Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fólkið og kvótinn • Deilur hafa verið um kvótakerfið frá því að það var lögfest 1983. Viðskipti með kvóta, hugmyndir og ----------7-------------------------------------- skoðanir Islendinga í þeim efnum var viðfangsefni Oðins G. Oðinssonar sem lauk meistaraprófí í -----------------------------7------------------- ______mannfræði við Háskóla Islands í fyrra._____ ______Kristján Jónsson kynnti sér ritgerðina_____ og ræddi við höfundinn. MARGIR tjá sig á opinberum vettvangi um þjóðfélagsmál þótt þeir hafl ekki gert stjóm- málin að ævistarfi. Samt sem áður má velta því fyrir sér hve dæmigerð sjónarmiðin í fjölmiðlum eru fyrir skoðanir fjöldans þegar rætt er um fisk- veiðistjómun. Púsundir manna vinna í sjávar- útveginum eða sinna störfum sem tengjast honum en misjafnt er hve mikið málefni hans hreyfa við tilfínningum fólks, einkum ef það á erfitt með að gera sér grein fyrir þeim gríðar- legu fjárhæðum sem em í húfi. Mestu skiptir kvótakerfíð fólkið í sjávarþorpum þar sem allt snýst um sjóinn. Óðinn G. Óðinsson mannfræðingur segir í lokaritgerð sinni, Fagur, fagur fískur í sjó, að þegar kvótakerfið var samþykkt á Alþingi 1983 hafi það verið gert án nægilegrar um- ræðu og augljóst að margir þingmenn hafi alls ekki séð fyrir þróun þess. Á hann þá ekki síst við einn umdeildasta hluta kerfisins, að kvóti sé í reynd meðhöndlaður eins og séreign þrátt fyrir lagaákvæði um þjóðareign á fiskimiðun- um og gangi kaupum og sölum. Þáttaskil hjá útgerðarmönnum Enn fremur minnir hann á að margir alþing- ismenn hafi haft miklar efasemdir um kvóta- kerfið og samþykkt það með hálfum huga, litið á það sem tímabundna ráðstöfun. Talsmenn útgerðanna hafi upphaflega verið andvígir enda vanir frelsi til að veiða nánast að geð- þótta en þeim hafi snúist hugur. Óðinn veltir því fyrir sér hvort þeir hafi skyndilega áttað sig á því að kvótinn gæti orðið mikil verðmæti þegar fiskistofnar hjömuðu við. Frelsinu væri fómandi, sérstaklega vegna þess að ákveðið var að binda veiðiréttinn við skip. Óðinn segir andstöðu við kvótakerfið helst beinast að framsalsþættinum og eignahug- mjmdum, siðferðinu að baki. Hann ræddi við nær tuttugu manns á Borgarfirði eystra eða um 10% íbúanna. Hjá viðmælendum kom fram að allir hafa þeir skoðun á kvótanum þegar eftir henni er leitað, oftast skýra en um leið oft þversagnakennda og teygjanlega eftir því hvaða sjónarhorn þeir miða við hverju sinni. Ljóst er að mikil togstreita er milli annars vegar löngunar til að vera sjálfstæður einstak- lingur, frjáls fiskimaður og hins að allir eru um leið hluti af heildinni, samfélaginu sem setur lög og reglur sem virðast stundum lítt skiljanlegar, óréttlátar og jafnvel siðlausar. Reglurnar um viðskipti með óveiddan fisk stangast á við hefðir sem á umliðnum öldum eru orðnar samgrónar hugsunarhætti flestra Islendinga. Fólkið sem rætt er við er á ýmsum aldri og í hópnum eru m.a. eiginkonur sjómanna. Sum- ir hafa nýtt sér kvótakerfið, leigt eða selt veiðiheimildir, skipt við aðra til hagræðingar. „Mér finnst þetta eitthvað komið svo langt frá veruleikanum. Þetta er svo óeðlilegt ástand þegar verðið á óveiddum fiski er orðið hærra en það sem er lagt upp. Þetta er svo ruglings- legt kerfi,“ sagði einn af viðmælendum Öðins. Annar, aldraður sjómaður, sagði ráðamenn prédika að fiskurinn væri þjóðareign „en þetta er að fara á nokkurra manna hendur bara“. Aðrir ræða um að óeðlilegt sé að einhverjir geti „bara legið með tærnar upp í loft“ eða „keyrt um á fjallajeppa" vegna þess að þeir hafi einu sinni, upp úr 1980, veitt vel. Nú geti þeir selt veiðiréttinn, kvótann, og lifað kónga- lífi án þess að gera nokkum skapaðan hlut. „Afskaplega skammarlegur hugsunarháttur“ Ýmsir benda á þá erfiðu stöðu sem kemur m upp þegar meira fæst íyrir kvóta en raunveru- ® legan fisk. „Ef ég veiði hann ekki þá fæ ég yfir 90 krónur fyrir kílóið af honum en ef ég veiði hann þá er ég að fá 50 til 70 krónur fyrir hann,“ segir einn. „Mér finnst þetta afskap- lega skammarlegur hugsunarháttur en það er bara ekki hægt annað en að hugsa svona." Sjómannskona sagði um kvótamillifærslur makans að sér fyndist að hann ætti að veiða _ fiskinn sjálfur. „Það var verið að úthluta hon- um þessu. Ekki til þess að selja eða leigja eitt- { hvað, heldur til þess að reyna að skrapa þetta m inn sjálfur." ™ Óðinn segir suma viðmælendur sína hafa lagt áherslu á að menn ættu að skila þeim kvóta sem þeir næðu ekki að veiða, óveiddi kvótinn flyttist þá í sameiginlegan pott sem yrði aftur jafnað út á heildina. Einnig var bent á að óveiddi fiskurinn þyrfti ekki að vera tap- aður. Hann gæti náð að stækka og auka kyn sitt, með þessu væri hægt að efla stofnana og . .. treysta framtíðina á sama hátt og gert er með öðrum takmörkunum til að hindra ofveiði. Hann segir fólkið gera sér fulla grein fyrir m því að kvótasala frá byggðarlaginu gæti lagt ™ það í eyði. „Ef allir flyttu fiskinn í burtu þá væri það það sama og að flytja sjálfan sig í burtu.“ En „það er hins vegar spurning hvað menn neyðast oft til“, sagði einn íbúanna. Stór hluti óánægjunnar á sér siðferðislegar rætur HVAÐ finnst fólki í sjáv- arplássum um kvóta- kerfið? Óðinn Gunnar Óðinsson er sjálfur Austfirðingur og bjó um hríð á Borgaifirði eystra þar sem hann var skólastjóri grunnskól- ans. íbúar eru um 200 og mikilvæg- asta atvinnugreinin er smábátaút- gerð. Óðinn ákvað að taka púlsinn á fólkinu á staðnum, kanna hvað það segði sjálft um kvótann og birti nið- urstöðumar í mannfræðiritgerð sinni til meistaraprófs við Háskól- ann í fyrra. Hann viðurkennir að hætta geti verið á að fræðimaður sé of nátengdur viðfangsefninu þegar viðmælendur eru sumir persónuleg- ir vinir og kunningjar. Þyngra vegi samt að þekking hans á aðstæðum hafi komið að mjög góðu gagni, ver- ið ómetanleg. - Þú segir að líklega hefði mátt fínna heppiiegri leiðir tii að hindra ofveiði en kvótakerfí, segir að hlusta hefði átt betur á raddir fólksins. Hvað áttu við og hvaða lausnir hefðu þá verið notaðar? „Á sjöunda og áttunda áratugnum voru hagfræðingar duglegir að benda á það, þegar þeir voru að koma fram með sín fiskveiðistjórn- unarlíkön, að þau stjórntæki líffræð- inganna sem fram að því höfðu verið ráðandi, væru „félagslega merking- arlaus“ vegna þess að þau tækju ekki á þáttum eins og hagkvæmni veiðanna, offjárfestingu. Of einföld mynd Ég er sammála því að ofnýting auðlinda er félagslegt vandamál og að það verður að taka á því út frá öllum þeim margbreytilegu mann- legu þáttum sem þar spila inn í. Hagrænu módelin sem nú eru í tísku taka hins vegar á of fáum þátt- um, það eru of fáar breytur í jöfn- unni, svo og er myndin sem upp er dregin af manninum sem veru of einfóld. Þrátt fyrir marga góða kosti markaðarins, t.d. drifkraft hans og sköpunarmátt, þá loðir sú ímynd við hann að eins og sjálfkrafa komi með Morgunblaðið/Kristínn ÓÐINN Gunnar Óðinsson. „Ég veit ekki hvort ábyrgðartilfinning kemur með valdboði.“ honum svör við vandamáli eins og ofnýtingu auðlindar. Um leið er gef- ið til kynna að allt sem áður hefur verið hugsað um samhengi manns og auðlindar sé óbrúkanleg forn- eskja. í ritgerðinni er ég ekki að reyna að benda á aðrar leiðir til fiskveiði- stjómunar en nú eru famar. Ég er aftur á móti að reyna að lýsa og greina hvernig menn töluðu sig inn í fiskveiðistjórnun með kvótum og síðan reyni ég að lýsa hvernig orð- ræðan tekur smátt og smátt á sig nýja siðferðislega mynd þegar menn átta sig á afleiðingum kerfisins. Ég trúi því hins vegar að ef vel eigi að takast í jafnveigamiklu, flóknu og afdrifaríku máli eins og fiskveiðistjórnun hjá okkur Islend- ingum þurfi að vinna málið meira niðri á jörðinni og þá á ég við að hana þurfi að ákveða með fólkinu. Taka þurfi tillit til m.a. siðferðis- legra þátta vegna þess að þeir eru samþættir efnahagsstarfseminni. Stór hluti óánægjunnar með kvótakerfið á sér siðferðislegar ræt- ur. Þegar ég tala um að vænlegra sé að hlusta á raddir fólksins þá á ég m.a. við þetta vegna þess að ég veit að í þeim er líklegra að leiðir fínnist sem meira viðunandi em. Fólk vill vera skynsamt og ábyrgðarfullt og leitar yfirleitt sjálft leiða til þess að vera það. Það er ekki þar með sagt að fræðin geti ekki einnig komið þar að gagni. Það er margt að núverandi kerfi, bæði í vistfræðilegum, hagrænum og öðram félagslegum skilningi og á því er nauðsynlegt að taka yfirvegað en óhikað. Þar eru einnig góðir þættir sem þarf að halda í. Menn þurfa að vera tilbúnir að viðurkenna gallana og leita nýrra leiða." - I ritgerðinni er fjaliað um sér- stök tengsl þjóðarinnar við fískveið- ar, gagnrýnt að hagfræðingar hafí einblínt á efnahagslega þáttinn þeg- ar þeir fjalla um fískveiðistjórnun. Þeim hætti til að hundsa félagslega og menningariega þætti. „Þegar ég er að gagnrýna hina hagfræðilegu áherslu þá er það ekki gert á þeim forsendum að mikilvæg- ir hagrænir þættir eins og hag- kvæmni og offjárfesting skipti ekki máli. Það er hins vegar mikilvægt að aðgreina ekki efnahagsstarfsemina frá öðrum félags- og menningarleg- um þáttum eins og tíðum er gert í hinni „hagrænu" umræðu, líkt og hún væri utan samfélagsins og kæmi ekki öðra en sínu einangraða fyrirbæri við. Það er eitthvað í íslenskri menn- ingu sem gerir það að verkum að fyrir marga Islendinga er þetta of stórt stökk, frá því að hugsa um og umgangast fiskinn í hafinu sem auð- lind sem allir gátu sótt í, sem nokk- urs konar óþrjótandi matarkistu. Nú verður hún takmörkuð eign til- tölulega fáeinna einstaklinga sem geta selt öðram réttinn til þess að sækja í þessa kistu. Eða eins og Jón gamli Vídalín hefði orðað það, með þvi „að selja einum þörf sína“ sem var fordæmanlegt samkvæmt göml- um boðskap kirkjunnar. Þetta ásamt fleiri þáttum er eftir sem áður siðferðislega óviðunandi í huga margra." Sjávarútvegurinn aflar rúmlega helmings gjaldeyristekna íslendinga en þetta hlutfall hefur lækkað stöðugt undanfarna áratugi með til- komu tekna af ferðaþjónustu og stóriðju. Spyrja má hvort fiskurinn sé ekki orðinn fjarlægari í vitund meirihlutans sem vinnur við ýmsa þjónustu eða iðnað, mun fjarlægari en í litlu sjávarþorpi. „Margt hefur breyst undanfarin ár, þ.á m. vegna breyttra viðskipta- hátta, fleira til góðs en ekki, held ég,“ svarar Óðinn. „Fiskveiðistjórn- unarkerfið er að vissu leyti partur af þessu ferli sem við getum kallað markaðsvæðingu og felst m.a. í því að gera alla hluti sambærilega, svipta þá sinni félagslegu sögu svo að þeir verði gjaldgengir fyrir aðra hluti, t.d. peninga. Gegn þessu virð- ist erfitt að spyrna þótt margir Is- lendingar eigi enn erfitt með að ímynda sér að óveiddur fiskur geti verið markaðsvara." Hann bendir á að íslendingar hafi styrkt sjálfsímynd sína og samtöðu í landhelgisdeilnum en nú sé svo komið að hugurinn beinist meira inn á við, að innbyrðis tengslum þegar rætt sé um sjávarútveg. Menn gangi heldur ekki að ímyndinni um íslend- inga sem jafna einstaklinga vísri lengur. „Þannig að á vissan hátt býr fisk- urinn enn með þjóðinni á sinn hug- læga hátt eða kannski holdgerða hátt, þótt fáir hafi afkomu sína beint af honum. Það er líka ljóst að ís- lendingar eru ekki einsleitur hópur né búa þeir við sambærilegar að- stæður. Þess vegna getum við sagt að fiskurinn sé nær hinni daglegu vitund íbúa í sjávarplássi. Það er spurning hvort ekki eigi að taka tillit til þess þegar um jafn afdrifaríkar aðgerðir og fiskveiðistjórnun er að ræða.“ Fiskveiðar á undanhaldi? - Fiskveiðar eru frumframleiðsla og slíkar atvinnugreinar eru á und- anhaldi í flestum ríkum löndum, einnig veiðar með smábátum. Er þetta þróun sem hiýtur að verða hér þannig að sjávarútvegurinn verði innan nokkurra áratuga ekki lengur „aflvaki þjóðarinnar", eins og það er orðað í ritgerðinni? „Ég veit ekki hvort fiskveiðar, þótt þær flokkist stundum undir svonefnda frumframleiðslu, séu endilega á undanhaldi, allavega ekki alls staðar og svo fer þetta eftir því frá hvaða sjónarhorni þetta er skoð- að. Við munum alltaf þurfa á nær- ingu að halda og jarðarbúum fjölgar hratt. Vissulega hefur þeim sem vinna við þessar greinar fækkað undanfarna áratugi. Engu að síður skipta veiðar víða miklu máli, einnig í vestrænum löndum. Sem efnahagslegur aflvaki á sjáv- arútvegur sennilega lengi enn eftir að gegna miklu hlutverki á Islandi. f ! I I S í l Í L t f ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.