Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 7 FRÉTTIR Krafðist ógildingar á synjun sjávarútvegsráðuneytisins um aflaheimildir Rudð sýkn- að af kröfu um kvóta Morgunblaðið/Þorkell VALDIMAR Jóhannesson les yfír dóminn ásamt Kristni Arnberg, Stefáni Erlendssyni og lögmanni sínum, Lúðvík Emil Kaaber. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu Valdimars Jóhannessonar um að ógilda synjun sjávarútvegsráðu- neytisins við því að úthluta Valdi- mar leyfi til veiða í atvinnuskyni og um afiaheimildir í fiskveiðiland- helgi Islands. Valdimar sótti um leyfi til ráðu- neytisins í desember til að fá, þrátt íyrir ákvæði 5. greinar laga um stjórn fiskveiða, almennt veiðileyfi fyrir upphaf þessa fiskveiðiárs til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni. Fyrrgreint ákvæði kveður á um að við úthlutun veiðileyfa komi ein- göngu tiltekin skip og bátar til greina. Valdimar sótti jafnframt um sér- stakt leyfi til veiða á 500 tonnum af þorski, 100 tonnum af ýsu, 150 tonnum af ufsa, 50 tonnum af stein- bít, 20 tonnum af grálúðu, 20 tonn- um af skarkola, 50 tonnum af rækju, 10 tonnum af humri, 1.200 tonnum af síld og 5.000 tonnum af loðnu í íslenskri landhelgi á þessu fiskveiðiári. Þá ósk byggði hann á því að samkvæmt 2. mgr. 4. greinar laga um stjórn fiskveiða geti ráð- herra bundið úthlutun lejrfa þeim skilyrðum sem þurfa þyki. Leyfí bundin við skip Ráðuneytið synjaði Valdimar um leyfíð, m.a. á þeim forsendum að leyfi til veiða í atvinnuskyni séu ávallt bundin við fiskiskip og verði ekki veitt einstaklingum eða lög- persónum og veiðar á þeim tegund- um sem Valdimar sóttist eftir kvóta fyrir séu aðeins heimilar skipum sem hafi veiðileyfi í at- vinnuskyni í landhelgi Islands. Valdimar taldi með þessu brotið gegn jafnræðis- og atvinnufrelsis- ákvæðum stjórnarskrár Islands og höfðaði mál til að fá ákvörðun ráðu- neytisins hnekkt. I dóminum segir að af hálfu Valdimars hafi verið tekið fram að í málinu leiði hann hjá sér álitaefni eins og eignarrétt yfir auðlindinni og tengd atriði, svo og það hvort tekist hafi að verja auðlindina fyrir ofveiði eða hvort réttmætt geti ver- ið að veita veiðileyfi án endur- gjalds. Engin hald- bær rök Niðurstaða Sigurðar Halls Stef- ánssonar, héraðsdómara, var sú að Valdimar hefði ekki fært fram nein haldbær rök sem leitt geti til ógild- ingar ákvörðunar ráðuneytisins um að synja honum um leyfi til veiða í atvinnuskyni og um aflaheimildir. Dómarinn telur ótvírætt að það meginmarkmið laga um stjórn fisk- veiða að samræma afkastagetu flotans afrakstursgetu fiskistofn- anna sé reist á lögmætum sjónar- miðum á grundvelli almennt viður- kenndra vísindakenninga á sviði fískiverndar og hagstjórnar. Valdimar hyggi á útgerð 250-300 smálesta fjölveiðiskips en þess hafi ekki verið getið í umsókn hans til ráðuneytisins og Valdimar hafí ekki sýnt á neinn hátt fram á sér- stöðu sína umfram aðra lands- menn. Síðan segir á þá leið að veiðileyfi séu bundin við skip, samkvæmt þeirri meginreglu að einungis koma til greina skip sem stunduðu botnfiskveiðar á tímabilinu 1. nóv- ember 1982 til 31. október 1983 ásamt nýjum eða nýkeyptum botn- fiskveiðiskipum frá 31. desember 1983 og skip, sem komið hafa í stað fyrrgreindra skipa. Hin sérstöku veiðileyfi til ákveð- inna veiða ákveðinna tegunda séu háð veitingu almennra veiðileyfa. Almannahagsmunir setja atvinnufrelsi skorður Síðan segir dómarinn: Eigi verð- ur haggað því mati almenna lög- gjafans að skilyrði 5. gr. laga [um stjórn fískveiða] fyrir veitingu veiðileyfa, sem synjun sjávarút- vegsráðuneytisins var reist á, stuðli að því markmiði að sam- ræma afkastagetu fiskiskipaflotans afrakstursgetu fiskistofnanna og að almannahagsmunir krefjist þess, að atvinnufrelsi séu skorður settar að þessu leyti. Skilyrðin taka jafnt til allra, sem eins er ástatt um.“ Því var ekki fallist á að greinin brjóti í bága við ákvæði 67. greinar stjórnarskrárinnar um at- vinnufrelsi og að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómarinn ekki koma til álita að efni lagagreinarinnar brjóti í bága við jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan misreiknaði viðbrögð forsætisráðherra vegna laga á verkfall sjómanna Ætluðu að teíj a málið um einn dag Þingmenn stjórnarandstöðunnar reiknuðu með að ríkisstjórnin myndi fresta því að óska eftir afbrigðum svo að frumvarp um lög á verkfall sjómanna mætti koma á dag- skrá þegar það lá fyrir að því yrði hafnað. Forsætisráðherra léði aldrei máls á frest- un. Egill Olafsson skoðaði átök stjórnar og stjórnarandstöðu um þessa lagasetningu. ÝMSIR þingmenn stjórnarand- stöðunnar reiknuðu með að ríkis- stjórnin myndi hætta við að bera upp tillögu sl. mánudag um að frumvarp um lög á verkfall sjó- manna kæmi á dagskrá, þegar fyr- ir lá að stjórnarandstaðan ætlaði að fella tillöguna. Hefði þetta orðið raunin ætlaði stjórnarandstaðan að bjóðast til að taka málið á dagskrá daginn eftir, en það þýddi að það hefði tafist um einn dag en ekki tvo að taka málið á dagskrá. Forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra ákváðu hins vegar að láta stjórnarandstöðuna fella til- löguna og láta lögbundna tvo daga líða þangað til frumvarpið yrði tek- ið fyrir. Þegar Davíð Oddsson forsætis- ráðherra tilkynnti fjölmiðlum, skömmu eftir hádegið í fyrradag, að frumvarp um verkfall sjómanna yrði lagt fyrir Alþingi sagðist hann vonast eftir að það yrði að lögum daginn eftir. Til þess að svo mætti verða óskaði hann eftir því við stjórnarandstöðuna að hún greiddi fyrii- því að frumvarpið fengi skjóta afgreiðslu á þingi. Þessi tilmæli fengu dræmar und- irtektir í þingflokkum stjórnarand- stöðunnar og voru allir þingmenn hennar sammála um að frumvarpið kallaði á efnislegar umræður sem gætu tekið talsverðan tíma. Þau sjónarmið komu fram að ríkis- stjórnin stæði að þessu máli með sama hætti og þegar bráðabirgða- lög hafa verið sett. Gera yrði ríkis- stjórninni grein fyrir að þingið væri að störfum og það þýddi að standa þyrfti öðruvísi að lagasetn- ingu en þegar bráðabirgðalög ei’u sett. Á það var bent á þingflokks- fundum stjómarandstöðunnar að ríkisstjórnin kæmi fram við þingið eins og stjórnarandstaðan væri ekki til. Hringt í sjómenn á fundi stjórnarandstöðunnar Þingmenn hefðu ennfremur sam- úð með málstað sjómanna og fannst að þeir væru beittir miklu óréttlæti af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ekki dró úr samúð þingmanna stjórnar- andstöðunnar þegar Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasam- bandsins, og Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins, mættu á fund til þeirra og lýstu afstöðu sinni til frumvarpsins. Þeir sögðu m.a. frá því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu lofað því að hafa samband við þá síðar um daginn og tilkynna þeim ákvörðun hennar, en þeir hefðu ekkert heyrt frá ráðherrun- um. Þeir hefðu því ekki séð frum- varpið þó að það væri komið til fréttamanna og þingmanna. Meðan Guðjón og Sævar voru að lýsa þessu á fundinum var hringt úr stjórnarráðinu í GSM-síma þeirra með þau skilaboð að ákveðið hefði verið að setja lög í deilunni og laga- frumvarpið hefði verið sent þeim til kynningar. Nokkrir þingmenn höfðu efa- semdir um að rétt væri að fella til- lögu stjórnarinnar um afbrigði frá þingsköpum, en það þýddi að málið kæmi ekki á dagskrá fyrr en eftir tvo daga. Betra væri að málið kæmi strax á dagskrá og stjórnarand- staðan tækist á við stjórnarþing- menn af hörku í málefnalegum um- ræðum. Til greina kæmi að fella til- lögu um afbrigði við aðra eða þriðju umræðu um frumvarpið. Það sjón- armið kom fram á fundinum, að lík- legt væri að stjórnarliðar myndu hætta við að bera upp tillögu um af- brigði þegai' ljóst væri að stjórnar- andstaðan ætlaði að fella hana. Stjórnarandstaðan gæti síðan boð- ist til að samþykkja slíka tillögu daginn eftir, þ.e. í gær. Þar með hefði stjórnarandstaðan sýnt vald sitt en jafnframt sýnt sveigjanleika. Ekki voru allir sannfærðir um að þessi atburðarás gengi eftir og minntu á að það væri ekki stíll Da- víðs Oddssonar að sýna sveigjan- legur í samskiptum við stjórnar- andstöðuna. Hann myndi fara með málið í atkvæðagreiðslu og kenna stjórnarandstöðunni um. Þessir úr- tölumenn reyndust hafa rétt fyrir sér því að Davíð Oddsson léð ekki mál á því að hætta við að leggja fram tillögu um afbrigði samdæg- urs. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var sama sinnis. Tillagan var því lögð fram og felld. Margir í stjómarandstöðunni eru óánægðir með hvernig þetta mál fór, ekki síst vegna þess að sjónar- mið hennar í málinu hafa ekki enn komið fram með nægilega afger- andi hætti. Sjónaimið Davíðs Odds- sonar hafa hins vegar komið ágæt- lega fram, en hann sakar stjórnar- andstöðuna um að tefja málið að óþörfu og hafa milljóna verðmæti af þjóðinni. Þessum sjónarmiðum hef- ur stjórnarandstaðan ekki náð að svara vegna þess að efnisleg um- ræða hefur ekki farið fram um mál- ið á Alþingi. Geymt en ekki gleymt Athygli vöktu ummæli Geirs H. Haarde, formanns þingflokks sjálf- stæðismanna, sem sagði við um- ræðuna, að þessi atkvæðagreiðsla væri geymd en ekki gleymd. Ýmsir túlkuðu þessi ummæli svo að þetta mál kynni að hafa áhrif á frekari breytingar sem fyrirhugað er að gera á þingskaparlögum. Þegar þingskaparlögum var breytt árið 1991 var tekin ákvörðun um að'lengja tímann sem þingmál þurfa að liggja frammi á Alþingi áð- ur en þau mega koma á dagskrá, úr einum degi í tvo. Þetta var gert m.a. vegna þess að samhliða var verið að stytta ræðutíma þing- manna og menn töldu eðlilegt að takmarka um leið möguleika stjórnarmeirihluta á hverjum tíma til að keyra stór og viðamikil mál í gegnum þingið á skömmum tíma. Til að mál megi koma á dagskrá með skemmri fyrirvara þarf 2/3 þingmanna að samþykkja afbrigði frá þingskaparlögum. Stjórnarand- staðan hefur því ótvírætt þennan rétt til að hafna afbrigðum. Hugs- unin er sú að þingmenn geti notað þessa tvo daga til að kynna sér mál og undirbúa málflutning og rök- ræður við pólitíska andstæðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.