Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Kraftur Guðs til hjálpræðis í hugvekju dagsins segir sr. Heimir Steinsson m.a.: Með- vitundin um nýtt líf í réttlæti trúarinnar verður hlutskipti þitt hverju sinni sem Guð leyfír þér að fínna ná- vist sína í leyndardómi. í DAG er annar sunnudagur eftir þrettánda. Meðal texta dagsins eru alkunn orð úr bréfi Páls postula til Rómveija: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hveijum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst, en einnig Grikkjum. Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú““ (Róm. 1:1-17). Þessi orð eru af ritskýrendum nefnd „aðalefni Rómveijabréfs- ins“ eða þema þess. Þau eru fræg úr kirkjusögunni og ollu m.a. straumhvörfum á trúarferli Mar- teins Lúthers. Fáein orð um Rómverjabréfið Rómveijabréfið í heild er í hópi þýðingarmestu rita Nýja testamentisins. Talið er, að Páll hafi ritað það í Korintuborg á Grikklandi einhvern tíma á árun- um 55-57 e. Kr. Um þær mund- ir hafði kristni þegar skotið rót- um í Rómaborg. Tilefni þess, að postulinn ritar bréfið til Rómveija, er m.a. þátta- skil í lífi hans sjálfs: Hann hefur nú lokið kristniboði í þeim lönd- um við austanvert Miðjarðarhaf, sem hann í upphafi taldi í sínum verkahring. Hugur hans stefnir til Spánar. Á leiðinni vestur gjör- ir hann sér vonir um að heim- sækja Rómaborg og eyða stund- arkorni í samfélagi kristinna manna þar, en halda síðan áfram eftir að hafa notið uppörvunar þeirra. Allur þorri hinna kristnu í Róm hafði enn ekki kynnzt Páli, og þess vegna fannst honum eðlilegt að gjöra nokkra grein fyrir sér og trú sinni. Páll hafði nú predikað fagn- aðarerindið í tvo áratugi. Vel má vera, að postulanum hafi verið Ijóst, að hann sakir lífs- reynslu og íhugunar hefði náð fullum trúarþroska og að honum með Guðs hjálp bæri að setja fram trú sína ýtarlega og í heild. Hann kann og að hafa haft í huga stærð og vægi kristna safn- aðarins í Róm, - höfuðborg þess heims, sem Vesturlandabúum þá var kunnur. Víst er um það, að í Rómverjabréfinu biitast viðhorf í postulans með umfangsmeiri hætti en víðast hvar annars stað- ar. Bréfið hefur því orðið einn af hornsteinum kristins dóms og „þema“ þess eða aðalefni að sama skapi áhrifamikið. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið Fyrr í þessum sunnudagshug- vekjum hefur ílrekað verið fjallað um „fagnaðarerindið". Kirkja fagnaðarerindisins, hin evangel- iska kirkja, tjáir ekki tilveru- grundvöll sinn á annan hátt betur en með ævinlegri skírskotum til fagnaðarerindisins. Hennar verkefni er reyndar hvorki hlutlaus umfjöllun um fagnaðarerindið né fræðileg tilvís- un til þess. Kirkjan er til þess sköpuð og kölluð að boða fagnað- arerindið, flytja mönnum hinn gleðilega boðskap þeim til trúar. Verkefni hennar er að taka við orðum frelsarans, er hann sjálfur færði fram í upphafi predikunar sinnar. „Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu" (Mark. 1:15). - Kirkjan er lifandi veru- leiki, og sama máli gegnir um fagnaðarei'indið. Það er leyndar- dómsfullt líf Guðs í heiminum og fæðir af sér líf utan enda. Páll kveðst ekki „fyrirverða sig“ fyrir fagnaðarerindið. I öðr- um stað segist hann predika „Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku" (1. Kor. 1:23). Fagnaðarerindið er sagan um krossfestingu og upprisu Krists. Gyðingar hneyksl- uðust á boðskapnum um kross- festan Messías. Heiðingjar hlógu að málatilbúnaðinum í heild. Þess vegna tekur Páll það sérstaklega fram, að hann ekki fyrirverði sig fyrir þessa sögu, eins og Gyðing- ar og heiðingjar, enda sé sagan kraftur Guðs til hjálpræðis hveij- um þeim sem trúir. Hverjum þeim sem trúir Að trúa fagnaðarerindinu er að treysta þeim viðburðum, sem fagnaðarerindið greinir frá. Sá sem reiðir sig á Krist, krossfestan og upprisinn, trúir fagnaðarerind- inu. Ef þú fyrit' þitt leyti setur traust þitt á það, að krossfesting frelsarans og upprisa verði þér til hjálpræðis, eit þú í hópi þeirra, sem trúa. Þá veizt þú tíka, að trú þín er „kraftur Guðs“ og knýr þig áfram fyrir náð heilags anda. Þú ert sjálfur frelsaður og lifír „ekki framar, heldur lifir Kristur í“ þér (Gal.2:20). - Þú ert kross- festur með Kristi, dáinn og greftr- aður með honum til þess að lifa nýju lífi „eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins" (Róm. 6:3-4). Þetta innihald trúar þinnar er næsta mikilvægt, þessi umskipti á högum þínum, þetta að þú ert orðinn „ný sköpun" (Gal.6:15), „nýr maður“ (Ef.4:24). Trúin fel- ur ekki það í sér að hafa komizt á snoðir um eitthvað, aflað sér vitneskju um tiltekin efni, tekið einhveija tíðindasögn trúanlega. Trúin merkir afturhvarf frá einu lífi til annai-s, endurfæðingu, sem hefst i skírn þinni og stefnir á „vaxtartakmark Krists fyllingar" (Ef.4:13). Með þetta í liuga verður auð- veldara að skilja 17. vers 1. kapít- ula Rómveijabréfsins, síðara vers- ið sem hér er lil umræðu: „Því að réttlæti Guðs opinberast í því (þ.e. fagnaðarerindinu) fyrir trú til trúar, eins og ritað er: „Hinn réttláti niun lifa fyrir trú““. Krist- ur hefur friðþægt fyrir synd þína. Með dauða sínum á krossi hefur hann sýknað þig af ranglæti þínu. Með upprisu sinni hefur hann gefið þér endurfæddum nýtt líf í réttlæti. Þetta kraftaverk meðtek- ur þú í einni saman trú. Þaðan í frá hvílisl þú í Guði. Það ert þú, sem poslulinn talar urn, er hann segir: „Hinn réttláti mun lifa fyr- ir trú“. Meðvitundin um nýtl líf í rétt- læti trúarinnar verður hlutskipti þitt hveiju sinni sem Guð leyfir þér að finna návist sína í leyndar- dómi. Reynsla þín af einingu við Guð er árétting meðvitundarinn- ar. Þú öðlast þá reynslu fyrir meðalgöngu heilags anda við lest- ur Ritningarinnar og við bæn. Jafnframt stendur revnslan und- ursamlega þér til boða í hvern tíma annan eða „hvar og livenær sem Guð þóknast" (sbr. Jóh.3:8), undir stjörnum og sól og við far- inn veg. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um stefgjöld GUNNAR hafði samband við Velvakanda og sagðist hann undrandi á því sem hann hefði lesið í frétt í Morgunblaðinu á að- fangadag. Þar segir frá því að bílaumboð hafi ver- ið dæmt til að greiða stef- gjöld því spiluð hafi verið tónlist í húsakynnum þess. Er Gunnar undrandi á hljómplötuframleiðend- um og tónskáldum að krefjast gjalda af leikinni tónlist í verslunum, bíla- sölum o.s.fi-v. Hann segist hafa haldið að það kæmi þeim til góða að tónlist þeirra heyrðist sem víð- ast. Segist Gutinar óttast það að erlend tónlist verði allsráðandi ef ekki megi spila íslenska tónlist á al- mannafæri án gjalda. Innheimtu- seðlar sendir eftir gjalddaga LESANDI hafði samband við Velvakanda og sagð- ist hann hafa fengið sendan innheimtuseðil vegna bifreiðaskatts. Fékk hann innheimtuseð- ilinn 14. janúar en gjald- dagi á seðlinum var 1. janúar. Undrast lesandi það að ekki skuii vera liægt að senda inn- heimtuseðla fyrir gjald- daga hjá hinu opinbera. Húmoristar GEÐVEIKI á sér ekki bara neikvæðar hliðar. Hjá mörgum einstakling- um, sem eiga við geðveiki að stríða, leynist oft mik- ill húmor og list.rænir hæfileikar. Ég get nefnt nokkur skemmtileg dæmi: Einu sinni var sjúkling- ur að ganga um spítalann með tannbursta í bandi. Þá kom læknirinn og sagði: „Hvað segir Snati í dag?“ „Hvað er þetta, maður,“ sagði sjúklingur- inn, „sérðu ekki að þetta er tannbursti?" Síðan lab- baði hann í burtu. Þegar þeir voru konmir smáspöl sagði maðurinn við tann- burstann: „Þarna göbbuð- um við hann, Snati." Þessi saga er nú líklega ekki sönn, en hún er jafn skemmtileg fyrir því. Önnur saga segir af því þegar einn sjúklingurinn livarf af deildinni. Það var leitað að honum út um allt sjúkrahús og að lok- um fannst hann inni í skáp að lesa bók. Ég nefni þessar sögur sem dæmi um gott skop- skyn hjá mörgum þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða, en tek það fram, að ég er ekki að gera grín að þjáningar- systkinum mínum, heldur vil ég sýna fólki að við erum ekki sem verst. Gígja Thorarensen Tapað/fundið GSM-sími týndist BANG og Olufsen GSM sími týndist sl. föstudag á Bíóbarnum eða Grand Rock. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 1019 eftir kl. 18. Sig- urjón. Gullarmband týndist GULLARMBAND, smelltur baugur með áletrun inní, týndist í ág- úst í austurbæ Reykjavík- ur. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 8023. Kápa týndist GRÆN þunn kápa týndist á leiðinni Laugavegur - Lækjaitorg aðfaranótt 13. desember. Skilvís finnandi hringi í síma 551 5201. Loðhúfa týndist SVÖRT húfa úr minka- skinni týndist annað hvort við Safamýri eða Star- mýri, eða við Fiskbúðina að Vegamótum á Sel- tjarnarnesi sl. þriðjudag. Húfan var merkt að innan með nafni og símanúmeri. Hafi einhver fundið húf- una er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 561 4641, en það er núm- erið sem stendur inni í húfunni. Dýrahald Kettlingar ÞRÍR átta vikna, lítillega skógarkattarblandaðir, kettlingar fást gefins á gott heimili. Kassavanii'. Upplýsingar í síma 552 3665. Kettlingar fást gefins KETTLINGAR fást gef- ins. Tveir fress og ein læða, kassavanir. Uppl. í síma 554 0798. Simbi er týndur SIMBI, sem var í pössun í Engihlíð 16. desember sl. týndist. Hans er sáit saknað. Þeir sem hafa orðið varir við Siniba hafi samband í síma 562 5844. Fundarlaun. SKÁK t!iiisjóii Margcir l’f lnr.'ismi Hvítur mátar í fimmta leik. STAÐAN kom upp á minningar- mótinu um Tsjígórín í Sánkti Pétursborg í vetur. Svaitur hótar X* kkl i i i i i i i m A a A A A 4 A A <É> bæði hvítu drottningunni og máti á gl, en hvítur varð fyrri til. Ungi stórmeistarinn Aiex- ander Morosjevitsj (2.590) var með hvítt og átti leik gegn Petr Kiriakov (2.505). 30. Dxh6+! og svartur hafði séð nóg og gafst upp. Eftir 30. - gxh6 31. Bf6+ - Kh7 32. Hxf7+ getur svartur aðeins þvælst fyrir í tvo leiki til viðbótar. Víkveiji skrifar... VIKAN 18. til 24 janúar geymir merka afmælisdaga. 19. jan- úar árið 1892 fæddist Ólafur Thors, lengi, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra í finnn rík- isstjórnum. Fyrst myndaði Ólafur ríkisstjórn 1942. Önnur stjórn hans, nýsköpunarstjórnin, var mvnduð stofnár lýðveldisins 1944. Þriðja kom til sögunnar 1949, fjórða 1953 og sú fimmta, viðreisnarstjórnin, 1959. Sú ríkisstjórn er af ýmsum talin merkasta ríkisstjórn lýðveldis- tímans. Hún sat að völdum langleið- ina í 11 ár. Bjarni Benediktsson tók við forsæti í viðreisnarstjórninni 1963 og Jóhann Hafstein árið 1970. Benedikt Sveinsson, faðir Einars Benediktssonar skálds, var fæddur 20. janúar árið 1920. Hann var einn af merkari stjórnmálaskörungum fullveldisbaráttunnar. Frá honum segir í nýútkominni ævisögu Einars Benediktssonar, er Guðjón Friðriks- son sagnfræðingur skrifar. Tvö góðskáld fæddust 21. jan- úar, Davíð Stefánsson árið 1895 og Jón úr Vör árið 1917. xxx KOMANDl föstudag hefst Þorri, fjórði mánuður vetrar. Þá er miðsvetrar- og bóndadagur. Árni Björnsson segir í Sögu daganna: „Mánaðarnafnið Þorri er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss. Þorri er persónugerður sem vetrar- vættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið utn þorrablót en þeim ekki lýst...“. Þorrablót með 20. aldar sniði, harðfiski, hákarli, hangiketi, súr- meti, sviðum, o.s.fv. eru seinni tíma útfærsla á gömlum hefðum. xxx ARNl Brynjólfsson sendir pistil í tilefni síðasta Sunnudags- Víkveija: „Það er varla við því að búast að hægt sé að gera skil í stuttu greinarkorni skuldabyrði ríkisins og gagni eða ógagni Góðtemplararegl- unnar. Vandinn er sá í íslenskri umræðu að við gerum sjaldnast glögg skil því málefni sem við ræð- um, einkum þó þegar stjórnmál eru annars vegar og vill því umræðan vera út og suður. Þegar talað er uni skuldir ís- lenska ríkisins er mikilvægt að vita hvort um er að ra^ða fjárfestinga- eða eyðsluskuldir og halda þeim fyrrnefndu sér í umræðunni, en ekki kemur fram í umræddri grein hvernig skilgreina beri „hreinar suldir". Skuldir vegna fjárfestinga geta verið eðlilegar og sjálfsagðar ef fjárfestingar eru arðbærar og/eða skynsamlegar, en á það vill oft vanta og er mál út af fyrir sig. Þessar skuldii' eru e.t.v hærri en þa-r þyrftu að vera vegna langvar- anrii l'iæðslu við erlendar fjárfest- ingar, sem auðvitað minnkuðu skuldabaggann, auk þess sem líkur benda til að erlendir fjárfestar hefðu gætt betur arðsemi en hagsmuna- potandi þingmenn. Þá er og vand- séð hvar íslenskir fjárfestar hefðu átt að ávaxta sjóði sína, sein ekki mátti til skannns tíma ávaxta í út- löndum. Ef „skuldabagginn væri í hand- raðum“ er líklegt að hér væri ömur- legt um að litast og vafsasamt að fjáifest hefði verið í „hátækni" sjúkrahúsa og sennilegt að ungdóm- urinn flytti þangað sem skuldastað- an væri óhagstæðari. Ekki mæli ég með óráðsíu, en hæpið er að bera okkur saman við Norðmenn og Dani hvað skuldasöfn- un varðar, bæði er að olíuauður er ekki í augsýn og við erum ekki eins vel í sveit settir og Danir, ank þess sem við kunnum ekki eins vel til viðskipta. - Hvað skyldu Danir ann- ars skulda mikið? Um ágæti Góðtemplarareglunnar arita ég ekki að hafa mörg orð, en Iíklegt er að verk hennar séu eins mikið til gagns og ógagns, ekki síst vínbannið, sem við líðum enn fyrir varðandi kunnáttuleysi í meðferð áfengra drykkja. - Það aúti enginn að prédika fyrir öðrum varðandi vín- neyzlu, nema sannað sé að viðkom- andi liafi neytt áfengis a.m.k. þrisv- ar sinnum, án þess að verða sér til skammar. - Hér er þessu oft öfugt farið. - Kveðja. Árni Biynjólfsson."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.