Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 17 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján ÞEIR voru kuldalegir, strákarnir hjá netaverkstæði Utgerðarfélags Akureyringa þar sem þeir voru að vinna við troll Svalbaks EA á Sverrisbryggju enda töluvert frost í gær. Á myndinni fer ísleifur Guð- mundsson fagmannlega með nálina. Hróplegt óréttlæti „STJÓRN Sjómannafélags Eyja- fjarðar lýsir vonbrigðum sínum með að enn og aftur skuli aðgerð- um sjómanna til að ná kjarasamn- ingum við útvegsmenn vera hrundið með lagasetningu af hálfu stjórnvalda," segir í ályktun frá stjórn félagsins. Fram kemur einnig að engin starfsstétt í íslandssögunni hafi mátt þola jafnmikil inngrip í kjara- mál sín á jafnskömmum tíma. Um þrettán mánaða skeið hafi sjómenn verið án kjarasamninga og telji stórnvöld nú ástæðu til að setja löggjöf sem taki við viðskiptum með aflaheimildir þá hafi sú þörf verið jafnskýr um langan túna. Vandamálum frestað eina ferðina enn Á sjöunda degi verkfalls sjd- manna Iiggi fyrir ákvörðun um að Alþingi setji lög á verkfallið. „Það hróplega óréttlæti sem sjómönnum „Léttara líf" „LÉTTARA líf' er heiti á nám- skeiði sem haldið verður í Mennta- smiðju kvenna á Akureyri helgina 20. til 22. febrúar næstkomandi, en því verður fylgt eftir með einka- tímum mánuði síðar, 20. til 22. mars. Námskeiðið er ætlað konum sem eru að kljást við vanlíðan vegna ofáts, aukakílóa og óreglu- legs mataræðis. Byggir námskeiðið á jóga, hug- myndum OA, og persónulegri reynslu leiðbeinandans sem hefur verið að kljást við ofát og aukakíló um langt skeið. Margar skyndilausnir bjóðast til að leysa vandann, en þó árangur náist í einhvern tíma vill sækja í sama farið, varanlegur árangur næst ekki nema breyta um lífsstíl, borða hollan mat reglulega, forð- ast sætindi og svo framvegis. Á námskeiðinu læra þátttakend- ur ýmsar leiðir til að verða meðvit- aðri um það mynstur sem þeir hafa komið sér upp varðandi mataræði, sjá orsakir og finna aðferðir sem henta til að rjúfa vítahringinn. Námskeiðið snýst ekki um mittis- mál eða megrunaraðferðir, heldur allt sem býr að baki stormasömu sambandið við mat sem leiðir til vanhðunar, aukakílóa og lélegs sjálfsmats. Lögð er áhersla á að námskeiðið sé skemmtilegt. Leiðbeinandi er Sigurborg Kr. Hannesdóttir jógakennari sem bú- sett er á Egilsstöðum. Hún hefur einnig lokið námi í svokallaðri Phoenix Rising jógaþerapíu. Hún efndi til námskeiðsins „Léttara líf' á Egilsstöðum síðasta sumar. er sýnt með þessari lagasetningu gerir ekki annað en fresta vanda- málum enn eina ferðina," segir í ályktun Sjómannafélags Eyjafjarð- ar. Y firlýst sé að skipuð verði nefnd til að kanna verðmyndun á fiski og gera tillögur fyrir ríkisstjórnina um leiðir til að koma í veg fyrir viðskipti með sjávarafla milli tengdra aðila. Hlutverk nefndar- innar eigi að vera að koma í veg fyrir að viðskipti með aflaheimild- ir hafi óeðlileg áhrif á skiptakjör sjómanna. „Það hlýtur að vera krafa sjómanna að lög sem koma eiga út úr þessari vinnu taki á þeim agnúum fiskveiðistjórnunar- kerfisins sem bitna beint á kjörum sjómanna. Ef niðurstaðan úr þessu ferli sem rfkissfjórnin hefur nú hrundið af stað verður óbreytt ástand þá eru sijórnvöld að velja verstu leiðina sem hægt var að finna í deilunni." Harður þriggja bfla árekstur við Hörgárbraut/Hlíðarbraut Barn flutt á slysa- deild BARN á fimmta ári var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærmorgun eftir harð- an árekstur sem varð á gatnamót- um Hlíðarbrautar og Hörgárbraut- ar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það m.a. nokkuð skorið í andliti og kvartaði um eymsl í handlegg. Tildrög slyssins eru þau að sögn Ingimars Skjóldals varðstjóra lög- reglunnar að tveir bílar skullu sam- an og köstuðust á þann þriðja. Bíl var ekið upp Hlíðarbraut austan Hörgárbrautar, en annar bíll kom norðan að og rákust þeir saman og skullu á kyrrstæðan bíl sem beið við gatnamótin vestan megin. Mikið eignatjón varð í árekstrin- um, en tveir bílar voru dregnir af vettvangi með dráttarbíl og eru þeir ekki ökufærir. Vuja umferðaryós Töluvert er um árekstra á þess- um gatnamótum og verða þeir oft harðir. Á fundi bæjarstjórnar ný- lega voru umferðaröryggismál til umræðu en fyrstu drög að fram- kvæmdaáætlun í umferðaröryggis- málum hafa verið lögð fram. Þau verkefni sem til greina koma eru að setja upp umferðarljós við Þórunn- arstræti og Hrafnagilsstræti, „torontoljós" og miðeyju á Þórunn- arstræti við Munkaþverárstræti og Hraðahindrun á Grenivelli við Norðurgötu. Tveir bæjarfulltrúar, Gísli Bragi Hjartarsson og Oddur Helgi Hall- dórsson nefndu sérstaklega við þessar umræður að ýta þyrfti við Vegagerðinni að koma upp umferð- arljósum á þessum gatnamótum, en Hörgárbrautin er þjóðvegur. Morgunbiaðið/Kristján BARN var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur við gatnamótin Hlíð- arbraut og Hörgárbraut í gærmorgun og mikið eignaljón varð á bifreiðum. Ingimar Skjóldal frá Aðstoð dró bflana burt af slysstað. TVÖ umferðarljós við gangbraut á Glerárgötu, gegnt Ráðhúsi bæj- arins, eyðilögðust í hörðum árekstri um helgina og hafa ljós- in verið óvirk fxá þeim tínia. Steindór Steindórsson, rafvirki hjá Rafveitu Akureyrar vann við að tengja göngiujósin í nýjum staur- um og vonaðist hann til að ljósin kæmust í lag í gær. Vinafund- ur eldri borgara VINAFUNDUR eldri borgara verður í Glerárkirkju á morg- un, fimmtudaginn 12. febrúar og hefst hann kl. 15. Samveran hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður Aðalsteinn Óskarsson. Einnig mun Óskar Pétursson syngja nokkur lög og boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir eru velkomnir. Skák SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur 15 mínútna mót í Skák- heimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri annað kvöld, fimmtudagskvöldið 12. febrú- ar. Allir velkomir. Ertu búinn að smakka þessi gómsætu salöt? Salötin frá Hollt og Gott eru frábær ofan á brauð eða með fersku grænmeti. Salötin fást í öllum helstu matvöruverslunum. 000 *".*5;8 IW* MoUt&é/ott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.