Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 68

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 68
Heimilisbankinn á Internetinu! ÚNAÐARBANKINN traustur banki Mmiát -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 BÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Beðið eftir snjó Á SKÍÐASVÆÐUM landsins eru menn í viðbragðsstöðu og bíða í of- væni eftir snjó. Sömu sögu er að segja hjá Landgræðslunni, þar sem menn hafa áhyggjur af kali ef fryst- ir harkalega á auða jörð. Hjá Vegagerðinni og gatnamála- stjóra sparast háar fjárhæðir sem allajafna er varið til snjómoksturs á þessum tíma árs, en á móti kemur að slitlag fer mjög illa þar sem ekið er á nagladekkjum á auðum og rök- um götum. Þrátt fyrir snjóleysið var góð sala í skíðum fyrir jólin og telja kaup- menn ekki ólíklegt að frami Kristins Björnssonar á skíðabrautinni hafí þar haft sitt að segja. Sparnaður vegna/6 Rætt um flutning Bústaða- safns í Borgarleikhúsið BORGARLEIKHÚSIÐ gæti orðið vettvangur fjölbreyttari menningarstarfsemi en nú nái hug- mynd um að flytja þangað útibú Borgarbóka- safnsins í Bústaðakirkju fram að ganga, en leigusamningur safnsins í Bústaðakirkju er að renna út. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra er hugmynd þessi á algjöru frumstigi, en rætt hefur verið um að byggja við anddyri leikhússins komi til þess að safnið verði flutt í Borgarleikhúsið. „Það þarf að flytja safnið og þá hafa menn ver- ið að velta því fyrir sér inn á þessa miðju þarna þar sem fólkið kemur flest. Okkur fannst áhuga- vert að skoða Borgarleikhúsið í þessu sambandi vegna þess að við teljum að þarna sé um að ræða starfsemi sem styðji hvor við aðra og úr geti orð- ið svolítið skemmtilegt samspil með leikhúsi og bókasafni. Þá gæti þetta orðið þess valdandi að það komi fleiri inn í þetta hús og í því verði meiri umferð, sem ég held að geti ekki síst stutt við leikhússtarfsemina,“ sagði Ingibjörg Sólrún. 100 þúsund gestir á ári Bent hefur verið á ýmsa kosti þess að flytja Bú- staðasafnið í Borgarleikhúsið. Þá gæti stórt and- dyri leikhússins, sem nú stendur autt og ónotað yfir daginn, nýst sem veitingastaður í tengslum við bókasafnið og um leið mætti setja þar upp sýningar á vegum safnsins. Einnig væri hægt að halda fyrirlestra á vegum safnsins í salarkynnum leikhússins. Þessar hugmyndir eru hins vegar skammt á veg komnar og hafa ekki enn verið lagðar fram í borgarráði en verði af þessu má búast við að sýnu fleiri hafi viðkomu í Borgarleikhúsinu en áður. Árlega eru um 100 þúsund komur safngesta í Bú- staðasafn, en alls eru komur í aðalsafn og öll útibú Borgarbókasafnsins um 580 þúsund á ári, að sögn Önnu Torfadóttur borgarbókavarðar. Verði þetta útibú flutt í Borgarleikhúsið má jafnvel búast við enn fleiri gestum vegna nálægðarinnar við Kringl- una. RÆTT hefur verið um að byggja við anddyri Borgarleikhússins og flytja Bústaðasafn Borgarbókasafnsins þangað. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu sjómanna Mikill meirihluti sam- þykkti verkfallsboðun TALNINGU atkvæða um boðun verkfalls var lokið í nær öllum aðildarfélög- “'ufn Sjómannasambands íslands í gærkvöldi eða á yfir 90% atkvæða og varð niðurstaðan afgerandi. Samþykkti meirihluti í öllum félögunum að tveimur félögum undanskildum að fara í verkfall 2. febrúar, hafi samningar ekki náðst fyrii' þann tíma, skv. upplýsingum Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjómannasambandsins. 73,8% þeirra sem afstöðu tóku sögðu já en 26,2% nei. Þá var verkfallsboðun samþykkt í sjö af átta félögum innan Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Niðurstöður lágu ekki fyrir úr atkvæðagreiðslu nokkurra minni sjómannafélaga í gærkvöldi en úrslit voru ljós í öllum stærstu sjómannafélögunum. Verkfallsboðun var samþykkt í einstökum félögum með allt frá 51,2% greiddra atkvæða og upp í 90%. Á kjörskrá í þeim félögum þar sem úrslit lágu fyrir voru 2.684, þar af kusu 1.444 eða 53,8%. Boðun verkfalls var felld í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Skaga- strandar með sjö atkvæðum gegn fjórum og munu félagsmenn þess því ekki taka þátt í boðuðum verk- fallsaðgerðum. Sömu sögu er að segja um félagsmenn í Bárunni á Eyrarbakka, en þar voru fjórir á kjörskrá og felldu þeir allir verk- fallsboðun. Eldur í bíl í . Jiafnarfirði KONA brenndist nokkuð á hendi í gærkvöld þegar eldur kom upp í bíl hennar þar sem hún var á ferð í Hafnarfirði. Hún var ein í bflnum. Vegfarandi sá þegar eldur kom upp í bflnum og kallaði á slökkvilið og urðu nokkrar skemmdir á bfln- sem var nýlegur smábíll af jap- ífhskri gerð. Verkfallsboðunin var samþykkt í öllum verkalýðs- og sjómannafélög- um á Vestfjörðum sem eru innan Al- þýðusambands Vestfjarða. Hringnum lokað Talning atkvæða skipstjóra og stýrimanna í Farmanna- og fiski- mannasambandinu um boðun verk- falls fór einnig fram í gær. Sjö af átta aðildarfélögum samþykktu verkfallsboðun, en eitt félag, Verð- andi í Vestmannaeyjum, var á móti. Guðjón A. Ki-istjánsson, forseti FFSÍ, sagði að það hefði engin áhrif á heildarniðurstöðuna þar sem hringnum um landið hefði verið lok- að, en Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum samþykkti verk- fallsboðunina. Vélstjórar koma til sáttafundar með viðsemjendum hjá ríkissátta- semjara fyrir hádegi í dag og eftir hádegi koma fulltrúar sjómanna og yfirmanna til sáttafundar með út- vegsmönnum. Evrópusambandið bannar inn- flutning á ferskum Nilarkarfa SH hætt sölu EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sett bann við innflutningi á ferskum Nílar- karfa úr Viktoríuvatni og gekk bannið í gildi frá og með 31. desember sl. ESB greip til þessa ráðs vegna kólerufaraldurs, sem upp kom í Úganda um miðjan desembermánuð. Innflutningsbannið hefur bein áhrif á starfsemi SH sem verið hefur að byggja upp viðskipti með ferskan Nilarkarfa úr Viktoríuvatni í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Frakklandi, en karfinn er fluttur með beinu flugi frá Úganda til Bnigge í Belgíu tvisvar í viku og til stóð að fjölga ferðum upp í þrjár í viku þegar bannið skall á um áramótin. SH flutti samtals 800 tonn ^ af ferskum Nílarkarfaflökum frá Úg- anda til Evrópusambandslandanna á síðasta ári, en þurfti að stöðva inn- flutninginn um leið og bannið skall á, að sögn Péturs Edvarssonar, framkvæmdastjóra söluskrifstofu SH í Belgíu. Söluverðmæti Nílar- karfans er um 5,20 dollarar á kfló. Vonir standa til að banninu verði aflétt „Fyrir okkur er þetta mjög leið- inlegt, en ég var mjög ánægður í dag þegar ég fékk þær fréttir á faxi að líklega yrði banninu aflétt hinn 31. janúar nk., að minnsta kosti gagnvart Brugge þar sem skoðun- arstofan, sem skoðar allan okkar fisk, er viðurkennd af ESB,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sennilegt er að allur sá fisk- ur, sem kemur inn til Oostende og tékkaður er þai-, fái að fara í gegn auk þess sem fréttir benda til þess að menn séu að ná tökum á faraldr- inum í Úganda. Við erum þvi að vona að hægt verði að hleypa fiskin- um inn með mjög ströngu eftirliti." Að sögn Péturs fæst Belgíu-skrif- stofa SH eingöngu við ferskfiskinn- flutning. Hins vegar ætti bannið ekki að hafa áhrif á innflutning á frystum Nílarkarfa sem söluskiif- stofur SH í París og Hamborg sinntu lítillega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.