Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 60

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FOLK I FRETTUM FÖSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 >-20.55 Gamanleikarinn ^ Leslie Nielsen er einn þeirra lánsömu skapgerðarleikai-a sem voru „uppgötvaðir" í annað sinn þegar fer- ill þeirrra hefði að öllu jöfnu verið að lognast út af. Nielsen varð skyndi- lega vinsæll í íyrsta sinn á löngum ferli og hefur leikið í hverri aðsóknar- mjmdinni á fætur annaiTÍ í ellinni. Flestar eru skopstælingarfrægra mynda. Þessi endurvinnsia hófst 1980 með Airplane en Á tæpasta svaði (Spy Hard, ‘96) er ein sú nýjasta. Að þessu sinni er skotmarkið sjálfur James Bond, sem hér nefnist WD 40 (Nielsen) og takmark hans að bjarga heiminum úr höndum brjálaðs hers- J höfðingja (Charles Durning). For- múlan er orðin þreytuleg og tæpast þess umkomin að virkja hláturtaug- arnar. Nielsen er sem fyrr furðu fylg- inn sér og bjargar því sem bjargað verður. ★ ★ Sjónvarpið >21.05 Þá er komið að „valmynd mánaðarins" á „stöð allra landsmanna“ og ekki beint heillandi. Helst hallast ég að mynd sem heitir því vel viðeigandi nafni Sá á kvöl- ina (Choiœs) og segir af raunum dómarans George C. Scott sem verð- ur að endurskoða afstöðu sína til fóst- ureyðinga þegar dóttir hans (Melissa Gilbert) og síðar ung eiginkona (Jacquline Bissett) verða báðar ófrískar... Sjónvarpsmynd frá ‘95 samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Hefur greinilega lent þar í yngingar- meðferð því hún er gerð ‘86, kom út á myndbandi skömmu síðar og hlaut ★★V!í í Myndbandahandbókinni 1990. Þar sögðum við AI m.a.: „Vel leikin, ekki síst af Melissu Gilbert, sem er vel sjóuð í lífsins táradal eftir margar strangar vertíðir í Húsinu á slétt- unni... Annar valkostur er hin sænska Brúðkaup Elinóru (Elinors Bröll- op) þar sem Henry Meyer, einn helsti húmoristinn í sænskri kvikmynda- gerð (enda Breti), stýi-ir gamanmynd um mann sem „bjargar" stúlkunni sinni frá því að giftast öðrum. Með Jonas Malmsjö og Ewu Fröling. Gleymið þeim þriðja, Jóa og eld- fjallinu (Joe Versus the Volcano, ‘90), sem er einn versti skellur Hollywood á síðari árum. Afspyrnulé- leg, jafnvel Tom Hanks og Meg Ryan illþolandi. Myndbandahandbókin gef- ur -kVi. Stöð 2 >22.20 Kletturinn (The Rock, ‘96). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið >23.35 „Cult-“myndh- eru ekki öllum að skapi, en Rukkar- inn (Repo Man, ‘84), telst í þeim hópi. Söguhetjan er bílainnheimtu- maðurinn Emilio Estevez, sem lendir í óútreiknanlegum og ómældum hremmingum í vafasömu stai’fi. Kol- svartur húmorinn er undarlegur en oft vel heppnaður og vakti athygli á leikstjóranum, Alex Cox, sem hefur fátt gert markvert síðan. Forvitnileg og frumleg en ekki að allra smekk. Sýn >22.35 Hollywood endurgerði hina kunnu hrollvekju Fluguna (The Fly) ái-ið 1985. Með fínum árangri, enda sjálfur David Cronenberg við stjórnvöUnn. Nú er komið að fam- haldinu, sem er tekið að þynnast. Eric Stoltz leikur aðalhlutverkið. Enginn annar en Frank Darabont (Rita Hayworth og Shawshank-fang- elsið) er einn höfunda, en er ekki kominn á skrið. ★★ Stöð 2 >0.35 Ef B-leikarinn Christopher Lambert á enn ein- hverja aðdáendur, þá er myndin Ref- skák (Knight Moves, ‘92) hvað helst fyrir þá. Lambert er ótrúverðugur sem keppandi á áskorendamóti fvrir heimsmeistarakeppnina í skák. Lík fara að hrannast upp í kringum hann. Myndin verður aldrei áhugaverð eða spennandi. Með Diane Lane. ★1/2 Stöð 2 >2.30 Hættuspil (Dancing With Danger, ‘94) nefnist þessi frum- sýning á sjónvarpsmynd sem er fallin í gleymsku og finnst hvergi. Um einkaspæjara sem er ráðinn til að finna týnda eiginkonu. Á ykkar ábyrgð. Sæbjörn Valdimarsson Hús byggt á bjargi 1. Með nóg af hárgeli og allt greitt aftur f „Vampire’s Kiss“. 2. Mjög stuttklipptur í myndinni „Face/Off“. 3. Með nokkurs konar „kótelettu“-greiðslu í „Guarding Tess“. 4. Afturgreiddur listamannabrúskur í myndinni „Moonstruck”. 5. Sambland af Elvis- og JFK-hárgreiðslu i „Peggy Sue Got Married". 6. Úfinn og lufsulegur í „Raising Arizona”. 7. Snoðklipptur í hasarmyndinni „The Rock“. 8. APPELSÍNUGUL broddaklipping í „Valley Girl“. Hinar mörgu hár greiðslur Cage > LEIKARINN Nicolas Cage hefur leikið margar furðulegar per- sónur á ferli sín- um og skartað hinum ýmsu hár- greiðslum. Á myndunum má sjá greiðslur allt frá því hann lék í unglingamynd- inni „Valley Girl“ í upphafi ferilsins til greiðslunnar í myndinni „Con- Air“ sem er ein af nýrri mynd- um kappans. Stöð 2 >22.20 Maður er nefnd- ur Jerry Bruckheimer og er einn traustasti og frægasti framleiðandi hasarmynda í Hollywood. Þær eru undantekningarlitið fín afþreying með miklum átökum, kúlnahríð og þrungnar spennu en jafnframt glórulitlar. Kletturinn (The Rock, ‘96) er ein sú besta og naut mikilla vinsælda í kvikmyndahús- um í hitteðfyrra. Landgönguliðar flotans, undir stjórn Eds Harris, taka fangelsiseyjuna illræmdu, Alcatraz, í gíslingu og hóta íbúum San Francisco kjarn- orkuveislu ef ekki verður gengið að kröfum þeirra. Nicolas Cage leikur Dansnámskeið I MYNDINNI „ConAir" var Cage sérlega hár- prúður með síða lokka. hálfóðan leyniþjónustumann sem fær fyrrverandi fangann Sean Connery sér til halds og trausts til að komast inn í óárennilegt virkið á „Klettinum", eins og Alcatraz er jafnan kallað í Vestrinu. Gjörsam- lega heilalaus, verið ekki að velta ykkur upp úr ótrúverðugri at- burðarásinni, hún er ekki til þess gerð, aðeins að skemmta. Og tekst það með ágætum. Auk stjamanna tveggja gleðja finir aukaleikarar eins og Ed Harris, John C. McGinley og William Forsyth aug- að. Hans Zimmer sér um tónlistina og sjónvarpsauglýsingamaðurinn Michael Bay leikstýrir með látum. ★★★ Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefjast 12. janúar 1998 að Álfabakka 14a. Gömludansanámskeið á mánudögum kl. 20.30 og kl. 21.30 Verð krónur 6.000,00 12 skipti Barna og unglinganámskeið á þriðjudögum eða laugardögum Verð á námskeiðunum eru: 3-5 ára kr. 3.500.-, 6-8 ára kr. 5.000,-, 9 ára og eldri kr. 6.000,- Ath. Systkinaafsláttur 25%. Framhaldsnámskeið í Línudansi þriðjudaga kl. 20.00 íslenskir VÍKIVAKAR á fimmtudögum kl. 20.30 Upplýsingar og innritun í síma 587 1616 DANSHUSIÐ Artún % A-- Vagnhöfða 11, simar 567 4090 og 898 4160, fax 567 4092 Gömlu og nýju dansarnir á föstudagskvöld Húsið opnað kl. 22.00 Hljómsveitin Léttir sprettir Laugardagskvöld leikur hljómsveitin Tvöföld áhrif frá Ólafsfirði íA(œturjaunn Smiðjuvegi 14, ‘J(ópavojji, sími 587 60S0 ‘Dansstaður Föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms Sunnudagskvöld leikur hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana JAY Leno hefur fengið marga fræga gesti í gegnum árin og var fyrstur til að fá Hugh Grant í heimsókn eftir atvikið með Divine Brown forðum. Jay Leno framlengir til 2003 GRÍNISTINN Jay Leno gerði á dögunum fimm ára samning við NBC sjónvarpsstöðina um að stjórna áfram viðtalsþættinum „The Tonight Show“ sem er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Leno tók við stjórn þáttarins af Johnny Carson árið 1992 og hefur átt gífurlegum vinsældum að fagna og hefur iðulega orðið ofan á í samkeppni við helsta keppinaut sinn David Letterman. í samtali við New York Post sagðist Leno vera hæstánægður með samninginn enda líki honum vel við starfið sitt. „Þetta var mjög einfalt samn- ingaferli. Þeir spurðu hvað ég vildi fá borgað og ég sagði þeim að koma mér á óvart,“ sagði Leno en hvorki hann né NBC vildu tjá sig um innihald samn- ingsins. Uppi voru getgátur um að Leno fengi um einn milljarð króna í árslaun fyrstu þrjú árin og svo 1,2 milljarða króna síð- ustu tvö árin. Þessu neitaði grínistinn en sagðist þó hafa gaman af því að þéna dágóðar upphæðir. Áð sögn Warren Littlefield hjá NBC voru enn tvö ár eftir af gamla samningi Lenos en vegna vinsælda hans og frábærrar frammistöðu hefði verið ákveðið að launa honum samkvæmt því. Með samningnum geta fon-áða- menn NBC-sjónvarpsstöðvarinn- ar andað aðeins léttar en yfirvof- andi brotthvarf grinistans Jerry Seinfeld frá stöðinni er mikill

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.