Morgunblaðið - 20.01.1998, Page 38

Morgunblaðið - 20.01.1998, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON * + Þorvaldur Guð- mundsson fædd- ist í Holti undir Eyja- fjöllum 9. desember 1911. Hann lést á Sjtíkrahúsi Reykja- víkur 10. jantíar sfð- astliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Jónasdóttir og Guð- mundur Þ. Svein- björnsson. Eftirlifandi eigin- kona Þorvaldar er Ingibjörg Guð- mundsdóttir lyfja- fræðingur. Börn þeirra eru: 1) Geirlaug, maki Ernir Snorrason, börn þeirra eru Þorvaldur og Ingibjörg. 2) Sktíli, maki Pála Klein, börn hans eru Þorvaldur, Nína og Sktíli ísaq. 3) Katrín, barn hennar er Jtílía Embla. Þorvaldur stundaði nám í Verzlunarskóla íslands og nam niðursuðufræði og skyldar greinar í Þýskalandi og Dan- mörku. Hann vann við verslunar- störf hjá Sláturfélagi Suður- lands, kom á fót Rækjuverk- •■smiðju Isafjarðar og var forstjóri niðursuðuverksmiðju SIF. Þor- valdur stofnaði fyrirtækið Sfld og físk 1944 og á tímabili rak hann fjórar verslanir í Reykja- vfk. Svínabtí á Minni-Vatnsleysu, Vatnsleysuströnd, reisti hann 1954 og rak þessi tvö fyrirtæki til dauðadags. Þorvaldur var um- svifamikill í veitinga- og hótel- rekstri. Hann rak veitingahtísið Lídó og sá um veitinga- rekstur í Þjóðleik- htískjallaranum um áratugaskeið. Hann var fyrsti hótelstjóri á Hótel Sögu og Hótel Loftleiðum og reisti ásamt konu sinni Hótel Holt. Þorvaldur sinnti ýmsum stjórnunar- og nefndastörfum. Hann var einn af stofnendum Verslun- arsparisjóðsins og síðan Verslunarbanka íslands hf. og sat í sljórn þeirra alla tíð og gegndi formennsku stjórnar í fjölmörg ár. Þá var hann for- maður Verslunarráðs Islands, í stjórn Kaupmannasamtaka ís- lands, í stjórn Sambands veit- inga- og gistihtísaeigenda, í stjórn Vinnuveitendasambands Islands og fyrsti formaður Meistarafélags kjötiðnaðar- manna. Þorvaldur var sæmdur riddarakrossi og stórriddara- krossi hinnar íslensku Fálka- orðu, riddarakrossi Dannebrog- orðunnar og riddarakrossi finnsku hvítu rósarinnar og finnska ljónsins. Þorvaldur var mikill unnandi Iistaverka og átti eitt stærsta safn í einkaeign á fs- landi. Utför Þorvaldar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með Þorvaldi Guðmundssyni er genginn einn þeirra manna sem hafa *sett sterkt mót á samtíð sína. Hann var gæddur einstökum mannkost- um, sem nýttust honum til þess að ná undraverðum árangri í þeim fjölbreyttu viðfangsefnum er hann tókst á við á langri ævi. Þorvaldur fæddist að Holti und- ir Eyjafjöllum 9. desember 1911. Voru foreldrar hans Katrín Jónas- dóttir og Guðmundur Sveinbjörns- son. Ekki átti fyrir þeim að liggja að stofna sitt heimili og ólst Þor- valdur upp hjá móður sinni, sem flutti til Reykjavíkur. Stundaði hún þar margvísleg störf, sem sáu henni og syninum farborða. í þá daga var lífsbaráttan mun erfiðari en við þekkjum í dag. Þorvaldur ywtundaði framhaldsnám í Vezlun- arskólanum og að því loknu hóf hann störf hjá Sláturfélagi Suður- lands, 18 ára að aldri. Arið 1935 hélt hann til Þýzkalands að kynna sér niðursuðu matvæla, sem hann átti síðan eftir að vinna brautryðj- endastarf í hér á landi. I þann tíma var stjórn nasista tekin við völd- um. Margir áhrifagjarnir ungir menn heilluðust af stjórnmála- skoðunum þeirra. Svo var ekki með Þorvald. Hann sá í gegnum mann- fyrirlitningu og valdshyggju nas- istanna og hafði hina mestu skömm á því kerfi öllu. Eftir heimkomu frá Þýzkalandi tókst hann á hendur stjórn rækju- yj^erksmiðju á ísafirði, en árið 1937 var hann ráðinn til þess að koma á fót niðursuðuverksmiðju sem SIF hafði ákveðið að stofna. Vann hann við hana til ársins 1944 er hann stofnaði fyrirtækið Sfld og físk ásamt Steingrími Magnússyni fisk- kaupmanni. Ráku þeir fyrirtækið saman í þrjú ár, en þá keypti Þor- valdur hlut Steingríms. Arið 1951 hóf Þorvaldur veitinga- rekstur, er hann tók að sér rekstur Þjóðleikhúskjallarans, sem hann rak til ársins 1975. Árið 1959 stofn- aði hann veitingahúsið Lido, sem >hann rak til til ársins 1966. A þeim árum hóf hann undirbúning hótel- byggingar sinnar við Bergstaða- stræti, Hótel Holts, sem hann opn- aði í byrjun árs 1965. Áður hafði Þorvaldur verið ráðunautur Bændasamtakanna við byggingu Hótel Sögu og verið fyrsti hótel- stjóri á þeim bæ. Síðan var hann i;áðunautur Loftleiða við byggingu hótels félagsins á árunum 1965-66 og fyrsti hótelstjóri. Árið 1953 festi Þorvaldur kaup á jörðinni Minni-Vatnsleysu í Vatns- leysustrandarhreppi, og árið eftir hóf hann þar rekstur svínabús, sem hann rak af miklum myndarskap. Þar ræktaði hann eigin stofn, sem er grundvöllur þeirrar gæðavöru, sem kjötiðnaðarfyrirtæki hans sel- ur undir Ali-merkinu. Verzlunarsparisjóðurinn var stofnaður 4. febrúar 1956. Þoi-vald- ur var einn af stofnendum hans og var kjörinn í fyrstu stjórn ásamt Agli Guttormssyni stórkaupmanni, en Pétur Sæmundsen, síðar banka- stjóri, var tilnefndur af borgar- stjórn Reykjavíkur. Kynni okkar Þorvaldar hófust, er ég var ráðinn sparisjóðsstjóri, og í framhaldi af því samstarf, sem stóð á fjórða tug ára. Fljótlega varð mér ljóst að þar sem Þorvaldur fór var sérstæður og óvenjulegur hæfileikamaður, sem hvergi mátti vamm sitt vita, og lagði alúð og vandvirkni í hvert það verkefni, sem hann tókst á hendur. Var mjög lærdómsríkt fyrir mig að kynnast hvernig hann nálgaðist úr- lausn viðfangsefna af rökvísi og yf- irvegun. Hann átti mjög gott með að skynja kjarna hvers máls, greina aðalatriði frá aukaatriðum, og rök- styðja álit sitt í fáum, skýrum dráttum. Þá kom mér á óvart, hve vel hann skipulagði tíma sinn. Hann mætti á alla fundi sem hann var boðaður á, alltaf stundvís, þrátt fyr- ir gífurlegt annríki. Með okkur tókst strax mjög náið og gott sam- starf, sem með árunum þróaðist í órjúfanlega vináttu. Þorvaldur tók mikinn og virkan þátt í uppbyggingarstarfi Verzlun- arsparisjóðsins, var ötull málsvari hvar sem hann kom og aflaði með þeim hætti margra góðra viðskipta- vina, sem urðu kjarni í þeim breiða hópi, sem stóð saman um starfsem- ina. Þá var hann tillögugóður og mjög framsýnn við stefnumótun. Snemma á starfstíma Verzlunar- sparisjóðsins var farið að huga að því að breyta honum í banka, er að- stæður sköpuðust. I ræðu á aðal- fundi sparisjóðsins 1958 reifaði hann í ársskýrslu sinni málið með eftirfarandi hætti: „Hér eftir verð- ur peningastofnun, serrl starfrækt er á vegum verzlunarstéttarinnar snar þáttur í öllu starfí hennar. Hagsmunir slíkrar stofnunar og verzlunarstéttarinnar fara saman. Því á það að vera metnaðarmál og hagsmunamál vort að efla þessa starfsemi sem mest. Vel og mynd- arlega hefir verið af stað farið og við skulum heita því að efla dag frá degi starfsemi sparisjóðsins, minnugir þess að við erum í því starfi voru að skapa grundvöll fyrir stofnun Verzlunarbanka, er síðar meir verður stofnaður." Er hægt að hvetja menn með skýrari hætti? Eg held varla. Und- irbúningsvinnu var hrundið af stað innan sparisjóðsins og á næstu tveimur árum voru unnar þær til- lögur sem urðu grundvöllur að stofnun Verzlunarbanka Islands hf. Þeim tillögum var fundinn breiður stuðningur í röðum kaupsýslu- og verzlunarmanna. Þáverandi ríkis- stjórn, sem var undir forsæti Olafs Thors, féllst á að beita sér fyi-ir setningu laga um stofnun Verzlun- arbanka Islands hf., sem samþykkt voru á Alþingi 28. maí 1960. Eins og að líkum lætur þurfti ótal samtöl og fundi við fjölmarga áhrifamenn. Þar var Þorvaldur á heimavelli. Hann var gjörkunnugur miklum fjölda manna í áhrifastöðum, manna sem treystu Þorvaldi og tóku mikið tillit til skoðana hans. Eg var viðstaddur marga þessara funda og skynjaði vel áhrif hans og sannfæringarkraft. Þetta voru skemmtilegir tímar. Verið var að opna þjóðfélagið eftir langan tíma hafta og forsjárhyggju. Þorvaldur átti sæti í stjórn Verzlunarbankans allan þann tíma, sem bankinn starfaði til loka ársins 1989, og gegndi formennsku í 11 ár. Sem að líkum lætur hafði hann mótandi áhrif á stefnu og starfsemi bankans og sat í stjórnum og nefndum, sem bankinn þurfti að til- nefna fulltrúa í. Það var mikill styrkur fyrir bankann að Þorvaldur lagði honum lið allan starfstíma hans. Þoi’valdur hafði mikla víðsýni til að bera og hann hafði jafnan í huga hvernig samhæfa mætti hag viðskiptamanna, hluthafa og starfs- manna bankans. Er Verzlunarbankinn gerðist að- ili að stofnun Islandsbanka hf., var Þoi'valdur kjörinn í fyrsta bankaráð og átti þar sæti fyrstu tvö starfsár bankans. Þá tók hann sæti í stjórn Glitnis hf. og sat í henni um árabil. Þorvaldur hafði mikla trú á því, að ferðaþjónusta gæti orðið álitleg búgrein í okkar þjóðarbúskap. I því skyni þurfti að hefja öflugt starf í hótelmálum og mennta starfsfólk til þess að takast á við þetta verkefni. Hann skynjaði þá möguleika, sem fyrir hendi voru, á undan öðrum, og hann lagði ótrauður til atlögu. Á stuttum tíma, frá 1961 - 166, var hann þátttakandi í byggingu þriggja hótela, þar af einu, sem hann átti sjálfur. Að þessu verkefni gekk hann með sömu elju og dugn- aði og að hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Ef höfð eru í huga umsvif Þorvaldar á þessum árum, umfangsmikill atvinhurekstur, um tíma fjórar verzlanir, tveir veitinga- staðir, stórt bú, kjötvinnsla og hót- elrekstur, ásamt formennsku í Verzlunan-áði og setu í ýmsum stjórnum félaga kaupmanna, að ótalinni formennsku og stjórnar- setu í Verzlunarbankanum, undrast maður þann kraft og það afl sem í honum bjó. Enda var starfsdagur- inn alla jafna óvenju langur. Hann gaf sér samt tíma til þess að njóta góðrar listar, sérstaklega hafði hann áhuga fyrir leiklist og áhugi hans á myndlist var einstak- ur. Sem ungur maður var hann virkur félagi í Litla leikfélaginu og var hann formaður þess og fram- kvæmdastjóri á árunum 1929 - 1934. Hann og kona hans sáu flest þau leikrit sem sýnd voru í Þjóð- leikhúsinu um áratugaskeið og sóttu þá jafnan frumsýningar. Hafði hann næman smekk fyrir leik og yfirbragði leiksýninga. Áhugi Þoi"valdar á myndlist vaknaði þegar á unga aldri en það var fyrst eftir að hann var fulltíða, og efni leyfðu, að hann hóf söfnun málverka og annarra myndverka. Kom hann upp afar góðu og fjöl- breyttu safni málverka eftir ís- lenska málara og átti stærsta einkasafn hér á landi. Þar skipa verk Jóhannesar Kjarvals öndvegi. Hluti málverkasafns Þorvaldar prýðir veggi Hótel Holts, gestum til óblandinnar ánægju. Hann sparaði hvorki fé né fyrirhöfn, þegar mynd- verk voru í boði, sem hann hafði áhuga á að eignast, og gilti þá einu hvort það var hérlendis eða erlend- is. Vegna fjölþættra starfa sinna þurfti Þorvaldur oft að fara utan í viðskiptaerindum, en hann var sí- fellt að kynna sér þróun og nýjung- ar í þeim fjölbreyttu atvinnugrein- um, sem hann lagði stund á, svo sem á sviði verzlunar, hótel- og veitingarekstrar, svínaræktar og kjötvinnslu. Hann fylgdist stöðugt með þróuninni og nýtti sér það, sem honum þótti áhugaverðast hverju sinni, og kynnti hér heima. Þá var ÞoiTaldur oft beðinn að sjá um veislur forseta landsins í op- inberum heimsóknum erlendis svo og erlendra þjóðhöfðingja í opin- berum heimsóknum hér á landi. Hann ferðast víða um heim ásamt konu sinni í sambandi við störf sín á vegum Samtaka veit- inga- og gistihúsaeigenda, og sótti þá oft þing alþjóðasamtaka í fjar- lægum heimsálfum. Sjálfur átti ég því láni að fagna að njóta ásamt konu minni margra skemmtilegra sólarlandaferða með þeim hjónum. Voru það dýrðardag- ar sem geyma ógleymanlegar minningar í huga mínum. Þorvaldur gerðist félagi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur árið 1955 og starfaði af miklum áhuga í Rotaryhreyfingunni. Hann sótti fundi reglulega í sínum klúbbi og er hann var á ferðalögum eriendis, gerði hann sér far um að koma á fundi þar sem hann var staddur hverju sinni. Fyrir sín góðu störf sýndi Rotaryklúbbur Reykjavíkur honum þann sóma að kjósa hann Paul Harris félaga árið 1987. Þorvaldur náði sérstaklega góó- um árangri í störfum sínum. í rekstri fyrirtækja sinna sýndi hann fyrirhyggju og árvekni og festu í daglegri stjórnun og vann af lífí og sál að því að vanda framleiðslu og þjónustu sem innt var af hendi. Hann hafði óvenju góðan skilning á þróun efnahagsmála og skynjaði sveiflur hagkerfisins betur og fyrr en bestu hagfræðingar. Hann tók sínar ákvarðanir með hliðsjón af eig- in niðurstöðum, sem hann byggði á reynslu og staðgóðri þekkingu á samspili krafta þjóðfélagsins. Hann kynntist því í æsku, hve lífsbaráttan getur verið hörð og gerir kröfur til hvers og eins. Því var honum í blóð borinn sparnaður og hyggindi í meðferð fjármuna. Þorvaldur treysti á sjálfan sig og gerði sér far um að byggja sinn rekstur þannig upp, að hann ætti handbært fé fyrir þeim fjárfesting- um sem hann réðst í hverju sinni. Til undantekninga heyrði að hann tæki lán. Hann vildi ekki vera nein- um háður og var það ekki. Atvinnurekstur hans skilaði hon- um góðum efnahagslegum ávinn- ingi. Hann var með hæstu skatt- greiðendum landsins um áratuga skeið og hann greiddi sína skatta með glöðu geði. Hann vildi láta samfélagið njóta með sér árangurs sinnar velgengni, því hann hafði óvenjuríka samfélagskennd og var mikill íslendingur. Hann barst aldrei á í einkalífi sínu. Velgengni breytti ekki lífsstfl hans. Þorvaldur var vinfastur. Hann var ekki allra en vinum sínum reyndist hann tryggðatröll. Öfund- armenn átti hann fáa og óvildar- menn enga svo ég vissi. Slík var skaphöfn hans. Hann var hreinn og beinn, sagði skoðun sina umbúða- laust og naut virðingar fyrir hrein- skilni sína. Þorvaldur var góður húsbóndi að vinna fyrir og honum hélst vel á starfsfólki. Hann gerði sömu kröfur til starfsmanna sinna og sjálfs síns, heiðarleika, sam- viskusemi og dugnaðar. Þorvaldur var mikill mannþekkj- ari. Hann var fljótur að átta sig á kostum og göllum manna. Hann vissi nákvæmlega hvenær hugur fylgdi máli manna og engan mann hef ég vitað skynja betur, þegar menn töluðu þvert um hug sinn í hans áheyrn. Fyrir störf sín var Þorvaldi sýnd- ur margskonar heiður og þakklæti. Hann var heiðursfélagi Kaup- mannasamtakanna og Samtaka veitinga- og gistihúseigenda. Þá var hann að verðleikum sæmdur mörg- um heiðursmerkjum, bæði innlend- um og erlendum. Þorvaldur var sterkbyggður mað- ur og heilsuhraustur. Hann hóf jafnan hvern dag með ferð í sund- laugar ásamt konu sinni. Honum varð sjaldan misdægurt enda leyfðu viðamikil störf ekki fjarvistir. Síð- ustu árin bjó hann við dvínandi heilsu og þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsum. Þar naut hann bestu umhyggju lækna og hjúkrunarfólks. Er af honum bráði og hann hresstist, var hann jafnan kominn til starfa í fyrirtæki sínu og hélt hann þeim hætti meðan kraftar ent- ust. Hann andaðist 10. janúar sl. á 87. aldursári. Kona Þorvaldar er Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur. Hún var stoð og stytta manns síns gegnum lífið og átti sinn stóra hlut í velgengni hans. Varð þeim þriggja barna auðið, Geirlaugar, Skúla og Katrínar. Vil ég votta þeim öllum innilega samúð svo og öðrum í fjölskyldunni, tengdabörnum og barnabörnum. Vini mínum Þorvaldi þakka ég samfylgdina, vináttuna og tryggð- ina í meira en fjóra tugi ára. Blessuð sé minning hans. Höskuldur Ólafsson. Elsku pabbi minn. I skáldsögu eftir rússneska skáldið Ivan Túr- genjev, sem nú er leikin á sviði Borgarleikhússins, syngur ung stúlka „Vertu hjá mér, ekki fara frá mér.“ Leikkonan unga gerir það svo fallega að ég söng þetta með henni í huganum til þín. Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo mjög. Það er ótal margt sem kemur upp í huga minn núna. Fyrst er það þakklæti. Þakk- læti fyrir allt. Við þurftum ekki alltaf að nota orð til að tjá okkur. Við töluðum kannski ekki yfir okk- ur, þú vildir alltaf láta verkin tala. Elsku pabbi minn. Það, sem kemur næst upp í huga minn, er vinátta. Vináttan er kærleikur milli barna og foreldra. Þið mamma voruð bestu vinir mínir og vinir mínir voru ykkar vinir. Oftar en einu sinni komu rúmlega 100 vinir mínir heim til ykkar mömmu. Já, mér koma margvísleg atvik í hugann eins og t.d. þegar þú komst heim kl. 6 á daginn til að hafa fataskipti og stóðst fyrir framan stóra spegilinn í forstofunni í smóking að laga þverslaufuna. Þú varst þá að koma úr vinnu og fara í aðra vinnu. Mér finnst þú vera - sannleikurinn og lífið. - Mestu hátíðarstundirnar voru þegar þið mamma buðuð mér og fjölskyldu minni í mat í Háuhlíð, einnig var hátíðlegt þegar þið kom- uð í mat til okkar í Stigahlíð. Það var menningarbragur yfir þessum máltíðum. Við gáfum okkur tíma, tíma til að sitja í kringum fallegt borð og tala saman. Umræðurnar voru alltaf skemmtilegar og fróðleg- ar. Annað komst ekki að. Það hafði uppeldislegt gildi íýrir börnin mín að vera með ykkur. Mér finnst ég nú eins og hermaður, sem hefur misst skjöldinn sinn. Elsku pabbi minn, þú sagðir stundum þegar eitt- hvað bjátaði á, að kærleikurinn væri besti læknirinn. Nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra. Ég sagði við þig, manstu, að ég færi ekki frá þér og líka að við systkinin skyldum passa hana mömmu. Orð standa. Þín Geirlaug. Elsku „æji“ minn, en þannig hljómaði nú orðið afi í þínum eyr- um fyrstu árin mín og er það nú fyrir hönd okkar systkinanna sem ég sit hér og hugleiði hvað það er sem helst situr í minni okkar beggja þegar þitt magnaða lífs- hlaup eins og við þekkjum það er yfirstaðið. „Vinnan er lífið og lífið er vinn- an,“ sagðir þú við mig eitt sinn er ég spurði þig heima í Háuhlíðinni hvað það væri helst af öllu því sem þú sinntir að vekti mestan áhuga þinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.