Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 11 Morgunblaðið/Rax Sem huglægur aflvaki skiptir hann enn miklu máli eins og við sjáum á deilunum um kvótakerfið.“ - Er meiri ástæða til að vernda smábátaútgerð en starf litla kaup- mannsins á horninu? „Eg veit ekki hvort þessi saman- burður er endilega réttmætur þegar á bak við er skyggnst. Við sjáum líka að stórir frystitogarar, það sem íslendingar kölluðu ryksugur fyrir nokkrum árum, virðast nú sums staðar eiga undir högg að sækja. Róðurinn gegn þessu útgerðarformi á eflaust eftir að þyngjast að ein- hverju leyti, ekki síst af vistfræði- legum ástæðum. Margir telja útgerð smábáta vistvænni en annarra. Þá er rétt að hafa í huga að hún er grundvöllur byggðar í nokkrum plássum á íslandi og svo sem víðar í nágrannalöndum okkar, hvað þá annars staðar í heiminum. Margir telja einnig að hér sé um lífsstíl að ræða, þ.e. þessi sveigjanlegi ein- yrlyarekstur sem fjölskyldan er stundum öll innvikluð í, sem eigi rétt á að fá að lifa. Það að smábátaútgerð er víða á undanhaldi getur verið vegna þess að hún búi við aðstæður sem eru henni fjandsamlegar en ekki vegna þess að það sé eitthvert lögmál að hún hljóti að hverfa. Þessar ójöfnu aðstæður eru víða þekktar, s.s. eins og minni aðgangur að fjármagni lánastofnana, valda- meiri hagsmunasamtök stórútgerða sem oft eiga þar með auðveldara með að koma sjónarmiðum og áhrif- um sínum á framfæri innan stofnana fjármála og ríkisvalds. Og svo hefur berlega komið í ljós að stórútgerðar- rekstur á auðveldara með að þrífast innan kerfis þar sem kvótar eru framseljanlegir." - Nú segja margir að reynt sé að treysta gildandi kerfí í sessi með skattalögum og minni háttar breyt- ingum, koma á það hefðarrétti enda sé mikið í húfí, ekki eingöngu hags- munir nokkurra einstaklinga heldur allur verðbréfamarkaðurinn ís- lenski. Verður þetta reyndin, hvern- ig sérðu framtíðina í þessum efnum fyrir þér? „Það er ljóst að hér er um mikla hagsmuni að ræða og ekki óeðlilegt að þeir sem yfir kvóta ráða vilji áfram hafa eitthvað um hann að segja. Kvótinn sem verðmæt eign er mjög flæktur inn í ólíkustu þætti þjóðlífsins eins og bankakerfið, líf- eyrissjóðakerfið, spamað manna og svo framvegis. Sterkasta leiðin til að tryggja núverandi kerfi í sessi er verðbréfavæðing útvegsfyrirtækj- Margir telja einnig að hér sé um lífsstíl að ræða, þessi sveigjanlegi ein- yrkjarekstur sem fjölskyldan er stundum öll innvikluð í, sem eigi rétt á að fá að lifa. Ég held það sé augljést að ekki þýddi að veita útgerðum eða sjémönnum sjálfdæmi um sékn við núver- andi aðstæður. í plássinu þar sem ég gerði rannsékn mína er yngsti út- gerðarmaður- inn nú að verða hálffertugur og enginn nýr hef- ur í raun bæst við síðan fyrir daga kvétakerf- isins. anna sem meira og minna eru metin m.t.t. kvótastöðu þeirra. Það hlyti eitthvað að gefa sig ef skyndilega ætti að fara að krukka í þetta sam- band. Auðlindagjald, sem nú er mikið talað um, þýðir í raun ekki breyt- ingu á kerfinu. Slíkt gjald myndi styrkja núverandi kerfi í sessi og því er í raun með ólíkindum hvað út- gerðarmenn eru tregir að ljá máls á þeirri hugmynd, svona taktískt séð, því sú ráðstöfun myndi koma til móts við réttlætiskennd margra. Og kerfi sem menn búa við verður bæði að vera réttlátt og hagkvæmt. Dóm- stólarnir hafa undanfarin ár verið styrkja kerfið, þótt það sé á vissan hátt gert óbeint. í dag er t.d. greiddur erfðafjárskattur af eign- færðri kvótaeign við uppgjör á dán- arbúi. Af þessu öllu má sjá að það verður sífellt erfiðara að breyta kerfinu sem ég held þó að sé vilji meirihluta þjóðarinnar. Auðvitað ættu ráða- menn sem fyrst að kalla saman stór- an hóp hagsmunaaðila og þá á ég við margvíslegra aðila. Fulltrúar al- mennings og fjölbreytilegs hóps fræðimanna ættu að fara í gegnum fiskveiðistjórnunarkerfið, kryfja það með opnum og málefnalegum huga til þess að komast að ákjósanlegri niðurstöðu fyrir sem flesta.“ - Wða um heim er rányrkja mik- ið vandamál í sjávarútvegi. Er ástæða til að ætla að ábyrgðartil- fínning íslenskra sjómanna og út- vegsmanna sé meiri en annars stað- ar og líklegra að þeir gæti hófs ef þeim verður selt sjálfdæmi um sókn? „Rányrkja á höfunum á sér víða stað, það er rétt. Það er hins vegar ekki rétt sem oft er haldið fram að sé aðgangurinn að miðunum al- mennur hljóti það að vera svo að engar reglur eða takmarkanir gildi um sóknina. Margt sýnir okkur að fyrir daga kvótakerfisins umgengust íslend- ingar hafið af mikilli óforsjálni og jafnvel græðgi þannig að hegðun þeirra féll vel að hugmyndum áhrifamikilla hagfræðinga, sem ganga út frá manninum sem gráðug- um, félagsfirrtum einstaklingi. Við skulum þó átta okkur á því að þetta átti sér stað í ákveðnu efnahagslegu umhverfi, t.d. með samspili kapítal- ísks markaðar og aukinnar tækni. Ég veit ekki hvort ábyrgðartil- finning kemur með valdboði. Mér sýnist að þrátt fyrir stöðugt aukna veiði fyrir daga lögskipaðra tak- markana hafi sjómenn á íslandi engu að síður verið gæddir ábyrgð- artilfinningu. Flestir voru líka hlynntir takmörkunum þegar menn voru sannfærðir um að of nærri fiskistofnum væri gengið. En ég veit einnig að ýmsum sem töluðu árið 1983 sem ákafast með takmörkun veiða með leyfisbundnum kvótum, t.d. á Fiskiþingi, blöskrar hvernig kerfið hefur þróast. Það er líka auðséð að kerfið virð- ist ekki hafa gert menn ábyrgari gagnvart náttúrunni því frákast fisks er mikið í kerfinu og að vísa til þess að þannig hafi það alltaf verið er léleg afsökun. Menn koma hins vegar ekki með meiri afla að landi en yfirvöld hafa ákveðið. Sá yngsti hálffertugur Það er einnig til aragrúi skjala í sjávarútvegsráðuneytinu frá því fyr- ir daga kvótakerfisins, frá t.d. sjó- mönnum, bæjarstjórnum og sam- tökum sem oft eru að leggja til ýms- ar aðgerðir sem stundum hafa þann tilgang að vernda fiskistofna. Það var sem sagt í gangi ákveðin um- ræða, reyndar óformleg, þar sem menn voru sífellt að glíma við hujg- myndir um nýtingu á fiskinum. Eg held að þarna kunni að hafa verið lausnir sem hefðu getað verið nýtan- legar í púkk undir árangursríkt fisk- veiðistjórnunarkerfi. Leyfisbundnir kvótar gætu vel átt heima í þessu púkki, þó þannig að aðgengi nýrra útgerðarmanna yrði auðveldara en nú er. I plássinu þar sem ég gerði rannsókn mína er yngsti útgerðarmaðurinn nú að verða hálffertugur og enginn nýr hefur í raun bæst við síðan fyrir daga kvótakerfisins. Kannski vantaði betri vettvang til þess að taka á þessu máli á opnari hátt en gert var og hann vantar enn. Þeir sem réðu ferðinni voru of mót- aðir af einu skapalóni, þ.e. þessu sem við þekkjum þar sem markaðs- lausnir eru til grundvallar. Nú eru markaðslausnir búnar að sýna fyrir löngu að þær eru oft heppilegasta formið í viðskiptum manna og þær geta líka verið það þegar taka þarf á auðlindanýtingu. Það er hins vegar ekki sjálfgefið. Þær geta leyst einn vandann, en þær geta líka skapað annan. Ef aðgerðir eins og auðlinda- stýring eru þannig framkvæmdar að þær eru í andstöðu við vilja eða sið- ferðiskennd meirihluta þjóðarinnar, þá eru þær dæmdar til að misheppn- ast. Nú vil ég taka fram að ég er ekki endilega á móti kvótakerfum með markaðslausnum, mér sýnist jafnvel sem flestir íslendingar gætu sætt sig við þær í grundvallaratriðum, þ.e. með heildartakmörkunum og aflaúthlutun til ákveðinna leyfishafa. Ýmsum öðrum þáttum í kerfinu væri hins vegar vænlegra að sleppa ef sátt ætti að nást. Ég gagnrýni hvað menn eru tilbúnir til að horfa fram hjá mörgum vanköntum þessa kerfis til að ná fram öðrum þáttum. Það er spurning hvort þar ráði um of hagsmunir ákveðinna hópa. Ég held það sé augljóst að ekki þýddi að veita útgerðum eða sjó- mönnum sjálfdæmi um sókn við nú- verandi aðstæður. Ég held að það þurfi hins vegar að gefa þeim aukið sjálfdæmi við að móta reglur sem eru sanngjarnar, réttlátar og áhrifa- ríkar. Kannski væri ráð að virkja aftur stofnun eins og Fiskifélag Is- lands og svæðasamböndin til þess í alvöru, ásamt fjölbreytilegum hópi fræðimanna, að ræða fiskveiði- stjómun og finna á henni viðunandi lausn, í víðum skilningi, íyrir sem flesta.“ - Þú fjallar mikið um siðferðis- lega þætti í gagnrýni á kvótakerfíð, nefnir að sumir viðmælendur þínir telji að „eitthvað óeðlilegt" sé við það að fá greitt fyrir óveiddan físk, fá fé fyiir rétt sem stjórnvöld hafí afhent nokkrum einstaklingum. Einnig kemur fram að margir séu tvíbentir í afstöðu sinni. „Markaðsviðskipti hafa sterka tilhneigingu til að fletja allan mis- mun út, hvað sem líður marg- breytni félagslegs lífs hlutanna, eins og mannfræðingar orða það. Það er m.a. þetta sem gagnrýni sú sem hefur verið að birtast í dag- blöðum undanfarin ár á framsal og einkaeign á óveiddum fiski hefur beinst að.“ „Að liggja með tæmar upp í loft“ Óðinn segir viðmælendur sína ekki á móti markaðsvæðingu í sjálfu sér, heldur séu þeir á móti því sem hamlar starfsemi þeirra og á móti því að hún fari fram á óvið- eigandi hátt. Þeir séu á móti þeirri siðferðislegu umbreytingu sem hún hafi í för með sér. „Þar á ég t.d. við að hægt sé að selja það sem maður á ekki, eins og óveiddan fisk og geti hagnast án þess að beita líkamsafli sínu. Það að hagnast á því „að liggja með tærnar upp í loft“, eins og sumir viðmælenda minna kalla það, og lifa af leigutekjum er í and- stöðu við reynslu þeirra af lífinu og samræmist ekki hugmyndum sem eru samofnar sögu þeirra og menn- ingu. I sjávarplássinu mínu er skilning- ur á mikilvægi sjósóknar fyrir at- vinnu fólks í landi og tengsl smá- bátaútgerðar við aðra þætti byggð- arlagsins skýr og áberandi í allri umræðu er snertir fiskveiðistjóm- un. Almennt séð líta sjómennirnir ekki á sig sem einstaklinga sem sé fullkomlega frjálst að ráðstafa afla eða kvóta eftir lögmálum þar sem hæsta verð er hið eina agn sem lokkar og bindur mann við vöru. Aðrir íbúar staðarins ætlast ekki heldur til þess að svo sé. Mikilvægt er að við skoðum vit- und íbúanna, ef svo má segja, um sig sem einhvers konar heild sem gerir sér grein fyrir ábyrgð og mik- ilvægi hvers og eins. Eins og við höfum orðið vitni að þá ógnar sala og leiga á kvóta möguleika manna til búsetu í sumum byggðarlögum. En um leið ógnar þetta siðrænum skyldum sem snúast m.a. um að skapa og viðhalda atvinnu, um að standa saman um lífsviðurværi manna í byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að um leið standa menn frammi fyrir ýmsum valkostum kerfisins. Það gefur þeim sem yfir kvótanum ráða færi á sveigjanleika sem hægt er að nýta sér á margvís- legan hátt, t.d. til fullkominna einkanota, ef svo má orða það, með því að skipta endanlega á óveiddum fiski fyrir peninga. En möguleik- arnir eru fleiri. Algengara er að með millifærslum á kvóta sé mark- miðið að viðskiptin komi bæði ein- staklingnum og plássinu til góða. En að svo þurfi að vera til frambúð- ar er ekki sjálfgefið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.