Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 49 < ( ( < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( i < ( ( FÓLK í FRÉTTUM „Ég lofaði sjálf- um mér þá að halda hér sýn- ingu tileinkaða íslandi áður en ég sneri heim“ ið hefur veitt mér er nú að sjá í Borgarleikhúsinu." í verkum sínum leggur Bene- diktov annars vegar áherslu á borgina og hins vegar náttúruna. Hann stillir borg og náttúru upp sem skýrum andstæðum sem þó eru í stöðugu gagnvirku sambandi: „íslensk náttúra og samspil hennar við mannlífið og borgina veittu mér innsýn í veröldina sem heild. Eg skynjaði vel þá krafta sem búa í náttúrunni og um leið eðli manns- ins og samband hans við hana. Náttúran er efnisleg en maðurinn er gæddur anda. Ég sé þessa tvo þætti hverfast hvor við annan í sí- kviku samspili sem ég reyni að festa á blað. Það má líkja andstæð- um og samspili borgar og náttúru við spennuna í samskiptum kynj- anna og þannig finnst mér náttúr- an kvenleg en borgin karlleg. Þetta kemur gjarnan fram í verkum mín- um.“ íslensk trú Trúarleg minni eru jafnframt áberandi á sýningu Benediktovs. Hann teiknar íslensku kirkjuna eins og hún birtist honum, bæði sem stofnun í ímyndum presta og sem byggingarlist í kirkjunum sjálfum. „Trúin er mikilvægur hluti hvers samfélags. Hún miðlar jafnt milli andstæðna náttúru og samfé- lags sem og andstæðna innan sam- félagsins sjálfs. Trú er því tákn- rænt skapandi sameiningarafl sem hjálpar mönnum að framkvæma stórar hugsjónir. Ég upplifði við- horf Islendinga til kirkjunnar mjög sterkt í kringum biskupsvígsluna í haust og það er þess vegna sem trúmál eru áberandi á sýningunni. Þessir atburðir höfðu mikil áhrif á mig og veittu mér innsýn í eðli trú- arinnar í víðara samhengi." Mörg verka Benediktovs minna á landslagsmyndir Kjarvals þar sem menn, vættir og dýr renna saman við jörðina. Benediktov var beðinn að útskýra þau viðhorf sem liggja að baki myndunum og hvort um bein áhrif frá Kjarval væri að ræða. „Eitt af því sem heillaði mig við ísland var að hér hefði lifað og starfað jafn tilfinninganæmur og sterkur myndlistarmaður og Kjar- val. Ég held að hann hafi uppiifað náttúruna og samband mannsins við hana á líkan máta og ég geri, en ég held varla að kynni mín af hon- um hafi breytt myndlist minni á af- gerandi hátt. Ég sé heiminn sem heild þar sem efnisheimurinn renn- ur saman við anda mannsins og maðurinn að sama skapi saman við náttúruna, hraunið og grjótið. Þetta finnst mér koma fram í verk- um Kjarvals og sú sýn er mjög ná- lægt minni eigin. Ég dáist mjög að þessum verkum Kjarvals.“ Lífið í náttúrunni og náttúran í leikhúsinu Greinileg áhrif frá leikhúsinu eru í mörgum myndum sýningar- innar, sem sumar eru nánast eins og sviðsmyndir eða myndir af leik- persónum í búningum. Aðspurður hvort leikhúsvinnan væri undir áhrifum frá sérstakri náttúrusýn hans sagði Benediktov að svo væri. ,Eiginlega má segja að borgin sé dulargervi, eins konar leikbúning- ur náttúrunnar. Náttúran líkt og klæðist samfélaginu og liggur alltaf undir grímunni jafnframt því að vera órjúfanlegur hluti samfélags- ins. Sumar myndimar á sýning- unni, t.d. konan með skipið á höfð- inu, eru eins konar myndhverfing- ar þessarar sýnar. Ég reyni alltaf að færa þessa lifandi náttúruskynj- un inn í leikhúsið með sviðsmynd- um mínum.“ ÚTSALA Cortína sport, Skólavörðustíg 20, sími 552 1555 MYND £FT\R tAKLUb OAUl KVIKMYNDATAKA VITTORIO STORA fHvar endar tiltektin ** v þegar þú tekur til í mannsorpinu * — tveir fyrir einn á Mirabelle Heitustu kjúklingaréttir bæjarins verða á „tveir fyrir einn“ tilboði allan janúar, frá sunnudegi til fiinmtudags. Ekki missa af góðri kjúklingaveislu. Munið að panta borð tímanlega. Verið velkomin! MIRABELLE ~ \ RESTAURANT/VlNSTOFA Smiðjuslíg 6 (áður Habilal) ■ Sími 552 2333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.