Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Frumkvæði og endurnýjun ! /*saamr^^ VlfffCARA LÝÐRÆÐI Bein áhrif borgarbúa Verkefni og völd til hverfanna Neitunarvald til íbúa Hrannar Björn í borgarstjórn 3 Fjarnám 2 er beint framhald af stigi 1. í þessu fjarnámi er farið ítarlega í ritvinnslu, töflureikni og framsetningarforritið Power Point. Námið er sambærilegt við 60 kennslustunda nám. Jóhann í 37. sæti á stigalista FIDE SKAK Alþjóðaskáksambandið FIDE, Lausanm; Birtur hefur verið listi yflr 100 stigahæstu skákmenn heims frá og með 1. jamíar 1998 EFTIR frábæra frammistöðu Jóhanns Hjartarsonar undan- farna mánuði er hann nú kominn í 37. sæti á stigalista FIDE með 2.630 stig. Stigin komu út fyrir nokkrum dögum og gilda fram á mitt þetta ár. Jóhann er ekki í slæmum félagsskap með þessa stigatölu, því jafnir honum eru þeir Vikt- or Kortsnoj, Artur Júsupov, Alexey Dreev, Zoltan Almasi og Julio Granda Zuniga frá Perú. í byrjun síðasta árs var Jóhann í 83.-96. sæti á stiga- lista FIDE með 2.585 stig. Á júlílist- anum var hann kom- inn í 61.-64. sæti með 2.605 stig og eins og fyrr segir er hann nú kominn með 2.630 stig. Hann hef- ur því hækkað um 45 stig og um hvorki meira né minna en 46 sæti á „heimslistanum". Það ánægju- legasta við frammistöðu Jóhanns er þó að frammistaða hans síðari hluta ársins var enn betri en stigatalan gefur til kynna. Til þess að átta sig betur á þessu af- reki hans er rétt að hafa i huga að yfir 20.000 skákmenn eru á stigalista FIDE. Röð efstu manna á nýja FIDE listanum er þessi: 1 Gary Kasparov 2825 2 Vladimir Ki'amnik 2790 3 Viswanathan Anand 2770 4-5 Vassily Ivanchuk, Veselin Topalov 2740 6 Anatoly Karpov 2735 7 Gata Kamsky 2720 8 Alexei Shirov 2710 9-10 Peter Svidler, Alexander G. Beliavsky 269011 Valery Salov 2680 12-14 Boris Gelfand, Evgeny Bareev, Kiril Georgiev 2675 15-17 Michael Adams, Peter Leko, Judit Polgar 2670 18 Sergei Rublevsky 2665 19-23 Alexander Khalifman, Michal Krasenkow, Alex Yermolinsky, Nigel D. Short, Vladimir Akopian 2660 24-25 Lembit Oll, Vadim Zvjaginsev 2655 26-27 Matthew Sadler, Zurab Azmaiparshvih 2650 28-29 Joel Lautier, Alexander Chemin 2645 30-32 Sergei Tiviakov, Mikhail Gurevich, Rafael A Vaganian 2640 33-36 Alexandru Crisan, Vadim Milov, Ulf Andersson Predrag Nikolic 2635 37-42 Jóhann Htjartarson, Viktor Kortsnoj, Julio E. Granda Zuniga, Zoltan Almasi, Alexey Dreev, Artur Júsupov 2630 43-45 Alexander Nenashev, Ivan Sokolov, Yasser Seirawan 2625 46-49 Konstantin Sakaev, Sergei Shipov, Jan H. Timman, Grigory S. Kaidanov 2620 50-53 Alexander Shabalov, Boris Alt- erman, Aleksej Aleksandrov, Utut Adi- anto 2615 Þótt Jóhann sé meðal þeirra sem mest hafa hækkað á listanum yfir 100 sterkustu skákmenn heims slær þó Baba- kuli Annakov frá Tur- kmenistan öllum öðr- um við. Hann var með 2.365 stig í janúar 1997. Nú hefur hann hins vegar hækkað um 220 stig og er í 98. sæti listans með 2.585 stig. Babakuli hefur náð þessum árangri með mikilli vinnu, því hann hefur teflt flest- ar skákir allra á topp 100 listanum undanfama 6 mán- uði, eða alls 212 skákir. Stigalistinn er óvenju seinn á ferðinni nú og hefur ekki verið birtur í heild. Enn er því ekki vit- að um stig annarra íslenskra skákmanna en Jóhanns. Ástæða dráttarins er sú að FIDE hefur gengið illa að innheimta gjöld frá aðildarsamböndum og hótaði þvi að stig skákmanna frá sambönd- um sem ekki höfðu borgað, yrðu ekki birt. Flestir gerðu upp, en þó mun vanta nöfn frá einstaka lönd- um. Héðinn sigrar á atkvöldi Héðinn Steingrímsson sigraði á atkvöldi Taflfélagsins Hellis, sem haldið var mánudaginn 5. janúar. Tefldar voru 3 hraðskákir og 3 at- skákir. Héðinn sigraði alla and- stæðinga sína og hlaut 6 vinninga. Röð efstu manna varð þessi: 1. Héðinn Steingrímsson 6 v. af 6 2. -4. Hörður Garðarsson Vigfús Vigfússon Gunnar Orn Haraldsson 4 v. o.s.frv. Keppendur voru 14. Mótíð var haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Skákþing Reykjavíkur 1997 Skákþing Reykjavíkur hófst á sunnudaginn var. Teflt er á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum, alls 11 umferðir. Keppt er í einum opnum flokki samkvæmt svissneska kerfinu. Þátttakendur í mótinu eru 86. Stigahæstir þeirra eru, skv. ís- lenskum skákstigum: 1 Jón Viktor Gunnarsson 2475 2 Sævar Bjamason 2315 3 Bragi Þorfinnsson 2235 4 Kristján Eðvarðsson 2225 5 Sigurður Daði Sigfússon 2220 6 Jóhannes Ágústsson 2215 7 Dan Hansson 2205 8 Páll Agnar Þórarinsson 2180 9 Sigurbjöm Bjömsson 2180 10 Bergsteinn Einarsson 2175 11 Amar E. Gunnarsson 2150 12 Stefán Kristjánsson 2115 13 Jóhann Helgi Sigurðsson 2055 14 Hrannar Baldursson 2035 15 Sverrir Öm Bjömsson 2010 16 Davíð Kjartansson 1995 17 Eiríkur K. Bjömsson 1990 18 Helgi E. Jónatansson 1980 19 Jón H. Bjömsson 1970 20 Halldór Garðarsson 1940 21 Sigurjón Sigurbjömsson 1910 22 Torfi Leósson 1900 Alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótið 1998 Reykjavíkurskákmótið 1998, sem verður hið 18. í röðinni, verð- ur haldið dagana 10.-18. mars næstkomandi. Mótið verður opið öllum skákmönnum með alþjóðleg skákstig. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugs- unartíminn er 2 klst. á 40 leiki, 1 klst. á 20 leiki og síðan 30 mín. til að ljúka skákinni. Umferðir hefj- ast klukkan 17 alla daga, nema síðasta umferðin, sem hefst kl. 13. Verðlaunasjóðurinn er 15.000 doll- arar. Þátttökugjald fyrir skák- menn með minna en 2200 stig er kr. 6000. Það er Taflfélag Reykja- víkur sem hefur umsjón með mót- inu að þessu sinni. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. febrúar. Tekið er við skráningum í símum TR 581-3540 og 568-2990. Einnig má senda þátttökutilkynn- ingar bréflega til Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Reykjavíkurskákmótið var síð- ast haldið 1996 og þá voru þátt- takendur 64 frá 13 löndum. Þar af voru 4 skákmenn með yfir 2.600 stig. Fimm af íslensku stórmeist- urunum tóku þátt í mótinu. Norð- menn voru sigursælir á mótinu, en þeir Simen Agdestein og Jonath- an D. Tisdall lentu í 1.-3. sæti ásamt Bosníumanninum Predrag Nikolic. Daði Öm Jónsson Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b • Sími 568 5010 Tísku- verslunin Casa opn- uð í Kjarn- anum Selfossi. Morgunblaðið Ný tískuverslun var opnuð nýverið á Selfossi. Verslunin heitir Casa og er í eigu Gísla Björnssonar og Elísabetar Hlíðdal. Að sögn Elísa- betar, verslunarsljóra, þá er Casa eingöngu fyrir konur og markhóp- urinn eru konur á aldrinum 16-40 ára. í Casa fást föt frá Sautján og segir Elísabet það virka vel enda hafa viðtökur við versluninni verið góðar. Verslunin er til húsa í Kjarnanum, sem er verslunarmið- stöð að Austurvegi 3-5. Morgunblaðið/Sig. Fannar ELÍSABET Hlíðdal, verslunarsljóri Casa í Kjarnanum á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.