Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 20
rs 20 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stórtjón í Kaliforníu ÓVENJULEGA miklir og harðir vetrarstormar hafa geisað að undanförnu í Kaliforníu, Mexíkó og í norðanverðri Suður-Amer- íku og er heita straumnum El Nino almennt kennt um. I Kali- forníu hafa orðið mikla skemmd- ir á mannvirkjum vegna flóða og skriðufalla og við ströndina hef- ur sjórinn skolað mörgum hús- um á haf út. Þessi mynd er frá Malibuströnd og eins og sjá má er eitt hús þegar fallið og önnur á leiðinni. I Tijuana í Mexíkó týndu 13 manns h'fi um helgina vegna gífurlegra flóða og urðu fátækrahverfin, sem eru flest byggð utan í gróðurlausum hlíð- um, illa úti. í Ekvador hafa á annað hundrað manns farist á skömmum tíma vegna úrfellisins, sem hefur verið ólíkindum og er rakið beint til áhrifa frá El Nino. Raunar segja veðurfræðingar, að ekki sé hægt að kenna El Nino um allt, sem aflaga fer, og ekki megi gleyma því, að veðrið sé almennt mjög duttlingafullt og vetrarveðrin í Kaliforníu geti stundum verið hörð. Það verði ekki fyrr en frá líði, að hægt verði að segja til um hvaða áhrif heiti straumurinn hafi í raun og veru haft. Nýjar gervihnatta- myndir sýna, að El Nino fer minnkandi og búast sumir við, að hann verði búinn að syngja sitt síðasta eftir nokkra mánuði. Kenneth Starr sagður hafa stefnt Monicu Lewinsky fyrir kviðdom Ginsburg reyn- ir að hindra vitnastefnu Los Angeles, Washington. Reuters. WILLIAM Ginsburg, lögmaður Monicu Lewinsky, kvaðst í gær ætla að fara þess á leit við dómstól i Wash- ington að Kenneth Starr saksóknara yrði ekki heimilað að þvinga Lewin- sky til að bera vitni um meint ástar- samband hennar og Bills Clintons forseta fyrir sérstökum kviðdómi, sem á að skera úr um hvort ákæra verði heimiluð. Ginsburg kvaðst einnig ætla að óska eftir því að dóm- stóllinn úrskurðaði að saksóknaran- um bæri að standa við samning, sem lögmaðurinn segist hafa gert við St- arr um að Lewinsky verði ekki sótt til saka fyrir meinsæri gegn því að hún beri vitni. Starr neitar því að hafa gert slíkan samning. Bandarískir fjölmiðlar skýrðu frá því að Starr hefði sent Lewinsky vitnastefnu og að hún ætti að koma fyrir kviðdóminn á morgun, fimmtu- dag. Ginsburg vildi ekki staðfesta þetta en áður hafði hann gefið til kynna að hann hefði vitað í hálfan mánuð að Starr hygðist stefna Lewinsky. Lewinsky, sem er fyrrverandi starfsstúlka Hvíta hússins, er sökuð um að hafa framið meinsæri í eið- svarinni yfirlýsingu þar sem hún neitaði að hafa átt í ástarsambandi við forsetann. Ginsburg hefur reynt að semja við Starr um að Lewinsky verði veitt friðhelgi fyrir ákæru gegn því að hún beri vitni en saksóknarinn segir það ekki koma til greina nema hann fái að yfirheyra hana fyrst og vill að hún gangist undir lygapróf. Starr hefur einnig stefnt Marciu Lewis, móður Lewinsky, fyrir rétt sem vitni en lögfræðingur hennar kvaðst í gær mundu reyna að fá þeirri stefnu hnekkt. Saksóknarar telja, að Lewinsky hafi trúað móður sinni fyrir ýmsu varðandi meint ástasamband við Clinton enda bjuggu þær saman á þeim tíma. Reynt að stöðva fréttaleka David Kendall, lögfræðingur Clintons, hefur leitað til dómstóla vegna ásakana um að aðstoðarmenn Starrs hafi lekið upplýsingum um vitnaleiðslur kviðdómsins í fjölmiðla. Kendall lagði á mánudag fram beiðni um að Starr yrði refsað fyrir brot á reglum um þagnarskyldu saksókn- Reuters WILLIAM Ginsburg, lög- fræðingur Monicu Lewinsky, skipaði ljósmyndurum að hypja sig burt er hann kom til viðræðna við skjólstæðing sinn í Santa Monica í Kaliforníu. ara og fyrirskipað að stöðva frétta- lekana. Starr sagði ekkert hæft í ásökun- um Kendalls og sakaði hann um láta- læti til að vekja á sér athygli fjöl- miðla, rógburð og tilraun til að raska rannsókn málsins. Ginsburg kvaðst styðja tilraun Kendalls til að binda enda á frétta- lekana og sagði þá ósanngjarna, einkum fyrir Lewinsky. Wall Street Journal birti á mánu- dag leiðréttingu vegna fréttar, sem byggð var á slíkum leka, þar sem því var haldið fram að þjónn í Hvíta hús- inu hefði sagt kviðdómnum að hann hefði séð Clinton og Lewinsky ein saman í bókaherbergi forsetans. Blaðið segir nú að þjónninn hafi sagt að hann hafi ekki séð þau saman. Sakaðir um brot á lögum um kosningasjóði Repúblikanar í stjórnsýslunefnd öldungadeildar Bandarflqaþings hafa lagt drög að skýrslu þar sem þeir saka Clinton, Al Gore varafor- seta og helstu aðstoðarmenn þeirra um vísvitandi brot á lögum um söfn- un framlaga í kosningasjóði. Nefndin hefur rannsakað fjársöfn- un demókrata í kosningabaráttunni 1996 og einkum ásakanir um að þeir hafi fengið þrjá milljónir dala, 220 milljónir króna, í ólöglegar greiðslur frá erlendum fjármálamönnum, flestum frá Asíu. I skýrslu repúblikana er Clinton sakaður um að hafa notað fé, sem landsnefnd demókrata safnaði, í eigin kosningabaráttu með ólöglegum hætti. Gore er hins vegar sagður hafa brotið lög, sem banna stjórnmála- mönnum að nota trúarstofnanir í íjár- öflunarskyni, með því að flytja ávarp í hádegisverðarboði í hofi búddatrúar- manna í Kaliforníu í aprfl 1996. Demókratar í nefndinni eru einnig að ganga frá skýrslu um rannsókn- ina og búist er við að þeir saki Haley Barbour, fyrrverandi formann Repúblikanaflokksins, um að hafa brotið lögin af ásettu ráði með því að þiggja hundruð þúsunda dala af fjár- málamanni í Hong Kong og hafa síð- an logið um það. Reuters Mál Louise Woodward Minni líkur á endurupptöku London. The Daily Telegraph. FORELDRAR bresku barnfóstr- unnar Louise Woodward, sem var fundin sek um morð á barni er hún gætti í Bandaríkjunum, segja að vegna peningaskorts geti svo farið að þeir geti ekki fengið réttað í málinu aftur ef áfrýjun þess ber ekki árangur. Woodward er 19 ára og verður að halda kyrru fyrir í Bandaríkjunum þangað til úrskurðað hefur verið um áfiýjun saksóknara á þeirri ákvörðun dómarans í málinu, að breyta niðurstöðu kviðdóms úr morði í manndráp af gáleysi. Dómarinn breytti refsingunni úr lífstíðarfangelsi í 279 daga fangelsi, eða þann tíma sem hún hafði þá þegar setið inni, og því er henni frjálst að yfirgefa Bandaríkin þegar úrskurður liggur fyrir í áfrýjunar- málinu. Einnig verður tekin fyrir áfrýjun verjenda Woodward til þess að fá dóminn ógildaðan. Gangi það ekki að óskum og for- eldrar hennar geta ekki staðið straum af kostnaði við endurupptöku málsins í því skyni að fá Woodward sýknaða yrði hún að halda heim til Bretlands með manndráp af gáleysi á sakavottorðinu. Gary Woodward, faðir Louise, sagði í viðtali við breska rflrisútvarpið, BBC, að peningafram- lög frá vildarmönnum hefðu dugað til þess að greiða lögfræðikostnað undanfarna tvo mánuði, en gengju nú „ört til þurrðar". Formaður fjölskyldusjóðs Louise Woodward, Ken Davey, sóknar- prestur í heimabæ hennar, Elton, sagði að í sjóðnum væru nú um 200 þúsund pund, sem myndu duga fyr- ir kostnaði við áfrýjunina, en ekki fyrir endurupptöku. Skýrsla vegna nýrrar könnunar brezkrar rannsóknastofnunar Lundúnum. Reuters. ÍBÚAR aðildarlanda Evrópusam- bandsins, ESB, hafa meiri efasemdir en nokkru sinni áður um ágæti sam- bandsins, samkvæmt niðurstöðum skýrslu brezkrar rannsóknastofnun- ar sem Neil Kinnock, fyrrverandi leiðtogi brezka Verkamannaflokks- ins sem situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, tók þátt í að kynna í Lundúnum í gær. Einnig er því haldið fram í skýrslunni, að opin- ber áróður fyrir Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU, sé líklegur tii að spilla enn frekar fyrir stuðningi almennings við ESB. Hið áformaða myntbandalag og fjölgun aðfldarríkja mun gera Evr- ópusambandið öflugra en nokkru sinni, en þrátt fyrir þetta er stuðn- ingur almennings við ESB að dvína út um alla Evrópu, samkæmt niður- stöðum könnunar Demos-stofnunar- innar brezku. Einungis 46 af hundraði íbúa ESB-landanna 15 styðja aðild síns lands að sambandinu og aðeins 41% Evrópusambandið aldrei óvinsælla tetja að aðildin sé viðkomandi landi í hag. Aldrei fyrr hefur á undanfórn- um áratugum af- staðan til þessara spurninga mælzt eins neikvæð og nú, að sögn tals- manna Demos. Týnzt í skriffinnsku ***** EtfRÓPAt í skýrslunni segir að ESB njóti svo lítilla vinsælda um þessar mund- ir vegna þess að sú ímynd sé ríkj- andi að í fjóra áratugi hafi samband- ið týnt sér í skriffinnskusmáatriðum en hafi misst sjónar á upprunalegum tilgangi sínum. Flestir viðmælenda Demos í könnuninni vildu sjá ESB sinna í meiri mæli verkefnum, sem ríkis- stjórnir ættu ekki auðvelt með að eiga við, svo sem að skapa störf, vinna á alþjóð- legri glæpa- og hryðjuverkastarf- semi, vernda um- hverfið og búa til sameiginlega varnarmálastefnu. Þess í stað eyðir ESB miklu meira fé og tíma í að sinna sameiginlegri landbúnaðarstefnu og undirbúningi EMU. Á þessi atriði leggja hins veg- ar aðeins níu af hundraði almenn- ings áherzlu, að sögn Demos. En viðamiklar og dýrar áróðurs- herferðir, sem efnt væri til í því skyni að uppfræða almenning um ágæti myntbandalagsins, myndi að- eins hafa öfug áhrif og festa fólk í þeirri trú að ESB hefði týnt sér í of- vöxnu skriffinnskukerfi. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Johns Majors, lýsti þeirri skoðun sinni eft- ir að fréttist af þessum niðurstöðum Demos-könnunarinnar, að nú væri orðið of seint að hverfa frá áform- aðri stofnun myntbandalagsins um næstu áramót. „Slíkt myndi valda öngþveiti á fjármálamörkuðum," sagði hann og spáði því að ellefu ESB-ríki, þar á meðal Þýzkaland, yrði á meðal stofnaðildarríkja á til- settum tíma. I fyrradag vísaði þýzka stjórnin og framkvæmdastjórn ESB á bug ákalli 155 þýzkra hagfræðiprófess- ora um seinkun EMU, með þeim rökum að of mikill skriður væri nú þegar kominn á áformin til að ger- legt væri að hörfa frá þeim. Hungur í Austur- Afríku Nairobi. Reuters. TÍU milljónir manna í Austur- Afríku þurfa á neyðarhjálp að halda vegna flóða, sem hafa eyðilagt uppskeruna. Kom þetta fram hjá talsmönnum FAO, Matvælastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, í gær. I tilkynningu frá FAO sagði, að auk þess að eyði- leggja uppskeruna, hefðu flóðin valdið miklum skemmd- um á vegum, brúm, járn- brautarteinum og öðrum sam- göngumannvirkjum. Hefur FAO beðið aðildarríki SÞ að leggja fram 1,2 milljarða ís- lenskra króna til að unnt verði að bæta úr mesta skort- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.