Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 41 j I 1 J i í ! ! í i \ i ■'j i i i í i 1 i i i i i BRÉF TIL BLAÐSINS BRIDS Mengunarlausir strætisvagnar Frá Vigfúsi Erlendssyni: í GREIN minni í Mbl. 8. jan. sl., Mengunarlaus orka, fyrri hluti, var áskorun til SVR að láta nú til sín taka með því að hefja notkun mengunarlausra strætisvagna hér í borg. í sjónvarpsfréttum sama kvöld var rætt við Lilju Ólafsdótt- ur, forstjóra SVR, í tilefni þess að verið var að taka nýjan, mengunar- minni strætisvagn frá Scania í notkun. Lilja vildi í þessu sam- bandi vísa boltanum yfir til Lands- virkjunar og annarra orkufyrir- tækja í landinu hvað varðar þróun og notkun á mengunarlausri orku. Málið er bara að í þessu sambandi er boltinn hjá SVR ef hann er þá nokkurs staðar. Á undanförnum árum hefur verið í gangi viðamikil þróun á notkun mengunarlausra orkugjafa og nýrrar tækni. Hægt er að vísa þar til kanadíska fyrir- tækisins Ballard, sem hefur verið leiðandi í þróun efnarafala og er i samstarfi við fjöldamarga aðila, m.a. marga bílaframleiðendur. Eft- irfarandi þróunaráætlun hefur ver- ið í gangi hjá Ballard m.a. í sam- starfi við Daimler-Benz: Þróunaráætlun Ballard fyrir vetnis- og efnarafalaknúna strætis- vagna er sem hér segir: 1. fasi (1993) - Sönnun hug- myndar (proof of concept). Drægi: 100 mílur/160 km. Farþegar: 20. Efnarafall: 125 hestafla. Fyrsti ZEV vetnisstrætóinn, (ZEV: zero- emission- vehicle) frá kanadíska fyrirtækinu Ballard 1993 var knú- inn 125 hestafla efnarafali. 2. fasi (1995) - Framleiðslu- frumgerð (commercial prototype). Drægi: 250 mílur/400 km. Farþeg- ar: 60 Efnarafall: 275 hestafla. Ballard ZEV vetnisstrætó frá 1995 var knúinn 275 hestafla efnarafali. 3. fasi (1997) - Reynslufloti (demonstration fleet) Drægi: 250 mílur/400 km. Farþegar: 60. Efn- arafall: 275 hestafla. NEBUS (New Electric Bus) frá Daimler-Benz, sem kom fram í maí 1997, notar þróaða efnarafala frá Ballard með 55% nýtni. Þessi vagn er kominn á götuna í Þýzkalandi. 4. fasi - (1999) Raðframleiðsla (commercial production). Drægi: 350 mílur/560 km. Farþegar: 75. Efnarafall: 275 hestafla. Eins og fram kom í annarri grein minni um mengunarlausa orku í Mbl. 14. janúar sl. fékk Chicago borg á þessu ári afhenta 3 vetnis- vagna til prófunar í tvö ár, þar sem reynt verður hvort slíkir vagnar muni henta m.t.t. afls, kostnaðar, áreiðanleika, þæginda og fleiri þátta með því markmiði að hefja síðan raðframleiðslu slíkra vagna. Fram- lag SVR til þessara mála gæti verið að hefja tilraunir með reynsluflota fyrir aldamót og helst sem fyrst, sem í fjTstu gæti reyndar verið 1 vagn, og samið við einn af þeim aðil- um sem nú þegar eru í fasa 3. Hitt er svo rétt að orkufyrirtæki og olíufélög geta líka farið að huga að þessum málum, orkufyrirtækin t.d. með efnarafalarafstöðvum og einnig tengingu sólarrafhlaða og vindmylla við efnarafala. Olíufélög- in þurfa svo fyrst og fremst að hefja undirbúning í tengslum við dreifikerfi orkugjafanna (s.s. met- hanól og vetni) en rétt er að benda á að t.d. Shell Solar B.V. í Hollandi rekur mjög umfangsmikla sólarraf- hlöðuframleiðslu og hyggur á mjög stóra hluti í þeim efnum. Fram- leiðslumarkmið þeirra 1997 var 20.000 m2 = 2MW, 1998: 100.000 m2 = 10 MW og árið 2000 er fram- leiðslumarkmiðið 200.000 m2 = 20 MW af sólarrafhlöðum. VIGFÚS ERLENDSSON, tæknifræðingur. ...... ................... i Nupo tétt Hefur þú prófoð Nupo með appelsínu- eða eplabragði? Ef svo er ekki, vertu velkomin í apótekið Smiðjuvegi, við bjóðum þér að smakka. Ráðgjöf og kynning í dag, laugardaginn 17. jjanúar kl 12.00-16.00. Kynningarafsláttur Nupo næringarduft með trefjum. - kjarni málsins! Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 4. jan. var spilaður eins kvölds Mitchell tví- menningur. 12 pör spiluðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Meðalskor var 100 og röð efstu para varð eftirfarandi: NS: Nicolai Þorsteinsson - Böðvar Magnússon 127 Jón H. Hilmarsson - Jón E. Baldvinsson 126 Leifur Aðalsteinsson - Þórhallur Tryggvason 103 AV: ElíasIngimarsson-UnnarAtliGuðmundsson 148 Guðni Ingvarsson - Þorsteinn Kristmundsson 96 Björn Bjömsson - Friðrik Steingrimsson 90 Eins og sjá má er um að ræða risa- skor hjá Elíasi og Unnari, rétt tæp- lega 75% skor. Þetta er langhæsta skorið hjá félaginu á þessu tímabili og glöggir lesendur sjá að þeir voru eina parið í AV sem var yfir meðalskor, ekki algengt það! Sunnudagskvöldið 11. jan. mættu 12 pör í Mitchell tvímenning og spil- uðu 5 umferðir, 5 spH á milli pai-a. Meðalskor var 100 og efstu pör urðu: NS: LeififfAðalsteinsson-ÞórhallurTiyggvason 1 1 4 Bergljót Aðalsteinsd. - Björgvin Kjartansson 1 1 3 Brypja Dýrborgard. - Harpa Fold Ingólfsd. 1 0 9 AV: ValdimarSveinsson-ÞorsteinnBerg 1 2 4 MagnúsGylfason-StefánGarðarsson 1 1 3 Ámi H. Friðriksson - Gottskálk Guðjónsson 1 0 0 Næst verður spilað í kvöld hjá Bridsfélagi SAÁ. SpHað er í húsnæði Úlfaldans, Armúla 40 og hefst spila- mennska klukkan 19:30. (TðJtOTUUl f. .,i,„ .VY íX .-.r 20-70% afsláttur á s.i Gluggatjaldaefnum frá kr. 200,-. Rúmteppaefni kr. 995,-. @ Eldhúskappar frá kr. 250 % Storesaefni Opið kl. 10-18, laugard. kl. 10-14. GARDUSUBUÐUS Skipholti 35, s. 553-5677. Við seljum nú á næstu vikum ýmsar gerðir af Siemens heimilistækjum á sérstöku afsláttarverði. UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI ERU: Nú er tími til að gera góð kaup á vönduðum tækjum. Komdu í heimsókn og skoðaðu úrvalið. Þetta er sannkallaður búhnykkur fyrir þig. ♦ Eldavélar ♦ Bakstursofnar ♦ Helluborð ♦ Örbylgjuofnar ♦ Kæliskápar ♦ Frystiskápar ♦ Frystikistur ♦ Uppþvottavélar ♦ Þvottavélar ♦ Þurrkarar SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 www.tv.is/sminor Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnss: Glitnir Snaofollsboor: Blómsturvellir Grundnrf jöröur: Guöni Hallgrlmsson Stykkishólmur: Skipavík Búóardalur: Ásubúö (safjörður: Póllinn Hvammitangi: Skjanni Sauöórkrókur: Rafsjá Siglufjöröur: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: öryggi Vopnafjöröur: Rafmagnsv. Arna M. Neskoupstaöur: Rafalda ReyÖnrf jöröur: Rafvélaverkst. Arna E. Egilsstaöir: Sveinn Guðmundsson Brelödalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornaflröl: Króm og hvltt Vík f Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tróverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Arvirkinn Grlndavik: Rafborg Garöur: Raftœkjav. Sig Ingvarss. Keflavfk: Ljósboginn Hafnarfjöröur: Rafbúð Skúla, Álfask.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.