu Einars- dóttur, sem lést um aldur fram 18. des. sl. Ekki óraði mig fyrir þegar við hittumst í kaupfélaginu nokkrum dögum áður að það væri í síðasta skipti sem við hittumst. Þá vorum við að ráðgera næstu skref í pólitíkinni sem við tækjum eftir jólahátíðina. Það var fastmælum bundið að byrja á því að hittast eina kvöldstund í eldhúsinu hjá Hönnu og ræða málin, mikill hug- ur í minni vinkonu nú sem áður. Leiðir okkar Jóhönnu lágu fyrst saman í orlofi húsmæðra á Laugar- vatni, en þar var hún tíður gestur á haustin og oft voru þær saman í her- bergi hún og mamma en þær voru gamlar vinkonur og rifjuðu upp gaml- ar minningar. Þar var hún hrókur alls fagnaðar. Mamma þakkar þér allar þær góðu stundir sem þið áttuð saman. Síðan lágu leiðir okkar saman í pólitíkinni. Þar var hún ómetanlegur félagi og bakhjarl, ófá eru símtölin til mín til að hvetja mig og ræða málin, það var ómetanlegt fyrir mig að eiga svo góðan að. Hún vildi veg Framsóknarflokksins, ekki síst fram- sóknarkvenna, sem mestan og hafði áhyggjur ef einhverfs staðar var meinbugur á. Hún lét sig sjaldan vanta á kjördæmisþing og flokksþing okkar, vildi fá að vita með góðum fyrirvara hvenær þau yrðu haldin svo hún gæti gert ráðstafanir ef vinnu bar upp á þá daga. Jóhanna átti það til að bjóða vinnu- félögum sínum til grillveislu í bústað þeirra hjóna í Þrastarskógi. Sumarið 1995 hringdi hún í mig einn daginn hennar stórt og hlýtt. Okkur er á þessari stundu efst í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og njóta gæsku hennar. Við eigum öll margar og góðar minning- ar um hana sem munu ylja okkur um ókomin ár. Við þökkum Sirrý innilega fyrir allt og megi góður Guð geyma hana. Kærar kveðjur frá mömmu og innilegar þakkir fyrir allt sem fjölskyldunni gafst með henni. Steina, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum aðstand- endum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Pálmi, Kristján, Jónína og Bergur Guðmundarbörn. Mig langar að minnast Sigríðar með nokkrum orðum. Ég hitti hana í fyrsta skipti í Reykholti 1967 þeg- ar ég kom þangað ásamt manni mínum og öðrum hjónum. Hún tók á móti okkur öllum af einstakri alúð og gestrisni, sem hefur verið hennar aðalsmerki í öllum samskiptum við aðra. Hún var seinni kona Stein- gríms Þórissonar, kaupmanns í Reykholti, og eignuðust þau tvo syni, en hún átti eina dóttur fyrir hjóna- band, sem ólst að mestu upp hjá móðurforeldrum sínum. Steingrímur átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi og öll urðu þau hennar böm og börn- in þeirra barnabörnin hennar. Starf hennar í Reykholti var umfangsmik- ið. Auk kennslunnar leit hún eftir nemendum á heimavist og sinnti hjúkrun og ýmsum öðrum störfum svo sem að fylgjast með tómstunda- starfi nemenda. A hveijum morgni gekk hún á hvert herbergi á heima- vistinni og athugaði hvort einhver væri veikur og ef svo var sá hún um að gera viðeigandi ráðstafanir. Hún kenndi hannyrðir stúlkna og heimilisfræði lengst af meðan hún starfaði í Reykholti. Hún hætti störf- um í Reykholti vorið 1980 og flutti í Kópavog, jafnframt settist hún í Kennaraháskólann og hóf síðan kennslu við Námsflokka Reykjavíkur og Þjálfunarskóla ríkisins. Hjá báð- um þessum skólum veit ég að hinir góðu eiginleikar hennar hafa notið sín. Sigríður sinnti félagsstörfum af ýmsum toga meðan hennar naut við í Borgarfirði og má þar nefna Kven- félag Reykdæla og Slysavarnadeild- ina Hringinn og sat hún í stjóm beggja þessara félaga og var for- maður þess síðarnefnda um árabil. Einnig hafði hún gaman af að spila brids og greip oft í spil þegar stund gafst. Nú hin seinni ár hafa helstu sam- skipti okkar verið á fömum vegi og í gegnum síma. Aldrei varð af að ég heimsækti hana. Mér datt ekki í hug að hún ætti svo skammt eftir, því að þegar við töluðum saman í síma var hún svo hress og kát. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka henni alúð og vináttu til margra ára. Steingrímur og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Bjarnadóttir. og spurði hvort ég væri ekki til í að koma til þeirra í bústaðinn, henni fannst upplagt að bjóða nýlqomum þingmanni og varaþingmanni Fram- sóknar á Suðurlandi til sín þvi hún væri búin að bjóða vinnufélögunum til sín og ætlaði rækilega að koma þeim á óvart. Við ísólfur Gylfi mætt- um og áttum þar góða kvöldstund með þeim hjónum og hennar vinnufé- lögum. Þetta eru ógleymanlegar minningar. En svona var Jóhanna góður vinur, glettin og hlý. Alltaf var Bragi tilbúinn til að keyra Jóhönnu á fundi hjá framsóknarkvennafélaginu og kom með henni á þingin hjá okkur og sýnir það vel hversu samrýrid þau hjón vora. Við framsóknarsystkinin höfum misst dýrmæta systur og að leiðarlokum þökkum við henni sam- fylgdina, minning hennar mun lifa í störfum okkar. Ég og móðir mín sendum Braga, bömum, tengdabömum, bamaböm- um og öðram ættingjum samúðar- kveðjur í þeirra miklu sorg. Þið hafið misst mikið og biðjum við góðan guð að styrkja ykkur og styðja. Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt, kæra vinkona. Blessuð sé minn- ing þín. Ólafia Ingólfsdóttír.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.