Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 35 dáið fyrr um kvöldið. Ég var búinn að fá fregnir af því að þú værir ekki sem best til heilsunnar, værir fljót að verða þreytt og vildir vera sem mest heima. En samt var Guð svo góður að lofa þér að vera með fjölskyldunni heima í Hjálmholti alla jóladagana og á gamlárskvöld, en fara heim í rúmið þitt á kvöldin. Guð var líka svo góður að lofa þér að sofna heima, þegar þinn tími var kominn að sofna hinsta sinn. Pess hafðir þú óskað og beðið svo oft. Á Dalbrautinni leið þér vel, þar var þitt heimili síðustu ár og þar vildir þú helst vera innan um vini þína. Én samt er maður jafn óund- irbúinn þegar kallið kemur. Minningamar streyma fram. Þú ert búin að vera svo stór hluti af lífi mínu, frá því að passa mig sem ungbarn, þegar foreldrar mínir voru erlendis, í það að vera hluti af lífi drengjanna minna, þegar við komum til Islands. Eitt af því fyrsta sem við gerð- um var að heimsækja Löngu. Álltaf áttir þú hlý orð og eitthvað í lófa, nú síðustu ár voru það peningar, sem drengirnir máttu kaupa fyrir. Oft höfðu þeir orð á því að Langa ætti alltaf peninga. Ég reyndi af vanmætti að útskýra fyrir þeim að ástæðan væri sú, að þú fórst vel með þá, og beygðir þig eftir smá- aurunum. Þú varst búin að lifa tím- ana tvenna, það getui- ekki hafa verið auðvelt þegar að þú varst að alast upp, en Guði sé lof að þá bötnuðu tímarnir og þú lifðir fjöl- breyttu lífi. Þú komst í heimsókn til okkar í Lúxemborg og ávallt aufúsugestur, og fleiri ferðir fórst þú, þegar við bræður byggðum okkur sumarhús varst þú svo hrifin að þú tókst af okkur loforð um að við byðum þér í heimsókn. Þú komst í Undraland og var slegið upp veislu, þar sem ættingjar okk- ar í dalnum komu og nutu þess að eyða með þér góðum dögum. í seinna skiptið fyrir tveimur árum komst þú aftur tH að líta á verk okk- ar, þá orðin háöldruð. Við komum með stól niður á veg til að bera þig upp allar tröppumar, nei ég þarf ekkert svona, ég kemst þetta sjálf, og af stað raukst þú með þinn staf og máttum við hafa okkur alla við að verða á undan þér upp. Það sem þú ætlaðir að gera það gerðir þú. Alltaf gladdist þú með okkur þeg- ar vel gekk eða áttir hlý orð og góð- ar ráðleggingar þegar miður gekk. Þvílík kona. Ég þakka fyrh- að hafa átt þig svona lengi og fjölskyldan mín þakkar fyrir sig. Hvíl í friði og megi Guð vera með þér. Magnús og fjölskylda í Lúxemborg. Hún var svo sannarlega mikil kona. Nú hefur hún kvatt okkur. Tilbúin að kveðja nærri 95 ára að aldri. Löngu og farsælu lífi er lokið hjá þessari góðu konu. Öllum er Höllu kynntust varð hún minnis- stæð. Hún varð góð vinkona okk- ar, þótt áratugir skildu að í aldri. Við vorum tvær litlar fimm ára hnátur, dóttir Höllu og ég, sem hittust á leið í Isaksskóla í fyrsta sinn fyrir ótal mörgum árum. Báð- ar áttum við heimili í nánd við Skólavörðuholtið. Bryndís var brosmild og ljúf eins og hún er ennþá. Móðir hennar varð fljótt einnig vinkona okkar. Halla var bráðgreind og skemmtileg kona, sem sópaði að. Hún átti sinn bíl sem hún ók um á eins og drottn- ing. Það þótti okkur vinkonunum mikið til um og „flott“. Hún var á ýmsan hátt á undan sinni samtíð. Þegar konur höfðu sig lítt í frammi stóð Halla venjulega upp í fjölskylduboðum og stórum sam- kvæmum, mælti nokkur orð sem urðu viðstöddum minnisstæð. Halla er mér sérstaklega minnis- stæð frá sérstöku „dömuboði" sem við báðar tókum þátt í hjá sameig- inlegri kunningjakonu. Þar sagði hún á sinn skemmtilega máta kímnisögur, sem okkur yngri kon- um fannst talsvert til um, sérstak- lega af vörum eldri dömu. Halla var sem drottning í sinni góðu fjöl- skyldu. Henni var hún afar góð og fjölskyldan mat hana mikils og virti. Vert er að minnast vina hennar á Leifsgötunni. Leigjend- ur í húsi hennar á Leifsgötu 14 urðu einnig góðir vinir hennar. Svo góðir vinir að þeir fylgdu henni nánast í öll meiriháttar fjöl- skylduboð og jafnvel fjölskyldur þeirra líka. Fram á síðasta dag heimsótti hún þessa vini sína í kirkjugarðinn og sinnti þeim jafn- vel eftir að þeir voru farnir. Aðdá- unai-vert var að sjá hversu vel hún fylgdist með öllu sínu ættfólki, bæði stórum og smáum. Minnið ótrúlegt og við hvert tilefni naut hún þess að vera góð við fjöl- skyldu sína og aðra, enda uppskar Halla eins og hún sáði. Fjölskylda hennar þreyttist aldrei á að sinna henni og heimsækja og voru þar fremst í flokki dætur hennar tvær Bryndís og Svava svo ekki sé minnst á tengdasynina Jón Þór og Ólaf. Við heimsóttum í haust sem oftar vinkonu okkar Höllu á Dal- brautarheimilið, tvær skólasystur Bryndísar. Halla fannst ekki fyrr en eftir nokkra leit. Hún hafði far- ið að líta eftir nýrri vistkonu, sem hún hafði áhyggjur af, sú hafði ekki komið til hádegisverðar. Halla var sem áður. Fór til að sinna þessari konu og hafa ofan af fyrir henni. Slík var hún og henni þótti þetta sjálfsagt. Smástund grínuðumst við hjá Höllu yfir smá sérrýdropum. Það var í síðasta sinn, sem fundum okkur bar sam- an. Guð geymi Höllu Einarsdótt- ur, blessi hana og fjölskyldu henn- ar alla. Edda Sigrún Ólafsdóttir. RAGNAR STEFÁNS- SON GUÐRÚN HELGA HELGADÓTTIR + Ragnar Stefánsson fæddist 5. október 1922. Hann lést 27. ágúst 1996. Guðrún Helga Helga- dóttir fæddist 14. apríl 1924. Hún lést 29. desember slðastliðinn og fór útfiir hennar fram 2. janúar. Það var síðla kvölds þegar við komum á áfangastað og tjölduðum.. Islenska sumamóttin frekar svöl þegar ég og frænkur mínar Rósa- lind og Ragnhildur skriðum ofan í svefnpokana skjálfandi af kulda. Birtist þá Gunna með þrjár yndis- lega heitar flöskur handa okkur. Innihaldið hafði víst einhvem tíma verið annað en heitt vatn, en við vorum fljótar að stinga þeim niður í pokana þakklátar hugulsemi Gunnu. Ég var svo lánsöm að fá oft að fara með fjölskyldunni út úr bæn- um. Sérstaklega eru minnisstæðar stundirnar í sumarbústað þeirra við Þingvallavatn. Minn fyrsti sil- ungur veiddur þar með hjálp Ragnars frænda. Ég vildi með þessum fáu línum þakka Ragnari og Gunnu fyrir mig. Ragnar var alltaf uppáhalds frændi okkar krakkanna í Skipó og ætíð mikil kátína í stóra hópnum þegar hann birtist. Blessuð sé minning þeirra. Svala Jóhannsdóttir. Crfisdrykkjur VcMngohú/ið Gnn-inn Slmi 555-4477 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Svenir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suóurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. mmmmmxm £ 1 5 | 5 | 3 Fersk blóm og skreytingar viðöll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, síwi 568 9120 2 3 3 sSífe 3 tkimmmmmtk Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: f sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför bróður okkar og fósturbróður, HARALDAR ÞÓRS JÓNSSONAR, Hábergi 7, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Guðríður G. Jónsdóttir, Hálfdán Á. Jónsson, Helga Þ. Guðmundóttir, Margrét S. Guðjónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður og afa, ÓLAFS ÁRNASONAR Ijósmyndara, Vesturgötu 80, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness. Ingveldur Ásmundsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Anna Bjömsdóttir, Ólafur Ingi og Svainbjörn Freyr. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU STEFÁNSDÓTTUR, áður til heimilis að Bárugötu 15, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 23. desember sl. Þórunn R. Jónsdóttir, Ámi S. Jónsson, Hanna Ragnarsdóttir, Guðbjörg R. Jónsdóttir, Skúli Ólafs, Marinó P. Hafstein, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR LÚÐVÍKSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Ester Einarsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Þórhallur Hólmgeirsson, Einar Guðmundsson, Drífa Gunnarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Sæmundur R. Þorgeirsson, Erla Guðmundsdóttir, Friðrik Baldursson og barnabörn. Lokað vegna jarðarfarar ÞORVALDAR GUÐMUNDSSONAR, forstjóra, þriðjudaginn 20. janúar 1998 frá kl. 12.00. Síld og fiskur Lokað vegnajarðarfararSIGRÍÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR mánudaginn 19. janúarfrá kl. 12.00 Raf kóp—Samvirki, Skemmuvegi 30. Lokað Vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR verður verslunin lokuð mánudaginn 19. janúar frá kl. 13.00—16.00. Tískuverslunin Ríta, Eddufelh 2. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.