Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 37 ! I I ! I I I ! I I f i i i i i i Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Þegar landsmenn voru að kveðja jólahátíðina og slökkva síðustu jólaljósin slokknaði líka skært og fagurt ljós. Elskuleg vinkona okk- ar hún Sigga var látin, myrkrið varð svartara en ella og sorgin greip okkur heljartaki. Við vissum að hverju stefndi en þegar kallið kemur er áfallið alltaf jafn mikið. Hugurinn reikar 23 ár aftur í tím- ann þegar við fluttumst báðar með fjölskyldum okkar í Möðrufell 5. Vinátta sem þar hófst hjá okkur, stóð hrein og tær fram á síðasta dag. Sigga var glæsileg og falleg kona sem enginn komst hjá að taka eftir, alltaf var hún vel snyrt og klædd og hugsaði vel um útlit sitt, heimili og fjölskyldu. Minn- ingarnar eru ótal margar bæði í gleði og sorg en þannig er lífið. Hún var söngelsk mjög og spilaði á gítar, hljómborð og harmoníku ef svo bar undir. Við áttum það nú til að taka lagið og syngja saman af hjartans lyst í eldhúsinu hennar eða mínu. Stundum kannski of lengi frameftir, og stundum kannski of hátt, og þá var kvartað, en alltaf í góðu. Margt brölluðum við saman í gegnum árin og oft var hlegið dátt eftir á. „Hvað skyldi ykkur detta í hug að gera næst?“ sagði maðurinn minn oft á tíðum. Við vorum með rautt veggfóður á holinu hjá okkur og eitt kvöldið fór ég eitthvað að tala um hvað ég væri orðin leið á þessu rauða, rauða veggfóðri. Þá sagði mín: „Elsku Della mín, rífum það bara af ‘ og það var gert á stundinni og ekki var látið þar við sitja, heldur sótt málning í geymsluna og holið málað hvítt og fórum við alsælar að sofa undir morgun ánægðar með næturverkið. Ekki var minn maður eins ánægður og við Sigga þegar hann kom fram næsta morg- un. Hann greip um höfuðið og starði í forundran á þessa hörm- ung sem blasti við honum í dags- birtunni, en ýmislegt hafði farið fram hjá okkur Siggu um nóttina og langan tíma tók að skafa og laga þetta eftir okkur. En þetta at- vik situr í okkur eins og það hefði gerst í gær og mikið búið að hlæja að þessu og öðru sem okkur datt í hug að gera og framkvæmdum. Það var gleðidagur þann 3. apríl 1982 þegar Sigga opnaði tísku- verslunina Rítu sem hún rak með dugnaði og eljusemi í 15 ár og var haldið veglega upp á afmælið í apr- íl sl., en síðla sumars seldi hún hana vegna veikinda sinna. En sorgin knúði dyra. Ái’ið 1983 missti Sigga fyrrum manninn sinn og stóð hún þá ein eftir með þrjú börn aðeins 38 ára gömul. En hún lét ekki bugast, lífíð hélt áfram. Skömmu síðar endurnýjuðust kynni hennar við gamlan skóla- bróður, Benedikt Benediktson, sem þá var líka búinn að ganga í gegnum þá sorg að missa maka sinn. Þau hófu sambúð og ástin blómstraði, betri og ástríkari mann hefði hún aldrei geta fengið. Sumarbústað í Borgarfírði eiga þau og var það þeirra paradís. Sigga sagði oft: „Eg þarf ekki til sólarlanda, ég fer frekar upp í bú- stað og verð þar“. Sumarbústaða- talið og heimsóknir okkar uppeftir til þeirra smituðu út frá sér og þegar okkur bauðst land í næsta nágrenni við þau, hvöttu þau okk- ur eindregið til að taka það og buðu fram alla sína aðstoð. Það var úr, landið tókum við og byrjuðum að reisa, í dag stendur þar háreist- ur og fallegur bústaður sem okkur fínnst að Sigga og Benni eigi ekki síðri hlut að en við. Frá þeim feng- um við fyrstu gjafirnar í bústað- inn, stálskálina góðu „til að halda grilluðu kartöflunum lengur heit- um, elskan", nú svo kom nýtt grill og sóltjald „þið verðið að hafa skjól á pallinum, annað dugar ekki“ og síðast en ekki síst Flóra Islands innrömmuð og falleg sem var hengd upp með viðhöfn að þeim báðum viðstöddum. Hjá þeim gist- um við og bjuggum meðan verið var að reisa og loka, okkur var af- hentur lykill og nota máttum við bústaðinn þeirra að vild og var hann óspart notaður þegar nánast öll fjölskyldan var upp frá að hjálpa til, þetta ber að þakka. í Borgarfirðinum áttum við ynd- islegar stundir saman sem aldrei gleymast og þar var sungið á björtum sumarnóttum, farið í heita pottinn og sungið meira. En nú er söngur hennar hljóðnaður að ei- lífu. Árið 1991 greindist Sigga mín með þann sjúkdóm sem að lokum felldi hana. Með æðruleysi tókst hún á við hann og bugaðist ekki. Viðkvæðið hjá henni var „Ég er búin að eiga svo mörg yndisleg ár með Benna mínum og fyrir það þakka ég Guði“ og sannarlega voru árin þeiiTa góð. Þau ferðuð- ust mikið um landið og nutu lífsins og Benni dekraði við dúlluna sína á allan máta og bar hana á höndum sér. Sigga mín lést á heimili sínu, umvafin ást og kærleika sinna nánustu, og veit ég að eins vel hef- ur verið tekið á móti henni hinum megin og hún var kvödd hér. Elsku Sigga mín, ég kveð þig eins og við kvöddum gjaman hvor aðra: „I love you ástin mín og Guð veri með þér“. Aldraðri móður, elsku Benna, börnum Siggu, barnabörnum, tengdabörnum og systkinum hennar vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum ykkur Guðs blessunar. Elín Pétursdóttir (Della), Kristján Baldursson, synir og Qölskyldur þeirra. Drottinn gaf og drottinn tók. Ég trúi þvi ekki ennþá að Sigga vin- kona mín sé látin svona ung. Á hverjum degi í langan tíma lét ég biðja fyrir Siggu að hún fengi bata, en Jesús tók Siggu til sín og hjá honum fékk hún bata. Stundum hugsa ég: Hver verður næstur sem ég þekki eða verður það kannski ég sjálf, því enn hafa læknar lítið ráðið við krabbamein. Ég kynntist Siggu fyrir 15 áram. Þá var hún með tískuverslunina Rítu í Eddufelli. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman í litlu kaffistofunni inn af versluninni eft- ir klukkan 6 á kvöldin. Við hlógum mikið saman og skoðuðum mjmdir og drakkum kaffi. Sigga vissi að mitt áhugamál er að klæðast smart, og oftast fór ég heim með eitthvað fallegt úr búðinni. Sigga hafði látið útbúa fallega rauða plastpoka merkta Tískuversluninni Rítu, en ég ákvað með Siggu að fara aldrei heim með fotin í fallega merkta pokanum frá búðinni, held- ur hafði ég með mér merktan mat- vörapoka til að setja tískufótin í, enda leit það betur út þegar heim var komið að vera með merktan poka frá matvörabúð. Sigga var búin að eignast góðan, traustan eiginmann, Benedikt Benediktsson, og hann hugsaði sjálfur um hana heima í veikindun- um. Hann gaf henni mikla ást og umhyggju. Snemma á föstudags- morgun 9. janúar dreymdi mig draum þar sem Sigga kom að rúm- inu mínu með tvö eða þrjú lítil börn í hvítum kjólum með vængi á bak- inu. Mér fannst í draumnum að Sigga ýtti við mér og bæði mig að hjálpa sér, því englabörnin vora svo óþekk. Mér skildist í draumn- um að hún væri að fara með engla- börnin til himna. Draumurinn varð ekki lengri, en ég glaðvaknaði og gat ekki sofnað aftur. Ég fór í nátt- slopp og hitaði mér kaffi, ég leit á klukkuna. Hana vantaði þrjár til fjórar mínútur í fjögur um nóttina. Eftir hádegi sama dag hringdi Benedikt, maðurinn hennar, til mín og sagði mér að Sigga væri látin. Hann sagði mér að hún hefði látist þremur til fjóram mínútum fyrir fjögur um nóttina og tveimur mín- útum seinna hefði hann lokað fal- legu augunum hennar. Þá var ég líka að drekka síðasta kaffisopann úr bollanum mínum. Eftir þessa sorgarfrétt vissi ég eftir á að við Sigga drakkum saman kveðjukaff- ið á sömu mínútu og hún var að skilja við. I dag hugsa ég að aldrei á minni ævi hafi ég lifað dásamlegra augnablik en að drottinn gaf okkur Siggu tíma til að fá okkur kaffi saman áður en hún fór heim. Elsku Benedikt, ég bið Jesúm að þerra tárin þín og gefa þér og fjöl- skyldu Siggu styrk og kraft til að jafna sig á sorginni, en minningin verður eftir. Svo hittum við öll Siggu þegar okkar tími kemur. Þakka þér fyrir allt, elsku vin- kona. Far þú heim á guðs vegum. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fýr- ir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekk- ert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir féndum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi- daga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.“ (23. Davíðssálmur) Þín Ella Valborg Þorvaldsdóttir. Það var sumarið 1962 að við fimm stelpur réðum okkur sem fóstrur að barnaheimili austur í sveit. Þar tengdumst við þeim vin- áttuböndum sem hafa varað síðan. Þá voram við ungar og bjartsýnar og áttum lífið framundan. Ein var sú sem strax fór fyrir hópnum. Það er okkar kæra vinkona sem við kveðjum nú í dag. Sigga var lífsglöð, hæfileikarík og einstak- lega músíkölsk. Hún virkjaði okk- ur fljótlega á því sviði, kenndi okk- ur mörg sönglögin og textana og spilaði undir á gítar og það var föst venja að syngja saman er við hitt- umst. Eftir því sem árin liðu styrktist vinátta okkar. Margar góðar minningar eigum við í gegn- um tíðina. Með miklu þakklæti lít- um við til baka og rifjum upp enda er af nógu að taka. Állar samvera- stundirnar, matarboðin og um fram allt árlegar haustferðir í sumarbústað að ógleymdri utan- landsferð okkar. Það var gott að hafa hver aðra hvort sem var til að gleðjast eða gráta og létta á hjart- anu. Við vorum ekki alltaf sam- mála en það varð aðeins til að skerpa sambandið og sýna okkur hvers virði við vorum hver annarri. Tíminn leið, við tók lífsins gang- ur svo sem börn og bú. Sigga gift- ist ung að áram Ásgeiri Berg Úlfarssyni, miklum ágætis og dugnaðarmanni, sem lést um aldur fram. Eignuðust þau þrjú mann- vænleg börn sem hún var afskap- lega ánægð með. Einnig góð tengdabörn, að ógleymdum öllum barnabörnunum sem hún sagði okkur oft sögur af og ljómaði af stolti. Sigga var afskaplega létt í lund, gefandi og jákvæð manneskja enda var alltaf glatt á hjalla í kringum hana. Fólk laðaðist að henni enda hafði hún einhvern sér- stakan kraft og útgeislun og hafði alltaf tíma fyrir aðra. í 15 ár rak hún sína eigin verslun, átti marga trygga viðskiptavini og er ekki að efa að persónutöfrar Siggu hafi átt þátt í því hve vinsæl sú verslun var. Sigga fór ekki varhluta af erfið- leikum og sorg í lífinu, en aftur birti. Það var þegar hún hitti Benna sinn. Benedikt Benedikts- son var seinni maður hennar. Því- lík hamingja og hvað það var ynd- islegt að fylgjast með þeim og hvernig þau kunnu að njóta lífsins. Enda er hann greiðvikinn og hlýr og alltaf var okkur innilega fagnað hvenær sem við hittumst. Sigga og Benni höfðu unnið undanfarin ár við að byggja sér sumarbústað, sannkallaðan unaðsreit þar sem þau undu sér vel og það var gott að heimsækja þau þangað. Fyrir nokkram áram kom upp sá sjúkdómur sem hefur nú borið hana ofurliði. Barðist hún hetju- lega við þann sjúkdóm og sýndi ótrúlegan styrk. Hún stóð ekki ein því Benni og fjölskyldan studdu hana á allan hátt. Það var einstakt að fylgjast með umhyggju Benna og umönnun, sérstaklega síðustu mánuðina. Við þökkum Siggu fyrir sam- fylgdina og vináttuna í gegnum ár- in. Við héldum reyndar alltaf að við myndum eldast saman en ekk- ert er sjálfgefið. Siggu verður sárt saknað úr hópnum. Elsku Benna sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, móð- ur hennar og börnunum og fjöl- skyldum þeirra. Ásta, Margrét, Sjöfn og Kolbrún. Kom, huggari, mig hugga þú, Kom, hönd og bind um sárin, Kom, dögg, og svala sálu nú, Kom, sól, og þerra tárin, Kom, hjartans heilsulind, Kom, heilög fyrirmynd, Kom, Ijós, og lýstu mér, Kom,líf, erævinþver, Kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Mig langar að minnast Siggu vinkonu minnar með nokkrum orð- um. Margar minningar koma upp í hugann, þegar litið er til baka. Við kynntust í Reykholti i Borgarfirði veturinn 1960-1961 er við vorum, þar í heimavistarskóla. Sigga var alveg einstök. I skólanum var hún hrókur alls fagnaðar. Hún átti raf- magnsgítar og spilaði og söng al- veg frábærlega. Við vorum saman í millirödd í blandaða kórnum en í bassa í kvennakórnum. Ég flutti til Reykjavíkur 1961 og héldum við okkar vinskap. Sigga bjó á Ný- lendugötunni heima hjá mömmu sinni og systkinum, hún missti pabba sinn þegar hún var í Reyk- holti. Á Nýlendugötunni var alltaf opið hús fyrir vini Siggu og oft hef ég hugsað um það hvað mamma hennar var einstök að lofa okkur vinkonum hennar að vera meira og minna inni á heimili sínu. Þar var oft glatt á hjalla og mikið sungið. Sigga spilaði oft á píanóið eða gít- arinn og við sungum gömlu kórlög- in úr Reykholti. Sigga kynntist Ásgeiri fyrri manni sínum og fór að búa og leið- ir skildu eins og gengur, en þó aldrei alveg, við höfðum samband en öðravísi. Sigga vann mest við verslunarstörf. 1982 setti Sigga upp sína eigin verslun, Tískuversl- unina Rítu, í Eddufelli 2. 1983 fór ég að vinna hjá henni og vann ég þar í eitt ár. Þá var Ásgeir maður- inn hennar látinn. Þetta ár var yndislegur tími, það var gaman að vera í návist Siggu, hún var alltaf svo hress og lifsglöð. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hún gat allt. Hún eignaðist þrjú dásam- leg börn með Ásgeiri heitnum, þau Guðbjörgu, Kristófer og Berglindi, sem öll hafa komið sér vel áfram í lífinu og hafa öragglega fengið gott veganesti frá mömmu sinni. Svo kom Benni inn í líf Siggu og varð lífsföranautur hennar til hinsta dags, þau voru eins og sköp- uð hvort fyrir annað, stórkostleg bæði tvö. Benni missti fyrri konu sina úr krabbameini og svo fær Sigga líka krabbamein. Hún er bú- in að berjast við þennan ljóta sjúk- dóm í ein sex ár og Benni og börn- in þeirra beggja eins og klettar með henni. Það er svo sárt að sjá á eftir henni Siggu minni að mig svíður í hjartað, en þó svo stolt og þakklát fyrir að hafa átt hana að vini. Elsku Guðbjörg, Benni, Guð- björg yngri, Kristófer, Berglind, Laufey, Benni yngri og fjölskyldur ykkar, ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur og hugga í sorginni. Kolbrún Ólafsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku vinkona. Þakka þér fyrir allar skemmti- legu samverastundirnar. Alltaf og alls staðar varst þú miðdepill gleð- innar. Minningarnar streyma fram, ekki síst þær, þegar við vor- um ungar stúlkur, fullar af ákafa og áræðni. Þín umburðarlynda og yndislega móðir, sem opnaði dyrn- ar á Nýlendugötunni fyrir okkur, öllum þínum vinum, hlægjandi, spilandi og syngjandi. Og prakk- arastrikin, þau era bara okkar og ylja á erfiðri stundu. Ég geymi þær og allar minningar um þig í hjarta mér. Þú varst og ert hetja í mínum huga. Móður, börnum og öðram aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Elsku Benni minn, þín er sárasta sorgin. Guð styrki þig og styðji. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Esther. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup- vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn- ar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vin- samlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.