Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 B 13 NEPAL er kannski ekki svo glænýtt af nálinni þeg- ar ævintýraferðir eru annars vegar og auðvitað kysi maður helst að hafa fundið upp hjólið og landið með átta af 14 helstu fjallatrompum heims innan sinna vébanda. En sumir týna töskunum á leið sinni, aðrir sálinni, og ferðalangur getur hæglega breyst í áhorfanda að nítján daga stórmynd. Um Nepal. Eftir David Lean. Einhver kynni að ætla að viðkomandi hafi hrein- lega gleymt sér og lungunum í reyknum af í kraft- miklu grængresi, og jafnvel legið afvelta einhvers staðar í hýbýli snjóanna, eins og Himalaja þýðh- á frummálinu. Staðreyndin er hins vegar sú að ein hringferð með ævintýrahraðlestinni dugir skammt til þess að botna í Nepal. Guð minn góður, manneskjan var bara í venjulegri hópferð, kynni einhver að hugsa. Já, og þó. Ferðalag á fjarlægar slóðir leiðir mann ekki síst að sjálfum sér. Fjarlægðin er líka eitt hið fyrsta sem gerir Asíu bláa og bara nafnið eitt, Katmandú, er hreinlega að drukkna í dulúð. Katmandú og miðaldir eru líka tengdar órofa böndum, segja sumir, og því býst mað- ur hálft í hvoru við því að tíminn hafi staðið kyrr. Eða í það minnsta verið afar lengi á leiðinni. I flugvélinni teiknar maður svo í kollinum nokkra trúbadora með lútur, rétt innan við borgarhliðið, fá- eina sverðgyrta, asíska prinsa á sokkabuxum, ef ekki vill betur til, og steikta jakuxa á teini. Eða eitthvað þess háttar. Öldin er síðan óvart önnur í henni Katmandú og ferðalangur, töluvert vankaður eftir 13 tíma flugvél- UMGENGNI Nepala við dauðann er blátt áfram. Ekkert er þvf til fyrirstöðu að fylgjast með líkbrennslu og syrgjandi ættingjum hinum megin við Bagmati. ána Rapti á láglendinu nærri Chitwan-þjóðgarðinum, um það bil 100 metra yfir sjávarmáli. Tll n v WPl:»*LV* T^ ' #ÉÍIlpipipi| nKHHi yr I- TIBESKIR Búdda-munkar í þorpi landa sinna við Búddahofið Bodnath í Katmandú. arprísund, sex tímum fátækari og með fagurgula blóma- kveðju um hálsinn, veit ekki alveg hvort hann er á Honolulu eða bara indjáni í stórborginni. Honum heilsar nefnilega ærandi flautu- og farartækja- öngþveiti og heimamenn, bæði rómaðir fyrir gestrisni og hlýlegt fas, eru margir með samanbrotna klúta fjTÍr vitun- um. Líkari þjóðvegaræningjum með eitthvað misjafnt í huga en himinlifandi gestgjöfum í landinu þar sem ferðalangurinn er guð. I loftinu er jafnframt einhver torkennileg brunalykt og útsýnið bæði rykmettað og dísellitt. Og hvar er Everest? Nepal er Mekka klifurgarpa Daglaunakók og hippa og Vesturlandabúa í leit að andlegum verðmætum. Þau eru auðvitað á hverju strái en minna fer fyrir þeim veraldlegu í vasa meginþorra almennings, sem auk þess hefur varla rafmagn eða renn- andi vatn, kann að miklu leyti ekki að lesa og á stundum ekki skó eða buxur á bömin sín. I bakgrunni eru kókskilti, hafnaboltahúfur og veggspjöld með Leonardo Di Caprio og satt að segja er erfitt að henda reiður á því sem skilningarvitin nema. Maður sér Nepal en landið sekkur ekki til botns. Við fyrstu kynni er erfitt að greina Katmandú frá hávaða og mengun og skella skollaeyrum við gylliboðum þeirra sem vilja selja manni hvaðeina; tvísýnt ferðalag í hjólavagni, skuggalega hnífa, tígriskrem, töfrateppi, silfurhamraðar höfuðkúpur nokkurra dýra, strengjabrúður, skartgripi, grímur, eiturlyf, ömmu sína. Enn aðrir sníkja og fátt verður til hlífðar nema fálætið. Gefur maður einum, öllum eða engum? I augum fjallabúans er gesturinn guð en hann er líka Mammon með fullar hendur fjár. Og sú tilhugsun er nötur- leg, að hundraðkall sem hugsunarlaust er látinn fjúka eftir einni kók, gæti líka verið tveir þriðju daglauna burðar- mannsins sem ber 30 kílóin þín tímunum saman á göngu- ferð um fjöll og firnindi. Nepal er eitt fátækasta land heims í veraldlegum skiln- ingi, hið 120. í röðinni þegar þjóðarframieiðsla er annars vegar, en eitt hið ríkasta af landfræðilegum og menningar- legum verðmætum. Katmandú er líka tvöföld í roðinu; höf- uðborg veisluglaðra pílagríma og völundarsmíðaðra mið- aldahofa, sem og hálfkaraðra nýbygginga á tilviljana- kenndri hraðferð tvist og bast, þar sem óstýrlátir vírar og þvottasnúrur með skærlitum flíkum teygja sig til allra átta innan um brúnleit útblástursský. Ferðabækur um Nepal kosta Pappír ei meir tólf krónur kílóið en allar heimsins frásagnir duga ekki til þess að henda reiður á því sem það geymir. Þær verða líka íyrst skiljanlegar þegar heim er komið og heilinn margbrotinn um það sem fyrir augu bar; ferðina sem varla varð meira en þögul kvikmynd um konungsríki fjallanna, kostulega miðaldafjársjóði, gest- risni og sára fátækt. Vangaveltur um göfuga frummanninn og takmarkað notagildi salernisrúllunnar eru líka heldur ódýr brella þvi sjónarhornið er ólympustindur þess sem er öllu vanur og ræður hvort hann vill þurrka sér til höfuðs skóginum eða fórna vinstri hendinni. Fæstir Nepalir hafa tök á því að leika listir þess gest- komandi og þótt einhverjar flökkukindur sætti sig tíma- bundið við rafmagnsleysi og skort á hefðbundinni hreinlæt- isaðstöðu liggur leiðin oftast jarmandi að jötunni aftur. Gestgjafinn verður þá sjálfur eins og minnisvarði á safni um frumstæða lifnaðarhætti; sýnisgripur og þjónn. Nepalir eru vingjarnlegir við gesti sína, tala litla ensku og lifa að meðaltali til fimmtugs. Erlendum áhrifum taka þeir opnum örmum og fylla skjóðu sína gagnrýnislaust af enskum tökuorðum. Minnisstæður er ananasbarinn Fri- endship í grennd við Pokhara og afgreiðslukona í Guns and Roses bol. Tn^TWTWPPwmwira Stuttermabolur með risa- ‘vaxinni áletrun, You don’t know me, vakti verðskuldaða athygli. Að sönnu nokkuð dularfull skilaboð, sem annað og smærra letur fyrir neðan; Vitnavernd bandarísku alríkislögreglunnar, varpar nokkru ljósi á. Nema í Nepal. Viðbrögðin létu hins vegar sjaldnast á sér standa og suma munaði alls ekkert um að æpa niður af svölum, skríkj- andi af kátínu: We don’t knowyou! We don’t knowyou! Eða bara að benda, hrista höfuðið og hlæja ógurlega. Bolnum var að endingu snúið við, nema hvað öfug treyja getur boð- að nokkra ógæfu í Nepal, segir þjóðtrúin, og jafnvel espað naut til árásar. Nautið réðst reyndar á samferðamann, sem er önnur saga. Og fleiri óknyttir bíða þess sem ekkert veit. Nepalir snerta hvorki né benda með fótunum, klofa ekki yfir mat- væli og mannverur eða stíga á prentað mál. Sameiginleg drykkjarílát mega ekki snerta varirnar, ekki er borðað af diskum annarra og vinstri höndin er úr leik í samskiptum, nema sú hægri sé gaffall í miðri máltíð, og þar af leiðandi ekki hrein. Kynin snertast ekki í fjölmenni, þótt þau séu hjón, og ekki er til siðs að afklæðast fyrir framan aðra. Hjónabandið er víða órjúfanlegur hluti unglingsáranna og skammt að minnast tveggja tólf ára stúlkna með burðar- körfu fyllta grænmeti og steinolíubrúsa í bandi, úti í sveit, sem spurðu vandlega út í hjúskaparstöðu og barnalán. Greinarhöfundur var síðan kvaddur, í allsleysi sínu, með takmarkalausri vorkunn, svona um það bil 15 árum fyrir andlátið, og gekk lengi vel með fjögúr vantrúa augu í bak- inu. Heima í langlífinu leikur hugurinn svo hið óræða Nepal aftur og aftur af bandi. Ævintýrið er enn utan seilingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.