Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ' FRÉTTIR Ron- aldo ísér- flokki RONALDO frá Brasilíu hafði mikla yfirburði í kjöri knatt- spyrnumanns ársins sem Al- þjóða knattspyrnusambandið gengst fyrir árlega. Ronaldo, sem var kjörinn bestur í fyrra, var aftur í fyrsta sæti og var í raun í sérflokki. Hann fékk 86 atkvæði í fyrsta sæti, 16 í ann- að sæti og 2 atkvæði í þriðja sæti eða 480 stig alls. Landi hans Roberto Carlos var næst- ur með 65 stig en Hollending- urinn Dennis Bergkamp og Frakkinn Zinedine Zidane fengu sín 62 stigin hvor. Ronaldo sagði að útnefningin í fyrra hefði örvað sig til enn frekari dáða. „Hún hjálpaði mér og mér hefði sárnað hefði ég ekki verið útnefndur aftur.“ Hann hrósaði vamarmanninum Roberto Carlos. „Hann er mjög góður leikmaður sem hefur bætt sig til muna að undan- förnu. Hann er vinur minn og ég virði hann mikils." Ronaldo, sem er aðeins 21 árs, hefur alls staðar slegið í gegn nema í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninar. Hann var í hópnum hjá Brasilíu- mönnum á HM í Bandaríkjun- um fyrir fjórum árum en fékk ekki að spila og eru það mestu vonbrigði kappans til þessa. Frakkinn Just Fontaine gerði 13 mörk í HM 1958, sem er met. „Gaman væri að slá það en aðalatriðið er að verða heims- meistari," sagði Ronaldo, spurður hvort hann gæti slegið metið. „Ég er enn ungur og hef nægan tíma til að fá fleiri verð- laun og setja fleiri met en ég hætti að spila þegar örvunin dvínar.“ Þótt Ronaldo hafi unnið til flestra helstu verðlauna í knattspyrnu hefur hann ekki orðið landsmeistari en það er markmiðið með Inter á ítalfu á Ifðandi tímabili. Engu að síður er hann í sérflokki samanber niðurstöðu lqörs FIFA, sem 121 þjálfari og aðrir áhrifa- menn í alþjóða knattspyrnu tóku þátt í. Reuters KNATTSPYRNUSNILLINGURINN Pele á mllli landa sinna, sem urðu í fyrsta og öðru sæti, Ronaldo og Roberto Carlos, sem verða í sviðs- Ijósinu í HM í Frakklandi í sumar - 40 árum eftir að Pele varð heimsmeistari í Svíþjóð 1958, aðeins 17 ára. Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, ætlar að endurtaka leikinn á móti Brasilíu í HM Erfitt, en við getum það EGIL Olsen er eini þjálfarinn sem hefur stýrt liði til sigurs á heimsmeisturum Brasilíu síðan Suður-Ameríkumennirnir urðu heimsmeistarar 1994. Hann gerði það í Ósló í maí sem leið - Norðmenn unnu 4:2 - og þó Brasilíumenn hafi leikið skömmu eftir komuna til landsins og því verið með flugþreytu í kjölfar langs flugs yfir hafið er Olsen á því að hann geti endurtekið leik- inn í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi í sum- ar vegna þess að hann þekkir veikleika væntanlegra mótherja. Tíu stigahæstu Á listanum yfir 10 efstu koma fram atkvæði í 1., 2. og 3. sæti og stig alls: 480 Roberto Carlos (Brasilfu) 5 11 7 65 Dennis Bergkamp (Hollandi) 7 7 6 62 Zinedine Zidane (Frakklandi).... 1 16 4 62 Raul (Spáni) 2 9 14 51 Alessandro Del Piero (Ítalíu) 2 4 5 27 Davor Suker (Króatíu) 1 4 3 20 Gabriel Batistuta (Argentínu).... 1 3 2 16 Alan Shearer (Englandi) 0 5 1 16 Leonardo (Brasilíu) 2 1 1 14 Peter Schmeichel (Danmörku)... 1 2 3 14 Olsen veit hvað hann syngur. Hann hefur verið landsliðsþjálf- ari Noregs síðan 1990 en undir hans stjóm hefur liðið leikið 79 leiki, unn- ið 42, gert 22 jafntefli og aðeins tap- að 17 leikjum. Vömin ekki góð á miðjunni Brasilía er í riðli með Noregi, Marokkó og Skotlandi en fyrsti leik- ur keppninnar verður á milli Brasilíu og Skotlands. Olsen kallaði saman 27 leikmenn, sem spila á Englandi, og æfðu þeir á svæði Blackbum um liðna helgi, en hann verður með lið sitt á móti á Kýpur í byrj- un febrúar þar sem íslenska landshðið verður líka á með- al þátttakenda. Hann ætlar að fá leikmennina á Englandi aftur saman síðar í vetur og hefur ákveðið fjóra æfingaleiki að auki fyrir HM á móti Frökkum í Marseille 28. febrúar, á móti Belgum 25. mars, Dönum 22. apríl og Túnis 27. eða 28. maí í Molde. „Það verður erfiðara næst en við getum gert það,“ sagði Olsen um sig- urmöguleika Noregs á móti Brasilíu í Frakklandi. „Brasilíumenn em sennilega með besta lið heims en það er ekki ósigrandi. Ég er hissa á því að fleiri lið hafa ekki nýtt sér veik- leika Brasih'u. Vamarleikur liðsins er ekki góður á miðjunni en ég held að það hafi vanmetið okkur. Það er ein ástæða þess að við sigruðum. Ég sé liðið ekki falla úr riðlakeppninni en sá möguleiki er fyrir hendi að það tapi stigum. Ég held líka að Skotland eigi möguleika á að sigra Brasilíu í fyrsta leik keppninnar. Fyrsti leikur- inn er ávallt erfiður og ég held að Skotland geti fengið eitthvað út úr þessum 90 mínútum." Olsen sagði að Norðmenn væm á ámóta plani og Skotar en leikskipu- lagið væri annað. Hins vegar væri óheppni að vera í riðli með Marokkó sem væri, að sögn, besta liðið í Af- ríku. Hann sagði að erfiðara væri að halda utan um hlutina nú en þegar átta eða 10 leikmenn léku utan Nor- egs. „Leikaðferðimar á Englandi em svo misjafnar að þær mgla mig. „Við erum ákveðnari en ensk lið - höfum meiri hæfileika í sókn en styrkurinn liggur í skipulögðum vamarleik. Við fengum aðeins á okkur tvö mörk í átta leikjum í riðlakeppninni.“ Solskjær spenntur Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, var ekki á sama máli og Olsen varðandi áhrif mis- munandi leikaðferða liðanna. „Munurinn á leikskipulagi United og Noregs er eins og svart og hvítt. Við reynum að halda boltanum og þreyta mótherjana en Noregur legg- ur mikið upp úr löngum sendingum. En þetta er ekki vandamál vegna þess að sem fyrr em 11 menn í liði, einn bolti og tvö mörk.“ Norðmenn bíða spenntir eftir úr- slitakeppninni en sjálfsagt er enginn eins spenntur og Solskjær, sem kjör- inn var Knattspymumaður Noregs 1997, annað árið í röð. ,Á næstu sex mánuðum ljúkum við keppni í ensku úrvalsdeildinni, Ensku bikarkeppn- inni, Meistaradeildinni og Heims- meistarakeppninni og ég er aðeins 24 ára,“ sagði hann. „Ég hef verið hjá Manchester United í 16 mánuði og lært mikið, er orðinn meiri al- hliða leikmaður. Samt vil ég gera meira og vil læra meira af þeim sem em í kringum mig. Ég fylgist alltaf með því sem þeir gera betur AMERÍSKI FÓTBOLTINN / SJONVARPSRETTUR NFL fær um 145 milliarða kr. á ári Ameríska fótboltadeildin NFL hefur nánast gengið frá sölu sjónvarpsréttar frá leikjum deildar- innar næstu árin. Aðeins á eftir að ganga frá sölu á mánudagsleikjum en verði hækkunin á þeim sambæri- leg og á öðmm leikjum fær NFL um 2 milljarða dollara, um 145 millj- arða kr., á ári fyrir sjónvarpsréttinn næstu átta árin, sem er um 80% hækkun frá fyrri samningum. Athygli vekur að CBS, sem missti réttinn til að sýna frá Landsdeild- inni til Fox 1993 eftir að hafa sinnt NFL í 37 ár, bauð 4 milljarða doll- ara í leiki frá Amerísku deildinni næstu átta árin og var tilboðinu tek- ið en NBC var áður með réttinn. CBS greiðir 500 milljónir dollara á ári, 130% meira en NBC greiddi, sem var 217 millj. dollara á ári. Fox verður áfram með sýningarréttinn frá leikjum Landsdeildarinnar á sunnudögum og greiðir 4,4 millj- arða dollara fyrir réttinn í átta ár. Fyrirtækið greiddi áður 395 millj. dollara á ári en nú 550 millj. dollara sem er 39% hækkun. Fox sýnir líka þrjá úrslitaleiki á samningstíman- um og þar af tvo á næstu fimm ár- um. ABC hefur sýnt frá leikjum á mánudagskvöldum og gerir það næstu átta árin en NBC, sem hefur sýnt frá NFL í meira en þrjá ára- tugi, bauð einnig í leikina. Talið er að greiðslan frá ABC, sem rekur einnig ESPN og sýnir sunnudags- leiki þar, verði um 530 millj. dollar- ar á ári. Þótt samningamir séu til átta ára á NFL endurskoðunarrétt eftir sex ár vegna hugsanlegra breytinga varðandi t.d. markaðinn, vinsældir efnisins, tækni o.fl. en ég og reyni að líkja eftir þeim.“ Verður erfitt Craig Brown, landsliðsþjálfari Skotlands, er jarðbundinn og veit á hverju hann á von í París 10. júní. „Brasilía getur stillt upp þremur lið- um því úr svo mörgum mönnum er að velja,“ sag'ði hann. „Stilla má upp liði með leikmönnum sem spila í Brasilíu. Annað lið má skipa mönn- um sem leika í Evrópu og besta liðið er blanda úr þessum tveimur. Ekki þarf sérfræðing til að giska á hvaða lið byrjar í HM.“ Brown sagði að Brasilíumenn ættu Carlos Alberto Parreira, þjálfaran- um sem stýrði þeim til sigurs á HM 1994, mikið að þakka vegna þess að hann hefði lagt línuna sem unnið væri eftir og því væru þeir eins hættulegir og raun ber vitni - sam- einuðu meðfædda hæfni og aga. „Brasilía hefur alltaf átt bestu leik- menn í heimi en spyrja má hvers vegna þeir náðu ekki árangri í 24 ár. Það er vegna þess að þeir léku ekki þegar þeir höfðu ekki boltann en Carlos Alberto Parreira breytti þessu. Hann setti Dunga í liðið fyrir Rai vegna þess að Dunga var agaðri og liðið varð skipulagðara. Sú skipu- lagning er að mestu enn ríkjandi." Vantar leiki Brown sagðist þurfa nokkra leiki til að sjá menn sem ættu möguleika á að komast í skoska hópinn. Leikur við Dani hefði verið ákveðinn en Danir hefðu hætt við og því þyrfti að finna aðra mótherja. í sambandi við leikmenn sem bönkuðu á dyrnar nefndi hann son Bobbys Goulds, landsliðsþjálfara Wales, markvörðinn Jonathan Gould hjá Celtic, en hann fæddist á Englandi og á skoska afa og ömmur. Hins vegar væri ljóst að Duncan Ferguson, miðheiji Everton, vildi ekki spila fyrir Skotland. „Eg hef talað við Dunean en hann sagði að þetta væri ekkert persónulegt. Ég spurði hann hvort ákvörðunin hefði eitthvað með mig að gera og hvort viðbrögð hans yrðu önnur ef Alex Ferguson eða Kenny Dalglish bæðu hann um að spila fyrir Skotland en hann sagði að það breytti engu.“ Í I t' I i \ í i \ i h-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.