Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGTJNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM komið á það stig að ekki verður aftur snúið og upp úr sambandinu slitnar. í skjóli ofbeldisfullrar næturinnar er Paz svo orðin skot- spónn leigubílstjóraklíkunnar og verður hún að berjast fyi'ir lífi sínu og jafnft-amt reyna að fá kærastann aftur á sitt band. Carlos Saura er fyrir löngu bú- inn að skapa sér nafn sem einn þekktasti kvikmyndaleikstjórinn í Evrópu. Ferill hans spannar orðið þrjá áratugi og á hann að baki jafn margar kvikmyndir sem handrits- höfundur og/eða leikstjóri, og hef- ur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir margar mynda sinna. Saura er fæddur árið 1932 og á námsár- unum í Madrid vaknaði áhugi hans á ljósmyndun, og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn at- vinnumaður í faginu. Arið 1953 hóf hann nám í kvikmyndagerð og þá með leikstjórn sem aðal- fag, og kenndi hann um skeið bæði leikstjórn og handritsgerð. Fyrstu kvikmyndina í fullri lengd gerði Saura árið 1959 og var hún valinn til keppni á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Síðan hefur hann unnið til fímm verðlauna í Cannes, fímm gullbirni og tvo silfur- birni hefur hann unnið á kvik- myndahátíðinni í Berlín og tvisvar hafa myndir hans verið tilnefndar til óskarsverðlauna. Árið 1986 var hann gerður að heiðursfélaga kvikmyndaakademíunnar í Hollywood. Meðal þekktra mynda sem Saura hefur gert er Carmen, sem hann gerði 1983, og sópaði sú mynd að sér verðlaunum um víða veröld. Sigurvegarinn (The Winner)*-kVz Mynd um heppni í spilum en óheppni í ástum sem er prýði- lega komið til skiki af góðum leikhópi. Leikstjórinn Alex Cox hefur greinilega ákveðnar hug- myndir um hvernig á að kvik- mynda ieikrit og heppnast sum- ar en aðrar ekki. Á milli góðs og ills (The Devil’s Ownj-k-k'/i Prátt fyrir hræðilegan írskan hreim frá Brad Pitt er ‘þetta prýðileg mynd sem leggur frek- ar áherslu á fjölskyldudrama en skothvelli og sprengingai’. KOLJA litli reynir við hljóð- færið eins og nýi fósturpabbi hans. KoUa (Kolya)kk** Fullkomin kvikmynd um pipar- svein í Prag sem situr uppi með lítinn dreng eftir að hafa gifst rússneskri konu gegn greiðslu til að geta eignast Trabant. Iðnaðarborg (City of Industry)kkk Harvey Keitel og Stephen Dorff kljást í spennumynd sem ein- kennist af rólegheitum og klókindum. Þessi er öðruvísi. Á snúrunni (Gridlock’d)kk- k Tom Roth og Tupac Shakur sýna okkur á glettinn hátt að það er ekkert sældarlíf að vera dópisti sem vill komast meðferð. KVIKMYNDIR/ Háskólabíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd spænska leik- stjórans Carlosar Saura, Taxi, en hún fjallar um hóp leigubílstjóra sem láta til sín taka í skjóli nætur, Bílstjórar í vígahug . - ' .ri - ■ > - -. .v"; - ÁSTARSAMBANDI Paz og kærasta hennar er stefnt í voða þegar í ljós kemur hvað hann aðhefst á nóttunni. KLIKA leigubflstjóra eyðir nóttunni í að hreinsa göturnar af óæskilegum ruslaralýð. Góð nxvndböiid ÞAÐ er ekki alltaf auðvelt að vera einstætt foreldri í New York. Góður dagur (One Fine Dayfkk Gamaldags, rómantísk, fyndin og krúttleg gamanmynd með fal- legu leikurunum Michelle Pfeif- fer og George Clooney sem verða ástfangin regnvotan dag einn í Nýju Jórvík. Hamsun (Hamsun)kk k 'A Stórgóð og átakanleg mynd um nasistaaðdáun norska Nóbel- skáldsins Knut Hamsun. Max von Sydow er frábær eina ferð- ina enn sem skáldið og Ghita Nörby sem eiginkonan þjáða. Fyrsta árásin (Jackie Chan’s First Strike) kkV.2 Aðdáendur Jackie Chan geta séð þennan ótrúlega áhættuatriða- mann sparka í allar áttir. Mynd þar sem gallarnir auka skemmt- anagildið. Fangaflug (ConAir)kkk Alræmdustu illmennum Amer- íku er saman safnað í eina flug- vél og þá er hætta á ferðum! Ala- bamalúðinn sem Nicolas Cage leikur bjargar öllu. Jude (Jude)kkk Falleg og einstaklega dramatísk mynd sem gerist á seinustu öld og fjallar um ungt fólk sem berst fyrir réttinum að fá að vera þau sjálf. Christopher Eccleston og Kate Winslet í aðalhlutverkum. NÝJASTA mynd spænska leik- stjórans Carlosar Saura hefst sem hefðbundin saga um árekstra milli kynslóða, þ.e. unglingsstúlkunnar Paz og foreldra hennar, en fljót- lega verður sagan að harmleik þegar unga stúlkan verður ást- fangin. Líf hennar fer nefnilega í rúst þegar hún kemst að því að bæði kærastinn og faðir hennar tilheyra klíku leigubílstjóra sem eyða nóttinni í það að hreinsa göt- urnar af því sem þeir telja óæski- legan ruslaralýð, þ.e. útlendinga sem eru svo ógæfusamir að ferð- ast í leigubílum þeirra. Þegar kærastinn reynir allt hvað hann getur að sanna raunverulega ást sína á Paz er líf þeirra hins vegar CARLOS Saura ásamt aðalleikurunum í Taxi. Frumsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.